Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Saxófónleikarinn Sigurður Flosa-
son og píanóleikarinn Valgerður
Andrésdóttir halda tónleika í Nor-
ræna húsinu á morgun kl. 15.15 og
eru þeir hluti tónleikasyrpunnar
15:15. Á efnisskrá eru frönsk verk
sem öll eru meðal þekktustu verka
tónbókmennta klassíska saxófóns-
ins, eins og segir í tilkynningu. Um
sé að ræða fjölbeytt en aðgengileg
verk eftir Francaix, Bozza, Bonn-
eau, Pascal og Dubios.
Sigurður og Valgerður léku fyrst
saman fyrir 30 árum á einleikara-
prófstónleikum Sigurðar frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík, að því
er fram kemur í tilkynningu.
Frönsk verk fyrir saxófón á 15:15
Morgunblaðið/Einar Falur
Sax Sigurður Flosason blæs
franska tóna kl. 15.15 á morgun.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sýning Bjarka Bragasonar, Hluti af
hluta af hluta: Þættir I-III, opnar í
öllum sölum Listasafns ASÍ í dag,
laugardag, klukkan 15. Í verkum
sínum fjallar Bjarki um áhrif sögu-
legra atburða og hugmyndafræði á
einstaklinga og stillir gjarnan saman
frásögnum skáldaðs fólks og raun-
verulegs; viðfangsefnin eru iðulega
ímyndir, tungumál og tíminn.
Á sýningunni eru myndbands-
verk, teikningar og hlutir, meðal
annars brot úr föllnum húsum.
„Sýningin er afrakstur sex mán-
aða rannsóknaferils sem ég vann að í
Þýskalandi, en í febrúar stefni ég á
að það komi út lítil bók með safni af
samtölum sem ég hef átt um við-
fangsefnið við arkitekta og mynd-
listarmenn um tímann,“ segir hann.
Sýningin skiptist í þrjá kafla. Í
einum er tekist á við minni, og unnið
út frá heimili Walters Gropiusar
sem stýrði Bauhaus-skólanum. Hús-
ið var byggt árið 1926 en eyðilagt í
seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríð
reis þess í stað lágreist bygging úr
hluta þeirrar rústar sem fyrir var,
sem Bjarki segir hafa minnt meira á
hús í ævintýrinu um Hans og Grétu.
Þegar hann kom á staðinn voru bæði
húsin horfin og rústahaugur eftir.
„Ég rýndi í brotin úr báðum þess-
um byggingum og skoðaði þau í
samhengi við aðrar rannsóknir sem
ég var að vinna í á þessum tíma,
meðal annars samtöl mín við pólska
arkítektinn Olgierd Czerner sem
hefur sérhæft sig í endurgerð bygg-
inga,“ segir hann en útkoman er
ljósmyndainnsetning. „Ég rogaðist
heim með fullar töskur af múr-
brotum,“ segir hann brosandi.
Flísinni ýtt aftur inn
Í öðrum hluta sýningarinnar
fjallar Bjarki um arkitektúr sem leið
til að skapa hugmyndir um tíma og
þá togstreitu sem falin er í rann-
sóknum sem byggjast á því að drepa
viðfangsefni sitt til að kynnast því
betur. „Sá hluti byggist á rannsókn-
arferð þar sem ég fór inn í Inyo-
skóginn í Sierra Nevada-fjöllunum í
Kaliforníu,“ segir hann. „Þar var ég
að leita að ákveðnu tré af bristle
cone pine-tegundinni, kallað met-
usaleh, sem vex þar. Það er talið
elsta tré í heimi, um 4.800 ára, og
hefur vaxið samfleytt á sama stað.“ Í
myndbandsverki sést hvar Bjarki
hefur fengið í fingurinn flís úr slíku
tré. „Fyrst er verið að reyna að ná
henni út en það snýst við og hafist er
handa við að ýta henni aftur inn.“
En hvaðan kemur áhugi Bjarka á
tímanum og þeim núningi öllum?
„Ég hef verið að velta fyrir mér af
hverju samtíminn er upptekinn af
endurskoðun sögunnar. Ég hef lengi
haft áhuga á að skoða hvernig bygg-
ingar fólk reisir á hverjum tíma og
hvaða strúktúra það skilur eftir sig.
Þessir staðir sem ég skoða tengjast
hugarfarslegum og pólitískum
breytingum, umbyltingum,“ segir
Bjarki.
Rýnir í rústabrotin
Í verkum á sýningu í Listasafni ASÍ vinnur Bjarki Braga-
son myndlistarmaður með ímyndir, tungumál og tímann
Morgunblaðið/Einar Falur
Tímapæling Bjarki segir sýninguna afrakstur sex mánaða rannsóknarferils.
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas.
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Aðeins sýnt út janúar! Athugið - stobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn
Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Lau 19/1 kl. 13:30 Sun 27/1 kl. 13:30
Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Lau 19/1 kl. 15:00 Sun 27/1 kl. 15:00
Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:30 Lau 2/2 kl. 13:30
Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 20/1 kl. 15:00 Lau 2/2 kl. 15:00
Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn Lau 26/1 kl. 13:30 Sun 3/2 kl. 13:30
Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas. Lau 26/1 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 23:00 Fim 31/1 kl. 20:00
Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00
Sýningar á Akureyri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Sun 24/2 kl. 20:00 aukas
Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Þri 26/2 kl. 20:00 aukas
Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00
Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur í febrúar.
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00
Sun 20/1 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 Frums Fös 8/2 kl. 20:00 3.k Fös 15/2 kl. 20:00 5.k
Lau 2/2 kl. 20:00 2.k Lau 9/2 kl. 20:00 4.k Lau 16/2 kl. 20:00 6.k
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k Þri 22/1 kl. 20:00
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Gullregn – HHHH–SGV, Mbl