Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Kjör aldraðra hafa alltaf verið í
brennidepli fyrir kosningar og
mörgu lofað, en flest gleymst að
efna eftir kosningar og ólíklegt að á
því verði breyting. Þegar fólk hefur
lokið starfsævi er því hent í fá-
tækragildru og allir flokkar rekið
sömu stefnu í kjaramálum aldraðra
og það má segja að stjórnsýslan líti
aldraða sömu augum og gömlu bíl-
druslurnar að ekki sé peningum
eyðandi til endurbóta á draslinu.
Hafa ber í huga að þegar Trygg-
ingastofnun greiðir ellilífeyrisþega
lífeyri er stofnunin að greiða úr
sjóði sem lífeyrisþeginn hefur greitt
í til þess að tryggja öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld svo ríkið er
ekki að gefa öldruðum neitt, en eins
og lenska er á þeim bæ eru pening-
arnir oftast notaðir í allt annað en
fororð innheimtunnar segja til um.
Eigi lífeyrisþegi peninga í banka
notar Tryggingastofnun þá til út-
hlutunar lífeyris. Selji hann eign,
úthlutar Tryggingastofnun sölu-
verðinu sem lífeyri því aldraðir
virðast ekki hafa leyfi til að nýta sér
verðgildi eigna sinna sér til þæg-
inda eða gleði í ellinni. Búi aldraður
einn í eigin eða leiguhúsnæði hefur
hann ekki heimild til að biðja ætt-
ingja að vera hjá sér í íbúðinni, sér
til ánægju og öryggis, geri hann
það er lífeyririnn umsvifalaust
lækkaður. Búi sá aldraði í eigin íbúð
með maka á vinnumarkaði nýtur
hann ekki lækkunar fasteignagjalda
af sínum hluta eignarinnar. Þannig
er lífeyrisþeginn sviptur rétti til
ráðstöfunar eigin eigna og mann-
réttindi hans fótum troðin. Er ekki
kominn tími til að virða eignarrétt-
armannréttindi aldraðra.
Embættismenn virðast lítinn
áhuga hafa á því að ræða málefni
þessa fólks því þarna er um að ræða
fólk sem var á láglaunavinnumark-
aði og hefur því ekki efni á að nýta
sér þjónustu lögfræðinga. Tali fjöl-
miðlar við aldraða er það yfirleitt
fólk á öldrunarheimilum þar sem
það hefur alla þjónustu sem það
þarf, óháð því hverjar tekjur þess
eru, og þá helst rætt við fyrrver-
andi embættismenn eða löfræðinga.
Nú er svo komið að aldraðir kom-
ast ekki inn á elliheimili nema þeir
séu það sjúkir að þeir þurfi hjúkrun
eða geti greitt milljónir inn á þjón-
ustuíbúð hjá elliheimili og leigt
hana svo á fullu húsaleiguverði.
Þegar sá aldraði er svo kominn í
gröfina getur sálin innheimt millj-
ónirnar til að borga farið með
hreindýrasleðanum til himna. Það
eru margir farvegir færir fé-
græðginni.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2 Rvík.
Kjör aldraðra
Frá Guðvarði Jónssyni
Bréf til blaðsins
Það lítur út fyrir
að stjórnmálamenn
reikni almennt með
því nú fyrir kosn-
ingar að verðtrygg-
ingin sé ekki vinsæl.
Margir utan þessa
hóps hafa einnig tjáð
sig neikvætt um
verðtryggingu. Það á
t.d. við um talsmenn
„Hagsmunasamtaka
heimilanna“. Það má
draga í efa að tal þeirra um verð-
tryggingu hafi þjónað hagsmunum
heimilanna, heldur hafi þar fremur
verið um að ræða skort á skilningi
eða þá vísvitandi blekkingar. Við
skulum hafa í huga að verðtrygg-
ing er ekki það sama og verð-
bólga, vextir eru ekki það sama og
raunvextir og verðmæti sömu
krónutölu verður væntanlega ekki
það sama eftir nokkur ár og nú er.
Annað mál er að margir hafa hald-
ið því fram að verðtrygging sé or-
sakavaldur að hárri verðbólgu.
Um það má ræða og einnig hvort
verðtrygging valdi sveiflum í hag-
kerfinu, eða að bæta megi skil-
greiningu hennar.
Svo við víkjum aðeins aftur að
stjórmálunum, þá hafa framsókn-
armenn nú valið sér þá stefnu fyr-
ir kosningar að vilja setja 4% þak
á vexti verðtryggðra lána. Þarna
er um raunvexti að ræða, þannig
að þakið er ekki hátt. Að vísu
hefði Seðlabankanum þótt svo fyr-
ir hrun, þegar hann var að reyna
að halda aftur af verðbólgu með
háum vöxtum. Það er að vísu ekki
hægt í frjálsu fjármagnsflæði, þá
er gengið aðalorsakavaldur verð-
breytinga (auk launa). Einnig má
segja að 4% raunvextir séu ásætt-
anlegir og jafnvel háir fyrir lífeyr-
issjóði, sem hafa einungis 2 ½%
markmið. Líklega eru 3% ásætt-
anleg fyrir lífeyrissjóði og raunar
má segja að húskaupandi sem þarf
að borga 3% af húsnæðisláni
mundi varla sleppa við
svo litla upphæð í
leigu, en að vísu væri
þá viðhald og skattar
eftir. Hins vegar er
vafasamt að 3% eða
jafnvel 4% nægi
Íbúðalánasjóði og
spurning hvað fram-
sóknarmenn vilja gera
í því máli.
Nú virðast dómar
Hæstaréttar um ólög-
mæti gengistryggðra
lána vera að fara að virka. Þá
kemur í ljós að slíkir lántakendur
fara betur út úr málum en þiggj-
endur verðtryggðra lána. Þá vaxa
líklega kröfur um að taka þurfi
einhvern kúf af verðlagsvísitöl-
unni. Vissulega má segja að verð-
lag hafi verið óraunhæft árin fyrir
hrun. En það var óeðlilega lágt
vegna hás gengis krónunnar, sem
útskýrir að hluta hina miklu
hækkun verðlags og þar með verð-
bólguskotið við hrunið. Þar við
bætist svo það óráð ríkisstjórnar,
líklega að kröfu AGS, að halda
vöxtum háum með handafli, þann-
ig að erlendum kröfuhöfum líði
hér betur með sína peninga, þótt
það kosti ríkissjóð háar fjárhæðir.
Ég bíð spentur eftir að frétta á
hvaða kjörum hinir erlendu kröfu-
hafar gátu keypt tvo af stærstu
bönkum okkar. Erlendis er mikið
talað um að skattborgarar þurfi að
leggja bönkunum til fé, en ekki á
Íslandi. Erum við ekki líka að gefa
eigendum bankanna?
Verðbólgan (2013)
Eftir Halldór I.
Elíasson
Halldór I.
Elíasson
»Hins vegar er vafa-
samt að 3% eða jafn-
vel 4% nægi Íbúðalána-
sjóði og spurning hvað
framsóknarmenn vilja
gera í því máli.
Höfundur er stærðfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt
er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins
alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
- með morgunkaffinu
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Fyrirlestur í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, stofu N-132
mánudaginn 14. janúar kl. 12–13
Áður fyrr var rætt um „sænsku leiðina“, sem átti að vera vel heppnuð
og felast í opnu hagkerfi, háum sköttum og ríflegri velferðaraðstoð.
En Svíar komust í ógöngur upp úr 1990 og breyttu um stefnu. Nú er
atvinnufrelsi að aukast og skattar að lækka í Svíþjóð. Dr. Nils Karlson
er forstöðumaður hugveitunnar Ratio í Stokkhólmi og hefur skrifað
bækur um nýju sænsku leiðina.
Fyrirlesturinn er haldinn í boði RNH, Rannsóknarseturs um
nýsköpun og hagvöxt, og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Dr. Nils Karlson
Nýja sænska leiðin