Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012 Föt og fylgihlutir Þ að er þessi nýtni og nota- gildi sem er rauður þráður í gegnum allt sem við ger- um og munum gera,“ segir Gréta Hlöðversdóttir, fram- kvæmdastjóri fatahönnunarfyr- irtækisins As We Grow, sem hún rekur ásamt fatahönnuðunum Mar- íu Theódóru Ólafsdóttur og Guð- rúnu Rögnu Sigurjónsdóttur. „Okkur hafði alltaf langað að vinna saman. Þær eru hönnuðir og ég hef líka reynslu af þessum heimi því ég vann hjá Hönnunarmiðstöð Íslands við að markaðssetja ís- lenska hönnun er- lendis. Ég sé um rekstrarhliðina en þær um hönn- unina,“ segir Gréta en hún er lög- fræðingur með MBA-próf. Hugmyndin að vörumerkinu kviknaði útfrá peysu sem móðir Guðrúnar prjónaði handa barni í fjölskyldunni, sem gekk síðan í erfðir. „Hugmyndin hjá okkur gengur út á að búa til flíkur sem geta stækkað með barninu og ferðast með því,“ segir Gréta og útskýrir að þetta sé til viðmiðunar í öllu sem þær geri, hönnun, efnis- vali og framleiðslunni. „Sniðin eru hönnuð þannig að þau vaxi með barninu,“ segir hún og dugar hver stærð lengur en venja er. As We Grow fæst í þremur stærðum, 6-18 mánaða, 18-36 mánaða og 3-4 ára. Öll fötin eru úr alpaca-ull, ull lamadýra í Perú en þar fer fram- leiðslan líka fram. „Alpaca-ullin er vinsælt hráefni. Hún er léttari og endingarbetri en venjuleg ull. Hún er lanolin-laus og veldur ekki of- næmi,“ segir Gréta. Þetta er langhlaup Fyrirtækið var stofnað í ár. „Þetta er langhlaup, fólk þarf að kynnast hugmyndinni á bak við merkið en það hefur gengið vel hingað til. Við kynntum merkið fyrst á sýn- ingu í Kaupmannahöfn í febrúar og náðum að selja vörurnar til Stækka með barninu AS WE GROW ER ÍSLENSKT BARNAFATAMERKI SEM FRAM- LEIÐIR VÖRUR ÚR ALPACA-ULL FRÁ PERÚ. FÖTIN ERU GERÐ MEÐ NÝTNI OG NOTAGILDI Í HUGA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Gréta Hlöðversdóttir HUGMYNDIN FRÁ PEYSU SEM GEKK Í ERFÐIR *Okkar markhópur er fólksem hugsar um gæði ogumhverfið, fólk sem vill nátt- úrulegar vörur sem það getur nýtt lengi og ætlar sér að geyma. Litasamsetning- arnar eru mjög skemmtilegar. Fötin eru bæði fyrir stráka og stelpur og fást í þremur stærðum. Alpaca- ullin er mjúk og hentar vel í barnaföt. L ínan Stál í stál er glæný lína frá Uppsteyt, sem tilheyrir Jens. Allir skartgripirnir eru handsmíðaðir úr eðal- stáli. Berglind Snorradóttir og Jón Snorri Sigurðsson eru hönnuðir Uppsteyt. Hvaðan kemur hugmyndin að þessari nýju línu? „Við höfum verið með borðbúnað úr stáli, ostahnífa, kökuhnífa, skeið- ar og skálar. Þetta spratt út frá þeirri vinnu,“ segir Berglind og út- skýrir nánar eiginleika stálsins sem þau nota. „Eðalstálið er glansandi, við vinnum það þann- ig að það er há- glansandi og það heldur sér þann- ig,“ segir hún og bætir við að ekki þurfi að fægja það. Sömuleiðis er það létt. „Þannig að það er ekki þungt að vera með stóra stáleyrna- lokka í eyrunum og armböndin eru líka létt, þó þau séu svona stór,“ segir hún en gripirnir eru líka á viðráðanlegu verði, öfugt við sif- urgripi af sömu stærð. Hvaðan fenguð þið innblástur við hönnunina? „Við fáum mikinn innblástur frá náttúrunni. Í þessari línu fengum við innblástur meðal annars frá norðurljósunum og stuðlabergi,“ segir hún. „Svo erum við með eitt sem er alveg nýtt, það er klútaskart. Mað- ur þræðir það upp á klút eða trefil og getur jafnvel lokað honum með því,“ segir hún. „Þetta er allt handsmíðað, við berjum þetta til og beygjum í rétt form,“ segir Berglind, sem útskrif- aðist úr gullsmíði árið 2003 og lærði síðar húsgagna- og vöruhönn- un á Bretlandi. „Málmarnir í gullsmíðinni og HANDSMÍÐAÐIR SKARTGRIPIR ÚR EÐALSTÁLI Berglind Snorradóttir Eyrnalokkarnir fá formið úr stuðlabergi. Norðurljós og stuðlaberg Klúta- skartið er skemmtileg nýjung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.