Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Page 16
*Eþíópía er magnað land en þangað fór ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal í haust »18Ferðalög og flakk Kuldinn í London er farinn að bíta mann inn að beini hvort sem maður dvelur innanhúss eða utandyra. En um leið birtir til, því það er kominn desember, og kalt andrúmsloftið ber með sér sætan ilm og jólaspennu. Glitta fer einnig í jólaljós og skreytingar um allt. Flestar breiðgötur borgarinnar iða fyrir jólin eins og reynd- ar flesta daga ársins. En nú er fólk í öðrum gír og augljóslega farið að leita gjafa fyrir ástvini. Snemma í desember má einnig sjá pör, vini eða fjölskyldur bera á milli sín jólatré, komandi af einhverjum jólamarkaðinum. Þá fara menn að kynda undir kötlum með jólaglöggi á öllum helstu hverfisbörum og vinir hittast eftir kalda vinnudaga og sjúga í sig jólastemn- inguna … og auðvitað glöggið. Fátt jafnast á við London á að- ventunni. Helga Ósk Hlynsdóttir skóhönnuður. Helga Ósk ásamt ásamt Jónasi Oddi Jónassyni, kærastanum sínum. Jólaglögg á aðventunni Helga Ósk í London. PÓSTKORT F RÁ LONDON Óslóartré má finnaá Trafalgartorgi í London. Þegar Jakob Ómarsson heimsótti Fídjieyjar lenti hann ævintýrumsem hverfa honum aldrei úr minni. „Við vorum á ferð til Para-dísareyjar sem er ein Fídjieyja. Sú ferð átti fyrir fram ekki aðvera erfið. En þá þekktum við ekki orðatiltæki innfæddra sem er „Fiji time“. Það þýðir í raun að Fídjieyjabúar skynja ekki tíma á sama hátt og flestir aðrir og hlutirnir gerast bara þegar þeim hentar,“ segir Jakob. Ferðin byrjaði á 13 tíma siglingu. „Báturinn var sennilega frá 1950. Við gistum í honum eina nótt með kakkalökkunum og þegar í land var komið tók við tveggja tíma ferð með gamalli rútu. Áður en við fórum úr henni í annan bát var farangursgeymslan tæmd eins og eðlilegt er. En það sem var sérstakt í þessu tilviki var að með í för var geit sem spratt skyndilega fram úr farangursgeymslunni. Báturinn, sem er á meðfylgjandi mynd, ætti kannski að rúma 12 manns. Þegar ég kom í hann voru um átta í honum auk geitarinnar. Fljótlega er okkur tilkynnt að við þurfum að kom við á eyju til að sækja heilan bæ sem var á leið í jarðarför. Ég hugsaði með sjálfum mér að þetta hlyti að vera fámennur bær því ekki kæmust mikið fleiri í bátinn. Það reyndist rangt og í bátinn mættu um 50 manns. Einhvern náðum við að koma okkur öllum fyrir með því að standa í bátnum auk þess sem margir stóðu á þakinu. Geitin líka. Þegar á leiðarenda var komið heyri ég nafn mitt kallað og gef mig fram. Þá var þar kominn slökkvibíll bæjarins til að keyra okkur á næstu höfn. Ástæðan var sú að maðurinn sem hafði gefið okkur leiðbeiningar á farfuglaheimilinu sem við vorum á hafði beðið mann um að koma að sækja okkur. Eðlilega var slökkvibíll bæjarins nýttur til verksins. Næsta tók við ferð síðasta spölinn á árabát og ég viðurkenni fúslega að ég var smeykur í þessari ferð enda komið myrkur. En sá ótti breyttist fljótlega í undrun. Umhverfis okkur tók sjórinn að lýsa upp myrkrið. Við horfðum á þessa sýn agndofa og skildum ekkert í þessu en fengum fljót- lega þá útskýringu að þörungarnir bregðast við með þessum hætti þegar þeir komast í snertingu við bátinn. Þessu mun ég aldrei gleyma og gerði það sem á undan var gengið vel þess virði,“ segir Jakob. JAKOB ÓMARSSON FÓR TIL FÍDJIEYJA Á báti með heilu þorpi og geit JAKOB ÓMARSSON ÁTTI ÓGLEYMANLEGA STUND ÞEGAR HANN FERÐAÐIST UM Á HINUM ÝMSU FARARSKJÓTUM Á FÍDJIEYJUM. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.