Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Page 28
*Matur og drykkir Að Skarði í Landsveit er hangikjöt reykt í gömlum torfkofa og tvíreykt hangikjöt er vinsælast »32
G
lögg, eða jólaglögg eins og það er
nefnt á Íslandi, rekja sumir til
Svíþjóðar en aðrir til hins þýska
Glühweins sem breiðst hefur út
um heiminn. Englendingar kalla glöggið ann-
að hvort Glühwein eða Christmas punch. En
hver sem uppruninn er hafa eflaust fáir
haldið glöggið jafnmjög í heiðri og Svíarnir.
„Jólaglögg, ágætis siður,“ segir Sigurður
Hall, kokkur. Hann er einmitt með nýja bók
um jólaréttina fyrir jólin og segir að jóla-
hlaðborðin hafi tekið við af jólaglöggunum
sem voru mjög vinsæl á Íslandi hér áður
fyrr. „En svo fór þetta úr böndunum um
tíma, menn borðuðu of mikið af áfengum
rúsínum í þessum jólaglöggum og gátu ekki
keyrt heim,“ segir Sigurður.
Hann segir þann sið að gera glögg gjarn-
an kenndan við Svíþjóð, þótt hann sé frekar
samnorrænn.
„Þetta byrjar að verða útbreiddur siður á
Íslandi fyrir 40 árum.
Þegar þú ferð til Þýskalands og færð þér
Glühwein, þá eru aldrei rúsínur eða möndlur
með. Það er frekar í norræna siðnum. Ef
fólk vill ekki möndlur og rúsínur þá er bara
að sleppa þeim, þannig gera menn þetta í
Tékklandi og Þýskalandi.
Svo eru sumir sem vilja bæta sterkara
áfengi út í. Það fer svolítið eftir því hvort
rauðvínið sem notað er er súrt eða sætt
hvaða sterka áfengi ætti þá að nota. Púrtvín-
ið getur oft verið ágætt eða koníak en ég
myndi ekki mæla með Grand Marnier nema
rauðvínið sé í súrari kantinum.“
Morgunblaðið/Golli
JÓLIN KOMA
Jólaglögg-
ið við
jólalögin
JÓLAGLÖGGIÐ HEFUR VERIÐ VIN-
SÆLT Á ÍSLANDI Í EIN 40 ÁR OG
NAUÐSYNLEGT AÐ KUNNA GÓÐA
UPPSKRIFT AÐ BRAGÐGÓÐU NÝ-
LENDUKRYDDUÐU GLÖGGI.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Sigurður Hall er búinn að vera lengi í kokka-
bransanum og hefur mallað margt jólaglöggið.
Það skemmtilega við þessa uppskrift
að jólaglöggi er að kryddpokann sem
henni fylgir er einnig hægt að nota til
að útbúa kryddað jólarauðkál sem er
ein af uppskriftunum í nýrri bók Sigga
Hall; Jólaréttirnir.
1 og 1/2 lítri af rauðvíni. Þarf ekkert að
vera nein góð tegund.
Svo er að bæta kryddpoka ofan í.
Kryddpoki:
Börkur af ½ appelsínu – bara ysta app-
elsínulagið, 1 heill kanill, 1 tsk heil
allrahandakorn, 1 tsk heil einiber, 1 tsk
kóríanderfræ, ½ tsk negulnaglar, ½ svört
piparkorn.
Látið í grisju, gerið poka og bindið fyrir
með rúllupylsugarni.
Setjið pokann út í og síðan skal hita
rauðvínið upp í 60 – 70 gráður. Pokinn skal
síðan vera ofan í rauðvíninu í það minnsta
20 mínútur. Ef menn vilja nota rúsínur og
möndlur skal setja það ofan í eftir að búið
er að taka pottinn upp úr. Ef menn ætla að
notast við möndlur er mælt með því að
þær séu þurrristaðar á pönnu áður en
þeim er bætt við.
Jólaglöggs-uppskrift Sigga Hall