Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Útsölulok útsölunni lýkur laugardag 2. feb. Opið: má-fö. 12:30-18 Dalvegi 16a Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 S. 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnarflokkarnir í Noregi deila nú um hvort heimila eigi olíuleit á þrem- ur svæðum undan strönd landsins á næsta kjörtímabili eftir að meirihluti stefnuskrárnefndar Verkamanna- flokksins samþykkti í fyrrakvöld til- lögu um að heimila mat á áhrifum þess að opna svæðin fyrir rannsókn- um og olíuvinnslu. Forystumenn Sósíalíska vinstri- flokksins og Miðflokksins, sem eru í stjórninni ásamt Verkamanna- flokknum, hafa mótmælt tillögunni, að því er fram kom á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Audun Lysbakken, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, sagði að hann myndi „ekki gefa þumlung eft- ir“ í andstöðu sinni við olíuboranir á þremur svæðum við Lófót, Vester- ålen og Senja í Norður-Noregi. Stjórnarandstaðan klofin í málinu Ágreiningur er einnig milli stjórnarandstöðuflokkanna um mál- ið. Hægriflokkurinn og Framfara- flokkurinn eru hlynntir olíuleit á svæðunum þremur. Leiðtogar tveggja annarra borgaralegra stjórnmálaflokka, Venstre og Kristi- lega þjóðarflokksins, eru hins vegar andvígir olíuleitinni. „Óttast að þetta sé aðeins kosningabrella“ Talsmaður Kristilega þjóðar- flokksins hefur lagt til að samþykkt verði á landsfundi flokksins í vor að hann setji það sem skilyrði fyrir að- ild að ríkisstjórn að olíuleit verði ekki hafin á svæðunum þremur á næsta kjörtímabili. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í sept- ember og fylgiskannanir hafa bent til þess að borgaralegu flokkarnir fái þá meirihluta á þinginu. Per Willy Amundsen, talsmaður Framfaraflokksins í orkumálum, sagði að mikill meirihluti íbúa Norður-Noregs væri hlynntur olíu- borunum á svæðunum og tími væri kominn til að blása lífi í atvinnulífið í landshlutanum með því að hefja olíu- vinnslu. Hann sagði að forystumenn Verkamannaflokksins í Norður- Noregi væru hlynntir olíuleit en flokksbræður þeirra í Ósló væru andvígir tillögunni. „Ég óttast að þetta sé aðeins kosningabrella og að flokkurinn komi til móts við Sósíal- íska vinstriflokkinn við fyrsta tæki- færi, semji um málamiðlunarlausn og svíki Norður-Noreg með bak- tjaldamakki.“ Sérhagsmunir látnir ráða ferðinni? Helga Pedersen, formaður þing- flokks Verkamannaflokksins, lagði áherslu á að samkvæmt tillögunni ætti aðeins að heimila mat á áhrifum olíuvinnslu á svæðunum. Hún viður- kenndi þó í viðtali við norska rík- isútvarpið að sjaldgæft væri að slíkt mat færi fram án þess að olíuleit hæfist. Umhverfisverndarsamtökin Bell- ona mótmæltu tillögu stefnuskrár- nefndar Verkamannaflokksins og sögðu hana stofna viðkvæmu nátt- úrulífi og fiskstofnum við Lófót í hættu. „Það er mjög sorglegt að hann virðist vera flokkur sem lætur sérhagsmuni og LO [norsku verka- lýðssamtökin] taka ákvarðanirnar,“ sagði Frederic Hauge, formaður Bellona. „Viðhorfskannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa landsins er andvígur olíuborunum. Forysta Verkamannaflokksins hlustar aug- ljóslega meira á olíufyrirtæki og LO en á kjósendur.“ Hauge bætti við að landsþing Verkamannaflokksins þyrfti að sam- þykkja tillöguna áður en hún yrði sett í stefnuskrá flokksins og kvaðst vona að hægt yrði að koma í veg fyr- ir það. Mikilvægar hrygningarstöðvar Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, samtaka norskra útvegs- manna, mótmælti einnig tillögunni og sagði að samtökin myndu berjast með oddi og egg gegn henni. „Barentshafið og svæðin í Norður- Noregi eru meginhrygningarstöðvar margra mikilvægra fiskstofna,“ sagði hann. „Þessi svæði eru á meðal gjöfulustu fiskimiða heimsins og olíuleit myndi stofna þeim í hættu.“ Hart tekist á um olíuleit í Noregi  Flokkarnir deila um hvort heimila eigi olíuleit við Lófót á næsta kjörtíma- bili  Sögð stofna fiskimiðum í hættu Lófótur Nordland VI Nordland VII Troms II Bodo Mo i Rana Svolver Harstad Lófótur Þrándheimur N or eg ur S víþ jó ð AFP Olíuvinnsla á fiskimiðum? Einn af borpöllum norska olíurisans Statoil. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, minnist þess í dag við athöfn í Arlington-þjóðarkirkjugarðinum nálægt Washingtonborg að tíu ár eru liðin frá því að geimferjan Columbia splundraðist í gufuhvolfinu þegar hún var á leið til jarðar. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem varð til þess að ákveðið var að leggja bandarísku geimferjunum. George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað eftir slysið að binda enda á geimferjuáætlun Bandaríkjanna sem hófst árið 1972 í forsetatíð Richards Nixons. NASA var þó heimilað að nota geimferjurnar til að standa við skuldbindingar sínar um flutninga í Al- þjóðageimstöðina, ISS. Geimferjuáætluninni lauk síðan í júlí 2011. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hóf nýja geimferðaáætlun árið 2010 og samkvæmt henni eiga einkafyrirtæki að sjá um að flytja birgðir og síðar geimfara í Alþjóðageimstöðina. Columbia splundraðist á leið til jarðar eftir 28. geim- ferð sína 1. febrúar 2003. Sjö manna áhöfn annarrar geimferju, Challenger, fórst í janúar 1986 þegar spreng- ing varð í henni skömmu eftir flugtak. bogi@mbl.is Tíu ár frá Columbia-slysinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.