Morgunblaðið - 12.01.2013, Page 6

Morgunblaðið - 12.01.2013, Page 6
Skattar, gjöld og Staðgreiðsla Staðgreiðsla skatta 2013 er reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir: Af fyrstu 241.475 kr. .................................... 37,32% Af næstu 498.034 kr. ................................... 40,22% Af fjárhæð umfram 739.509 kr. ................. 46,22% Frádráttur vegna lífeyrisréttinda Heimill frádráttur vegna greiðslu launþega til almennra lífeyrisréttinda er 4% af iðgjaldsstofni, en 2% vegna séreignarsparnaðar. Persónuafsláttur Persónuafsláttur er 48.485 kr. á mánuði. Sjómannaafsláttur Sjómannaafsláttur er 246 kr. á dag. Skattlagning barna Börn fædd 1998 og síðar greiða 6% af tekjum yfir 100.745 kr. Laun frá fleiri en einum launa- greiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gæta þess að rétt hlutfall sé notað við útreikning á stað- greiðslu. Fari laun yfir 241.475 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,22% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,22%. Tryggingagjald Tryggingagjald er 7,69%. Fjársýsluskattur Fjársýsluskattur er 6,75%. Fjármagnstekjuskattur Skattur á fjármagnstekjur er 20%. Framtal og álagning Barnabætur Barnabætur með fyrsta barni hjóna eru 167.564 kr. og með hverju barni umfram eitt 199.455 kr. Bætur með fyrsta barni einstæðs foreldris eru 279.087 kr. og með hverju barni umfram eitt 286.288 kr. Skerðingarmörk vegna tekna eru 4.800.000 kr. hjá hjónum og 2.400.000 kr. hjá einstæðu foreldri. Bæturnar skerðast um 3% af tekjum umfram þessi mörk fyrir eitt barn, 5% fyrir tvö börn og 7% ef börnin eru þrjú eða fleiri. Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en 7 ára er 100.000 kr. og skerðist um 3% af tekjum umfram ofangreind mörk. Vaxtabætur Hámark vaxtabóta er 400.000 kr. fyrir einhleyping, 500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 600.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk. Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta ekki orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sambúðar- fólki. Skerðing vegna tekna er 8% af tekjustofni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.