Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Um síðustu áramót voru landsmenn
alls 321.857 og hafði fjölgað um
2.282 í fyrra. Þetta jafngildir fjölg-
un um 0,7% á árinu. Konum fjölgaði
nokkuð meira en körlum eða um
1,4% á móti 0,03%, samkvæmt upp-
lýsingum frá Hagstofu Íslands.
Karlar eru sem fyrri heldur fleiri
en konur.
Fólksfjölgun var á höfuðborgar-
svæðinu, en þar voru íbúar 2.081
fleiri 1. janúar 2013 en ári fyrr. Það
jafngildir 1,0% fjölgun íbúa á einu
ári. Hlutfallslega varð fólksfjölg-
unin hins vegar mest á Vest-
fjörðum, þar sem fjölgaði um 1,1%,
eða 77 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði
einnig á Austurlandi, um 78 ein-
staklinga (0,6%), og um 90 (0,4%) á
Suðurlandi. Minni fólksfjölgun var
á Vesturlandi (0,1%) og Norður-
landi eystra (0,03%).
Fólksfækkun var á tveimur land-
svæðum, Norðurlandi vestra þar
sem fækkaði um 28 manns, eða
0,4% og á Suðurnesjum en þar
fækkaði um 36, eða 0,2%.
Konum
fjölgar
hraðar
Landsmenn voru
321.857 um áramótin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það eru fyrst og fremst aðstæður
úti í heimi ásamt hækkandi heims-
markaðsverði sem hafa þessi áhrif.
Bæði hafa Vesturlönd að miklu leyti
hætt að kaupa olíu af Íran og svo
virðist einnig sem gíslatakan í Alsír
hafi verið kveikjan að þeirri hækkun
sem við sjáum núna,“ segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Lítraverð á bensíni hefur farið úr
246,8 krónum í 264,4 krónur á þeim
43 dögum sem liðnir eru af árinu.
Það er hækkun upp á 17,6 krónur á
mjög skömmu tímabili. Að fylla 50
lítra bensíntank kostaði 12.340 krón-
ur um áramótin. Í gær hefði sam-
bærileg áfylling kostað 13.220 krón-
ur, tæplega 900 krónum meira en um
áramót. Bensínverð hefur að sögn
Runólfs ekki verið hærra síðan í apr-
íl í fyrra.
„Meginskýringin á þessum hækk-
unum um þessar mundir er sú að
heimsmarkaðsverð fer mjög hratt
hækkandi. Í ársbyrjun kostaði lítri
af bensíni á heimsmarkaði 92 til 93
krónur en var 107 krónur fyrr í vik-
unni,“ sagði Runólfur.
„Hækkanirnar eru því fyrst og
fremst vegna utanaðkomandi þátta
en ekki heimatilbúinn vandi.“
gunnardofri@mbl.is
Bensínverð í hámarki
Bensínverð Hækkandi heimsmarkaðsverð og veikari króna eru helstu
skýringar mikilla hækkana á bensínverði síðustu daga.
Verðhækkanir bensín- og dísilverðs
Meðalverð mánaðar (kr.)
266,3
Júlí
2012
Ágúst
2012
Sept.
2012
Okt.
2012
Nóv.
2012
Des.
2012
Jan.
2013
12. feb.
2013
270
265
260
255
250
245
240
264,4
246,9
244,4
257,9
260,9
246,2
256,3
Heimild: FÍB / gsmbensin.is
Algengasta útsöluverð á bensíni 264,4 krónur Mikil
hækkun frá áramótum 7,1% hækkun á 43 dögum
Geislafræðingar
Sjúkrahússins á
Akureyri, sem
eru 12 talsins,
skora á stjórn-
völd að vinna að
samningum við
geislafræðinga og
aðra heilbrigðis-
starfsmenn
Landspítalans. „Geislafræðingar
vinna mikilvægt og krefjandi starf
við greiningu og meðferð sjúklinga á
heilbrigðisstofnunum landsins.
Krafist er háskólanáms og stöð-
ugrar starfsþjálfunar sökum mik-
illar tækniþróunar. Síðustu ár hefur
álag á starfsfólk spítalanna aukist
verulega eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum. Hefur það bitnað á þjón-
ustu við sjúklinga og heilsu starfs-
manna. Landsbyggðarspítalarnir,
s.s. Sjúkrahúsið á Akureyri, eru þar
engin undantekning. Sendum við
fagfélögum okkar stuðning í þessari
mikilvægu og erfiðu baráttu,“ segir í
yfirlýsingu geislafræðinganna.
Styðja baráttu
geislafræðinga
ÖSKUDAGUR
Í ARION BANKA
Í tilefni af öskudeginum gefum við krökkum
sem koma í útibú bankans, sérstakt öskudags-
Andrésblað. Blaðið er fullt af skemmtilegum
myndasögum og er afhent á meðan birgðir endast.
Góða skemmtun!
©
DISN
EY