Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Íslandsbanki hefur stefnt breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford til greiðslu ríflega 74 milljóna króna skuldar. Stefnan er birt í Lögbirt- ingablaðinu, en þar kemur fram að greiðslan sé til komin vegna skuldar á 50,5 milljóna króna skuldabréfi sem var upphaflega útgefið hinn 24. september árið 2007. Skilmálum skuldabréfsins var breytt á þann veg að höfuðstóllinn varð 64,3 milljónir og skyldi upp- hæðin greiðast með fimm afborgun- um á tólf mánaða fresti frá og með 1. nóvember árið 2009. Kevin Stanford stóð hins vegar ekki við fyrstu greiðsluna. Greiðslufall varð því á láninu hinn 1. nóvember 2009 og nam krafa Ís- landsbanka þá með áföllnum vöxtum um 64 milljónum króna. Krafist er dráttarvaxta frá þeim tíma að fjár- hæð samtals 9,8 milljónir króna. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að ekki hafi tekist að birta stefnuna fyrir Stanford þar sem hann sé með óþekkt heimilisfang. Því hafi Ís- landsbanki birt hana í Lögbirtinga- blaðinu. Málið verður þingfest í hér- aðsdómi Reykjaness þann 13. mars næstkomandi. Fyrir hrun íslenska bankakerfis- ins var Stanford einn af erlendum viðskiptafélögum eigenda fjárfest- ingafélagsins Baugs og kom hann að ýmsum fjárfestingum á Íslandi. Átti hann meðal annars eignarhlut í eign- arhaldsfélögunum Materia Invest og Sólin skín. Stanford var jafnframt fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi og átti 4,3% hlut í bankanum áður en hann féll haustið 2008. Morgunblaðið/Ómar Stefna Íslandsbanki hefur stefnt breska kaupsýslumanninum Kevin Stan- ford vegna greiðslufalls á ríflega 64 milljóna króna láni í nóvember 2009. Stefnir Stanford um 74 milljónir  Kevin Stanford skuldar Íslandsbanka Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ FÍB AÐILD SPARNAÐUR OG ÖRYGGI FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG Lögfræðiráðgjöf FÍB Aðstoð Þétt afsláttarnet Hagsmunagæsla Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.600.- Gerast félagsmaður í dag? Síminn er 414-9999 eða fib.is Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími. 414 9999 fib@fib.is www.fib.is Tækniráðgjöf Eldsneytisafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.