Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 26
Í
lok desember birtist á feminíska vef-
ritinu knuz.is ágætur pistill eftir Þór-
dísi Elvu Þorvaldsdóttur undir fyr-
irsögninni „Af hverju hópnauðgunin í
Delhi er ekki sér-indverskt mál“.
Inntak pistilsins er að ofbeldi gegn konum er
alþjóðlegt vandamál og máli sínu til stuðnings
telur Þórdís Elva m.a. upp fjölda reglna sem
henni, sem ungri konu, hafa verið settar á lífs-
leiðinni til að draga úr líkunum á að hún verði
fyrir kynferðisofbeldi.
Reglurnar eru margar en við könnumst við
þær flestar: Ekki vera ein á ferli eftir myrkur.
Aldrei skilja drykkinn við þig á skemmtistað.
Öskraðu og potaðu í augun og sparkaðu í
punginn á árásarmanninum ef það er ráðist á
þig. „Mér var kennt að verða ekki of full,
klæða mig ekki gálulega, daðra ekki of opin-
skátt og þiggja ekki far af ókunnugum,“ segir Þórdís
Elva.
Það er auðvelt að horfa til útlanda og þakka fyrir það í
hljóði að búa á Íslandi. Jafnrétti er víða ekki nema fjar-
lægur draumur og það þarf ekki að líta lengra en til
Bandaríkjanna til að finna dæmi um bakslag í jafnrétt-
isbaráttunni, t.d. hvað varðar réttinn til fóstureyðinga.
En þetta er nokkuð sem við erum líka að upplifa hér
heima. Það hefur t.d. verið á brattann að sækja hvað varð-
ar launajafnrétti og sýnileika kvenna á ýmsum sviðum
þjóðfélagsins. Jafnvel verra er að svo virðist sem ákveðið
bakslag sé komið í íslenska jafnréttisbaráttu á vígstöðvum
veraldarvefsins. Á einhverjum tímapunkti
gerðist það að feminísmi varð rót alls hins illa
og „öfgafeminístar“ helsta ógnin við íslenskt
samfélag. Samantekt í síðasta helgarblaði DV á
þeim ofsóknum sem skeleggir feminístar hafa
sætt á netinu er hreint ótrúleg lesning en þörf
áminning um stöðu mála hér á landi.
Ég velti því fyrir mér hvort enn ein reglan,
sem foreldrar af minni kynslóð munu brýna fyr-
ir dætrum sínum, verði eitthvað á þessa leið:
„Ekki vera að taka þátt í umræðu við þessa
stráka/menn, það skilar engu og maður veit
aldrei hvað gæti gerst.“ Konum, hvað þá yfir-
lýstum feminístum, er ekki lengur óhætt að tjá
sig um jafnréttisbaráttuna án þess að eiga það
á hættu að fá yfir sig holskeflu svívirðinga og
hótana. Og ekkert fæst að gert.
Hvar er forundranin og reiðin vegna þeirrar
meðferðar sem feminístar sæta á netinu? Í samtali við DV
sagðist Sóley Tómasdóttir velta því fyrir sér hversu breitt
bilið væri milli netheima og raunheima þegar kæmi að of-
beldi og hótunum um slíkt. Þessar vangaveltur eiga sann-
arlega rétt á sér. Hversu margar konur skyldu veigra sér
við að tjá sig um jafnréttisbaráttuna vegna þess hvernig
umræðan er orðin?
Við skulum fara varlega í að hneykslast á stöðu mála
annars staðar í heiminum á meðan við búum í samfélagi
sem með aðgerða- og sinnuleysi leggur blessun sína yfir
ógnanir og hótanir í garð kvenna sem gerast sekar um það
eitt að segja sína meiningu. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Er það nú jafnrétti!
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
CristianDanPreda,
þingmaður á
Evrópuþinginu
og talsmaður ut-
anríkismála-
nefndar þingsins
vegna umsóknar
Íslands um inngöngu í Evr-
ópusambandið, sagði í við-
tali skömmu fyrir jól að
„samþykkt“ hefði verið að
taka erfiðustu kaflana fyrir í
lokin. Í samtali við Morgun-
blaðið í vikunni skýrir
Preda þessi orð sín þannig
að hann hafi ekki verið að
tala um formlega samþykkt
á borð við undirritun skjals,
heldur hafi þetta verið
„meira í ætt við sameigin-
lega niðurstöðu sem báðir
aðilar komust að“.
Ástæða þess að ummæli
Preda hafa mikla þýðingu
fyrir Íslendinga og viðræð-
urnar um aðild Íslands að
Evrópusambandinu er sú að
ráðamenn hér á landi hafa
ítrekað sagst hafa beitt sér
fyrir því að erfiðustu kafl-
arnir, þ.e. sjávarútvegs- og
landbúnaðarmál, verði tekn-
ir fyrir sem fyrst. Sú afstaða
er að sjálfsögðu rökrétt út
frá hagsmunum Íslendinga
því að þannig er hægt að
ljúka viðræðunum hratt í
stað þess að draga þær á
langinn og vinna að aðlögun
landsins að ESB á meðan.
Orð Preda um að „báðir
aðilar“ hafi komist að þeirri
niðurstöðu að geyma erfið-
ustu kaflana stangast þann-
ig algerlega á við orð ráða-
manna hér á landi. Þegar til
þess er litið að viðræðunum
er haldið áfram þrátt fyrir
að Evrópusambandið hlusti
ekki á meintar óskir ís-
lenskra ráðamanna um að
klára fyrst erfiðustu kaflana
verður trúverðugleiki orða
Preda þeim mun meiri og
orð íslenskra ráðamanna
ótrúlegri.
Björn Bjarnason fjallar
um þetta mál á vef Evr-
ópuvaktarinnar og bendir
þar á að Steingrímur J. Sig-
fússon sé ráðherra þeirra
málaflokka sem um ræðir og
að hann hafi hitt alla fram-
kvæmdastjórana sem hlut
eiga að máli í Brusselferð
sinni fyrir tæpu ári.
Björn heldur áfram og
segir: „Steingrímur J. brást
ávallt illa við þegar þing-
menn spurðu hann um ferð
hans á fund stækkunar-
stjórans og annarra fram-
kvæmdastjórn-
armanna. Honum
var greinilega
misboðið þegar
gengið var á
hann vegna ferð-
arinnar með
spurningum
þingmanna og
svaraði af þeim hroka í þing-
salnum sem hann telur sér
sæma.
Hér á þessum stað hefur
verið litið þannig á að
Brusselmenn hafi sýnt
Steingrími J. óvirðingu með
að hefja ekki „alvöruviðræð-
urnar“ um málaflokka hans.
Þetta er líklega misskiln-
ingur. Allt bendir til þess að
Steingrímur J. hafi komist
að þeirri niðurstöðu með
viðmælendum sínum í jan-
úar 2012 að ekki ætti að láta
skerast í odda í ESB-
viðræðunum fyrir kosningar
í apríl 2013. Steingrímur J.
hafi lofað að halda viðræð-
unum gangandi fram yfir
kosningar.
Þetta er í raun eina skýr-
ingin á reiði Steingríms J.
vegna spurninganna á þingi
og síðan vegna umræðnanna
innan eigin flokks í ágúst
2012 um nauðsyn þess að
endurskoða afstöðuna til að-
ildarviðræðnanna vegna
þess hve þær hafa dregist á
langinn. Steingrímur J.
mátti ekki heyra á neina
breytingu minnst og því síð-
ur skutilsveinn hans, Björn
Valur Gíslason.“
Steingrímur á vafasaman
feril svo ekki sé meira sagt
þegar kemur að hagsmuna-
gæslu fyrir Ísland og samn-
ingum við erlend ríki. Fer-
illinn er ekki síður
vafasamur þegar kemur að
því að segja þingi og þjóð
satt.
Þetta styður þá skoðun að
Steingrímur, talsmaður um-
ræddra málaflokka, hafi
fallist á kröfur ESB um að
fresta þeim.
En hafi það ekki verið
Steingrímur þá hefur það
verið einhver annar af
helstu fulltrúum Íslands
gagnvart ESB. Sé svo hlýt-
ur Steingrímur að vilja
komast til botns í því hver
hafi þannig farið gegn yfir-
lýstri afstöðu Íslands. Hann
hlýtur jafnframt að upplýsa
hver hafi farið þannig gegn
hagsmunum Íslands og
tryggja að viðkomandi fái
ekki að vera áfram í aðstöðu
til að vinna gegn hags-
munum landsins.
Einhver hefur sam-
þykkt að taka hags-
muni ESB fram fyrir
þá íslensku.
Böndin berast að
Steingrími J.}
Ef ekki hann, þá hver?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Alls hafa 1.193 vinnuslysverið tilkynnt til Vinnueft-irlitsins fyrir árið 2012,774 slys á körlum og 419
slys á konum. Þessi tala gæti enn
hækkað, þar sem nokkuð er um að
tilkynnt sé um slys þegar frá líður,
og segir Kristinn Tómasson, yfir-
læknir hjá Vinnueftirlitinu, að ekki
sé ólíklegt að þegar allt verði talið
verði fjöldi tilkynninga á svipuðu róli
og árin 2009-2010, eða í kringum
1.350.
Kristinn segir vinnuslys mun
færri nú en fyrir um þrjátíu árum en
þau séu meira uppi á borðum og að í
hinum vestræna heimi hafi orðið
gríðarleg vakning um að minnka
slysatíðni.
„Ég held að sem samfélag séum
við að reyna að standa okkur æ bet-
ur en á sama tíma eru nýjar hættur
sem við áttum okkur ekki á og sam-
hliða samdrætti, sem nú gengur yfir
bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum,
er ákveðin ógn af því að við höfum
ekki fjárráðin til að sinna for-
vörnum,“ segir hann.
Aukin og flóknari þjónusta
Kristinn segir áhyggjuefni að
þegar haldið sé fast um budduna
eldist búnaður en samfara því
aukist líkurnar á slysum. Þá segir
hann nýjungar í atvinnulífinu kalla
á nýjar öryggisráðstafanir og nefn-
ir ferðaþjónustuna sem dæmi.
„Ferðaþjónustan hefur auk-
ist og dafnað gríðarlega og það er
orðin flóknari og meiri þjónusta sem
boðið er upp á, á öllum tímum sólar-
hrings,“ segir hann. „Og þetta er
ekki það fullmótuð starfsemi að við
áttum okkur nákvæmlega á því
hvernig á að reka þetta með fullu ör-
yggi.“
Vinnuslys ekki óhjákvæmileg
Kristinn segir að gera verði við-
eigandi áhættumatsferli fyrir nýja
sprota atvinnulífsins og hvað varði
t.d. olíuvinnslu á Drekasvæðinu
verði að setja verulegt fjármagn í að
tryggja vinnuvernd í tengslum við
svo flókið verkefni. „Það kostar
mannafla og fé af hálfu stjórnvalda
að tryggja að þessar framkvæmdir
verði gerðar af öryggi og það verði
ekki manntjón af þeim eða skaði á
fólki,“ segir hann. Nýmæli í um-
hverfi okkar kalli á nýja nálgun.
Kristinn segir slysaskrá Vinnueft-
irlitsins í raun aðeins ná til hluta
allra vinnuslysa, þeirra sem séu til
þess fallin að valda heilsutjóni. Árið
2011 hafi tilkynningar til skrárinnar
t.d. verið um 1.500 en nærri 5.000
vinnuslys verið skráð hjá Slysaskrá
Íslands, sem hýst er hjá landlækn-
isembættinu.
Hann segir vinnuslys langt í frá
óhjákvæmileg en til að koma í veg
fyrir þau þurfi að undirbúa fólk bet-
ur undir störfin og samhliða því
standa betur að hönnun og útfærslu
tækja, búnaðar og vinnuumhverfis.
Vinnuslys árið 2012
Heildarfjöldi slysa sem þegar hafa verið tilkynnt: 1.193
*Tvítalning möguleg þar sem tveir orsakavaldar koma fyrir
**Tvítalning möguleg þegar áverkar eru fjölþættir
Heimild: Slysaskrá Vinnueftirlitsins
Eftir tegund áverka**
Tognun, liðhlaup 369
Útvortis blæðing 263
Beinbrot 228
Innvortis blæðing (m.a. mar og blæðing inn í líkamshol) 161
Bruni 45
Æting 13
Missir líkamshluta 6
Eitrun 6
Óskráð gögn 5
Kal 0
Annað 238
Samtals 1.334
Eftir yfirflokk orsakavalds*
Vinnusvæði (m.a. verkpallar, stigar, þök, hált yfirborð) 300
Handverkfæri 142
Menn 119
Iðnaðarvélar 81
Vörur, efni og hlutir (hrun, skriður o.þ.h.) 70
Vinnuvélar (kranar, gröfur, lyftarar o.þ.h.) 54
Efni og efnasambönd 24
Dýr 24
Dráttarvélar, bú- og garðyrkjuvélar 13
Lyftur og búnaður til að lyfta fólki 5
Katlar, þrýstihylki, geymar o.þ.h. 3
Rafbúnaður 2
Annað 364
Samtals 1.201
Aðrar öryggiskröfur í
nýjum atvinnugreinum
Kristinn segir að í samanburði við
þau lönd sem standa hvað best að
vígi þegar kemur að vinnustaða-
öryggi komi Ísland ekki nógu vel
út. Tölfræðilegur samanburður
milli landa sé þó ákveðnum vand-
kvæðum bundinn. „Við vitum í
raun ekki nákvæmlega að það
sé verið að bera saman
sömu hlutina á sama stað,“
segir Kristinn.
Hann segir að í Finn-
landi hafi því t.d. eitt sinn
verið þannig háttað að
það flokkaðist til
heimaslyss eða frístundaslyss ef
bóndi varð fyrir banaslysi við störf
sín á býlinu. Það var ekki flokkað
sem vinnuslys.
Þá sé það þannig á Íslandi að ef
starfsmaður lendir t.d. í bílslysi á
vinnutíma flokkast það sem um-
ferðarslys en er ekki tilkynnt til
Vinnueftirlitsins sem vinnuslys.
Kristinn segir að unnið sé að því
að samræma íslensku tölfræðina
kerfi hagstofu Evrópusambands-
ins með það að markmiði að sam-
anburður við önnur Evrópulönd
verði nákvæmari.
Stöndum ekki nógu vel
SAMANBURÐUR MILLI LANDA VANDKVÆÐUM BUNDINN
Kristinn
Tómasson