Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012
Járnskortur er oft ein af ástæðum þess
að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar
eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti,
ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum.
Engin aukefni hrein náttúruafurð.
Floradix blandan stuðlar að :
• Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds.
• Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns,
aukið súrefnisflæði.
• Orkugefandi efnaskiptum
• Betra ónæmiskerfi
• Eðlilegri frumuskiptingu
• Auknu blóðstreymi
• Aukinni orku
• Auknum lífskrafti
Floradix formúlurnar er hægt
að kaupa í apótekum, matvöru-
verslunum og heilsubúðum.
Þreytt og slöpp ?
Bilun í bremsubúnaði er nú talin orsök þess að farþegaflugvél rann út af
flugbraut og inn á nálæga hraðbraut á Vnukovo-flugvelli í Moskvu á
laugardagskvöld. Fimm manns eru látnir af völdum slyssins.
AFP
Rann út af flugbrautinni
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sex menn sem handteknir voru fyrir
hópnauðgun í Nýju-Delí á Indlandi
fyrr í þessum mánuði hafa verið
ákærðir fyrir morð. Lík fórnar-
lambsins, 23 ára gamallar stúlku, var
grafið í gær en hún lést af sárum sín-
um á laugardag. Mennirnir eiga
dauðadóm yfir höfði sér verði þeir
fundnir sekir.
Lík stúlkunnar var flutt aftur
heim til Delí í gær en hún hafði verið
færð á sjúkrahús í Singapúr. Þar lést
hún eftir meiriháttar líffærabilun.
Manmohan Singh, forsætisráðherra
Indlands, og Sonia Gandhi, leiðtogi
Kongressflokksins, tóku á móti for-
eldrum stúlkunnar á flugvellinum.
Ekki hefur verið greint frá nafni
stúlkunnar opinberlega en hún ku
hafa verið nemi í læknisfræði. Til
stóð að hún gengi að eiga kærasta
sinn, sem einnig varð fyrir barðinu á
árásarmönnunum, nú í febrúar.
Mál stúlkunnar og dauði hefur
vakið miklar umræður um stöðu
kvenna á Indlandi og viðbrögð yfir-
valda við kynferðisbrotamálum. Þús-
undir manna komu saman í höfuð-
borginni í gær, sumir til að votta
stúlkunni virðingu sína og aðrir til
þess að tjá reiði sína gagnvart yfir-
völdum.
Ofbeldi verði aldrei umborið
Í kjölfar nauðgunarinnar hafa
stjórnvöld heitið því að veita konum
frekari vernd en Singh forsætisráð-
herra hefur legið undir ámæli fyrir
slæleg viðbrögð við árásinni. Á með-
al þess sem lagt hefur verið til er að
haldin verði opinber skrá yfir kyn-
ferðisbrotamenn og að dæmdir
nauðgarar verði vanaðir með lyfja-
gjöf.
Þá hefur ríkisstjórnin lofað að
herða refsingar vegna alvarlegustu
kynferðisbrotanna og að sjá til þess
að þau fái greiðari meðferð hjá dóm-
stólum.
Ban Ki-moon, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, sendi fjölskyldu stúlk-
unnar samúðarkveðjur í gær.
„Við getum aldrei samþykkt of-
beldi gegn konum, afsakað það né
umborið,“ sagði talsmaður Bans.
Eiga dauðadóm yfir höfði sér
Fórnarlamb hrottalegrar hópnauðgunar í Nýju-Delí lést á laugardagsmorgun
Ætlaði að giftast unnusta sínum í febrúar, en hann varð einnig fyrir árásinni
AFP
Reiði Fólk heldur á kertum og skiltum á útifundi til að minnast stúlkunnar.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Átta herforingjar á eftirlaunum voru
nú fyrir helgi ákærðir fyrir morðið á
síleska söngskáldinu og leikstjóran-
um Víctor Jara fyrir rétt tæpum
fjörutíu árum.
Hann var einn þeirra fjölmörgu
sem var haldið á íþróttaleikvangi í
höfuðborginni Santíagó í kjölfar
valdaráns Augusto Pinochet í sept-
ember 1973. Jara varð eftir dauða
sinn að táknmynd baráttunnar fyrir
mannréttindum og réttlæti í Róm-
önsku Ameríku.
Tveir herforingjanna, Pedro
Barrientos og Hugo Sánchez, eru
ákærðir fyrir sjálft morðið en hinir
sex eru ákærðir fyrir aðild að því.
Barrientos býr á Flórída í Banda-
ríkjunum og hefur alþjóðleg hand-
tökuskipun verið gefin út á hendur
honum. Hinir sjö búa í Síle.
Jara var fertugur þegar hann var
myrtur og vinsæll dægurlagasöngv-
ari en hann tilheyrði kommúnista-
flokki Síle, flokki Salvador Allende
forseta. Daginn eftir valdaránið, sem
bandarísk stjórnvöld studdu, var
Jara tekinn höndum í Tækniháskól-
anum í Santíagó, þar sem hann
gegndi stöðu prófessors, ásamt
hundruðum nemenda, kennara og
starfsmanna.
Farið var með fólkið á íþróttaleik-
vang í borginni sem var notaður sem
fangelsi í kjölfar valdaránsins. Þar
þekktu fangaverðir Jara og tóku
hann út úr hópnum. Þá var hann
yfirheyrður, barinn og pyntaður að
því er segir í ákærunni. Áður en leik-
vangurinn var rýmdur fimm dögum
eftir valdaránið og fangarnir færðir
annað var Jara, ásamt þremur öðr-
um, færður í kjallara leikvangsins og
myrtur. Lík hans fannst síðar við
járnbrautarteina við kirkjugarð í
borginni. Samkvæmt krufningu var
lík hans illa leikið og hafði hann verið
skotinn 44 sinnum.
Árið 2004 var leikvangurinn
nefndur í höfuðið á Jara og heitir nú
Víctor Jara-völlurinn.
Ákærðir fyrir 40
ára gamalt morð
Myrtur Gröf Víctor Jara í Santíagó.
Morðingjar
skáldsins Víctor
Jara loks saksóttir
Leiðtogar flokk-
anna á bandaríska
þinginu sögðu í
gærkvöldi að
mörg ljón væru
enn á vegi þess að
samkomulag næð-
ist sem afstýrt
gæti því að efna-
hagur landsins
færi fyrir björg
hins svonefnda fjárlagaþverhnípis við
áramótin.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblik-
ana í öldungadeildinni, sagði flokk sinn
hafa lagt fram tillögu til sátta á laugar-
dag en engin viðbrögð hefðu borist frá
demókrötum.
„Ásteytingarsteinninn virðist vera
vilji, áhugi eða hreinlega hugrekki til að
ná samkomulagi. Ég vil að allir viti að
ég er tilbúinn að ljúka þessu en ég þarf
dansfélaga,“ sagði McConnell í gær.
Flokkarnir hafa tímann fram að mið-
nætti til þess að komast að sam-
komulagi og afstýra því að miklar
skattahækkanir og djúpur niður-
skurður taki sjálfkrafa gildi á nýju ári.
Viðræður áttu að halda áfram í gær-
kvöldi.
Enn ljón
á vegi sam-
komulags
Mitch McConnell
Þýska vikublaðið
Der Spiegel birti
fyrir mistök and-
látsfrétt um
George H.W.
Bush, fv. forseta
Bandaríkjanna, á
vefsíðu sinni í
gær. Fréttin var
aðeins á síðunni í
nokkrar mínútur
áður en glöggir lesendur gerðu at-
hugasemdir.
Í henni var Bush m.a. lýst sem
„litlausum stjórnmálamanni“ og
ímynd hans hafi aðeins batnað þeg-
ar hann var borinn saman við son
sinn sem síðar tók við sem forseti.
ÞÝSKALAND
Birtu andlátsfrétt
um George Bush
George H.W. Bush
Rúmlega einn af hverjum tíu bresk-
um lögreglumönnum er í auka-
vinnu samhliða lögreglustarfinu
samkvæmt nýrri könnun. Það er
20% fjölgun á milli ára.
Á meðal þeirra starfa sem lög-
reglumenn gegna er súludans-
kennsla, íssala, prests- og miðils-
störf. Á Bretlandi mega
lögreglumenn reka fyrirtæki eða
stunda aukavinnu með leyfi yfir-
manna. Sú stefna verður nú tekin
til skoðunar hjá þingnefnd.
BRETLAND
Lögreglumenn í
aukavinnu á súlu