Morgunblaðið - 12.01.2013, Síða 52
Stórhljómsveit
Jólahjálparinnar,
en það eru ein
stærstu, frjálsu
félagasamtök Pól-
lands, stendur
fyrir fjáröflun á
morgun með tón-
leikahaldi á aðal-
ræðismanns-
skrifstofu Póllands við Þórunnartún
2. Þórunn Antonía er meðal flytjenda
en safnað verður fyrir bágstödd börn
og aldraða í Póllandi. Tónleikarnir
hefjast kl. 13.30.
Tónleikar á aðalræð-
ismannsskrifstofu
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 12. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 100 þúsund krónur 82 sinnum
2. Var hætt kominn á fjallinu
3. Lögregla varar við skilaboðum
4. Þúsund km múrinn rofinn
Eva Sigurðardóttir er framleiðandi
stuttmyndar sem tilnefnd hefur verið
til verðlauna bresku kvikmyndaaka-
demíunnar, BAFTA. Stuttmyndin
nefnist Good Night og var henni leik-
stýrt af Hollendingnum Muriel d’Ans-
embourg. Myndin var tekin upp í
Lundúnum þar sem Eva býr og starf-
ar. Eva er ekki í amalegum félagsskap
á BAFTA því stuttmynd eftir hinn
virta kvikmyndaleikstjóra Lynne
Ramsay, Swimmer, er ein tilnefndra.
Verðlaunin verða veitt 10. febrúar nk.
Stuttmynd Evu
tilnefnd til BAFTA
Fríblaðið Reykjavík Grapevine
veitti í gær sín fyrstu tónlistarverð-
laun. Af einstökum verð-
launum má nefna að
Enter 4 með Hjaltalín
var valin besta plata
ársins 2012, besta
lagið „Háa C“ með
Moses High-
tower og Gus-
Gus var tón-
leikasveit
ársins.
Fyrstu tónlistarverð-
laun Grapevine
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur, skýjað með köflum og sums staðar snjómugga eða
él, en yfirleitt þurrt NA-til. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig til landsins.
Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él. Frost 0 til 8 stig, kaldast í inn-
sveitum. Vaxandi norðanátt og snjókoma N-lands um kvöldið.
Á mánudag Norðanátt, víða 8-13 m/s. Él á norðanverðu landinu, en bjartviðri S-lands.
Hiti breytist lítið.
KFÍ gerði góða ferð í Grafarvog í gær-
kvöldi þar sem liðið vann stórsigur á
Fjölnismönnum, 99:75, í úrvalsdeild
karla í körfubolta. Eftir sigurinn mun-
ar aðeins tveimur stigum á liðunum
sem eru bæði í fallbaráttu.
Útlendingarnir þrír í liði KFÍ voru
mjög öflugir og þá sérstaklega
Damier Pitts sem fór á kostum og
skoraði 33 stig. »4
Mikilvægur sigur hjá
KFÍ í fallbaráttunni
„Það sem gerði útslagið fyr-
ir mig er að ég get flutt sér-
námið mitt í læknisfræðinni
frá Stokkhólmi til Umeå, og
síðan verið þar í 50 prósent
vinnu. Þar með get ég ein-
beitt mér mun betur að fót-
boltanum en hjá Djurgården
í Stokkhólmi,“ segir Katrín
Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði
í knattspyrnu, sem samdi í
gær við fyrrverandi Evrópu-
meistarana. »4
Betra í Umeå
en Stokkhólmi
Björgvin Páll Gústavsson er búinn að
semja við nýtt lið í Þýskalandi og seg-
ist meira en 100 prósent
tilbúinn í slaginn með ís-
lenska landsliðinu á HM á
Spáni. Hann kveðst vera bú-
inn að hrista veikindin alveg
af sér, hafi
sjaldan verið
ferskari en
einmitt núna
og ætli sér
stóra hluti
með liðinu
sem mætir
Rússum klukk-
an 17 í dag.
»1
Sjaldan verið ferskari
en einmitt núna
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það eru ekki margir á aldri Hlífar
Böðvarsdóttur sem skrifa í blöð, en í
fyrradag birtist í Morgunblaðinu
minningargrein eftir hana um Þór-
dísi G. Ottesen, 100 ára vinkonu sína.
Sjálf er hún 103 ára þótt hún líti ekki
út fyrir það.
„Ég hef alltaf fengið bót meina
minna og það er ekkert að mér nema
heyrnin,“ segir hún. „Ég sef eins og
sveskja, en prjóna svo allan daginn.
Það er afskaplega mikils virði að
hafa eitthvað á milli handanna því
maður getur ekki setið og bara horft
út í loftið. Þá er tíminn svo lengi að
líða.“
Úr einum báti í annan
Hlíf er dóttir Böðvars Magnús-
sonar, hreppstjóra á Laugarvatni, og
Ingunnar Eyjólfsdóttur. Þau eign-
uðust 13 börn og komust 12 á fullorð-
insár, en Hlíf er ein eftir. Hún kynnt-
ist mannsefni sínu, Guðmundi
Gíslasyni, kennara og skólastjóra, á
Laugarvatni. „Hann var frá Ölfus-
vatni í Grafningi og eftir að við
kynntumst hittumst við oft á miðju
Þingvallavatni,“ rifjar Hlíf upp. „Þá
fór ég ríðandi að Miðfelli og síðan á
báti með Dísu vinkonu út á mitt vatn-
ið, en Guðmundur kom á móti okkur
og ég skipti um bát. Vatnið var djúpt
og mig hryllti svolítið við að sjá sil-
ungana á botninum en ég lét mig
hafa það.“
Þau Guðmundur gengu í hjóna-
band 1931 og eignuðust fjögur börn,
bjuggu á Laugarvatni fyrstu árin eða
þar til Guðmundur tók við skóla-
stjórastöðu við Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði. Þar voru þau
1937-1954 en Guðmundur féll frá ári
síðar.
Hlíf ber samferðafólki sínu vel
söguna. „Þetta er allt saman gott
fólk og ég hef verið heppin. Ég hef
alltaf haft nóg að gera, var húsfreyja
á mínu heimili og vann lengi hjá
Fiskifélaginu.“ Hún hefur lifað tím-
anna tvenna. „Ég man hvað það var
gríðarlega kalt 1918. Ég er mjög fót-
köld en lét mig hafa það. Þá voru
ekkert nema sauðskinnsskór til og
þeir voru ekki hlýir en heimilið var
stórt og gott og við höfðum alltaf nóg
að borða.“ Hún segir að uppvaxtar-
árin á Laugarvatni hafi verið
skemmtileg og millistríðskreppan
hafi ekki snert sig sérstaklega. „Ég
hefði samt gjarnan viljað eiga meira
af fötum.“
Stutt er í kosningar og Hlíf fylgist
að sjálfsögðu með dóttursyninum,
Guðmundi Steingrímssyni. „Hún er
eins og grautur í potti,“ segir Hlíf um
pólitíkina. „Maður veit aldrei hvort
nokkur rúsína kemur upp úr því en
maður bíður og vonar það besta.“
Bíður eftir rúsínunni
Hlíf Böðvars-
dóttir er 103 ára
og í fullu fjöri
Morgunblaðið/RAX
Sagnabrunnur „Ég er í fötunum sem ég fékk þegar ég var 100 ára,“ segir Hlíf Böðvarsdóttir sem er 103 ára.