Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 ✝ Hulda Sigurð-ardóttir fædd- ist í Haga á Höfn í Hornafirði 4. mars 1931. Hún varð bráðkvödd að morgni 3. janúar síðastliðins. Foreldrar henn- ar voru Agnes Bentína Moritzs- dóttir Steinsen frá Krossbæ í Nesjum, f. 21.7. 1896, d. 27.9. 1951, og Sigurður Eymundsson frá Dilks- nesi í Nesjum, f. 8.10. 1888, d. 24.3. 1956. Systkini Huldu eru: 1) Eymundur, f. 11.8. 1920, d. 16.10. 1987, 2) Vilhjálmur, f. 7.8. 1921, d. 25.3. 2008, 3) Halldóra, f. 27.8. 1922, 4) Guðrún, f. 4.9. 1923, d. 9.9. 2008, 5) Björn, f. 10.10. 1924, d. 10. 7. 2007, 6) Rannveig, f. 16. 8. 1926, d. 16. 11. f. 12. 6. 1974, móðir Margrét Jóna Sveinsdóttir, Maríu El- isabeth, f. 21. 8. 1991, og Niels Baldur, f. 25.3. 1996, móðir þeirra er Pia Monrad Christen- sen. 2) Sigurður, f. 8.1. 1960, kvæntur Rósu Áslaugu Valdi- marsdóttur, f. 6.3. 1959, börn þeirra eru: Hulda Rós, f. 21.12 1985, í sambúð með Snævari Leó Grétarssyni, Valdís Ósk, f. 7.3. 1988, og Jón Guðni, f. 3.6. 1993. 3) Lovísa Kristín, f. 11.12. 1967, gift Halldóri Laufland Jóhann- essyni, f. 23.11. 1955, dætur Lovísu frá fyrra hjónabandi eru: Saga Lind, f. 21.6. 1997, og Lea Sól, f. 8.10. 1999. Hulda bjó alla sína tíð á Höfn og sinnti hluverki húsmóður samhliða vinnu. Hún starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, sem starfsmaður í mötuneyti fyrirtækisins. Einnig starfaði hún í fiski, sláturhúsi kaupfélagsins og við þrif, meðal annars á skrifstofu sýslumanns- ins á Höfn síðustu starfsár sín. Útför Huldu fer fram frá Hafnarkirkju á Höfn í dag, laug- ardaginn 12. janúar 2013, kl. 14. 2005, 7) Valgerður, f. 7.12. 1927, 8) Ragna, f. 4.3. 1931, 9) Karl, f. 13.7. 1934. Auk þess eignuðust Agnes og Sigurður andvana fæddan dreng árið 1933. Hulda var tví- burasystir Rögnu, en þær voru næst- yngstar í tíu systk- ina hópi af þeim sem upp komust. Þrjú af systkin- unum voru tekin í fóstur af ætt- ingjum í Nesjum. Hulda giftist 15.9. 1961 Guðna Óskarssyni, f. 24.7. 1931, á Höfn, d. 6.6. 1995. Þau slitu samvistir. Börn Huldu og Guðna eru: 1) Óskar, f. 1.2. 1951, kvæntur Lamphu Hingprakhon, saman eiga þau eina dóttur, Lillý, f. 28. 11. 2007, fyrir á Óskar Áslaugu, Kæra mamma og amma. Kveðjustundir eru erfiðar og nú er komið að þeirri kveðjustund sem enginn fær umflúið, þeim tímamótum sem enginn mann- legur máttur fær hróflað við eða getur breytt. Þú vildir aldrei mikið umstang í kringum þig, mamma, þó að allt- af værir þú boðin og búin til þess að hjálpa öðrum af ósérhlífni og greiðasemi og aldrei vildir þú fá endurgjald fyrir þá hjálp og oftar en ekki hefðir þú viljað getað lagt meira af mörkum. Í þessari jarðvist er okkur lof- að að þeir sem iðka kærleikann fái hann sem fararnesti á þeirri braut sem okkar bíður og að þeir fái sæti nær ljósi þess almættis sem allt hefur skapað. Eins og margir samferðamenn þínir þurftir þú alla tíð að vinna hörðum höndum og er mér það minnisstætt þegar þú stóðst stundum upp undir 18 tíma í salt- fiskvinnu á sólarhring á sjötugs- aldri og kvartaðir ekki. Mér finnst þú svo sannanlega hafa lagt þitt af mörkum í lífsbarátt- unni sem ekki fór alltaf um þig mjúkum höndum. Á þér dundu áföll, mótlæti og sorg sem margan manninn hefðu bugað. Við vonuðum alltaf að það yrði bjartara framundan, en eftir áratuga erfiðleika og baráttu, sem varð hluti af heimilislífi okk- ar, sviptu sjúkdómar og ógæfa á braut þeirri von. Þú stóðst það af þér og með þinni hjálp lærðum við að fyrirgefa og skildum að kærleikurinn sigrar allt en án hans er ekkert til að stefna að. Þið Ragna, tvíburasysturnar, voruð nánar og bjugguð hlið við hlið til margra ára, svo að oftar en ekki fannst okkur eins og við ættum tvær mömmur þegar við komum í heimsókn og þá áttum við oft hláturmildar samveru- stundir þar sem hlýja og gest- ristni umfaðmaði alla, hvort sem boðið var upp á súkkulaði eða ný- bakaðar vöfflur með kaffinu. Kæra mamma, amma, þú varst vinmörg og sannkallaður gleði- gjafi. Hjartahlýja þín, létt lund og kærleikur var og verður okkur ómetanlegt veganesti til að tak- ast á við það sem bíður okkar í framtíðinni. Óskar Guðnason og fjölskylda. Trú, von og kærleikur í trygg- um barmi er mannanna vörn gegn meini og harmi. Þessi orð eiga vel við mömmu og tengda- móður okkar sem varð bráð- kvödd að morgni 3. janúar síðast- liðins á 82. aldursári. Við sem fengum að kynnast henni vitum að hún tileinkaði sér þessi orð ómeðvitað gegnum þá erfiðleika sem hún mætti og sneri upp í trú, von og kærleika. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á var hún til stað- ar fyrir okkur og krakkana og getum við nefnt mörg dæmi um þetta einstaka umburðarlyndi og æðruleysi sem hún bjó yfir. Gæsku hennar munum við alltaf minnast með hlýju og finnst okk- ur að þessi einstaka góðmennska og væntumþykja séu bestu gjaf- irnar sem við eigum og við vitum að þær eiga eftir að koma fram hjá afkomendum hennar um ókomna tíð. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til baka um tengdamóð- ur mína. Ég man vel eftir þegar ég hitti Huldu fyrst en það var heima hjá tvíburasystur hennar, Rögnu, en þangað hafði mér verið boðið til að láta spá í bolla fyrir mig. Það sem þær sáu í bollanum hefur allt komið fram en ég man hvað þær hlógu mikið og sögðu hvor í kapp við aðra að þetta „væri nú meiri vitleysan í þeim“. Hulda hafði unun af að lesa og hafði mikinn áhuga á fólki, kross- gátur voru hennar yndi og hún stytti sér stundir við að leggja kapal. Það voru ófáar hjólaferð- irnar sem hún fór um Höfn og hafði hún afskaplega gaman af því að ferðast. Á mannamótum voru hún og Ragna alltaf hrókar alls fagnaðar og mátti heyra hlátra- sköllin í þeim langar leiðir. Hjá þér kynntist ég, að við för- um að „útrétta“ hér á Höfn, „eng- ar fréttir eru góðar fréttir“ og „það verður hver og einn að hafa hlutina eins og þeir vilja“. Aldrei talaðir þú niður til nokkurs og heimili þitt var opið öllum enda bjuggu Hulda Rós og Valdís Ósk til lítið tréhús handa þér til að hengja upp sem á stendur „hótel amma, opið allan sólarhringinn“. Þessi ummæli þeirra til ömmu sinnar lýsa þeirra sýn á hvernig lífi amma þeirra lifði, fyrst og fremst fyrir alla aðra en sig. Undanfarið ár var Huldu erfitt, við horfðum upp á hana bogna, enda bogna krosstré sem önnur tré við síendurtekin áföll. Minningarnar eru margar sem við eigum eftir að ylja okkur við um aldur og ævi. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir) Við viljum fá að þakka mömmu og tengdamömmu fyrir samfylgd- ina öll þessi ár, fyrir öll samtölin og fyrir að fá að þroskast í návist hennar í gleði og sorg. Hvíl í friði. Þinn sonur og tengdadóttir, Sigurður Guðnason og Rósa Áslaug Valdimarsdóttir. Elsku mamma. Það er skrýtin tilfinning að setjast niður við þessi skrif, því þótt þú hafir verið 81 árs gömul þá varstu það bara alls ekki lengst af. Það er erfitt að kveðja, en ég veit að þú hefðir ekki viljað nein læti. Þannig varst þú. Þú varst stór manneskja and- lega og vinur vina þinna. Þú varst afskaplega þagmælsk og ekki í eitt skipti man ég eftir að þú tal- aðir niður til fólks né illa um það. Þú barðist eins og hetja í mót- læti og áföllum sem þú lentir í og stóðst eins og klettur í hafinu. Nú myndir þú segja „nei hættu nú“ en svona var þetta bara mamma mín. Það eru forréttindi fyrir okkur börnin þín og barnabörnin að hafa fengið að hafa þig þennan tíma með okkur. En nú er komið að leiðarlokum. „Öll él birtir upp um síðir“ sagðir þú alltaf. Þinn dugnaður, trú og traust mun alltaf fleyta okkur áfram í gegnum lífið og þótt steytt sé á skeri höldum við áfram í þínum anda. Þið tvíbura- systurnar voruð afar nánar og bjugguð hlið við hlið til margra ára. Þetta eru þung spor fyrir Rögnu okkar, en við höldum utan um hana. Það er söknuður hjá mörgum, því þú varst vinmörg. Þetta fallega vers fékk ég sent frá kærri frænku. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold Og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér. Gáðu ég dó ei, ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Minning þín lifir í hjörtum okkar, elsku mamma og amma. Lovísa Kristín Guðnadóttir. Elsku amma mín. Það rann upp föstudagur 3. janúar og jólafríið var enn ljúft og skemmtilegt. Um morguninn barst síðan frétt um að amma væri dáin. Við vissum að hún hafði átt við veikindi að stríða upp á síðkastið en maður hélt að stund sem þessi rynni ekki upp og ég átti sannalega ekki von á því að það yrði með svona skjót- um hætti. Amma mín hefur verið mér stoð og stytta í lífinu. Ég var oft hjá ömmu fyrst þegar hún átti heima á Silfurbrautinni og síðan á Víkurbrautinni, þar sem þær systur áttu heima hvor í sinni íbúð en í raun eins og þær byggju í sömu íbúðinni. Það var ekki á valtan að róa þegar maður kom í heimsókn á leiðinni úr skólanum eða öðrum viðburðum. Hún lumaði á súkku- laðirúsínum og ýmsu öðru góð- gæti. Þó svo að pabbi væri enda- laust að jagast yfir því að hún gæfi mér of mikið af góðgæti var hún ekki að velta sér upp úr þess- háttar jagi. Við pabbi nutum góðs af endalausri greiðasemi ömmu, það var nefnilega þannig að ég held að hún hafi mestalla starfs- ævi sína verið að vinna í mötu- neyti og eftir að því lauk hélt hún áfram að vinna í mötuneyti að ein- hverju leyti. Hellti upp á kaffi nokkrum sinnum á dag, bakaði oft kleinur og sinnti allskonar eld- hússtússi. Svo má ekki gleyma þeim eina degi í viku sem hún hafði hafragraut, eða hrossa- bjúgu með uppstúfi fyrir okkur pabba í hádeginu allt fram á sl. vetur. Við vorum margoft búnir að spyrja hana hvort þetta væri ekki orðið nóg en það mátti ekki heyra á það minnst. Sennilega hafði hún nú jafn gaman af þess- um föstu samverustundum og við. Jæja, ég ætla ekki að vera með langa ritgerð um ömmu mína. Til þess þyrfti allt blaðið en ég vil þakka þér, elsku amma, allar samverustundirnar, jólaboðin á jóladag, skemmtilegheitin um áramótin, samveruna í sumarbú- staðnum og allar þær stundir sem við vorum saman í lífinu. Kær kveðja, Jón Guðni Sigurðsson. Núna ert þú farin, elsku amma Hulda. Ég á svo margar góðar minningar um stundir okkar sam- an. Síðan ég man eftir mér átti ég griðastað hjá þér. Í blokkinni á Silfurbraut var skemmtilegt að vera og mikil tilhlökkun að vera í heimsókn. Ég og Valdís fengum sem litlar stelpur þar að leika okkur í fataskápnum þínum þar sem við fundum meðal annars flotta háhælaða skó og pils í ýms- um litum, sem við gyrtum upp að handarkrikum og höfðum sem kjóla. Margar voru stundirnar með þér sem einkenna æskuár okkar systranna á Höfn. Þegar ég var unglingur fluttir þú upp á Víkurbraut og gat ég þar oft setið hjá þér marga klukku- tíma í rólegheitum á kvöldin eða um helgar. Ég var mikið hjá þér þegar ég skrifaði lokaritgerð í há- skólanáminu. Þá helltirðu upp á kaffi, last með mér yfir setningar og hjálpaðir mér að leiðrétta orðafar, enda varstu vel máli far- in. Alltaf var gott að koma til þín og ræða málin, hvort sem um hversdagslega hluti var að ræða eða grafalvarlega og heimspeki- lega um lífið og tilveruna. Þær voru yndislegar stundirn- ar sem þú varst með okkur uppi í sumarbústað, mörg ár í röð á sumrin og um verslunarmanna- helgi. Þá var mikið hlegið yfir brekkusöngnum úr Eyjum sem við biðum með eftirvæntingu eftir í útvarpinu. Um jól og áramót varstu oftast hjá okkur líka og stundum kom Ragna tvíburasyst- ir þín með og þá var mikið hlegið. Þú komst alltaf að horfa á mig syngja, hvert sem tilefnið var og alltaf var eins og þú heyrðir í mér í fyrsta skipti, svo ánægð varstu með frammistöðuna. Þú varst við- stödd útskriftir og alla merkisvið- burði í okkar lífi. Þú tókst þátt í lífi okkar systkinanna af heilum hug og styrktir okkur sem ein- staklinga og hvattir. Þú varst alltaf, þrátt fyrir allt sem hafði á daga þína drifið, svo hress og ung í anda. Aldrei vildir þú tala illa um annað fólk eða dæma aðra. Þú sagðir líka alltaf að þú tryðir mest á sjálfa þig. Ég veit fyrir víst að þú varst trúuð kona. Einu sinni í trúnaði, þegar þú gistir hjá okkur uppi í sum- arbústað og við vorum að fara að sofa tvær í einu herberginu, sagð- ir þú mér að þú værir sannfærð um að það væri óútskýrt afl sem hjálpaði okkur og lýsti leiðina, ef erfiðleikar steðjuðu að. Þú hefðir sjálf upplifað það þegar sem mest dundi á í þínu lífi. Ég hugsa að þá stund hafi ég fyrst orðið trúuð, ekki aðeins á guð og kærleikann, heldur einnig á vonina og vilja- styrkinn. Ég veit líka fyrir víst, að ef ég hef eitthvað af þínum styrk og vilja til að lifa lífinu af slíku æðruleysi, mun fátt mig geta bug- að. Elsku amma, þú varst mín helsta fyrirmynd og samferða- manneskja frá því að ég fæddist. Þú varst allt í senn, amma, sálu- hjálpari, fyrirmynd og vinkona og ég mun stolt bera nafn þitt. Bros þitt, væntumþykja og lífs- speki lifir í minningunni og lýsir okkur leiðina alla ævi. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi … (Halla Eyjólfsdóttir.) Hulda Rós Sigurðardóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir. Von, þú hin gjöfula lifandi lind, leiftrandi snör þú kvikar og bráir. Þú gefur lífinu liti og mynd, án litrófs þíns væru dagarnir gráir. (Ásdís Jóhannesdóttir.) Hulda Sigurðardóttir hefur kvatt, þessi gjöfula, kvika kona. Lifandi og sjálfrar sín fram á síð- ustu stundu. Ég hef verið svo lán- söm að eiga hana að. Tvíbura- systurnar, Ragna móðir mín og Hulda, voru einstæð heild en þó svo ólíkar í mörgu. Þær áttu eigið tungumál, töfraheim sem við af- komendurnir höfum notið í gegn- um árin. Ég minnist Huldu með gleði og þakklæti. Í fyrsta skipti sem ég var send að heiman í nokkrar vikur var ég hjá henni, átti að fara á sundnámskeið á Höfn. Ég var níu ára, bjó hjá Huldu og Guðna og börnum þeirra í Heklu. Ég var send með mjólkurbílnum og ég grét mikið þann dag. Ekki af því að ég væri hrædd við hann Óla mjólkurbíl- stjóra, hann var heimilisgestur á Brunnhól, drakk alltaf morgun- kaffi hjá okkur. Heldur hefur það verið sorgin yfir því að kveðja, og það tók líka langan tíma að kom- ast til Hafnar, því komið var við á öllum sveitabæjunum á Mýrum og í Nesjum. Ég komst á leiðarenda og minnist ekki að hafa grátið meira þetta sumar, ekki fyrr en ég var komin aftur heim. Dvölin í Heklu var góð. Hulda gekk mér í móð- urstað og ég reyndi að gera mitt besta, hjálpaði til dæmis við að passa litlu Lovísu. Heimurinn í Heklu var ævintýri, þar var fransbrauð úr bakaríinu og við fengum „malakoff“ sem álegg, og þarna voru líka frændur mínir, Óskar töffarinn með gítar sem borðaði mikið af spældum eggj- um og Sigurður sem var á mínu reki, góður leikfélagi ásamt öðr- um úr nágrenninu. Svo fór að ég vildi ekki fara frá þeim, vildi heldur spóka mig um götur Hafn- ar en að moka flór á Brunnhól. Hekla er horfin og flórinn „minn“ á Brunnhól líka, en minn- ingarnar eru lifandi. Ragna og Hulda búa nú ekki lengur hlið við hlið á Víkurbrautinni, en sú sterka taug sem batt þær og okk- ur öll saman verður seint rofin. Elsku Hulda frænka, sam- ferðamenn þínir hafa aldrei átt „gráa daga“ í þinni samfylgd, þú hefur gefið allt þitt „litróf“ og það hefur sannarlega lífgað upp á til- veruna. Fallegri millirödd hef ég ekki heyrt en þína og listrænir hæfileikar afkomanda þinna koma engum á óvart. Elsku Ósk- ar, Sigurður og Lovísa, samúðar- kveðjur til ykkar og fjölskyldna. Við vonum að það sé ykkur ein- hver huggun að eiga Rögnu ennþá að. Blessuð sé minning Huldu Sigurðardóttur. Agnes Siggerður Arnórs- dóttir og fjölskylda. Í dag fer fram frá Hafnar- kirkju útför móðursystur minn- ar, Huldu Sigurðardóttur, sem varð bráðkvödd 3. janúar sl. Hulda frænka var kletturinn í fjölskyldunni sem allir gátu stutt sig við og hallað sér að. Hún fæddist ekki með silfurskeið í munni, ólst upp í stórum systk- inahópi og lífsbaráttan var hörð. Snemma byrjaði hún að vinna og var hörkudugleg, en vann erfiðis- vinnu allan sinn starfsferil. Áföllin í lífinu voru mörg og stór og hún brotnaði ekki þrátt fyrir allt, en um páskana í fyrra þegar síðasta áfallið skall á henni sagði hún við mig: „Ég hef vanið mig á að bera ekki tilfinningarnar utaná, þær eru best geymdar þarna inni.“ Æðruleysi og rósemi voru hennar einkenni og við í fjöl- skyldunni undruðumst stundum hve yfirveguð hún var. Hún var allra manna hjálpleg- ust og hafði alltaf tíma fyrir okk- ur hin og við undirrituð eigum henni mikið að þakka í þeim efn- um. Ég held að hennar bestu æviár hafi verið eftir að hún flutti í íbúð aldraðra við Víkurbraut hér á Höfn, ekki síst eftir að Ragna tví- burasystir hennar flutti inn í íbúðina við hliðina, en eftir það bjuggu þær saman í „einni“ íbúð. Þær voru alltaf mjög samrýndar og nutu þess að vera saman síð- ustu árin eftir langa starfsævi. Við í fjölskyldunni töluðum reyndar um þær og við þær í „eintölu“. Missir Rögnu er því mikill. Hulda hafði átt við veikindi að stríða síðan í haust, en um hátíð- irnar fannst okkur hún miklum mun betri, en svo kom kallið skyndilega að morgni 3. janúar sl. Á kveðjustundu minnumst við Huldu frænku með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allar ánægju- stundirnar og ekki síst alla hjálp- ina í gegnum árin. Rögnu systur hennar, börnum Huldu þeim Lovísu, Sigurði, Óskari og fjöl- skyldum þeirra sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Guð blessi og varðveiti Huldu frænku. Á kveðjustundu vil ég þakka þér, þá er margt sem gegnum hugann fer. og minningar sem merla þar og streyma mun ég alla lífsins daga geyma. Í erfiðleikum stóðstu ætíð sterk, stundum var það næstum kraftaverk. Þú sást í öllu sólargeisla bjarta og sálarkraftur bjó í þínu hjarta. Handan þess sem auga okkar sér ástvinirnir kæru fagna þér og Huldu mína lífsins faðir leiðir og ljóssins faðm á móti henni breiðir. (G.Ö.) Agnes og Guðbjartur. Hulda Sigurðardóttir Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.