Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 1
Óábyrgt
» Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins segir tímabært að stjórn-
arliðar geri sér grein fyrir því
að óábyrgt sé og óraunhæft að
halda áfram með málið.
» Formaður Framsóknar-
flokksins segir óhugsandi að
ljúka afgreiðslu málsins á þeim
fáu dögum sem eftir eru.
Baldur Arnarson
Helgi Bjarnason
Feneyjanefndin harmar að stjórnar-
skrárfrumvarpið skuli öðrum þræði
taka mið af efnahagshruninu og at-
burðum sem leiddu til þess. Þá legg-
ur nefndin til að í þeirri vinnu sem
framundan sé við endurskoðun
stjórnarskrárinnar verði horft til
forgangsmála fyrir íslensku þjóðina
og atriða sem meiri sátt er um.
Þetta kemur fram í drögum að
áliti nefndarinnar um stjórnarskrár-
frumvarpið en í inngangi þess er
tekið fram að hún hafi aðeins fengið
hluta greinargerðar um frumvarpið
á ensku. Það sé m.a. þess vegna sem
greiningin sé ekki ítarleg.
Nefndin gerir fjölda athugasemda
við frumvarpið, m.a. þá að horft
skuli til Sviss við rýmkun heimilda
til að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslna.
Vikið er að áhrifum hrunsins á
frumvarpssmíðina í umfjöllun um
ávæði um upplýsingarétt og má
skilja af álitinu að nefndarmönnum
þykir tillögurnar of róttækar. Rétt
sé að horfa til lengri tíma.
Þá er lagt til að mannréttinda-
kaflinn verði endurskoðaður enda
séu ýmis ákvæði þar óskýr.
Brugðist hefur verið við
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis, segir að búið sé að bregð-
ast við mörgu sem fram komi í áliti
Feneyjanefndarinnar. Það komi
fram í breytingartillögum meirihluta
nefndarinnar. Þá hafi ýmislegt verið
athugað og ákveðið að breyta ekki.
MVíða fundið að »16-17
Frumvarpið of róttækt
Feneyjanefndin harmar að stjórnarskrárfrumvarpið skuli mótast af hruninu
Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja óraunhæft að halda áfram með málið
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 36. tölublað 101. árgangur
SENDIR EKKI
HVAÐ SEM
ER FRÁ SÉR
ÖRUGG ALLAN TÍMANN
HJÖRTUN SLÁ
EINS Í SÚDAN
OG GRÍMSNESI
BLOODGROUP 38 ALHEIMSBYLTING UN WOMEN 10FYRSTA SÓLÓPLATA HREIMS 40
Hjúkrunar-
fræðingar
sömdu
Efnið kynnt í dag
Morgunblaðið/Golli
Hjúkrun Margir hafa sagt upp.
Samningar tókust í gærkvöldi um
stofnanasamning hjúkrunarfræð-
inga við Landspítalann. Elsa B.
Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, sagðist
ekki geta gefið upplýsingar um efni
samningsins en hann yrði kynntur
fyrir hjúkrunarfræðingum í dag.
Hjúkrunarfræðingar sem sagt
hafa upp störfum hafa frest til morg-
undagsins til að draga uppsagnir til
baka.
Héðinsfjörður var baðaður töfraskini þegar Sig-
urður Ægisson var þar staddur ásamt Fróða
Brinks Pálssyni og króatískum blaðamanni og
ljósmyndara eftir miðnætti 12. febrúar. Króat-
inn kom gagngert til Íslands til að sjá norðurljós
og varð honum að ósk sinni. „Himinninn var al-
stirndur og allt í einu lýstist fjörðurinn af
norðurljósum,“ sagði Sigurður. „Það myndaðist
kóróna og ljósin tvístruðust í allar áttir.“
Norðurljósin tvístruðust í allar áttir í Héðinsfirði
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Nú bíða 456 manns, sem eru með
595 dóma á bakinu, eftir að hefja
afplánun í fangelsum landsins. Þar
eru pláss fyrir um 150 fanga í einu.
Plássunum fjölgar þegar nýtt
fangelsi á Hólmsheiði rís en einnig
er verið að þróa ný fullnustuúr-
ræði, s.s. samfélagsþjónustu, og
nokkrir sæta rafrænu eftirliti með
ökklabandi. »6
Um 450 bíða eftir
fangelsisvist
Skagfirskur sveitabiti
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Mýksti brauðosturinn
á markaðnum nú á tilboði!
Fáanlegur 26% og 17%.
Hvorki áætl-
anir um tekjur
né gjöld tónlist-
ar- og ráð-
stefnuhússins
Hörpu hafa
staðist. Þegar
ríki og borg
fengu hálfbyggt
húsið í fangið
og ákváðu í upphafi árs 2009 að
halda byggingu þess áfram, var
tekið fram að ekki væri gert ráð
fyrir frekari framlögum eigenda.
Það stóðst ekki því nú hefur ver-
ið ákveðið að leggja 1.434 millj-
ónir aukalega til reksturins á ár-
unum 2013-2016. Ella stefndi í
þrot. »4
1,4 milljarðar til að
halda Hörpu á floti