Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 29
óþarfi, en ein af mínum skemmti- legustu minningum er þegar Jón hélt upp á fertugsafmælið sitt á dásamlegum vordegi fermingar- árið mitt. Það var yndisleg veisla þar sem sveitungar og vinir sam- fögnuðu og sungið var langt inn í nóttina. Já, þótt margir verði til að muna störf Jóns frænda míns í þágu sveitarfélagsins, eru mér þó eftirminnilegust hlutverk hans á leiksviðinu þegar leikfélagið var og hét. Þá var gaman. Nú er hugur minn hjá Þóru minni sem lifir mann sinn, börn- unum, tengdabörnunum og yngri afkomendunum sem hann dáðist svo að. Þau eiga dýrmætar minn- ingar að ylja sér við. Blessuð sé minning Jóns frænda míns. Elsa Jónasdóttir. Stór skörð eru höggvin í Mela- fjölskylduna þessa dagana. Fyrst kvöddum við móður mína, Ellu Dís, og nú er Jón föðurbróðir minn allur. Minningar frá æsku- dögunum á Melum leita því óhjá- kvæmilega á hugann. Frá amstr- inu þar sem börnin tóku þátt, stelpurnar innan dyra en strák- arnir úti, þótt hægt væri að nota þær í smærri verk, s.s. að reka úr túnum, tína grjót úr nýræktinni – nóg af grjóti í Melatúnunum – en óþarfi að kenna á dráttarvélar og önnur farartæki, þau voru ætluð strákunum. Þeir voru svolítið fastir í hefð- unum, Melabræður. Yndislegir menn, hver á sinn hátt, og létu sér annt um okkur öll, frænd- systkinin. Ég hygg að Jón hafi lit- ið á sig sem höfuð stórfjölskyld- unnar, enda elstur bræðranna, og að við missi föður þeirra hefði ábyrgðin flust á hans herðar. Jón var aðgætinn í fjármálum og því eðlilegt að hann veldist til trúnaðarstarfa í sveitinni. Þá var hann virkur í starfi ungmenna- félagsins; góðir leikhæfileikar komu í ljós og oft var hann í stórum hlutverkum þegar sett voru upp leikrit og ógleymanleg eru kvöldin sem þeir sátu saman, pabbi og hann, og sömdu leik- þætti og gamanmál sem flutt voru á þorrablótum. Þeir voru góðar eftirhermur og léku eftir röddum stjórnmálamanna og annarra tíðra gesta í útvarpinu. Jón var heimakær, fór lítið af bæ nema hann ætti erindi. Ég man þó eftir kaupfélagsferð vest- ur á firði sem þau hjón höfðu mikla ánægju af, annars var ekki farið nema á Hvammstanga og ekinn Vatnsneshringurinn, á æskuslóðir Þóru og hennar fólk heimsótt. Ég man varla eftir Jóni frænda mínum öðruvísi en sívinnandi. Búskapurinn átti hug hans allan og skipaði sauðkindin æðstan sess. Hann var fjárglöggur, gat séð heiman frá fjárhúsum ef ein- hverja ána vantaði annað lambið frammi á hlíð, þá var sest upp í bílinn og keyrt frameftir og hug- að að lambánum. Hann þekkti fé frá öllum bæjum í Laxárdalnum á leið vestur í Stykkishólm, og sagði Lilla dóttir hans hann hafa horft meira á féð en veginn. Frændi minn var ekki alltaf bjartsýnasti maður á Íslandi. Hann óttaðist rigningarsumur; vildi eiga nægar fyrningar fyrir veturinn, alltaf væri hætta á haf- ís, svellalögum og þ.a.l. kali í tún- um. Hann hafði áhyggjur af efna- hagsmálum þjóðarinnar allt fram undir það síðasta. En svo gat hann farið á flug þegar rætt var um virkjanir og hafði áhuga á að virkja meira í landi Mela. Ég átti þess kost að hjálpa til á heimilinu sem unglingur þegar Þóra þurfti að fara á sjúkrahús. Matseldin hjá okkur frænkunum komst líklega ekki í tæri við það sem frændi minn var vanur hjá sinni góðu konu, en ef eitthvað bragðaðist ekki vel kvartaði hann ekki en sagði að við þyrftum nú ekki að elda þetta aftur. Síðar kom ég oft í heimsókn í nýja húsið suðurfrá. Þar var gott að koma, drekka kaffi og spjalla um menn og málefni, kannski fá nýjustu stökurnar úr kompu Þóru og sýn Jóns á pólitíkina. Allt of sjaldan leit ég til þeirra í borginni, en fór alltaf ríkari af hverjum fundi. Um leið og ég þakka kærum frænda samfylgd, sendi ég elsku Þóru minni og öllum afkomendum inni- legar samúðarkveðjur. Ína Halldóra Jónasdóttir frá Melum. Fátt er betra í sveitinni en að eiga góða granna. Þetta kemur í hugann þegar maður er að kveðja gamla nágranna frá Melum. Jón Jónsson andaðist 23. janúar sl. Daginn eftir var mágkona hans, Elín Þórdís Þórhallsdóttir, borin til grafar. Það er stutt á milli Mela og Hrútatungu og nágrenn- ið var einstaklega gott. Hrein- skiptnari menn var tæpast að finna en þá bræður, Jón, Jónas og Sigurð. Það var ekki bjart yfir sveitum þegar Jón á Melum hóf búskap með konu sinni Þóru Ágústsdótt- ir. Niðurskurður vegna mæði- veiki stóð yfir með tilheyrandi erfiðleikum, en ekkert annað kom til greina en að búa á Melum. Jón var bóndi af lífi og sál og hafði til þess mikinn metnað. Átti fljótt góðan bústofn, sem hann hugsaði vel um, hafði líka góðar afurðir. Landgæði mikil á Mel- um. Bræðurnir byggðu allt upp á Melum og ræktuðu mikið. Jón bar mikla virðingu fyrir forfeðrum sínum. Sama ættin hafði þá búið á Melum frá því um 1660, í beinan karllegg og flestir heitið Jón. Þessi saga var honum hugleikin. Jón stóð ekki einn, Þóra stóð alla tíð við bakið á bónda sínum og bjó honum og börnum þeirra einstakt heimili. Ég kom oft til þeirra og gestrisnin var einstök. Það var mikil hlýja sem tók á móti manni. Jón kom víða við ásamt bú- skapnum og tók þátt í félags- og menningarmálum í héraði. Á sjötta áratug síðustu aldar stóð ungmennafélagið fyrir því að setja upp leikrit á hverjum vetri. Bræðurnir, Jón og Jónas, voru þarna burðarásar ásamt fleirum. Þegar þessu lauk samdi Jón marga smáleikþætti, sem sýndir voru á jólaskemmtunum og þorrablótum. Hann stjórnaði og lék jafnframt eitthvert hlutverk- ið. Það kom fyrir að þetta væri flutt í öðrum sveitum. Jón varð formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár árið 1974. Hann tók starfið föstum tökum, var jafnframt gjaldkeri og allt var í röð og reglu. Hann lét svo af formennsku árið 1991. Jón sá um viðhald sauðfjár- veikivarnargirðinga hér á svæð- inu um árabil. Hann sinnti þessu af mikilli trúmennsku og vand- virkni. Við vorum nokkrir sem unnum hjá honum við þetta og það var oft mikil glaðværð og spaugsyrði sem gengu milli manna. Eitt sinn hringdi Jón og bað mig að koma með sér vestur í Haukadalsskarð. Erindið var að skoða nýtt girðingarstæði en ákveðið var að færa girðinguna ofar í landið. Mikið af landi Mela var ofan við eldri girðinguna og nú átti að ráða bót á því. Það var gaman að ganga um svæðið með Jóni og skynja áhuga hans á verkefninu. Vinátta okkar var mikil. Við töluðum oft saman og ræddum þá um allt það sem var efst á baugi. Hann kom oft í heimsókn. Faðir minn og þeir Melabræður voru miklir vinir. Jón sagði stundum þegar hann kom hér á hlaðið og litaðist um: „Ég öfunda ykkur af þessu góða útsýni á Geldingafell- in.“ Jón brá búi vorið 1994 og flutti til Reykjavíkur. Heilsan var farin að bila. Hugurinn var mikið fyrir norðan. Það er fjársjóður að eiga allar þessar góðu minningar um Jón á Melum og samskiptin við allt Melafólkið. Við Sigrún vottum fjölskyldunni samúð okkar. Gunnar Sæmundsson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 ✝ ÞorvaldurJónsson fædd- ist á Tjörnum í Eyjafjarðasveit 3. ágúst 1926. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 24. janúar 2013. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, sjómaður f. 20.6. 1898, d. 18.11. 1973 og Guðbjörg Benedikts- dóttir, húsfreyja f. 30.5. 1895, d. 25.10. 1974. Systkin Þorvald- ar voru: Ríkharð f. 28.10. 1924, d. 15.5. 1997, Sigríður f. 13.11. 1928, d. 23.2. 2012 og Halldóra f. 13.11. 1928, d. 4.5. 1958. Þorvaldur kvæntist 19.11. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rósu Maríu Sigurð- ardóttur frá Dalvík, f. 18.12. 1925. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorgilsson, f. 6.6. 1891, d. 11.4. 1951 og Petrína Þórunn Jónsdóttir, f. 19.12. 1891, d. 18.4. 1974. Þorvaldur lauk bókbands- námi við Iðnskólann á Ak- ureyri. Hann starfaði í Prent- smiðju Björns Jónssonar fyrst eftir að námi lauk, hjá Sýslu- mannsembættinu á Akureyri til ársins 1953 en var þá ráðinn til Pósts og síma. Þar starfaði hann allt til ársins 1996 eða samfellt í 43 ár, fyrst sem skrif- stofumaður, skrifstofustjóri og síðar umdæmisfulltrúi Pósts og síma á Akureyri. Þorvaldur hafði bókband sem aukavinnu með öðrum störfum alla tíð. Þorvaldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í stjórn- málum. Hann sat í bæjarstjórn á Akureyri fyrir Alþýðuflokk- inn í 12 ár. Þá var hann í mörg ár virkur félagi í Lionsfélaginu Hugin, í Félagi íslenskra síma- manna, í Sambandi íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) og í Fé- lagi eldri borgara á Akureyri. Þá kom Þorvaldur að stofnun HL-stöðvarinnar á Akureyri ásamt mörgu öðru góðu fólki og sat í stjórn hennar um hríð. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju í dag, 1. febrúar 2013, og hefst at- höfnin kl. 13:30. Dóttir Þorvald- ar og Rósu er Guð- björg Þorvalds- dóttir f. 13.7. 1952. Maður hennar var Sigbjörn Gunn- arsson, f. 2.5. 1951, d. 15.2. 2009. Börn Guðbjargar og Sigbjörns eru a) Hildur Björk, f. 1972, maður henn- ar er Stefán Geir Árnason. Börn þeirra eru Jök- ull Starri Hagalín, Hrafnhildur Ýr og Arna Ísold; b) Guðrún Ýr f. 1974, maður hennar er Magnús Jónsson. Dætur þeirra eru Eva María og Auður Ýr; c) Þorvaldur Makan f. 1974, kona hans er Katrín Jónsdóttir og sonur Egill Darri; d) Rósa María f. 1980. Fyrir átti Sig- björn soninn Björn Þór f. 1972, kona hans er Ástríður Þórð- ardóttir og sonur þeirra Sölvi. Sambýlismaður Guðbjargar er Hallgrímur Jónasson f. 9.7. 1945 Afi minn Þorvaldur var svo sannarlega myndarlegur maður. Hávaxinn, grannur, með stærri eyru en flestir og rauðbirkið hár sem aldrei virtist ætla að grána. Svo unglegur og líkamlega vel á sig kominn að lengi vel taldi ég sjálfri mér trú um að langt væri í kveðjustund. Ég vildi svo gjarnan trúa því að afi, þessi lífsglaði og ljúfi sprelligosi, gæti tekið á móti mér áfram með hlýjan faðminn og stríðnislegt bros á vör. En í síð- ustu heimsókn minni norður duld- ist mér þó ekki að senn kæmi að leiðarlokum. Í æsku fór það mjög fyrir brjóstið á okkur systkinum hversu staðfastlega afi Þorvaldur hélt því fram að hann væri Þórsari. Afi hafði greinilega lúmskt gaman af hvað þessi staðreynd olli okkur systkinunum miklu hugarangri og notaði hvert tækifæri til þess að breiða vandlega úr forláta Þórs- teppi í aftursætinu á ljósbláu Cortinunni sinni. Svo ætlaðist hann til þess að að fjórir litlir KA- rassar létu vel um sig fara á rauð- hvítu teppinu meðan hann ók, venju samkvæmt, löturhægt um götur Akureyrar. Í gegnum árin gerðum við systkinin ótal tilraunir til þess að fá afa til þess að láta af þessari vitleysu. Sármóðguð föld- um við teppið hans kæra og gáfum honum KA-teppi í staðinn. En allt kom þó fyrir ekki. Þórsari sagðist hann vera og teppið skyldi vera í bílnum. Eftir á að hyggja er ég þó ekki í vafa um að KA-hjartað hans sló bæði hraðar og fastar en nokkru sinni Þórs-hjartað þegar við systkin öttum kappi á leik- vöngum bæjarins undir merkjum KA. Afi Þorvaldur bar hag okkar systkina alla tíð fyrir brjósti. Reglulega vorum við spurð hvort okkur vantaði ekki aura. Sú var auðvitað oft raunin, ekki hvað síst ef íþróttaferðalög eða dansleikir voru framundan. Þá var farið í þvældan vindlakassann sem geymdur var í læstri skrifborðs- skúffu og spegilsléttir seðlar reiddir af hendi. Afi og amma studdu mig líka fjárhagslega fyrsta árið í háskóla. Fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát því það munaði svo sannarlega um aurinn þá. Afi var sérlega handlaginn og hafði einhverja fegurstu rithönd sem ég hef nokkru sinni séð. Ung- ur maður lærði hann bókband og hafði það sem aukavinnu með öðr- um stöfum. Fyrir okkur systkinin var það ævintýri líkast að fá að vera með afa í bókbandsherberg- inu þar sem ilmurinn af skinni var alltumfaðmandi, forvitnileg tæki og tól þöktu veggi og ekki varð þverfótað fyrir gullrenningum og pappírsræmum. Í dag gleðst ég yfir því að eiga nokkrar bækur sem bera handbragði afa og vand- virkni hans fagurt vitni. Vænst þykir mér þó án vafa um inn- bundna og áritaða gestabók sem hann færði okkur hjónum skömmu eftir að sambúð okkar hófst. Afi var þá kominn hátt á átt- ræðisaldur en bókinni fylgdi handskrifaður miði með orðunum: „Ég vona að þið getið notað bók- ina þótt nokkrir hnökrar séu á vinnubrögðunum. Ég held ég sé ekki í fullri æfingu eins og íþrótta- mennirnir segja.“ Hnökrarnir voru ekki nokkrir, nema síður væri, og bókin hefur komið að góðum notum. Hún mun fylgja fjölskyldunni um ókomna tíð, ekki síður en ljúfar minningar um afa Þorvald. Hildur Björk Sigbjörnsdóttir. Í dag kveðjum við afa Þorvald sem við minnumst með hlýjum huga og miklu þakklæti. Við systkinin eigum margar góðar minningar um þennan hjartahlýja og góða mann. Við minnumst allra heimsóknanna til afa og ömmu í Grenivellina en þar var nóg að fást við og skemmtilegir staðir að leika sér á. Oftar en ekki tók afi þátt í þessum leikjum með okkur. Bók- bindaraherbergi afa í kjallaranum á Grenivöllum var heill ævintýra- heimur út af fyrir sig. Þar fengum við að sjá afa sinna helsta áhuga- máli sínu. Í herberginu fengum við að skoða allt leðrið sem hann átti og eiga ómetanlega gullaf- ganga af gyllingum bókanna sem hann batt svo fallega inn. Afi og amma höfðu ávallt gam- an af að spila og voru þau dugleg að spila við okkur systkinin. Spila- hefð fjölskyldunnar í dag má að miklu leyti þakka þeim. Afi gerði í því að stríða okkur með því að þykjast slakari spilari en hann var og reyna að svindla á okkur, því hann vissi að okkur þótti það skemmtilegt. Aðfangadagur var venjulega einn skemmtilegasti dagur ársins. Þá var haldið árlegt jólabingó hjá afa og ömmu. Ekk- ert var til sparað, innpakkaðir vinningar í boði, skálar fylltar af snakki og kristalsskálin yfirfyllt af góðgæti. Afi var bjartsýnn að eðlisfari og lifði lífinu með glaðværð og kímni. Oft minnti hann okkur á Walter Matthau, ekki af því að hann var „grumpy old man“, heldur af því að hann var óborganlega fyndinn og skemmtilegur. Hann var líka einstaklega góðhjartaður og ávallt tilbúinn að hjálpa þeim sem þurftu á aðstoð að halda. Hann var mikill jafnaðarmaður og barðist ötullega fyrir jöfnuði og réttindum fólks. Afi var barngóður maður. Því fengum við að kynnast í æsku og síðar í heimsóknum okkar með langafabörnin. Alltaf varð afi fyrstur til að ná í dótakassann þegar langafabörnin komu í heim- sókn. Afi fylgdist vel með afkom- endum sínum og leyndist það eng- um að hann var stoltur af hópnum sínum. Afi og amma voru samstiga hjón. Gaman var að fylgjast með ást, umhyggju og samstöðu þeirra gegnum lífið. Missir ömmu er því mikill. Afi var fyrirmynd okkar systkinanna. Við erum einstak- lega lánsöm að hafa notið leið- sagnar hans í öll þessi ár og fyrir það þökkum við. Afa verður sárt saknað en eftir standa dýrmætar og fallegar minningar um góðan mann sem mundu lifa um ókomna tíð. Guðrún Ýr, Þorvaldur Makan og Rósa María. Það eru nærri 65 ár síðan ég leit hann fyrst augum þennan rauð- hærða, glaðlega unga mann, sem var samtíða tveimur systkinum mínum á Kristneshæli forðum daga meðan berklaveikin var enn mikill vágestur á Íslandi. Þorgils bróðir minn hafði verið til sjós þar sem hann smitaðist af berklum og kom heim veikur. Þá smituðust þeir sem ekki höfðu berklabakt- eríuna á heimilinu en sluppu með það, nema Rósa systir mín, sem var komin til Englands til að freista gæfunnar þegar hún veikt- ist. Hún kom því veik heim og fór á „hælið“ eins og sagt var nokkru á eftir Þorgils. Það er ef til vill ekki auðvelt fyrir fólk í dag að ímynda sér þessar aðstæður þeg- ar ungt fólk „í blóma lífsins“ er dæmt til einangrunar á berkla- hæli oft svo árum skipti, því lækn- ingin var ekki fljótvirk og stund- um náðist enginn bati. Þar sem ég hafði fengið berkla- bakteríuna fékk ég að heimsækja systkini mín og fór stundum um helgar því ég var í skóla á Akur- eyri og þarna sá ég Þorvald, sem seinna átti eftir að giftast Rósu systur og búa með henni langa ævi, fyrst. Ekki man ég hve lengi þau voru á hælinu en líklega hafa bæði útskrifast á sama tíma og settu þá saman bú heima hjá for- eldrum Þorvaldar að Lögbergs- götu 3. Seinni vetur minn í skól- anum fékk ég að búa þar með þeim. Í heimilinu var einnig yngri systir Þorvaldar, sem líka var berklaveik en var ekki smitberi. Hún fékk aldrei varanlegan bata af þessum sjúkdómi og lést úr honum mörgum árum seinna. Þar fyrir utan hafði Guðbjörg, móðir Þorvaldar, kostgangara sem voru tveir ungir skólastrákar svo dauf- legt var heimilislífið ekki. Mér hefur dvalist við þennan inngang að örfáum minningarorð- um um minn kæra mág, sem aldr- ei lét mig finna að ég væri að- skotamanneskja á hans heimili þó ég yrði þaulsætin. Ég flutti með þeim í nýju íbúðina þeirra á Greni- völlum 18 árið 1954, þar sem þau bjuggu með dóttur sinni Guð- björgu en þeirra dvöl þar varði í rúm 40 ár. Árið 1955 bætti ég syni mínum í heimilið og fóstruðu þau hann með mér fyrstu árin í hans lífi og er ég þeim ævilangt þakklát fyrir það. Ég fékk að vera hjá þeim hjón- um seinustu 3 sólarhringana í ævi Þorvaldar og það voru ljúfar stundir eftir að búið var að finna góða verkjameðferð fyrir hann. Seinasta árið var búið að vera þeim að mörgu leyti erfitt, heilsu Þorvaldar hrakaði dag frá degi og Rósa fékk hvert áfallið á fætur öðru, sem hún þó hafði náð nokkr- um bata af. En hann var alveg tilbúinn að leggja í seinustu ferð- ina og lét það í ljós stuttu áður en að því kom. Það er svo margt, sem mig langar til að segja og ég mundi það allt í nótt en nú er það farið svo ég læt hér staðar numið. Mér verður lengi minnisstæð þessi dvöl mín í Beykihlíð þar sem allt starfsfólkið var boðið og búið að létta undir og gerði það af nær- gætni og hlýju, sem ég er mjög þakklát fyrir. Systur minni, syst- urdóttur, barnabörnum Þorvaldar og þeirra fólki sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ingin lifir um yndislegan eigin- mann, góðan mág, frábæran föður og bráðskemmtilegan afa. Þín mágkona. Sigurveig Sigurðardóttir (Veiga). Ég man vel þá stund er ég hitti Þorvald í fyrsta sinn. Það var á 17. júní fyrir nærri 22 árum, ég var nýflutt til Akureyrar til Nonna míns og við ákváðum að taka þátt í siglingakeppni þennan dag. Þegar keppni lauk vorum við bæði svöng og Nonni sagði mér frá því að Rósa móðursystir hans væri með kaffi og við skyldum drífa okkur þangað. Ég vildi vita hvort ekki væri við hæfi að skipta um föt en unnustinn þverneitaði því. Þá kom ég í fyrsta skiptið inn á fallegt heimili þeirra Þorvaldar og Rósu á Grenivöllunum. Auðvitað var dúk- að borð, kaffibrauð í stórum stíl og sparistell í boði og öll stórfjöl- skyldan samankomin, sparikædd á þjóðhátíðardaginn. Ég hugsaði Nonna þegjandi þörfina þar sem ég stóð í siglingagallanum. En áhyggjur af óviðeigandi klæðnaði gleymdust fljótt, gestrisni og elskulegheit þeirra hjóna sáu til þess. Valdi var einstaklega nota- legur maður, glaðlyndur, ljúfur og sérstakt snyrtimenni, þau Rósa voru alltaf sérstaklega glæsileg hjón. Seinna átti hann eftir að leyfa mér að prófa að binda inn bækur hjá sér og leiðbeina mér með það skemmtilega verk, það gerði hann ljúflega á meðan strák- arnir mínir hámuðu í sig góðgæti hjá Rósu frænku sinni. Börnin okkar urðu öll hænd að Valda, hann stríddi þeim hæfilega mikið og sýndi þeim ástúð og áhuga. Valdi og Rósa hafa verið með okk- ur í öllum stærri viðburðum fjöl- skyldunnar frá því að við hjónin byrjuðum okkar búskap, auk margra skemmtilegra grillveislna í Suðurbyggðinni og það er sann- arlega sjónarsviptir að manni eins og Valda. Ég hafði orð á því við Nonna að ég hefði aldrei heyrt Valda hækka róminn eða reiðast og hann minnist þess ekki heldur og hefur þó þekkt hann allt sitt líf. Hann var samt alls ekki skoðana- laus maður og var vel að sér um ýmislegt og skemmtilegt og fróð- legt að eiga við hann samræður. Við hjónin sendum Rósu, Guggu og allri þeirra fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og kveðjum með virðingu heið- ursmanninn Þorvald Jónsson. Herdís A. Jónsdóttir og Jón Sigurðsson. Þorvaldur Jónsson HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Jökull Starri, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María, Auður Ýr og Arna Ísold.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.