Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 w w w . s i g g a o g t i m o . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Icelandair réð nýlega 18 flugmenn til starfa og Norlandair áformar að ráða 3-4 flugmenn, að því er kom fram í nýju fréttabréfi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Nýliðarnir hjá Icelandair hefja þjálfun í byrjun ársins 2013 og hefja störf í vor þegar hópur flugmanna sem nú er í uppsögn verður aftur kominn til starfa. Þeir koma m.a. frá öðrum íslenskum flugfélögum sem þurfa að ráða nýja flugmenn í stað þeirra sem fara til Icelandair. Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri FÍA, sagði þessar ráðningar vera mjög jákvæðar fyrir flug- mannastéttina. „Það sem er jákvæð- ast er að þetta er vöxtur innan frá en byggist ekki á leiguflugi eða flugi fyrir aðra eins og einkenndi vöxtinn fyrir hrun,“ sagði Kjartan. „Við er- um fullir bjartsýni. Það eru mjög já- kvæðar horfur í fluggeiranum ef þær verða ekki eyðilagðar með skattlagningu.“ Icelandair auglýsti í fyrra eftir flugmönnum og barst þá vel á annað hundrað umsókna, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Icelandair réði þá tíu nýja flugmenn til starfa og nú átján til viðbótar úr hópi umsækjenda frá því í fyrra. Félagið stefnir að því að bæta tveimur flugvélum inn í leiða- kerfi sitt og stækka það um ein 15%. Nýlega kom fram að Icelandair hyggist ráða um 60 nýjar flug- freyjur og flugþjóna og sóttu um 1.400 manns um störfin. Næsta sumar munu um 700 flugfreyjur og flugþjónar starfa hjá Icelandair. Áætlun til Constable Point Flugfélagið Norlandair á Akur- eyri hyggst hefja áætlunarflug til Constable Point (Ittoqqortoormiit) í Grænlandi í mars 2013. Það er aðal- ástæða þess að félagið ætlar að bæta við 3-4 flugmönnum, að sögn Friðriks Adolfssonar fram- kvæmdastjóra. Áætlunin verður í samvinnu við Flugfélag Íslands og verður hún Reykjavík - Akureyri - Constable Point og farmiðar seldir í gegnum sölukerfi Flugfélags Ís- lands. Undanfarin ár hefur Norlandair rekið King Air 200 flugvél í sam- vinnu við Mýflug. Norlandair ætlar að taka hana yfir á sitt flugrekstr- arleyfi. King Air flugvélin og Twin Otter flugvélar verða notaðar í áætlunarflugið auk leiguflugvélar frá Flugfélagi Íslands yfir háanna- tímann. Um 90% af flugi Norlandair er á Grænlandi. Félagið flýgur þar m.a. fyrir danskar ríkisstofnanir, danska herinn, vísindamenn og námafélög. Hjá Norlandair starfa nú 18 starfs- menn. Tveir flugmenn sem sagt var upp eru að koma aftur og því stefnir í að starfsmönnum fjölgi um 5-6 alls. Fleiri störf fyrir flugmenn  Icelandair réð nýlega 18 flugmenn og Norlandair ætlar að bæta við 3-4 flugmönnum  Mjög jákvæðar horfur í fluggeiranum, að sögn framkvæmdastjóra FÍA Morgunblaðið/Ernir Fleiri flugmenn Icelandair er í sókn og réð nýlega 18 flugmenn. Til stendur að ráða 3-4 í viðbót. „Við erum að bíða eftir því að niður- staða komi í kærumálinu áður en við göngum frá samningi við verktakann,“ segir Hreinn Haraldsson vega- málastjóri um lagningu nýs Álftanes- vegar. Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ sendu í nóvember stjórnsýslukæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála á þeirri forsendu að framkvæmdaleyfi væru fallin úr gildi. Áður hafði meirihluti bæjarráðs Garðabæjar hafnað því að fram- kvæmdaleyfin, sem gefin voru út árið 2009, væru fallin úr gildi. Fáist grænt ljós fyrir fram- kvæmdum verður, að sögn Hreins, samið við Íslenska aðalverktaka (ÍAV). Tvær kærur hafa komið upp í að- draganda að lagningu vegarins. Ís- lenskir aðalverktakar kærðu útboð á nýjum Álftanesvegi. Loftorka átti lægsta tilboðið í útboðinu en ÍAV það næstlægsta. Úr varð að tilboð Loft- orku var dæmt ógilt. Að sögn Hreins var munurinn á boðunum 80-90 millj- ónir. Í framkvæmdafréttum frá árinu 2012 segir að búist sé við framlagi frá Garðabæ upp á 550 milljónir til verks- ins og að framkvæmdum ljúki árið 2014. Nokkrar tafir hafa orðið á fyrir- ætlunum vegna kæranna tveggja. Mun áður ósnortið hraun raskast við gerð vegarins. vidar@mbl.is Bíða niður- stöðu stjórn- sýslukæru „Þetta er með því hressilegra sem við höfum gert, það verður mikil sveifla á okkur,“ segir Stefán R. Gíslason, söngstjóri Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en nk. laugar- dagskvöld, 5. janúar, efnir kórinn til árlegrar þrettándahátíðar í menningarhúsinu Miðgarði. Kór- inn stendur á tímamótum en 28. desember sl. voru 85 ár liðin síðan Heimir var stofnaður. Er hann með elstu karlakórum landsins. „Svífðu með“ er yfirskrift þrett- ándahátíðar að þessu sinni. Ræðu- maður kvöldsins verður Einar K. Guðfinnsson þingmaður. Fyrir hlé verða sungin nokkur sígild karla- kórslög, sem hafa verið í mestu uppáhaldi Heimismanna. Einsöng syngja Óskar Pétursson og Ari Jóhann Sigurðsson. Eftir hlé verður tekin léttari og suð- rænni sveifla með nokkr- um innlendum og erlend- um slögurum í flutningi kórsins og söngvaranna Guðrúnar Gunnarsdóttur og Óskars. Sjö manna hljómsveit leikur undir, skipuð Stefáni, nokkrum félögum í kórnum og blástursleikurunum Sveini Sig- urbjörnssyni og Guðbrandi Guð- brandssyni. Á dansleik að tón- leikum loknum leika Grétar Örvarsson og Vilhjálmur Guð- jónsson og með syngja Guðrún og Óskar nokkur lög. Heimismenn ætla síðan að fara með þessa dagskrá víðar um land á nýju ári, m.a. í Hofi á Akureyri 17. febrúar og sunnan heiða fyrstu dagana í mars. Stefán útilokar ekki enn fleiri tónleika. bjb@mbl.is Stefán R. Gíslason tók við Heimi að nýju í haust eftir ársleyfi. Hann hefur verið söngstjóri nær óslitið síðan 1985, eða í bráðum 30 ár. Lengst hef- ur Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum stjórnað kórnum samfellt, eða nærri 40 ár. Spurður hvort hann ætli að stjórna Heimi næstu 15 árin, til aldarafmælis kórsins, hlær Stefán og bætir við: „Þá verð ég nú bara 73 ára, þannig að það er aldrei að vita.“ Stefán segir góðan anda vera í kórnum, hann hafi fengið sjö unga söngfélaga í haust og nokkra „gamla“ sem sneru aftur, eins og þá Álftagerð- isbræður. Meðalaldurinn hefur samt sem áður lækkað tölu- vert. Elsti kórfélaginn, Árna Bjarnason á Uppsölum, er 81 árs og yngstur er Guðjón Ólafur Guðjónsson, 18 ára. Ungir og aldnir komnir inn STEFÁN R. GÍSLASON TEKINN VIÐ KÓRNUM AÐ NÝJU Stefán R. Gíslason Ljósmyndir/Hjalti Árnason Karlakór Heimismenn standa fyrir árlegri þrettándahátíð í Miðgarði 5. janúar nk., nýlega orðnir 85 ára. Sveifla og sígild lög á þrettándahátíð Heimis  Karlakórinn Heimir 85 ára  Tónleikarnir víðar um land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.