Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
þurftu oft að leita út fyrir raðir
stjórnarflokkanna til að lenda ekki
undir í atkvæðagreiðslum á þinginu.
4.9. | Jón Gunnarsson
Ár hinna glötuðu tækifæra
Núverandi stjórnvöld hafa
sýnt að og sannað með for-
gangsröðun sinni hverjar
áherslur þeirra eru. Það
verður tækifæri fyrir kjós-
endur að gera þann reikning upp fljót-
lega.
4.9. | Þorbera Fjölnisdóttir
Þeir sem neyðast til að eiga bíl
Hvernig er öryrkjum ætlað
að lifa í þessu landi?
5.9. | Knútur Bruun
Ríkisstjórn á villigötum
Verði hins vegar fyrirhuguð
hækkun vsk á gistingu úr
7% í 25,5% að veruleika
glatar greinin samkeppn-
ishæfni og afleiðingarnar
yrðu verulegur samdráttur tekna bæði
til greinarinnar og í ríkissjóð.
5.9. | Stefanía Jónsdóttir
Konur
Mikið ósköp eruð þið orðn-
ar þreytandi með þetta jafn-
réttistal ykkar, það er orðið
að þráhyggju. Það má bara
ekki ráða karlmann í góðu
störfin, þá byrjið þið að vola, – hvað um
verri störfin, – þar heyrist ekkert í ykkur.
6.9. | Geir Ágústsson
Hin svokölluðu frjálshyggjuár
Hin svokölluðu frjáls-
hyggjuár á Íslandi færðu Ís-
land úr sovésku austri í
sósíaldemókratískt vestr-
ið. Núna þarf raunverulega
frjálshyggju.
7.9. | Oddur Helgason og Pétur Pétursson
Kirkjugarður Þórunnar
hyrnu og kristnisaga
Eyjafjarðarsveita
Kristnisaga Eyjafjarð-
arsveita nær alveg aftur
að landnámi og mikill feng-
ur væri að nákvæmri vitn-
eskju um siði og hætti
landnámsfólksins þar.
11.9. | Már Guðmundsson
Viðræður um aðild að ESB og
valkostir í gjaldmiðils- og
gengismálum
Ruglað er saman sjálf-
stæði bankans til að beita
eigin stjórntækjum og því
að vera ríkisstjórn til ráð-
gjafar í málum sem eru á
hennar forræði.
11.9. | Friðrik Eysteinsson
Faglegt fúsk?
Ofangreind tvö dæmi sýna,
að þrátt fyrir hið tvöfalda
kerfi dómnefnda og val-
nefnda, sem er við lýði í Há-
skóla Íslands, er ekki tryggt
að faglega sé staðið að ráðningum.
12.9. | Guðrún Ösp Theodórsdóttir
Opið bréf til Guðbjarts
Hannessonar
Í ljósi ákvörðunar þinnar
um launahækkun forstjóra
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, sem þú tókst
einn, bind ég miklar vonir
við þig og þína stjórnunarhætti.
13.9. | Páll Magnússon
Svar við bréfi Guðna
Ekki kann ég nú við að fara
að ræða hér mikið við Guðna
um vistaskipti nafngreindra
einstaklinga. Finnst það frek-
ar ósmekklegt. Þó er það
svo að menn geta af ýmsum ástæðum
komist á leiðarenda á einhverjum vinnu-
stað og hasla sér þá völl á nýjum.
13.9. | Bryndís Jónatansdóttir
Konur
Er það stefna blaðsins að
birta öll þau bréf sem
blaðinu berast, óháð því
hvort þau séu málefnaleg
eða fylgi einhverskonar viðmið-
unarreglum sem viðkomandi fjölmiðill
setur fyrir því hvað telst til upplýstrar
umræðu?
14.9. | Óttar Ólafur Proppé
Ástarkveðja til okkar
Í samtalinu gerði ég þau
mistök að gleyma því að
blaðamaðurinn væri að
tala við mig sem borgarfull-
trúa meirihlutans í borginni
og hann skildi orð mín sem svo að ég
ætti við að atvinnuátök sem borgin hef-
ur staðið fyrir hefðu ekki skilað við-
unandi árangri.
15.9. | Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hefur atvinnufrelsi
stórminnkað á Íslandi?
Samkvæmt tölunum frá
2009 hafði atvinnufrelsi á
Íslandi hins vegar snarm-
innkað. Vísitala þess hafði
hrapað úr 7,8 árið 2004 í
6,8 árið 2009. Íslenska hagkerfið var
þá hið 70. af 141, þegar miðað var við
atvinnufrelsi.
15.9. | Steinn Jónsson
Eru bjartari tímar framundan?
Það vakti óneitanlega at-
hygli þegar það fréttist að
velferðarráðherra hefði tek-
ið á sig rögg og hækkað
laun forstjóra Landspít-
alans um 530.000 kr. á einu bretti.
18.9. | Eiríkur S. Svavarsson og
Ragnar F. Ólafsson
Nokkrar staðreyndir
í Icesave-málinu
Hvað sem nýstárlegum
söguskýringum og gam-
alkunnum hræðsluáróðri
líður tala staðreyndirnar
sínu máli.
20.9. | Guðrún B. Karlsdóttir
LSH í „100 húsum á 17 stöðum“
– Hvar eru þau?
Ég fann ekki „100 hús á
17 stöðum“ í þessum
gögnum, en stækkun spít-
alans gæti verið vegna
þess að 17 staðir eru utan
höfuðborgarsvæðisins.
21.9. | Friðbjörn R. Sigurðsson
Ráðherra á villigötum –
upplausn á Landspítala
Ef rými er til launahækk-
ana innan Landspítala, átti
þá Björn að vera fyrstur? Er
ráðherra misupplýstur um
stöðu mála á Landspítala?
22.9. | Arna A. Antonsdóttir
Heilbrigðiskerfi í molum –
Ríkisstjórn Íslands er ekki
með á nótunum
Það hefur sýnt sig und-
anfarin ár að nægir pen-
ingar eru til ef eitthvað
vantar til niðurfellingar
milljarðaskulda eða gælu-
verkefna einstakra manna í ríkisstjórn.
Nú er komið að Landspítalanum.
24.9. | Eiður Guðnason
Hlífum gerseminni Gálgahrauni
– Garðahrauni
Við eigum að hlífa þessu
ómetanlega svæði. Skað-
inn sem ýtur, gröfur og
sprengimeistarar vinna við
vegagerð verður aldrei
bættur.
26.9. | Ingólfur Þórisson
Spurningum um
Landspítala svarað
Greinarhöfundur spyr hvar
Landspítali sé með starf-
semi. Upplýsingar um
starfsstaði eru mjög að-
gengilegar á heimasíðu
Landspítala. Landspítali er í 100 hús-
um á 17 stöðum víðs vegar um höf-
uðborgarsvæðið.
27.9. | Adolf Árnason, Heiðar B.
Hannesson, Hermundur Guðsteinsson,
Ívar Bjarki Hannesson og Magnús
Ragnarsson
Ástand löggæslumála
á Suðurlandi
Síðustu ár hefur fjársvelti og misskipt-
ing fjármagns til lögreglu komið illa nið-
ur á embættum lögreglustjóranna á
Selfossi og Hvolsvelli.
28.9. | Sigríður Ásthildur Andersen
Örlög 10 þúsund-kallsins
Boðuð hefur verið útgáfa á
peningaseðli að nafnvirði
10 þúsund krónur. Engu er
líkara en að stjórnvöld telji
að ráðstöfunartekjur heim-
ila hafi almennt aukist og þörf sé á
verðmeiri seðlum til þæginda.
28.9. | Johannes Hahn
Hvernig Ísland getur haft
hag af byggðastefnu ESB
Þannig sjáum við fyrir okk-
ur að byggðastefnan geti
nýst Íslendingum sem
skapandi farvegur fyrir fjár-
festingar og vöxt.
28.9. | Oddný G. Harðardóttir
Prósentureikningur Bjarna
Benediktssonar
Þetta er því miður ekki í
fyrsta skipti sem leiðrétta
þarf skattaútreikninga tals-
manna Sjálfstæðisflokks-
ins í efnahagsmálum.
29.9. | Bjarni Benediktsson
Að kannast við verk sín
Í grein í Morgunblaðinu í
gær sakar fjármálaráðherr-
ann mig um rangan pró-
sentureikning, en misskiln-
ingur ráðherrans, Oddnýjar
Harðardóttur, liggur í því að hún hefur
ekki kynnt sér forsendurnar.
2.10. | Óðinn Sigþórsson
Sáttmáli þjóðar ei meir?
Öll meðferð meirihluta Al-
þingis á stjórnarskrármál-
inu er lítilsvirðing við Al-
þingi Íslendinga.
3.10. | Júlíus Sólnes
Lúxusfangelsi fyrir lúxusfanga
Sem sagt, teikningarnar á
Íslandi kosta meira en
fangelsið í Bandaríkjunum.
5.10. | Elín Káradóttir
Rándýr skoðanakönnun í boði
vinstristjórnarinnar
Ætla menn núna að taka
landsbyggðina, pakka henni
saman og segja „bless, vilj-
um ekki hafa ykkur með“?
5.10. | Þollý Rósmunds
Landsbyggð í blóma
Mikilvægt er að auðlinda-
rentan verði notuð til að
efla starfsemi tengda sjáv-
arútvegi og landbúnaði til
að fjölga störfum á lands-
byggðinni.
6.10. | Árni Sigfússon
Að byggja sterk börn eða
endurbyggja brotna menn
Mikil þekking er til um leiðir
til að hjálpa börnum alkó-
hólista. SÁÁ samtökin hafa
öðlast gríðarlega faglega
reynslu og þekkingu í að
fást við áfengissýki.
8.10. | Þórður Örn Sigurðsson
111. meðferð á skepnum
Hundraðasta og ellefta
greinin, ef í stjórnarskrá
kemst, heimilar nefnilega
alþingi og stjórnvöldum
fullveldisafsal Íslands til
inngöngu í samband á borð við ESB
9.10. | Erling Ásgeirsson
Álftanes og Garðabær eru eitt
menningarsamfélag
Erfitt er að átta sig á þeim
forsendum sem lágu að
baki skiptingu Álftanes-
hrepps hins forna í Garða-
hrepp og Bessa-
staðahrepp árið 1878.
9.10. | Bryndís Karlsdóttir
Gegnsæir vefir Landspítalans
Það fyrsta sem mér datt í
hug þegar ég las grein Ing-
ólfs Þórissonar, þar sem
hann svarar leit minni að
starfsemi LSH í „100 hús-
um á 17 stöðum“ var sagan af Nýju föt-
um keisarans.
10.10. | Emil Örn Kristjánsson
Satt og logið um Orkuveitu
Reykjavíkur
Það hlýtur að vera
„draumadjobb“ að fá að rit-
skoða skýrslu um eigin um-
deild verk sín áður en hún
kemur fyrir almennings-
sjónir
11.10. | Lóa Björk Ólafsdóttir
Listin að lifa – hugleiðing um
líknarmeðferð
Þannig getur líknarmeðferð
átt við sem varanlegt eða
tímabundið meðferð-
arúrræði.
12.10. | Jón Steinar Gunnlaugsson
Virkir í athugasemdum
Reynið að skilja að blaðið
er að notfæra sér grunn-
hyggni ykkar, takmarkanir
og fordóma.
13.10. | Jakob F. Ásgeirsson
Nei, nei og aftur nei
Flestar fyrirhugaðar breyt-
ingar stjórnlagaráðs eru
innantómt og illa stílað
orðagjálfur sem á alls ekki
heima í stjórnarskrá.
15.10. | Ólína Klara Jóhannsdóttir
Össur, ekki í mínu nafni
Össuri er sama um sann-
leikann því hann þarf ekki
að lifa við hann líkt og
stríðshrjáðir þegnar
Ísraels.
16.10. | Timo Summa
Innri markaðurinn
20 ára
Í þessari viku er því fagnað
í ríkjum ESB og EES að 20
ár eru liðin frá því að innri markaður
ESB varð að veruleika.
16.10. | Friðbert Traustason
Vill Katrín fækka
kvennastörfum?
Þannig vill Katrín bæta
hag erlendu eigendanna,
en senda í staðinn til-
skipun til stjórnenda
banka og tryggingafélaga
um að fækka enn störfum í fjár-
málageiranum …
17.10. | Kári Gunnarsson
Sunnudagur á RÚV
Það var því ákaflega viðeig-
andi að þeir Þorvaldur
Gylfason og Þórólfur Matt-
híasson skyldu vera fengn-
ir til að leggja málinu lið.
Þar sem hráefnið í baksturinn var að
uppistöðu til þröngsýni, fáfræði og
hræsni, var framlag þeirra félaga eins
og jarðarberið ofan á rjómann.
18.10. | Þór Saari
Álftanes + Garðabær =
Nei takk
Vitað er að stór landsvæði
á Álftanesi freista verktaka
og braskara sem bygging-
arland.
20.10. | Gunnar Einarsson
Já við sameiningu
Til framtíðar litið er ótví-
rætt mikill ávinningur af
sameiningu þessara
tveggja sveitarfélaga.
23.10. | Áslaug María Friðriksdóttir
Á réttri leið?
Við viljum öll að hér sé allt
á réttri leið. Engan veginn
er hins vegar hægt að sjá
að áherslur þessarar rík-
isstjórnar muni skila okkur
í höfn.
25.10. | Geir Waage
Kirkja aldanna við aldahvörf
Prestaköll og prestssetur
úti um landið hafa verið
lögð niður í stórum stíl og
fjármunirnir verið notaðir
til þess að kosta ný
embætti og störf í Reykjavík og ná-
grenni.