Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kaffivélar fyrir skrifstofur og mötuneyti Fullkomið kaffi, espresso, cappucicino eða latté macchiato með einni snertingu. Tilboðsverð kr. 276.675 m.vsk. Verð frá kr. 325.500 m.vsk. Tilboð Stjórn Heimdallar heiðraði í gær þá sem henni þóttu hafa staðið sig best í baráttunni gegn Icesave. Heiðraðir voru nokkrir einstaklingar og hópar, ásamt Morgunblaðinu, sem var heiðrað „vegna staðfestu blaðsins og góða og málefnalega fréttamennsku í kringum Icesave deiluna“. Á myndinni eru f.v.: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, Sigríður Á. Andersen, Advice-hópnum, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, Frosti Sigurjónsson, Advice-hópnum, Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sveinn Tryggvason og Jón Helgi Egilsson, Advice- hópnum, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæð- isflokks, Ólafur Nielsen, fv. formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, og Einar Smárason, vara- formaður Heimdallar. Fjarverandi voru Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og aðstandendur InDefence, sem einnig voru heiðruð. Talin hafa staðið sig best í baráttunni gegn Icesave-samningunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Einstaklingar og hópar heiðraðir af Heimdalli Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Svo virðist sem sala á sólar- landaferðum hafi farið vel af stað nú í vetur að því er fulltrúar tveggja stórra ferðaskrifstofa segja. „Árið í fyrra var mjög gott, eigin- lega það besta eftir hrun, og það varð aukning á milli ára. Ég á von á að þetta ár verði ekki síðra og jafn- vel betra miðað við móttökurnar sem við höfum fengið. Það er greini- legt að fólk ætlar að ferðast í ár,“ segir Þyri Kristínardóttir, sölustjóri Heimssýnar, um bókanir fyrirtæk- isins á sólarlandaferðum. Nú sé fjölskyldufólk farið að ferðast í auknum mæli en stopp hafi komið á ferðir þess hóps eftir hrun- ið. „Það er gaman að sjá þann mark- að styrkjast aftur,“ segir hún. Þá virðast endalok Icesave- málsins hafa hvatt einhverja til að leggjast í ferðalög. „Daginn sem Icesave-dómurinn féll komu tveir viðskiptavinir sem tóku það sérstaklega fram að þeir væru að bóka ferð í tilefni af þessum góðu fréttum!“ segir Þyri. Lofar góðu fyrir sumarið „Það er bullandi sala og hún fer betur af stað en í fyrra. Þetta lofar góðu fyrir sumarið,“ segir Steinunn Tryggvadóttir, sölustjóri Úrvals/ Útsýnar, en hún er einnig með Sumarferðir og Plúsferðir á sínum snærum. Fyrirtækið hefur auglýst mikið að undanförnu og hefur boðið upp á kynningarverð á völdum ferðum og tilboð sem gilda í sólarhring. „Það ýtir kannski við þeim sem eru ákveðnir í að fara af stað. Við er- um himinlifandi með viðbrögðin.“ Vinsælustu áfangastaði fyrirtæk- isins í sólinni segir Steinunn vera spænsku staðina Tenerife og Al- mería. Lausn Icesave kveikti í fólkinu  „Bullandi“ sala á sólarlandaferðum að undanförnu  Salan fer betur af stað en í fyrra  Fjölskyldufólk sagt hugsa sér til hreyfings eftir stopp síðustu árin Morgunblaðið/Ásdís Sólarströnd Margir ætla að bregða sér í sólina næsta sumar. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Engar hraðamyndavélar hafa verið í notkun við gatnamót á höfuðborgar- svæðinu frá árinu 2009, að sögn að- stoðaryfirlögregluþjóns. Hlutverk búnaðarins er jafnframt að mynda þá sem aka gegn rauðu ljósi. „Þær voru í kössum og færðar á milli helstu gatnamóta. Nú er unnið að endurnýjun á þessum búnaði í samstarfi við Reykjavíkurborg og Vegagerðina. Við gerum ráð fyrir því að ráðin verði bót á málinu á þessu ári,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Bilun í búnaði varð til þess að myndavélarnar duttu út. Við ætluð- um að gera við búnaðinn en ákveðið var að endurnýja hann. Kostnaður- inn við það er mikill og enn er eftir að klára það,“ segir Krist- ján Ólafur. Um er að ræða þrjár myndavélar sem teknar voru í notkun á höfuð- borgarsvæðinu á árunum 1997-1998. Ásamt því að fylgjast með hraða ökutækja er bún- aðinum ætlað að mynda þá sem keyra á móti rauðu ljósi. „Búnaður- inn virkaði mjög vel á meðan hans naut við,“ segir Kristján. Að sögn Auðar Þóru Árnadóttur hjá Vegagerðinni er kostnaður við að koma upp nýrri myndavél við gatna- mót um 10 milljónir króna. Þegar hafi myndavél verið keypt en tækni- legir örðugleikar hafi leitt til þess að ekki hafi verið hægt að koma vélinni upp. Hraðamyndavél í ómerktum bíl Þó engar myndavélar hafi verið við gatnamót er, að sögn Kristjáns, ein hraðamyndavél í notkun í ómerktum bíl. Er hún gjarnan á vettvangi í hverfum þar sem íbúar hafa kvartað undan hraðakstri. „Hann er í notkun á öllu höfuðborgarsvæðinu. Sérstak- lega við grunnskóla og á stöðum þar ábendingar hafa borist okkur vegna hraðaksturs eða þar sem slys hafa verið tíð. Upplýsingar úr þessum mælingum hafa sveitarfélögin getað nýtt sér og gert ráðstafanir þar sem við á,“ segir Kristján. Tómir myndavélakassar  Engar hraðamyndavélar við gatnamót frá árinu 2009 Tómt Myndavéla- kassar eru tómir. Hæstiréttur stað- festi í gær sýknu- dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Einari Marteins- syni, fyrrverandi forseta Vítis- engla á Íslandi, en hann var ákærður fyrir aðild að sér- staklega hættu- legri líkamsárás, þegar ráðist var inn á heimili konu aðfaranótt 22. desember 2011 og hún beitt grófu ofbeldi. Einar og annar maður voru sýknaðir af ákærum í málinu en Hæstiréttur þyngdi dóma fjögurra annarra einstaklinga sem voru sak- felldir í héraðsdómi. Hæstiréttur stað- festi sýknudóm Einar Marteinsson Hæstiréttur hefur dæmt fjóra karl- menn í fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á grískan ferðamann í miðborg Reykjavíkur 7. maí 2010. Þyngsti dómurinn er þriggja ára fangelsi og var dóm- urinn þyngdur um eitt ár. Refsing annarra var milduð eða staðfest. Árásin var gerð í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti. Mennirnir veittust í félagi að manni með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lést 14. desember árið 2011 í út- hverfi Rómar á Ítalíu. Fjórir menn dæmdir fyrir líkamsárás Hæstiréttur vís- aði í gær máli Samkeppnis- stofnunar gegn olíufélögunum frá héraðsdómi. Var þeim gert að greiða 15 milljónir króna til ríkisins í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti og sömu upphæð til Samkeppniseftirlitsins. Samkeppn- isráð ákvað árið 2004 að leggja sektir á olíufélögin Esso, Olís og Skeljung fyrir ólögmætt samráð en þeirri ákvörðun skutu félögin til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála sem dæmdi þau til að greiða samtals 1.505 milljónir króna í sekt. Með niðurstöðu Hæstaréttar í gær stendur sú ákvörðun og áréttar Samkeppn- iseftirlitið það í sérstakri tilkynn- ingu sem send var út í kjölfar dómsins í Hæstarétti. Þurfa að greiða sektir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.