Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  26. tölublað  101. árgangur  LEIKRITIÐ NÓTTIN NÆRIST Á DEG- INUM FRUMSÝNT UPPVAKNINGAR FJÖLMENNTU Á HVERFISGÖTU SPÁNVERJAR VÍÐA Í FREMSTU RÖÐ Í ÍÞRÓTTUM BARÁTTA 39 ÁSTÆÐUR ÍÞRÓTTIRSÁLFRÆÐITRYLLIR 38 Þúsundir flytja frá Íslandi  Óvenjumargir fóru eftir hrun Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ef flutningsjöfnuðurinn á hverja þúsund íbúa er skoðaður kemur í ljós að tölurnar eru svipaðar undir lok sjö- unda áratugarins, þegar síldin fór, og eftir efnahagshrunið 2008. Þegar brottflutningurinn er hins vegar lagð- ur saman yfir nokkur ár eru erfiðleik- arnir orðnir meiri en sjá má í öðrum niðursveiflum,“ segir Ólöf Garðars- dóttir, prófess- or í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, um íbúaþróunina. Fjallað er um búferlaflutn- inga á síðustu 20 árum í Morg- unblaðinu í dag og kemur þar fram að öll árin nema þrjú hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess. Hlutfallið er öf- ugt hjá erlendum ríkisborgurum. Alls fluttust 936 íslenskir ríkisborg- arar frá landinu í fyrra og eru brott- fluttir umfram aðflutta á tímabilinu 1993-2012 alls 14.155, eða nærri tveir á dag öll árin. Til samanburðar eru aðfluttir er- lendir ríkisborgarar umfram brott- flutta alls 22.904 á tímabilinu. Bætt- ust 617 í hópinn í fyrra. Brynjólfur Sigurjónsson, sérfræð- ingur hjá Hagstofunni, segir það langtímaþróun að fleiri íslenskir ríkis- borgarar flytjist frá landinu en til þess. Flestir þeirra sem flytji af landi brott séu námsmenn. „Straumurinn liggur alltaf út. Það er bara þannig,“ segir Brynjólfur. MStöðugur straumur »6 Meistaradeildin í hestaíþróttum hófst í Ölfushöll- inni í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Keppt var í fjórgangi en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Var þetta fyrsta mót- ið af sex en þar sem deildin fer nú í gang í tíunda skiptið var fyrst sérstök opnunarhátíð í höllinni. Hér undirbúa sig fyrir mót liðsfélagarnir Sig- urður Sigurðarson með Loka frá Selfossi og Sig- urbjörn Bárðarson með Hróður frá Laugabóli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistaradeildin hafin í hestaíþróttum Húsfyllir í Ölfushöllinni og mikil stemning á opnunarhátíð í gærkvöldi Töluverður samdráttur hefur verið í útflutningi á lambakjöti til landa Evrópusambandsins og verðið lækkað. Á liðnu ári voru til dæmis aðeins flutt út 11 kíló af lambakjöti til Spánar og mikill samdráttur og verðlækkanir hafa líka orðið á Bretlandseyjum. Árið 2010 var flutt út 3.571 tonn af lambakjöti en 2.457 tonn ná liðnu ári. Munurinn er 1.114 tonn. Í fyrra nam útflutn- ingsverðmæti lamba- kjöts 1.774 millj- ónum króna en 2.136 milljónum 2010. Meðalverðið lækkaði á síðasta ári úr 736 krónum á kíló í 635 kr. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að talsverðar vonir hafi verið bundnar við Spán- armarkað en efnahagsástandið í landinu, mikið atvinnuleysi og minnkandi kaupmáttur, hafi leitt til minni eftirspurnar. Verð- lækkunina megi rekja til mikils útflutn- ings á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til landa Evrópu- sambandsins. Þrátt fyrir góða sölu innanlands hafi orðið nokkur birgða- söfnun. »12 Aðeins 11 kg af lambakjöti til Spánar Skíðasvæðið í Skálafelli verður opnað um helgina. Svæðið var opið í fyrra en hafði ekki verið opið árin tvö þar á undan. Að sögn fram- kvæmdastjóra svæðisins verður í það minnsta opið fram að páskum. Menn vinna nú hörðum höndum á snjótroðurum til að gera allt klárt fyrir opnun. Hefur starfsfólk verið þar að verki allan janúarmánuð. Áfram verður hægt að fara í Blá- fjöll en einungis hefur verið hægt að hafa opið þar í 21 dag frá því í desember. Ekki er snjóleysi um að kenna heldur mikilli vindatíð. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjórinn troðinn Snjótroðarar gerðu skíðabrekkur í Skálafelli tilbúnar fyrir skíðaiðkendur sem eflaust iða í skinninu eftir að renna sér þar um helgina. Opnað í Skálafelli Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Flestar breytingarnar sem gerðar hafa verið frá frumvarpinu sem var lagt fram í fyrra eru til hins verra fyrir útgerðina,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um fiskveiðistjórnunarfrum- varpið sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra lagði fram í gær. „Þetta er í grundvallaratriðum sama frumvarpið sem mun veikja ís- lenskan sjávar- útveg og draga úr hagkvæmni hans. Það á að skerða aflaheimildir enn meira en áður. Áfram er gert ráð fyrir að þorskur verði skertur um 9,5% og meira þegar heildar- aflamark nær 240.000 tonnum. Þá verða 50% tekin til viðbótar. Enn er gert ráð fyrir að taka 9,8% af steinbít, 6,9% af ýsu og 7,2% af ufsa. Við mótmælum því harðlega að þessar fjórar tegundir séu skertar meira en aðrar. Lagt er til að skerða allar aðrar tegundir um 7%. Þetta eru allt of miklar skerð- ingar,“ sagði Friðrik. Ein af stóru breytingunum, að mati Friðriks, er sú að nú á að setja mun meira af aflaheimildum í hend- ur ríkisins sem verður mjög stór þátttakandi á kvótamarkaði í gegn- um kvótaþing. Hlutverk þess verður annars vegar að vera vettvangur fyrir viðskipti með aflamark en hins vegar að selja eða leigja aflaheim- ildir sem ríkið tekur af útgerðunum. Friðrik minnti á að frumvarpið sem lagt var fram í fyrra hefði feng- ið mjög neikvæðar umsagnir frá flestum. Hann sagði þær umsagnir enn vera í fullu gildi. „Það er augljóst mál að þetta frumvarp er gamalt vín á nýjum belgjum,“ sagði Einar K. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks. MMikill kvóti fer til kvótaþings »2 Breytingar til hins verra  Nýja fiskveiðistjórnunarfrumvarpið er í grundvallaratriðum það sama og lagt var fram í fyrra, að sögn LÍÚ  Mun veikja íslenskan sjávarútveg og draga úr hagkvæmni Friðrik J. Arngrímsson 14.155 brottfluttir um- fram aðflutta árin 1993-2012 617 erlendir ríkis- borgarar bættust við í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.