Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Nánar um LGG+ á ms.is/lgg Fyrir fulla virkni Ein á dag Nú með bláberjabragði Nýjun g bláber ja H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Gunnar Kristjánsson Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur mjög mikilvægt að gera áætlun um vöktun ástands- ins í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellnesi. Sem kunn- ugt er drapst mikið af síld í firðinum fyrir áramótin og rak töluvert af henni á land. Svandís fór vestur í Kolgrafafjörð í vettvangsferð í gær. Hún byrjaði á að kynna sér aðstæður við bæinn Eiði í Kolgrafafirði og ræddi við ábúendur. Síðan var haldið í fjöruna neðan við bæinn en hún er nú þakin grútarkúlum. „Það var mjög fróðlegt að ganga þarna um með heima- mönnum. Það er gríðarlega mikill grútur þarna í fjör- unni,“ sagði Svandís í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði heimamenn segja að grúturinn hefði brotnað hraðar niður upp á síðkastið en þeir hefðu þorað að vona. Mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga Eftir að hafa heimsótt Kolgrafafjörð hélt ráðherra með föruneyti sínu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Í för með ráðherranum voru m.a. forstjóri Um- hverfisstofnunar og fulltrúar Hafrannsóknastofnunar, auk starfsfólks Náttúrustofu Vesturlands, sveitarstjórnarfólk af svæðinu og heimamenn. Á fundinum voru og fulltrúar úr heilbrigðisnefndum og umhverfisnefnd. Rætt var um úrræði og viðbrögð við umhverfisslysinu í Kolgrafafirði. Vísindamenn fóru yfir hugsanlegar ástæður síldardauð- ans, stöðu málsins og mögulega þróun í framhaldinu, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Svandís sagði að starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands hefðu vaktað fuglalífið í firðinum og Hafrannsóknastofn- unin skoðað bæði súrefnismettun og aðra þætti í sjónum. Menn voru sammála um mikilvægi þess að afla sem mestra upplýsinga. Svandís sagði það hafa verið sína nið- urstöðu að leggja til að gerð yrði vöktunaráætlun í sam- vinnu við heimamenn og þær stofnanir sem að málinu koma til þess að fylgjast ítarlega með framvindu málsins. Hún sagði þennan viðburð vera einstakan, hvort sem litið væri til Íslands eða víðar. „Svona hefur ekki gerst í þessum mæli svo vitað sé,“ sagði Svandís. Hún sagði það vera gríðarlega mikilvægt og forgangsmál að vakta vel hver framvinda málsins yrði, ekki síst þegar náttúran færi að lifna við í vor. Stilla þyrfti saman strengi stofnana sem vakta ástandið og afla gagna, en einnig þarf að meta hvort grípa þurfi inn í með ein- hverjum hætti á síðari stigum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kolgrafafjörður Bjarni Sigurbjörnsson (t.v.), bóndi á Eiði, lýsir aðstæðum fyrir Svandísi Svavarsdóttur umhverf- isráðherra og fylgdarliði hennar í fjörunni á Eiði. Mikill grútur er í fjörunni og fylgir honum mikill fnykur. Vöktunaráætlun gerð fyrir Kolgrafafjörð  Umhverfisráðherra ræddi við heimamenn um ástandið Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Langvía Grútarblaut langvía var í fjörunni í Kolgrafa- firði. Hún var handsömuð og verður reynt að hreinsa grútinn úr fiðrinu á næstu dögum. Fulltrúum hjúkrunarfræðinga voru settir úrslitakostir á fundi sam- starfsnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítala í gærmorgun, samkvæmt frétt sem birt var á vefsvæði Fíh í gær. For- maður félagsins var boðaður á fund í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á miðvikudag, þar sem honum voru kynnt útspil ríkisstjórnarinnar og það fjármagn sem er til ráðstöfunar vegna endurskoðunar stofnana- samnings. Kannast ekki við upphæðina Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi kom fram að stjórnvöld hygðust veita rúmar 400 milljónir á ársgrundvelli til endurskoðunar- innar en í samtali við mbl.is í gær sagðist Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Fíh, ekki kannast við þá tölu. „Þetta er hærri tala en ég hef heyrt áður. Að auki verður að taka tillit til þess að þetta er með launa- tengdum gjöldum þannig að það verður að byrja á því að draga 25% frá og skipta upphæðinni síðan á milli þeirra 1.348 hjúkrunarfræð- inga sem vinna á Landspítalanum,“ sagði Elsa. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um hvaða upphæð hefði verið nefnd á fundum deiluaðila fyrr en hún hefði verið kynnt hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum á kynningarfundi næstkomandi mánudag. Með eða án samnings „Við viljum auðvitað helst að stétt- arfélagið sé með í því að koma þess- um peningum út og gera við okkur samning. En ef ekki næst samningur munum við koma þessum peningum til okkar hjúkrunarfræðinga án stofnanasamnings,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, við mbl.is í gær. Hann sagði það mjög skýrt af hálfu ríkisstjórnarinnar að meiri peningar væru ekki til í bili og að næsta skref í jafnlaunastefnu stjórn- valda yrði tekið í kjarasamningum. holmfridur@mbl.is Settir úrslitakostir á samningafundi  Ekki til meiri peningar í bili  Efna til kynningarfundar á mánudag Björn Zoëga Elsa B. Friðfinnsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram í gær nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Það er þriðja frum- varpið sem lagt er fram á þessu kjör- tímabili um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Helstu breytingar frá frumvarp- inu sem var lagt fram á síðasta þingi eru m.a. að nú er gert ráð fyrir því að verulegu aflamarki verði ráðstafað í kvótaþing til útleigu á vegum ríkis- ins. Í frumvarpinu kemur fram áætl- un til þriggja ára um heimildir sam- kvæmt svonefndum 2. flokki. Aflamarki sem kemur til ráðstöfunar á hverju fiskveiði- ári samkvæmt aflahlutdeild í 2. flokki á að skipta með reglugerð til úthlutunar á kvótaþingi, til strandveiða og til sérstakra ráð- stafana eins og bóta og byggða- kvóta, línuíviln- unar o.fl. Í frumvarpinu er gerð til- laga um að tekjur af ráðstöfun aflamarks úr flokki 2 á kvótaþingi skiptist í þessum hlutföllum: Ríkið fái 40%, sveitarfélög 40% og mark- aðs- og þróunarsjóður tengdur sjáv- arútvegi fái 20%. Áætlun gerir ráð fyrir að í kvóta- þing renni tæp 19 þúsund þorskígild- istonn (þíg) fiskveiðiárið 2013/14, en það mun aukast og er gert ráð fyrir að í kvótaþing renni tæp 33 þúsund þíg tonn fiskveiðiárið 2015/16. „Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línuívilnun og skel og rækjubótum en megnið er afla- mark sem fengið er með varnalegri tilfærslu frá aflahlutdeildarhöfum,“ segir í athugasemdum við frumvarp- ið. Þá er gert ráð fyrir því að fastri aflahlutdeild verði ráðstafað til strandveiða. Skerðing aflahlutdeilda fiskiskipa á að taka gildi þegar frá upphafi næsta fiskveiðiárs, 2013/2014. Lagt er til að hverjum eiganda fiskiskips verði gert að gangast undir nýting- arleyfi frá og með næsta fiskveiðiári. Nýtingarleyfið mun heimila honum að stunda veiðar á þeim hlutdeildum sem hann ræður yfir. Lagt er til að nýtingarleyfin gildi í 20 ár frá 1. september 2013. Ekki er mælt fyrir um sjálfkrafa úthlutun hlutdeild- anna til 15 ára í senn við upphaf hvers fiskveiðiárs að fimm árum liðnum frá gildistöku frum- varpsins. Þá er kveðið á um að ráð- herra skuli, eigi síðar en í des- ember 2016, leggja fram frum- varp þar sem mælt verði fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum 20 ára úthlutunartímanum. Mikill kvóti fer til kvótaþings  Nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða lagt fram í gær  Ráðstafa á veru- legu aflamarki í gegnum kvótaþing ríkisins  Skerðing á núverandi aflaheimildum „Það er augljóst mál að þetta frumvarp er gamalt vín á nýjum belgjum,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, um nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar. Einari leist illa á það sem hann var búinn að sjá af frumvarpinu. „Þarna ganga aftur gamlir kunn- ingjar sem voru metnir af sér- fræðingum sem komust að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að þessi leið sem ætlunin væri að feta myndi leiða til lakari og veikari sjávarútvegs sem myndi gefa þjóðinni minni heildarafrakstur.“ sagði Einar. hjorturjg@mbl.is Gamalt vín á nýjum belgjum NÝJA FRUMVARPIÐ Einar K. Guðfinnsson Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.