Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Reykjavík 1912 ehf., ................................................................. Klettagörðum 19 A.Wendel ehf., ................................................................Tangarhöfða 1 Advania, ................................................................................Ármúla 2 Aðalvík ehf., ........................................................................Ármúla 15 Afreksvörur ehf., ............................................................ Álfheimum 74 Alþjóðaskrifstofa HÍ, ...........................................................Neshaga 16 Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi, ......................... Borgartúni 35 Arctic trucks Ísland ehf., ......................................................Kletthálsi 3 Arkform, ..............................................................................Ármúla 38 Arkís ehf., ......................................................................... Aðalstræti 6 Arkþing ehf – ...................................................... Arkitektar, Bolholti 8 Aseta ehf., .......................................................................... Gylfaflöt 3 ÁH lögmenn ehf., ............................................................. Lindargötu 7 Áman, ............................................................................. Háteigsvegi 1 Árbæjarapótek ehf., ........................................................Hraunbæ 115 Ásbjörn Ólafsson ehf., .............................................Köllunarklettsvegi 6 B.K. Flutningar ehf., .....................................................Krosshömrum 2 Bakkus ehf., .....................................................................Héðinsgötu 1 Bandalag háskólamanna, ................................................. Borgartúni 6 Bandalag íslenskra farfugla, ............................................. Borgartúni 6 Barnaverndarstofa, ........................................................ Borgartúni 21 BÁ Múrverk ehf,............................................................... Viðarrima 59 BBA Legal ehf., .............................................................. Skógarhlíð 12 BGI málarar, ...................................................................Brekkubæ 17 Bifreiðastjórafélagið Frami, ......................................... Fellsmúla 24-26 Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, ............................................... Mörkinni 6 Bjarnar ehf., ..........................................................Köllunarklettsvegi 1 Blaðamannafélag Íslands, ..................................................Síðumúla 23 Bláfugl ehf., ........................................................................Lynghálsi 4 Blikksmiðurinn hf, ........................................................... Malarhöfða 8 Blómatorgið, .................................................................. Hringbraut 33 Bonafide-lögmenn/ráðgjöf sf., ......................................Kringlunni 4-12 Bókhaldsstofa Haraldar, ..........................................Suðurlandsbraut 12 Bókhaldsstofa Júlíönu ehf., ........................................... Hávallagötu 40 Bókhaldsþjónusta Arnar Ingólfssonar ehf., ...............................Nethyl 2 BSRB, ............................................................................. Grettisgötu 89 Búr ehf., .............................................................................Bæjarflöt 2 Bygginarfélag Gylfa og Gunnars hf., ............................... Borgartúni 31 Cafe Roma, ................................................................... Laugavegi 118 Classik rock, ...........................................................................Ármúla 5 Danfoss hf., ........................................................................Skútuvogi 6 Danica sjávarafurðir ehf., ................................................ Suðurgötu 10 Depla, ................................................................................ Kolaportinu DG sf., ............................................................................. Viðarhöfða 6 DJG Málningarþjónusta ehf., ....................................... Krummahólum 2 E.F. Ben ehf., ............................................................. Dugguvogi 17-19 E.T. Einar og Tryggvi ehf., Klettagörðum 11 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignaumsjón hf ....................................................., Suðurlandsbraut 30 Elísa Guðrún ehf, Lifandi vísindi, .....................................Klapparstíg 25 English pub, ................................................................. Austurstræti 12 ENNEMM ehf., ...............................................................Brautarholti 10 Faxaflóahafnir, .............................................................Tryggvagötu 17 Félag íslenskra hljómlistarmanna, .................................. Rauðagerði 27 Félag skrúðgarðyrkjumeistara , ...................................... Borgartúni 35 Félag Vélstjóra og málmtæknimanna, ...............................Stórhöfða 25 Félagsbústaðir hf., ........................................................Hallveigarstíg 1 Fiskafurðir-umboðssala ehf., ..............................................Fiskislóð 5-9 Fiskfélagið veitingastaður, ...................................................Grófartorgi Fiskmarkaðurinn ehf., ..................................................... Aðalstræti 12 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, .......................................... Austurbergi 5 Flutningaþjónusta Arnars, .....................................................Þingási 46 Flutningaþjónusta Íslands ehf., ...................................Naustabryggju 12 Forum lögmenn, .....................................................Aðalstræti 6 5. hæð Frumkönnun ehf., .........................................................Hæðargarði 14 Fræðsla og forvarnir, ................................................... Brautarholti 4 A Gallerí Fold, ........................................................... Rauðarárstíg 12-14 GB tjónaviðgerðir ehf., ....................................................... Draghálsi 8 Gjögur hf., ........................................................................Kringlunni 7 Gjörvi ehf., ...................................................................Grandagarði 18 Glersýn sf., .........................................................................Glæsibæ 20 Golden Seafood Company ehf., ..................................... Smyrilshólum 4 Grafan ehf., .......................................................................Eirhöfða 17 Grant Thornton endurskoðun, .................................Suðurlandsbraut 20 Green Energy Iceland ehf., .....................................Suðurlandsbraut 12 Grettir, vatnskassar ehf., ................................................... Vagnhöfða 6 Grey Team Íslandi, ................................................................Ármúla 26 Gróðrarstöðin Lambhagi ehf., ...................Vesturlandsvegi v/Lambhaga Guðmundur Arason Smíðajárn ehf., ....................................Skútuvogi 4 Gull- og silfursmiðjan Erna ehf., ............................................Skipholti 3 Gæðabakstur Ömmubakstur ehf., ........................................Lynghálsi 7 H Árnason ehf, tölvuviðgerðir., ............................................ Mörkinni 3 H.H.ráðstefnuþjónustan sf., .............................................. Álagranda 12 Hafgæði sf., .......................................................................Fiskislóð 28 Hagi ehf – HILTI, ........................................................... Malarhöfða 2a Halldór Jónsson ehf., ........................................................Skútuvogi 11 Hágæðabón ehf., ............................................................. Viðarhöfða 2 HBH byggir ehf., ............................................................ Skógarhlíð 10 Heilsusport ehf., ................................................................. Skeifunni 4 Hereford steikhús, ......................................................... Laugavegi 53b Hilmar D. Ólafsson ehf., .............................................Langholtsvegi 13 Hjartaheill - Landssamtök hjartasjúklinga, ............................Síðumúla 6 Hjá Dóra ehf., ...............................................................Þönglabakka 1 Hjá Jóa Fel-brauð/kökulist ehf., ................................... Kleppsvegi 152 Hjólastillingar, .............................................................. Hamarshöfða 6 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, ........................................... Gylfaflöt 3 Hlað sf., ..........................................................................Bíldshöfða 12 Hreinir garðar ehf., ........................................................Spóahólum 14 Hreyfimyndasmiðjan ehf., ...............................................Garðsenda 21 Hús verslunarinnar ehf., ....................................................Kringlunni 7 Húsafl sf., ...............................................................................Nethyl 2 Húsafriðunarnefnd ríkisins, .............................................. Suðurgötu 39 Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, ........................................ Sólvallagötu 12 Iceland seafood international, .................................Köllunarklettsvegi 2 Icelandic Services ehf., ....................................................Korngörðum 2 Init ehf., ....................................................................... Grensásvegi 50 ÍSAGA ehf., ....................................................................Breiðhöfða 11 Íslensk erfðagreining ehf., .................................................Sturlugötu 8 Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf., ..............................Tunguhálsi 11 Íþróttafélagið Fylkir, ...........................................................Fylkisvegi 6 Jónsson og Lemacks auglýsingastofa, ............................... Laugavegi 26 K.H.G. þjónustan ehf., ........................................................Eirhöfða 14 Kaffi París, ................................................................... Austurstræti 14 Kaffi Zimsen, ...............................................................Hafnarstræti 18 Kaffibarinn ehf., ........................................................ Bergstaðastræti 1 Kemis heildverslun ehf., .................................................Breiðhöfða 15 Klettur - sala og þjónusta ehf., .................................Klettagörðum 8-10 Knattspyrnusamband Íslands, ...............................................Laugumdal KOM almannatengsl, ............................................................Höfðatorgi Kringlukráin, .....................................................................Kringlunni 4 Kælitækni ehf., ............................................................. Rauðagerði 25 LAG- lögmenn, ............................................................... Ingólfsstræti 5 Lagnalagerinn ehf., ........................................................... Fosshálsi 27 Landsnet hf., ....................................................................... Gylfaflöt 9 Landssamtök lífeyrissjóða , ..................................................... Sætúni 1 Laundromat Reykjavík ehf., ............................................ Austurstræti 9 Logaland ehf., ...................................................................Tunguhálsi 8 LP-verk ehf., .................................................................. Kleppsvegi 48 Löggarður ehf., .................................................... Kringlunni 7, 7. hæð Lögmannsskrifstofan Fortis ehf., ........................................ Laugavegi 7 Lögmannsstofa Jóhönnu Sigurjónsdóttur, ................... Skólavörðustíg 12 Lögmenn Höfðabakka ehf., ............................................Höfðabakka 9 Markaðsráð kindakjöts, ............................... Bændahöllinni v/Hagatorg Matthías ehf., .................................................................. Vesturfold 40 MGB endurskoðun slf., ....................................................Bíldshöfða 14 Múlakaffi, ...........................................................................Hallarmúla Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, ...........................................Hátúni 12b ÓG Bygg ehf., .................................................................Fjarðarseli 14 ÓV-vélaleiga, ..................................................................Jörfagrund 50 Poulsen ehf., ......................................................................... Skeifan 2 Prentsmiðjan Oddi hf., ....................................................Höfðabakka 7 PriceWaterhouseCoopers ehf., ......................................... Skógarhlíð 12 Proline ehf., .......................................................................Kistumel 18 Rafeindastofan ehf., .......................................................... Faxafeni 12 Rannsóknarnefnd flugslysa, ............................Hús Fbsr v/Flugvallarveg Rannsóknarnefnd umferðarslysa, .................................... Flugvallarvegi Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði H.Í., ..........Hofsvallagötu 53 Rekstrarfélagið Kringlan, .............................................Kringlunni 4 -12 Restaurant Þrír frakkar, .................................................Baldursgötu 14 Reykjavík ink, ...................................................................Frakkastíg 7 Rikki Chan ehf., ............................................................ Breiðagerði 33 RT veitingar ehf............................................................... ., Skipholti 19 Rue de net Reykjavík ehf., ..............................................Vesturgötu 2a S4S ehf., .....................................................................Guðríðarstíg 6-8 Samtök álframleiðenda á Íslandi, .................................... Borgartúni 35 Setberg bókaútgáfa, .........................................Freyjugötu 14, box 619 SHV pipulagningaþjónusta , ............................................... Funafold 54 Skipaþjónusta Íslands ehf., ........................................... Grandagarði 18 Skolphreinsun Ásgeirs sf., ....................................................Unufelli 13 Snóker- og Poolstofan ehf., ...................................................Lágmúla 5 Sportís ehf., ........................................................................ Mörkinni 6 Steingrímur Þormóðsson - Lögm. Árbæ, ...................................Nethyl 2 Steinmótun ehf., ................................................................Írabakka 30 Söluturninn , .................................................................Grundarstíg 12 Söluturninn Drekinn, .........................................................Njálsgötu 23 Útlit er fyrir að þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða svo- kölluð rammaáætlun, verði samþykkt óbreytt á Alþingi eftir áramót. Í þingsálykt- unartillögunni eru að- eins tveir fremur litlir vatnsaflskostir í orku- nýtingarflokki, 35 MW Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum og litlir virkjunarkostir í veituskurðum Blönduvirkjunar í Húnavatnssýslu, samtals um 28 MW. Þessir virkjunarkostir eru báðir fremur óhagkvæmir, raðast í hagkvæmniflokka 5 og 4 af 6 flokk- um í skýrslu verkefnisstjórnar (2011). Samkvæmt hagkvæmni- flokkuninni má búast við að hver kílóvattstund frá þessum kostum verði nærri tvöfalt dýrari en orka frá Urriðafossvirkjun, sem er í hag- kvæmniflokki 2, svo dæmi sé tekið. Allir virkjunarkostir í hag- kvæmniflokki 1 eru settir í vernd- arflokk. Nokkrum háhitasvæðum hefur verið raðað í nýtingarflokk en óvissa ríkir um afkastagetu þeirra og nýtingu eru settar stöðugt þrengri skorður, svo sem með stíf- um kröfum um mengunarvarnir og tengingu við flutningskerfi. Nú þegar fáir virkjunarkostir eru í boði og þeir fjárhagslega hag- kvæmustu hafa verið teknir úr orkunýtingarflokki er enn mikil- vægara að leita nýrra orkuöfl- unarkosta og finna leiðir til að há- marka afköst raforkuvinnslu hér á Íslandi. Einn þessara kosta er nýt- ing vindorku og vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun hefur reist á iðn- aðarsvæðinu við Búrfell hafa verið áberandi í umræðunni. Eðlilegar spurningar hafa vaknað varðandi hagkvæmni og nýtingarmöguleika vindorku hér á landi. Gagnrýn- israddir nefna sjónmengun og þá mýtu að vindmyllur gefi frá sér há- vaða og trufli dýralíf. Aðrir fagna og eru spenntir yfir auknum fjöl- breytileika í íslenska orkuöflun. En er virkjun vindorku á Íslandi raun- hæfur kostur? Framleiðsla á vindmyllum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, en nefna má að bara í Bandaríkjunum hefur uppsett afl ellefufaldast á síð- ustu 10 árum. Jafnframt ríkir hörð samkeppni meðal framleiðenda vindmylla sem hefur orsakað um 17% verðlækkun á sl. 5 árum og bú- ist er við áframhaldandi lækkunum (EWEA). Þvert á það sem haldið hefur verið fram er þessi orkukost- ur því almennt orðinn fjárhagslega sjálfbær og á flestum stöðum í heiminum hefur ekki þótt ástæða til að niðurgreiða raforku frá vindorku frekar en öðrum orkuöflunarkost- um. Vindorkan er nokkuð frábrugðin öðrum virkjunarkostum hér á landi en uppsett afl gefur ekki jafn skarpa mynd af raforkuvinnslunni og hjá vatnsafls- og jarðvarmavirkj- unum. Þetta stafar af því að vind- myllur vinna aðeins rafmagn þegar vindur blæs. Því er nauðsynlegt að staðsetja þær bæði þar sem vind- hraði er mikill og vind- ur er stöðugur stærst- an hluta ársins. Rannsóknir undanfarin ár hafa leitt í ljós álit- leg svæði til virkjunar vindorku með nýting- arhlutfall allt að tvöfalt en að jafnaði í Evrópu. Stafar þessi stöð- ugleiki vindsins sér- staklega af land- fræðilegri legu landsins. Landslagið er víðfeðmt og háir fjall- garðar beina vindinum í ákveðna farvegi. Á ýmsum stöðum á landinu myndast náttúruleg vindgöng þar sem vindur er mjög stöðugur. Þess- ir staðir henta því einkum vel til virkjun vindorku. Önnur ástæða þess að nýting vindorku er talin vera hagkvæm á Íslandi er mögu- leikinn á samlegð með vatnsafli. Auðvelt að er breyta álagi vatns- aflsvirkjana, bæði til að mæta dæg- ursveiflum í vindstyrk en ekki síður árstíðasveiflum. Veður eru vinda- sömust yfir köldustu vetrarmán- uðina þegar snjóbráð er í lágmarki og minnst í ám landsins en vindorka er minni yfir sumartímann þegar vatnsorkan er í hámarki. Þannig er hægt að hámarka afköst vatnsafls- virkjana með því að vinna rafmagn með vindorku þegar vindurinn blæs og spara um leið uppistöðulónin. Verðmæti orkunnar felst ekki síst í því hvenær hún verður til og eina skilvirka leiðin til að geyma orku er með uppistöðulónum. Þetta hefur því verið gert víða, m.a. í Noregi. Það verður því að teljast ólíklegt að Íslendingar hætti að nýta vatnsaflið og hér muni einungis allt fyllast af vindmyllum. Raforkuvinnslan yrði ekki nógu stöðug til að hagkvæmt væri að reka vindorkuver án sam- legðar við annan, stöðugri orkuöfl- unarmöguleika. Því ætti að nota vindorkuna til að hámarka afköst annarra virkjana og þannig kerfis- ins í heild. Nú hefur sæstrengur mikið verið til umfjöllunar og margir tengt saman umræðuna um vindorkuna og sæstreng. Sæstrengur þarf þó ekki að vera forsenda vind- orkuvirkjunar hér á landi og líklegt þykir að nýting hennar sé hagkvæm burt séð frá lagningu hans. Hafa ber þó í huga að sæstrengurinn er vissulega áhrifaþáttur, því ef auka á framleiðsluna í kerfinu um 6.000 GWst þarf að horfa í fleiri orkuöfl- unarmöguleika. Það verður því spennandi að sjá niðurstöður Landsvirkjunar og annarra orku- fyrirtækja sem e.t.v. skoða vindork- una af meiri alvöru á komandi ár- um. Þetta gæti orðið þriðja stoðin í orkukerfi Íslands. Reynum því að ganga inn í nýtt ár með því hug- arfari að hámarka það sem við höf- um. Það er ekki fokið í öll skjól enn. Er fokið í flest skjól í orkuöflun á Íslandi? Eftir Þórarin Má Kristjánsson »Helstu kostir nýtingar vindorku á Íslandi og möguleg áhrif á framtíðarorku- öflun Íslendinga. Þórarinn Már Kristjánsson Höfundur er nemi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. 28. desember 2013 Einokun á alfara- leið Með litlum fyrir- vara hafa Samtök sveitarfélaga á Suð- urnesjum (SSS) af- ráðið að bjóða út sér- leyfi til aksturs hópferðabíla á leið- inni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Verði sú ráðagerð að veruleika mun leggjast af sú sam- keppni sem ríkt hefur um fólks- flutninga á akstursleiðinni á um- liðnum árum og skilað neytendum fyrsta flokks þjónustu. Ætlunin er að afhenda einum akstursaðila einkaleyfi til þess að bjóða þjónustu sem nú er opin þeim sem geta og vilja. Raunar er það svo að samkvæmt reglum þeim sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu er stjórnvöldum óheimilt að bjóða út einkaleyfi á þjónustu sem áður hefur lotið samkeppni. Útboðið stenst því ekki lög. Þess utan eru útboðsskilmálar með þeim hætti að alvarlegar spurningar vakna um til- gang aðgerðarinnar og allt bendir til þess að faglegum sjónarmiðum sé fórnað fyrir annarleg markmið. Slakað á gæðakröfum Ljóst er að breytingin mun bitna á neytendum, enda munu þeir ekki lengur hafa val um þjónustuaðila. Alkunna er að einokun leiðir til lægra þjónustustigs. Í þessu sam- bandi er sérlega athyglisvert að í útboðsgögnum eru kröfur er lúta að gæðum þjónustunnar óljósar, t.d. að því er varðar ferðatíðni, en sá þáttur hefur úrslitaáhrif um arð- bærni þjónustunnar. Í vissum til- fellum er verulega slakað á gæða- kröfum frá því sem nú er. Útboðsgögn gera t.d. ráð fyrir að aldur fólksflutningabíla geti verið allt að tíu ár. Sá aðili sem sinnt hefur þessari þjónustu lengst, eða í um 30 ár, hefur síðustu árin notast við nýja bíla til verksins. Hér er ekki aðeins um að ræða þægindi farþega heldur fyrst og fremst ör- yggi þeirra. Við þetta er því að bæta, sem öllum má vera ljóst, að eldri bílar menga meira en nýir. Það sætir raunar furðu að útboðið skuli ekki taka minnsta tillit til umhverfissjónarmiða. Eðlilegt er að spyrja hvað vaki eiginlega fyr- ir sveitarstjórnum á Suðurnesjum. Skattlagning í skjóli fákeppni Hagsmunir neytenda eru bersýnilega ekki í fyrirrúmi hér. Þegar rýnt er í útboðsgögn kemur það glögglega í ljós að SSS sér sér leik á borði til þess að safna fé í eigin sjóði. Verksali hyggst eigna sér a.m.k. 35% tekna af akstri hópferðabíla frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Þetta er ekkert annað en dulin skattlagning í skjóli fá- keppni, en um leið árás á frjálsa at- vinnustarfsemi og einkaframtak. Aðför að einkaframtaki og atvinnusköpun Með þessu verður fjárfesting og margra ára kynningar- og mark- aðsstarf þeirra aðila sem byggt hafa upp rekstur um þessa þjón- ustu að engu gert. Samtök sveitar- félaga á Suðurnesjum hyggjast nú þjóðnýta þjónustu sem hingað til hefur verið veitt af einkaaðilum með góðum árangri. Virk sam- keppni verður lögð af og einokun komið á í því augnamiði að afla tekna í sjóði sveitarfélaga. Óþarft er að taka fram að fjölda starfa, sem einkaframtakið hefur skapað, verður teflt í tvísýnu. Starfsöryggi fjölda bílstjóra, sölu- fulltrúa og viðhaldsaðila auk af- leiddra starfa er í húfi. Það er með ólíkindum og ber vott um ábyrgð- arleysi og fádæma afturhalds- hyggju að opinberir aðilar skuli færa óöryggi í nýársgjöf og gefa heilbrigðum samkeppnissjónar- miðum langt nef. Einokun á alfaraleið Eftir Kristján Daníelsson Kristján Daníelsson » Þetta er ekkert ann- að en dulin skatt- lagning í skjóli fá- keppni, en um leið árás á frjálsa atvinnustarf- semi og einkaframtak. Framkvæmdastjóri Reykjavik Excursions – Kynnisferða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.