Morgunblaðið - 12.01.2013, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Mikil skelfing er að
sjá hvað Ágúst Ólafur
Ágústsson, efnahags-
ráðgjafi forsætisráð-
herra, er illa að sér
um tilurð staðreynda.
Málflutningur hans
er í ætt við annað sem
frá stjórnarheimilinu
kemur, það er að
þakka forsætisráð-
herra allt gott en
kenna öðrum um allt
illt, og það jafnvel án þess að for-
sætisráðherra hafi svo mikið sem
lyft litla fingri til að styðja þau
góðu verk sem þó hafa orðið í ís-
lensku samfélagi frá árinu 2009.
Ágústi Ólafi er áhyggjuefni að
Óli Björn Kárason bendi á að
lækkun á bókfærðum skuldum
heimila og fyrirtækja sé að nánast
öllu leyti til komin vegna verka
sem unnin hafa verið í fullkominni
andstöðu við núverandi stjórnvöld.
Helst ber þar að nefna árang-
ursrík mál sem m.a. Samtök lán-
þega hafa rekið í gegnum dóms-
kerfið, hverra niðurstaða hefur
orsakað hundraða milljarða lækk-
un á bókfærðu virðismati á lána-
söfnum hinna föllnu banka. Árang-
ur þessara dómsmála hefur
markvisst verið talaður niður af
bæði forsætisráðherra sem og
kollega hennar í allsherjarráðu-
neytinu.
Engan stuðning er þaðan að fá
til handa heimilum og fyr-
irtækjum. En það hefur þó ekki
dregið úr vilja þeirra til að setja
lög sem dómstólar hafa dæmt í
andstöðu við sjálfa stjórnarskrána,
en þeim lögum var ætlað að
tryggja virði lánasafnanna sem
núverandi stjórnvöld höfðu sjálf
haft puttana í að meta. Með
vinstri hendinni er forsætisráð-
herra þannig að berjast beint
gegn hagsmunum heimila og fyr-
irtækja þó hún við hátíðleg tæki-
færi flytji í ávarpi
þakkir sér til handa
fyrir þau góðu verk
sem aðrir hafa unnið
í andstöðu við, hana.
Varðandi stöðu
þjóðarbúsins og þá
áráttu að miða við
þann 216 milljarða
króna halla sem var á
ríkissjóði þegar
stjórn Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks
féll, þá er um það að
segja að sá halli er
líklega, þegar að er
gáð, orsökin fyrir því að við erum
þó þar sem við erum í dag. Þessi
halli er tilkominn vegna m.a.
neyðarlaganna, en þeir sem skoð-
að hafa stöðu Íslands eru á einu
máli um að sú aðgerð sem í þeim
fólst var sú einstaka aðgerð sem
jákvæðust áhrif hefur haft á upp-
risu landsins. Neyðarlögin settu
einnig kröfur Seðlabankans aftur
fyrir innistæðueigendur í kröfu-
röð, svo úr varð gríðarlegt útlána-
tap þar á bæ. Það var með öðrum
orðum kostnaðurinn við að tryggja
allar innistæður óháð fjárhæð.
Aftur, eftir á að hyggja, ein af
þeim aðgerðum sem komu í veg
fyrir fullnaðarhrun.
Annað gott verk sem sett var af
stað undir verkstjórn ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar,
var að skoða aftengingu á vísi-
tölubindingu fjárskuldbindinga á
meðan mesta verðbólguskotið
gengi yfir. En því miður lögðust
fulltrúar Samfylkingarinnar gegn
því. Afleiðingarnar, gríðarlegt tap
heimila og fyrirtækja með verð-
tryggðar skuldir.
Það er rétt hjá Ágústi Ólafi, að
staðreyndir ljúga ekki, en hann
ætti þó í framtíðinni að hafa í
huga að það eru mennirnir sem
halda réttum staðreyndum á lofti
undir fölskum formerkjum, sem
segja ósatt. Og forsætisráðherra
hefur ítrekað og gegn betri vitund
sagt ósatt í þessum málum.
Eftir Guðmund
Andra Skúlason » Árangur þessara
dómsmála hefur
markvisst verið talaður
niður af bæði forsætis-
ráðherra sem og koll-
ega hennar í allsherjar-
ráðuneytinu.
Guðmundur Andri
Skúlason
Höfundur er talsmaður Samtaka
lánþega.
Þetta eru ekki verk forsætisráðherra
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Og enn fjölgar
í Kópavoginum
Spilað var á 18 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 10. janúar. Úr-
slit í N/S:
Sigurður Gunnlss. - Gunnar Sigurbjss. 312
Leifur Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 300
Jón Stefánsson - Viðar Valdimarss. 295
Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 288
Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 283
A/V:
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 332
Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 327
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 314
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 311
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 307
Eldri borgarar
Hafnarfirði
Þriðjudaginn 8. janúar 2013 var
spilað á 15 borðum hjá FEBH (Félag
eldri borgara í Hafnarfirði),
með eftirfarandi úrslitum í N/S:
Ragnar Björnsson – Oddur Halldórss. 401
Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 365
Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 364
Örn Einarss. – Friðrik Hermannsson 334
Óskar Ólafss. – Þorvaldur Þorgrímsson 333
A/V:
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 417
Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 349
Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmunds. 348
Knútur Björnsson – Sæmundur Björnss. 340
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 336
mbl.is
alltaf - allstaðar
KORTIÐ GILDIRTIL
31. janúar 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
2 FYRIR 1
Á TAPAS BARNUM
AF ÓVISSUFERÐ
MOGGAKLÚBBUR
Framvísið Moggaklúbbs-
kortinu áður en pantað er.
Tilboðið er í boði mánudaga og
þriðjudaga til og með 26. febrúar 2013
ATH! Gildir ekki með öðrum tilboðum.
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is