Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Þegar ég var barn gleymdistþessi dagur svolítið. Viðvorum fjögur systkinin og í nógu að snúast fyrir áramótin. Jólin eru auðvitað líka nýafstaðin á þessum degi og í gamla daga fékk ég oft sameiginlega jóla- og afmælisgjöf á jólunum,“ segir Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir sem fagnar sextugsafmæli í dag. „Seinna meir gerði ég fólki grein fyrir því að þetta fyrirkomulag væri ekki vel séð. Það hefur borið árangur því í dag fæ ég iðulega margar gjafir á afmælisdaginn minn,“ segir hún. Afmælisdeginum og áramótum ætlar Ingveldur að eyða með vini sínum Gunnari Þór Júlíussyni, sonunum Ólafi og Inga Thor- arensen. Tengdadætur eru Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Sólveig Lóa Magnúsdóttir. Samtals eru barnabörnin orðin 4, en það yngsta bættist í hópinn á árinu. „Eftir að ég komst á fullorðinsár hefur þessi dagur alltaf verið mjög góður og annasamur því ég fæ gjarnan marga gesti til mín á afmælisdeg- inum,“ segir Ingveldur. „Ég held ekki skipulagt boð en hér hefur skapast hefð fyrir því að vinir og fjölskylda kíki í heimsókn fyrri hluta dags og fái sér kaffi og með því. Margir sjá þetta nú sem fast- an lið á gamlársdegi,“ segir hún. Ingveldur hélt heljarinnar veislu á fimmtugsafmæli sínu og segir hana duga fyrir næstu ár. „Hún var haldin í Breiðfirðingasalnum og var 150 manns boðið, það var virki- lega gaman,“ segir Ingveldur Jóna. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir 60 ára Afmæli „Hefð er fyrir því að fólk kíki í kaffi fyrri hluta dags. Það er fastur liður á gaml- ársdegi hjá mörgum,“ segir Ingveldur Jóna. Áramót og afmæli á sama degi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hjónin Rannveig Ragna Bergkvists- dóttir og Erlendur Jóhannesson frá Fáskrúðsfirði eiga 50 ára brúðkaups- afmæli á morgun, 1. janúar. Gullbrúðkaup Brúðhjón Anna María Þórðardóttir og Guðmundur Ingþór Guðjónsson voru gefin saman í Akraneskirkju 23. júní síðastliðinn. Brúðkaup Heiðurshjónin Jóhanna Ármann Guð- jónsdóttir og Þorlákur Friðrik Frið- riksson frá Skorrastað í Norðfirði eiga demantsbrúðkaup í dag, 31. desem- ber. Demantsbrúðkaup Ó lafur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1957, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1963, öðlaðist hdl.- réttindi 1964 og stundaði trygg- inganám í London 1964-65. Ólafur var deildarstjóri hjá Al- mennum tryggingum hf. 1963-70, aðstoðarforstjóri þar 1970-76, for- stjóri 1976-89, forstjóri Almennra líftrygginga hf. 1981-91 og fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. 1989-2002. Ólafur var formaður Vöku 1961- 62, formaður Heimdallar 1966-68, sat í stjórn SUS 1967-69, í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksíns í Reykjavík 1966-70 og 1973-77, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, í miðstjórn flokksins 1971-73, var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík 1970-82, sat í borgarráði 1970-74 og var forseti borgarstjórnar 1974-78, sat í ýms- um nefndum borgarinnar, í stjórn Landsvirkjunar 1977-83, í banka- ráði Seðlabanka Íslands 1982-98 og formaður bankaráðs 1986-90, sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1976-78 og stjórnarformaður 1986- 90, í stjórn Sinfóníuhljómsveitar æskunnar 1986-93, í úthlutunar- nefnd listamannalauna 1974-78, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju 1969- 82, hefur oft setið í stjórn Sam- bands íslenskra tryggingafélaga frá 1977 og verið formaður stjórnar, sat í stjórn Alþjóðlegra bifreiðatrygg- inga 1970-72 og 1989-2001, var stjórnarformaður 1997-2001, sat í forsætisnefnd Sambands evrópskra vátryggingafélaga 1992-94, í stjórn Verslunarráðs Íslands 1984-90 og landsnefndar Alþjóðaverslunar- ráðsins 1983-98 og var þar formaður 1994-98, sat í stjórn og varastjórn Þróunarfélags Íslands 1986-93, var formaður stjórnar Íslenska heilsu- félagsins hf. 1991-95, formaður stjórnar Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði 1991-96, formaður stjórnar Lyfjaverslunar Íslands 1995-98, í stjórn Snorra Þorfinns- sonar ehf. 1996-99, í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1993-99, var formaður samstarfsnefndar rík- is og borgar um byggingu Hörpu frá 1999 og formaður Austurhafnar, rekstrarfélags um Hörpu, til 2005, er búið var að samþykkja teikn- ingar hússins. Hann sat í stjórn ÍSAL 1995-2000, í stjórn Sameinaða líftryggingafélagsins og í stjórn Eddu – miðlunar og útgáfu 2002- 2003. Ólafur var aðalræðismaður Jap- ans 1982-2002. Ólafur B. Thors, fyrrv. framkvæmdastj. Sjóvár-Almennra – 75 ára Í Perlunni Ólafur og Jóhanna Jórunn, ásamt syni sínum, tengdadóttur og sonarsonum. Hlustar á klassík og djass Hjónin Sigrún Brynja Hannesdóttir og Jónas Vignir Karlesson fögnuðu 40 ára brúðkaupsafmæli, í gær, 30. desember. Rúbínbrúðkaup „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gleðileg jól Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.