Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 46

Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Þegar ég var barn gleymdistþessi dagur svolítið. Viðvorum fjögur systkinin og í nógu að snúast fyrir áramótin. Jólin eru auðvitað líka nýafstaðin á þessum degi og í gamla daga fékk ég oft sameiginlega jóla- og afmælisgjöf á jólunum,“ segir Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir sem fagnar sextugsafmæli í dag. „Seinna meir gerði ég fólki grein fyrir því að þetta fyrirkomulag væri ekki vel séð. Það hefur borið árangur því í dag fæ ég iðulega margar gjafir á afmælisdaginn minn,“ segir hún. Afmælisdeginum og áramótum ætlar Ingveldur að eyða með vini sínum Gunnari Þór Júlíussyni, sonunum Ólafi og Inga Thor- arensen. Tengdadætur eru Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Sólveig Lóa Magnúsdóttir. Samtals eru barnabörnin orðin 4, en það yngsta bættist í hópinn á árinu. „Eftir að ég komst á fullorðinsár hefur þessi dagur alltaf verið mjög góður og annasamur því ég fæ gjarnan marga gesti til mín á afmælisdeg- inum,“ segir Ingveldur. „Ég held ekki skipulagt boð en hér hefur skapast hefð fyrir því að vinir og fjölskylda kíki í heimsókn fyrri hluta dags og fái sér kaffi og með því. Margir sjá þetta nú sem fast- an lið á gamlársdegi,“ segir hún. Ingveldur hélt heljarinnar veislu á fimmtugsafmæli sínu og segir hana duga fyrir næstu ár. „Hún var haldin í Breiðfirðingasalnum og var 150 manns boðið, það var virki- lega gaman,“ segir Ingveldur Jóna. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir 60 ára Afmæli „Hefð er fyrir því að fólk kíki í kaffi fyrri hluta dags. Það er fastur liður á gaml- ársdegi hjá mörgum,“ segir Ingveldur Jóna. Áramót og afmæli á sama degi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hjónin Rannveig Ragna Bergkvists- dóttir og Erlendur Jóhannesson frá Fáskrúðsfirði eiga 50 ára brúðkaups- afmæli á morgun, 1. janúar. Gullbrúðkaup Brúðhjón Anna María Þórðardóttir og Guðmundur Ingþór Guðjónsson voru gefin saman í Akraneskirkju 23. júní síðastliðinn. Brúðkaup Heiðurshjónin Jóhanna Ármann Guð- jónsdóttir og Þorlákur Friðrik Frið- riksson frá Skorrastað í Norðfirði eiga demantsbrúðkaup í dag, 31. desem- ber. Demantsbrúðkaup Ó lafur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1957, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1963, öðlaðist hdl.- réttindi 1964 og stundaði trygg- inganám í London 1964-65. Ólafur var deildarstjóri hjá Al- mennum tryggingum hf. 1963-70, aðstoðarforstjóri þar 1970-76, for- stjóri 1976-89, forstjóri Almennra líftrygginga hf. 1981-91 og fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. 1989-2002. Ólafur var formaður Vöku 1961- 62, formaður Heimdallar 1966-68, sat í stjórn SUS 1967-69, í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksíns í Reykjavík 1966-70 og 1973-77, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, í miðstjórn flokksins 1971-73, var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík 1970-82, sat í borgarráði 1970-74 og var forseti borgarstjórnar 1974-78, sat í ýms- um nefndum borgarinnar, í stjórn Landsvirkjunar 1977-83, í banka- ráði Seðlabanka Íslands 1982-98 og formaður bankaráðs 1986-90, sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1976-78 og stjórnarformaður 1986- 90, í stjórn Sinfóníuhljómsveitar æskunnar 1986-93, í úthlutunar- nefnd listamannalauna 1974-78, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju 1969- 82, hefur oft setið í stjórn Sam- bands íslenskra tryggingafélaga frá 1977 og verið formaður stjórnar, sat í stjórn Alþjóðlegra bifreiðatrygg- inga 1970-72 og 1989-2001, var stjórnarformaður 1997-2001, sat í forsætisnefnd Sambands evrópskra vátryggingafélaga 1992-94, í stjórn Verslunarráðs Íslands 1984-90 og landsnefndar Alþjóðaverslunar- ráðsins 1983-98 og var þar formaður 1994-98, sat í stjórn og varastjórn Þróunarfélags Íslands 1986-93, var formaður stjórnar Íslenska heilsu- félagsins hf. 1991-95, formaður stjórnar Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði 1991-96, formaður stjórnar Lyfjaverslunar Íslands 1995-98, í stjórn Snorra Þorfinns- sonar ehf. 1996-99, í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1993-99, var formaður samstarfsnefndar rík- is og borgar um byggingu Hörpu frá 1999 og formaður Austurhafnar, rekstrarfélags um Hörpu, til 2005, er búið var að samþykkja teikn- ingar hússins. Hann sat í stjórn ÍSAL 1995-2000, í stjórn Sameinaða líftryggingafélagsins og í stjórn Eddu – miðlunar og útgáfu 2002- 2003. Ólafur var aðalræðismaður Jap- ans 1982-2002. Ólafur B. Thors, fyrrv. framkvæmdastj. Sjóvár-Almennra – 75 ára Í Perlunni Ólafur og Jóhanna Jórunn, ásamt syni sínum, tengdadóttur og sonarsonum. Hlustar á klassík og djass Hjónin Sigrún Brynja Hannesdóttir og Jónas Vignir Karlesson fögnuðu 40 ára brúðkaupsafmæli, í gær, 30. desember. Rúbínbrúðkaup „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gleðileg jól Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.