Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 11
Vínartónleikar Töfrahurðarinnar
verða haldnir í dag, laugardaginn 13.
janúar kl. 13, í Salnum í Kópavogi.
Fram koma Skólahljómsveit Kópa-
vogs undir stjórn Össurar Geirssonar,
Sirkus Íslands, dansarar frá List-
dansskóla Íslands og Jón Halldór
Finnsson og Sif Þórisdóttir básúnu-
leikarar. Kynnar tónleikanna eru Kol-
brún Anna Björnsdóttir og Sigurþór
Heimisson. Sérstakur tenór tón-
leikanna verður Gissur Páll Gissurar-
son. Frá klukkan 12.30 er boðið upp á
fordrykk á torginu, sprell og flugelda.
Eru ungir sem aldnir hvattir til þess
að klæða sig í galakjóla og smóking.
Vínartónleikar Töfrahurðarinnar
Vínartónleikar Leikin verður sígild Vínartónlist undir stjórn Peters Guth.
Gala- og smókingklæddir gestir
Gleði Ungir listamenn á tónleikum.
Tenór Sérstakur gestur á tónleikunum verður Gissur Páll Gissurarson.
Töfrahurðin Brugðið á leik á Vínartónleikunum í fyrra sem þóttu heppnast vel.
Vormömmur 16 mömmur voru mættar þegar ljósmyndara bar að garði en nokkur börn voru sofandi úti í vagni.
alltaf þannig. Áður fyrr voru mæður
meira heimavinnandi en nú gengur
og gerist og því er sjaldnast einhver
heima á daginn. Hópurinn veitir
manni því mikinn félagsskap og eins
er mikill stuðningur í því að hafa
svona bakland til að leita í og að
geta deilt því sem við erum að fást
við í okkar daglega lífi. Ég var ekki
í svona hóp þegar eldri strákurinn
minn var lítill og þá var maður
meira heima. Vormömmuhópurinn
hittist fast á þriðjudögum en þar
fyrir utan höfum við verið saman í
leikfimi, göngum, föndri og öðru.
Þetta er mjög mikill félagsskapur
og við ræðum allt á milli himins og
jarðar. Við höfum líka hist einu
sinni án barnanna og langar að
halda tengslunum þegar börnin eru
orðin stærri bæði með og án þeirra.
Tvær í hópnum eru fyrir norðan og
hafa ekki komist í hitting en eru
virkar á netinu. Ein bjó líka í Dan-
mörku til að byrja með og slóst bara
í hópinnn þegar hún flutti heim. Það
er magnað hvað okkur kemur vel
saman og börnin eru svo lítil að
þeim finnst hvert annað mjög
spennandi,“ segir Kristjana.
Hún segir slíka mömmuhópa
vera orðna fremur vinsæla nú til
dags og sé algengara en ekki að
mæður séu í slíkum hópum og jafn-
vel í fleiri en einum eða tveimur.
Það er því um að gera fyrir
þær mæður sem eiga von á börnum
á næstunni að nýta sér Facebook
eða aðra samskiptamiðla til að
stofna sinn eigin hóp. Loks skal tek-
ið fram að nokkrir ungar voru sof-
andi úti þegar hópmyndin var tekin. Mömmukaffi Nóg er að gera þar sem 20 mömmur og börn koma saman.
Við höfum líka hist einu sinni án barnanna
og langar að halda tengslunum þegar börnin
eru orðin stærri bæði með og án þeirra.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is Opið frá kl.10-18
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
12
-0
91
3
Gæða-
bíll
Kia Sorento EX Luxury
Árgerð 2012, 197 hestafla dísilvél, 2199 cc,
ekinn 20.000 km, 6 ár eftir af ábyrgð.
Ásett verð: 6.990.000 kr.
Tilboðsverð: 6.690.000 kr.
Mánaðarleg afborgun: 54.900 kr.**
Bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, íslenskt leiðsögukort,
heilsársdekk, 17” álfelgur, Bluetooth, hleðslujafnari að aftan,
hraðastillir, rafdrifnir speglar, leðurákæði og margt fleira.
Eyðir frá aðeins 7,4 l/100 km í blönduðum akstri.*
*Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
**Miðað við 3.500.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO
til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,64%. Vextir: 9,70%.