Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 34

Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 ✝ Guðfinna Sig-urveig Karls- dóttir fæddist 16. febrúar 1913 á Knútsstöðum í Að- aldal, Suður- Þingeyjarsýslu. Hún lést á öldr- unardeild Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga 1. jan- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Karl Sigurðsson, f. 7. júl. 1895, d. 20. nóv. 1964, og Herborg Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 23. des. 1885. Systk- ini Guðfinnu voru Emilía Sig- urborg, f. 11. maí 1911, d. 18. og á hún 2 börn og 4 barna- börn, B) Gunnlaugur, f. 18. júlí 1963 og á hann 3 börn og 2 barnabörn, C) Bergþóra, f. 2. nóv. 1954 og á hún 1 barn, D) Jóhann Haukur, f. 28. ágúst 1968, E) Herborg Sig- ríður, f. 14. sept. 1973 og á hún 1 barn, F) Sigurður Jónas, f. 6. des. 1975 og á hann 2 börn. 2. Jónas, f. 29. des. 1944. Eiginkona hans er Guðný Heiðveig Káradóttir. Börn þeirra eru: A) Harpa Jóna, f. 24. júlí 1967 og á hún 2 börn, B) Knútur Emil, f. 19. sept. 1972 og á hann 4 börn, C) Uni Hrafn, f. 31. mars 1978. Börn Guðnýjar eru: A) Ragnar Leif- ur, f. 26. des. 1962 og á hann 2 börn, B) Sigurður Kári, f. 10. júní 1964, d. 22. nóv. 1991. Hans börn eru 2. Útför Guðfinnu fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 12. janúar 2013 kl. 14. okt. 1991, Snjó- laug, f. 23. sept. 1914, d. 20. nóv. 2002, Elísabet, f. 1. jún. 1918, d. 2. ágúst 1996, Sig- urður, f. 31. maí 1924, d. 20. maí 2010 og Jón, f. 18. sept. 1925, d. 11. nóv. 1964. Börn Guðfinnu eru: 1. Karlotta Sigríður, f. 7. maí 1941. Eiginmaður hennar var Sigurður Sig- urlaugsson, d. 1992. Sambýlis- maður Jón Valgeir Björg- vinsson. Börn hennar eru: A) Guðfinna Sif, f. 18. apríl 1961 Í dag kveðjum við ömmu okkar Guðfinnu Karlsdóttur. Elsku amma, takk fyrir allt og sjáumst síðar. Við kveðjum þig amma með klökkva í dag það kennir í hjartanu trega nú biðinni er lokið og betri hag búi þér Guð eilíflega. Nú biðjum við Guð að gefa þér góða heimkomu og bjarta og allt það sem gerðir þökkum við hér þökkum af öllu hjarta. (Guðfinna Árnadóttir) Ragnar Leifur og fjölskylda, fjölskylda Sigurðar Kára, Harpa Jóna og fjölskylda, Knútur Emil og fjölskylda, Uni Hrafn. Guðfinna móðursystir mín kvaddi þetta líf síðust barna afa míns og ömmu, þeirra Karls og Sigríðar á Knútsstöðum. Hún lifði lengst þeirra allra, vantaði aðeins nokkrar vikur í það að verða hundrað ára þegar hún lést á ný- ársdagsmorgun. Hún var góð, grandvör, hreinskiptin og heil- steypt manneskja, viðræðugóð, skemmtileg og hlý, umhyggju- söm, örlát á sjálfa sig og trygg. Mér hefur alla tíð þótt fjarska vænt um Finnu frænku mína og hún hefur ávallt verið mér og mín- um einstaklega góð. Þar hef ég líka notið þess að kært var með henni og eldri systur hennar, Em- ilíu móður minni. Ég þakka minni ljúfu frænku langa samfylgd, að hafa átt hana að alla mína ævi til þessa. Á okkar fyrsta fundi hef ég vart verið meira en níu mánaða en ég hef fyrir satt að hann hafi verið á fyrsta eða öðrum mánuði hins ný- stofnaða íslenska lýðveldis. Síðan hafa ekki fallið úr mörg sumur án þess að við höfum hist lengri eða skemmri tíma. Það var langt í sveitina fyrstu sumrin og dvölin aldrei skemmri en einhverjar vikur. Skynhrifin sem þá gripu barnið eru enn vakandi og koma áreynslulaust ef hugurinn hvarfl- ar þangað: náttleysan, eldhnött- urinn við hafsbrún í norðri, gullin ský á bláum himni, dalurinn roð- inn kvöldsól, dulblá Fellin, Múl- inn og Núpurinn í suðri, tíbráin í Kinnarfjöllunum, lyngheiðin handan ár; rykaður ilmur af skóf- um og mosa á úfnu sólheitu hrauni, angan af regnvotu bjar- karlaufi í skógi; blánandi berja- lyng. Niður Laxár við bakka var undirtónn allra daga; glaður söngur Finnu, Sigga, Nonna og Köllu studdur taktföstum hljómi mjólkurbununnar í mjaltafötunni var morgun- og aftantíðir þeirra; dalalæðan sem steig upp af ánni tjaldið sem náttúran felldi í lok sólríkra daga. Þetta var eitthvað allt annað en Reykjavík. Þetta var veröld afa og ömmu, Finnu, Sigga og Nonna, Köllu og Jón- asar og Núpafólksins. Minning liðins sumars fylgdi manni og litli bærinn á Laxárbökkum varð æv- intýraveröld sem hillti undir við sjóndeildarhring líðandi vetrar. Veturinn í dalnum þekkti ég ekki þá. Lífsbarátta einyrkjans unga á lítilli jörð án mikilla hlunninda norður við Dumbshaf var hörð í byrjun síðustu aldar. Uppbygg- ing varð ekki hafin fyrr en börnin komust á legg og vélaöld gengin í garð. Finna hlýddi kalli föður síns og kom aftur heim eftir tveggja ára vist hjá frænku okkar í Danmörku upp úr miðjum 4. áratugnum og heima bjó hún upp frá því og vann á búinu. Hún gekk í nánast öll verk, var ham- hleypa til vinnu, fór fyrst á fætur og gekk síðust til hvílu. Ef eitt- hvað hægðist um fór hún til starfa á öðrum bæjum og fékk karlmannskaup, þvílíkur var dugnaður hennar. Hún kom upp börnunum sínum, Karlottu og Jónasi, og annaðist foreldra sína í elli þeirra. Eftir lát afa og ömmu starfaði hún til sjötugs sem mat- ráður við Hafralækjarskóla en settist þá við að prjóna heima á Knútsstöðum og fylgdist með fuglunum á ánni. Þar var gott að koma til hennar. Við Ragnheiður, börnin, tengdabörnin og barnabörnin þökkum Finnu frænku alla gleði og hlýju sem hún gaf okkur. Hvíli hún í Guðs friði. Sigurgeir Steingrímsson. Það er afar misjafnt hversu langan tíma fólk fær hér á jörð- unni. Þeir sem lengstan tíma fá hafa sitthvað séð og forréttindi eru að fá að kynnast slíku fólki og eignast það að vinum. Hún Finna var komin á tíræðisaldur þegar hún féllst á að kannski væri rétt að þiggja heimilishjálp. Það var nú samt held ég aðallega gert til að friða fjölskylduna. Ég var svo heppin að fá þetta verkefni. Hún var orðin heimakær og það gat varla heitið að ég hefði séð hana fyrr, en aðeins heyrt hennar getið eins og gengur í sveitinni. Mér skildist að þetta væri órög dugn- aðarmanneskja sem ætti það til að láta ýmislegt flakka svona ef þannig stæði á spori. Ég var of- urlítið hikandi þegar ég gerði fyrst vart við mig á Knútsstöðum en fljótlega kom í ljós að þarna hitti ég vinkonu. Við áttum afar margt sameiginlegt og kom ákaf- lega vel saman. Hún lagði mun meiri áherslu á samveru og sam- vinnu en að sitja og stjórna öðrum og það var fróðlegt og skemmti- legt að vera með henni í verki hvort heldur það var við kleinu- gerð sem við stunduðum reglu- lega, saumaskap þegar við hvolfd- um spariflík og endursaumuðum, viðgerð ljósakrónu, eða bara hvað sem okkur datt í hug að gera þyrfti. Við höfðum sama viðhorf til nýtingar og sóunar og miðluðum hvor annarri hugmyndum. Nú er ég til dæmis búin að útvega mér glerskál úr þvottavélarloki. Þegar ég sagði henni að ég væri að gera kerti úr vaxafgöngum lét hún mig hafa dálítin klump sem ég fór með heim og steypti úr kerti handa henni. Ég tók það svo með mér til hennar næst en þá tók hún á móti mér með þeim orðum að nú væri hún að drepast. Rósamál var jú ekki hennar stíll. Hún hafði samt ekkert við það að athuga að ég hringdi eftir aðstoð þó að hún hefði einhvern veginn ekki haft sig í það sjálf, var ekki dugleg að snúa fólki í kring um sig. Þennan dag urðum við samferða í sjúkra- bíl til Húsavíkur og eftir það átti ég ekki erindi í heimilishjálp á Knútsstöðum. Ekki setið saman með prjóna yfir leiðarljósi eða í lönguvitleysu við eldhúsborðið. Árin hennar úti á sjúkrahúsi var ég ekkert nærri nógu dugleg að líta til hennar en alltaf var það gaman, mest gaman líklega þegar ég fór til hennar klædd peysuföt- um á þjóðhátíðardegi. Þær voru þá tvær saman á stofu og var helst eins og ég hefði fært þeim dýrind- isgjöf. Hún lá ekkert á því að þetta væri að verða komið gott enda væri hún orðin til lítils gagns. Síð- ast þegar ég kom til hennar hjálp- uðumst við nú samt að við að leysa myndarlega garnflækju. Ég var farin að hallast að því að ég fengi að faðma hana á hundrað ára af- mælinu en það verður víst ekki af því. Elín Kjartansdóttir. Ekkert er óumbreytanlegt. Jafnvel gamlar eikur falla. Heið- urskonan Guðfinna Karlsdóttir hefur lokið göngu sinni hér á jörð. Vegferðin var löng, næstum 100 ár. Þótt aldurinn færðist yfir virt- ist hún lítið þreytast á göngunni. Ef Elli kerling var eitthvað að rjála við dyrnar hennar var henni umsvifalaust stuggað burt. Mér er enn í fersku minni hvað mér fannst Finna flott og skemmtileg kona þegar ég var stelpa. Hið sama þótti mínum börnum síðar, enda reyndist hún þeim öllum vel. Ömmubörnin mín kynntust henni ekki öll, en þau sem þekktu hana vissu fátt æv- intýralegra en príla upp „stóra stigann“ og heimsækja Finnu. Hún gat alltaf sagt þeim eitthvað skrítið og skemmtilegt og lumaði oft á einhverju góðgæti, eða sokk- um og vettlingum sem hún virtist alltaf eiga á lager. Þegar þriggja ára veiðimaður var spurður hvað hann ætlaði að gera við fiskinn sem hann fékk á stöngina sína svaraði hann að bragði: „Nú gefa hann konunni sem á stigann.“ Margan greiða gerði Finna okkur hjónum og fyrir það erum við þakklát. Hún prjónaði lopa- peysur handa nokkrum vinum okkar í Skotlandi, Englandi og Ástralíu. Eitt sinn kom maður að sækja til hennar peysu. Sonur okkar fór með honum, bæði til að vísa honum veginn og vera túlkur. Þeir fengu höfðinglegar mót- tökur og Finna bar ýmiskonar kræsingar á borð. Þegar hún hafði rennt kaffi í bollana þeirra brá hún sér aðeins frá, en kom að vörmu spori með járnkarl og smeygði honum lipurlega milli kökudiskanna. Nokkur vel valin orð fylgdu þessari athöfn. Gest- urinn lét sér hvergi bregða, hvorki við orð hennar né borðs- krautið. En þegar út í bíl var kom- ið varð honum að orði: „Þessi kona er afar sérstakur karakter.“ Finna var tryggur og góður vinur og þótt hún ætti það til að demba yfir mann óvægnum at- hugasemdum fyrirgafst það alltaf og gleymdist vegna þess hversu létt það vó, miðað við allt það góða sem hún gaf. Að ganga svo langan veg með tign og glæsibrag er aðdáunarvert. Með virðingu og þökk minnist ég og fjölskylda mín Guðfinnu á Knútsstöðum. Við bæði samhryggjumst og sam- gleðjumst ástvinum hennar nú. Sigrún Baldursdóttir. Gengin er vinkona mín til fjöru- tíu og fjögurra ára, hún Finna á Knútsstöðum. Ég kom til sveitar- dvalar á Knútsstöðum árið 1968 en Finna deildi þá herbergi með Sigríði móður sinni, sem hún ann- aðist til dauðadags. Mér þótti gott að sitja við rúmið hennar Sigríðar og þótt ekki væri mikið talað, var samveran yndisleg. Ég man eftir mér sitjandi úti á tröppunum, beygðan og með heimþrá þegar Finna kallaði í mig: „Komdu inn í kaffi, góði, og svo skulum við spila.“ Við spiluðum rommí og öll heimþráin hvarf. Finna bað mig gjarnan um hin ýmsu viðvik, s.s. að hreinsa hlaðið af kúadellum, sem ég var jafnan fljótur að sinna. „Dragðu svo ekki lappirnar, strákur. Óþarfi að skemma stíg- vélin strax.“ Það gekk illa að fara að þeim fyrirmælum. Ég man eitt sinn þegar þarfanautið sleit sig laust á suðurtúninu og fór að ham- ast í heystabba sem nýbúið var að setja upp. Ég stóð skíthræddur og ráðalaus við fjóshornið þegar Finna kom askvaðandi fyrir horn- ið, hrópandi kjarnyrt íslensk skammaryrði. Ég hugsa að við nautið höfum hrokkið jafnmikið í kút við atganginn. Nautið stóð sem lamað og hlýddi Finnu mót- þróalaust þegar hún tjóðraði það aftur. Eftir þetta hafði ég sama háttinn á ef tuddi náði að slíta sig lausan og virkaði það jafnan vel. Ég man líka vel eftir veiðiferð með Finnu þar sem henni tókst að veiða bæði sjálfa sig og hund- inn Krumma. Og söguna af kynn- um Finnu við stórsöngvarann Bing Crosby, þegar hún vann við eldamennsku á veiðiheimilinu í Árnesi. Henni þótti hann heldur lítill „eins og skorpin skinnbót!“ Hún prjónaði þó handa honum vel þétta íslenska lopapeysu. Eitt sinn buðum við heimilisfólkinu á Knútsstöðum með okkur í sunnu- dagskaffi að Kiðagili í Bárðardal. Þegar Finna mætti í bílinn var hún klædd eins og hún ætlaði á fjall, en þar sem ég hafði þá lært að gagnrýna aldrei klæðnað kvenna, hafði ég engin orð um þetta. Þegar við komum að Kiða- gili kom heldur skrítinn svipur á Finnu sem hafði haldið að ferð- inni væri heitið upp á hálendið í hið eiginlega Kiðagil og því klætt sig eftir aðstæðum. Hún hló dátt að misskilningnum og þáði glöð kaffið í göngufötunum sínum. Þegar Finna flutti upp á ris- hæðina var alltaf skylda að kíkja til hennar í kaffi þegar komið var á Knútsstaði og voru þá á borðum kleinur, soðið brauð og annað bakkelsi. Dóttir mín naut líka fé- lagsskapar Finnu síðar meir þeg- ar hún dvaldi á Knútsstöðum. Hún fékk þá gjarnan að skoða og handleika alla gömlu munina hennar Finnu að vild og fékk um leið að vita allt um þá. Finna bjó í risinu á Knútsstöðum í skjóli son- ar síns Jónasar og Guðnýjar eig- inkonu hans fram til rúmlega ný- ræðs. Síðustu árin dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Húsavík og í ár- legri heimsókn minni til hennar þangað fannst mér Finna alltaf vera eins og hún átti að sér að vera. Hún átti jafnvel til að grípa skærin og reyna að snyrta skegg- ið á stráknum ef henni þótti ég ekki nógu snyrtilegur til fara. Kæra vinkona. Takk fyrir gef- andi kynni og megi allt gott fylgja þér yfir. Frosti Meldal. Á nýársdagsmorgun lést göm- ul og góð vinkona mín, Finna frá Knútsstöðum, tæplega 100 ára. Sjálfsagt hefur hún ekki viljað að skrifuð yrði um hana nein lof- ræða, en örfá orð, við erum búnar að þekkjast síðan ég var krakki. Við unnum saman í Hafralækj- arskóla í mörg ár og eru einmitt 40 ár síðan við byrjuðum að vinna þar saman. Það voru góðir tímar, margt brallað og gert og ég lærði margt af henni, til dæmis að flysja kartöflur, smá grín, ja og þó ekki. Hún Finna var alltaf hraust og kraftmikil og vann alveg á við að minnsta kosti tvo, minnist ég sláturgerðar og fleira sem henni tengist og þegar drukkið var úr sláturtunnunni. Finna var alltaf með á prjónunum, síðast var hún að sauma út. Síðustu ár var hún á öldrunardeild Sjúkrahúss Húsa- víkur og ég kom oft til hennar þangað, það voru góðar stundir, nú síðast stuttu fyrir jól, hún var svo hress og glöð og stálminnug, gaman var að spjalla um alla heima og geima, já og minning- arnar eru miklu fleiri. Ég ætla að geyma þær hjá mér. Til þín ég hugsa, staldra við, sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningar lifa, ævina á enda. Sendi öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Hvíl í friði, elsku Finna mín, og takk fyrir allt. Kristjana Helgadóttir (Didda). Guðfinna S. Karlsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAF ADOLF GUÐMUNDSSON, Skógarbæ, áður Fiskakvísl 1, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 6. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Helga Björnsdóttir, Guðmundur Viktor Gústafsson, Birna S. Richardsdóttir, Guðbjörg Gústafsdóttir, Magnús Gústafsson, Röfn Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, afi og bróðir okkar, HALLDÓR ÞORKELL GUÐJÓNSSON prófessor, Norðurgötu 10, Selfossi, lést á krabbameinsdeild LSH við Hringbraut mánudaginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug í veikindum hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11-E fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Brynja Halldórsdóttir, Hrafn Halldórsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, HENNING KARL BACKMAN, Hörðalandi 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtu- daginn 17. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arna Jóna Backman, Guðjón Broddi Backman, Elsa Sigurbjörg Backman, Helgi Backman. ✝ Okkar hjartans eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON frá Norðfirði, til heimilis í Hallveigartröð 9, Reykholti í Borgarbyggð andaðist föstudaginn 11. janúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 18. janúar kl. 13.00. Edda Björk Bogadóttir, Fríða Sigurðardóttir, Axel Gunnlaugsson, Jón Svan Sigurðsson, Rakel Rut Valdimarsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Helga Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Minna Hartvigsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Halldóra F. Víðisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.