Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 15

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Fyrirtækið Marmeti vinnur að bygg- ingu nýrrar hátæknifiskvinnslu í Sandgerði. Heildarfjárfesting verk- efnisins er áætluð 609 milljónir og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar. Nýja fisk- vinnsluhúsið verður um 2.000 fer- metrar að stærð þar sem megin- áherslan verður lögð á vinnslu á ferskum fiski. Húsið býður þó einnig upp á frystingu, en afkastageta þess er um 4 til 5 þúsund tonn á ári. Í gær voru undirritaðir samningar sem byggjast á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, en heimilt er í lögum að veita afmark- aðar ívilnanir ef sannað þykir að starfsemi fyrirtækja hafi í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir þjóð- arbúið. Samningana undirrituðu Örn Erlingsson, útgerðarmaður í Kefla- vík, forsvarsmaður fyrirtækisins, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuveg- aráðherra. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæj- arstjóra í Sandgerðisbæ, er þetta mikil lyftistöng fyrir samfélagið, enda skapist þarna tugir langtímastarfa. Það verði að teljast nokkuð gott fyrir bæjarfélag sem telur um 1.600 manns og hefur glímt við mikið atvinnuleysi. Sigrún segir að mikið sé að gerast í bæjarfélaginu. Verið er að endurgera annað fiskvinnsluhús og þá er þriðja húsið, einnig tengt sjávarútvegi, í byggingu við Norðurgarð. Ný hátæknifiskvinnsla rís Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri fylgist með undirskriftinni í gær.  Heildarfjárfesting verkefnisins í Sandgerði er áætluð 609 milljónir króna  Skapar 41 nýtt starf í bæjarfélaginu Tuttugu manns sóttu um stöðu ráðu- neytisstjóra í umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu, en ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 12. janúar síðastliðinn. Sérstök hæf- isnefnd metur hæfni umsækjenda og skilar síðan greinargerð til ráðherra. Hæfisnefndina skipa Ásta Bjarna- dóttir, ráðgjafi hjá Capacent, sem er formaður nefndarinnar, Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu, og Brynhildur Davíðs- dóttir, dósent við Háskóla Íslands. Umsækjendurnir eru: Anna Maria Gomes lögfræðingur, Arkadiusz Domzal, M.Sc. í um- hverfisfræði, Bárður Steinn Róberts- son lögfræðingur, Bjarki Jóhann- esson sviðsstjóri, Davíð Egilson verkfræðingur, Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, Helgi Geirharðsson verkefnastjóri, Hugi Ólafsson skrif- stofustjóri, Jenný Dögg Björgvinsdóttir sjáv- arútvegsfræðingur, Krzysztof Snarski mannauðsstjóri, Margrét Lilja Gunnarsdóttir, BA í lögfræði, Ólafur Fannar Heimisson þjónustu- fulltrúi, Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri, Sigurður Guðjónsson forstjóri, Sigurður H. Helgason fram- kvæmdastjóri, Simon Reher sagn- fræðingur, Soffía Björk Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri, Stefanía G. Kristinsdóttir framkvæmdastjóri, Stefán Thors forstjóri og Þórhalla Arnardóttir, M.ed. í líffræði. Tuttugu vilja stýra ráðuneytinu KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. 2 FYRIR 1 Á TAPAS BARNUM AF ÓVISSUFERÐ MOGGAKLÚBBUR Framvísið Moggaklúbbs- kortinu áður en pantað er. Tilboðið er í boði mánudaga og þriðjudaga til og með 26. febrúar 2013 ATH! Gildir ekki með öðrum tilboðum. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is Starfsfólk kvenlækningadeildar 21A á Landspítala hélt kaffiboð til heiðurs Vilborgu Örnu Gissurar- dóttur suðurpólsfara í vikunni og þakkaði henni stuðninginn. Vil- borg Arna gekk 1.140 kílómetra og safnaði áheitum fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar LSH. Sérstaklega var safnað fyrir kven- lækningadeildina til að bæta að- búnað fyrir sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Nú þegar hafa safnast yfir 13 milljónir króna. Vilborg hélt úti bloggsíðunni Lífs- spor.is og er hún enn opin. Starfsfólk kvennadeilda lýsti að- dáun sinni á þeim kjarki og því þori sem Vilborg Arna hefði og óskaði henni innilega til hamingju með þetta mikla afrek. Við kom- una afhenti starfsfólkið henni gjaf- ir, þar á meðal nuddinniskó fyrir lúna fætur. Einnig fékk hún hár- vörur, baknuddtæki og blóm. Kaffiboð með Vilborgu Pólfari Vilborgu Örnu var fagnað af starfsfólki kvenlækningadeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.