Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 8

Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Evrópuvaktin telur yfirgnæf-andi líkur á að forysta VG ætli sér að halda óbreyttri stefnu í að- ildarmálum að ESB fram yfir kosningar. Þetta er svo sérkennileg lending af hálfu þessa flokks að vaktin reynir að finna skýringu:    Meginástæðan hlýtur að vera sú,að forystumenn VG vilji ekki rugga bátnum sem þeir eru í með Samfylkingunni og geri sér vonir um að núverandi ríkisstjórn sitji áfram eftir kosningar með aðstoð þriðja aðila.    Að einhverju leyti fer ekki á millimála, að hluti af forystusveit VG er einfaldlega orðinn aðildar- sinnaður og athyglisvert að þar eru fremstir í flokki pólitískir erfingjar gömlu kommúnistanna í Sósíalista- flokknum en það er önnur saga.    Ætla má að þetta fólk hugsi semsvo að sá fórnarkostnaður sem VG verði að taka á sig til að tryggja áframhaldandi aðild að rík- isstjórn sé sá, að missa töluverðan kjósendahóp ekki sízt af lands- byggðinni yfir til Framsóknar- flokksins.    En þá er spurningin þessi, semætla mætti að forysta VG verði að svara á flokksráðsfundi snemma í janúar:    En hvað ef svo skyldi fara vegnamargvíslegra duttlunga á hinu pólitíska sviði, að VG eigi ekki kost á aðild að ríkisstjórn eftir kosningar?    Hefur þá ekki miklu verið fórnaðfyrir ekki neitt?“    Og því miður fyrir VG virðistsvarið liggja í augum uppi. Eitruð fórn? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -3 snjókoma Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað Vestmannaeyjar -1 skýjað Nuuk -11 heiðskírt Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 skýjað London 10 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 2 skúrir Moskva -7 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 3 skýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -11 alskýjað Montreal -12 skafrenningur New York 0 léttskýjað Chicago -5 léttskýjað Orlando 7 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:43 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 15:09 SIGLUFJÖRÐUR 11:48 14:51 DJÚPIVOGUR 10:59 15:03 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Takk fyrir viðskiptin á liðnum árum SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTOÐIN Arnór K. Hannibals- son, prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hregg- nasa í Kjós, föstudag- inn 28. desember, 78 ára að aldri. Hann fæddist að Strandseljum Í Ögur- hreppi 24. mars 1934, sonur hjónanna Hanni- bals Valdimarssonar, verkalýðsleiðtoga, þingmanns og ráð- herra, og Sólveigar Ólafsdóttur. Arnór var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur (f. 1935), viðskipta- fræðingi og framhaldsskólakennara. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auð- unn, Hrafn og Þóra. Þau skildu árið 1995. Arnór lauk meistaraprófi í heim- speki og sálfræði frá Moskvuháskóla 1959 og lagði síðan stund á framhaldsnám í heimspeki við há- skólana í Kraká og Varsjá í Póllandi. Næstu árin stundaði Arnór ýmis störf á Ís- landi, m.a. sem rithöf- undur, ritstjóri og for- stöðumaður Listasafns ASÍ. Árið 1969 hélt Arnór til Fribourg í Sviss og stundaði rannsóknir við háskól- ann þar og 1970 hóf hann doktorsnám í heimspeki við háskólann í Edinborg og lauk þaðan doktorsprófi 1973. Hann var skipaður lektor í heim- speki við Háskóla Íslands árið 1976, dósent árið 1983 og prófessor 1989. Hann lét af störfum við Háskóla Ís- lands á sjötugsafmælisárinu 2004. Eftir hann liggja nokkrar bækur. Má þar nefna Valdið og þjóðin - safn greina um Sovétríkin, Moskvulín- una, Heimspeki félagsvísinda og Rökfræðilega aðferðafræði. Arnór beitti sér fyrir sjálfstæði Eistlands, Litháens, Króatíu og ann- arra smáríkja sem liðið höfðu undir oki kommúnismans. Hann var ræðismaður Litháens á Íslandi og veittu litháísk stjórnvöld honum heiðursorðu fyrir framlag hans til samskipta ríkjanna í heim- sókn Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, til Íslands. Arnór var afkastamikill fræðimað- ur og eftir hann liggur fjöldi bóka og fræðigreina um ýmis fræði. Þá þýddi hann nokkur verka Platóns og Dostojevskís. Arnór sinnti fræða- störfum til dauðadags og vann m.a. að bók um sögu Póllands og útgáfu kennslurita í heimspeki, en Arnór var lengi eini löggilti skjalaþýðand- inn og dómtúlkurinn úr pólsku hér á landi og lagði hann sig fram um að efla tengsl Íslands og Póllands. Andlát Arnór K. HannibalssonEinungis þrjú skip voru til sjós í gærkvöldi samkvæmt vaktmanni á Vaktstöð siglinga. Til samanburðar voru rúm 1.100 skip á sjó í sumar þegar best lét. Um er að ræða einn togara, einn línubát og eitt skip sem var á siglingu. Að sögn vakt- manns gerir slæmt tíðarfar það að verkum að menn sitji heima. Enn er nokkur undiralda og býst hann ekki við því að skipum muni fjölga mikið á sjó um áramótin. vidar@mbl.is Einungis þrjú skip á sjó í gærkvöldi Um 400 lítrum af olíu var stolið úr þremur bifreiðum Slysavarna- félagsins Landsbjargar sem stað- settar voru við Granda í fyrrinótt. Tjónið er tæpar 100 þúsund krónur. „Það sem er alvarlegast í þessu er að mannslíf eru í húfi og þá geta mínútur skipt miklu máli,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingarfulltrúi Landsbjargar. Stálu 400 lítrum af olíu frá Landsbjörg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.