Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Erlingur B. Thoroddsen
Raufarhöfn
Önundur Kristjánsson, útgerðar-
maður á Raufarhöfn, sá ekki
ástæðu til að sitja heima á 80 ára
afmælisdegi sínum, enda þekktur
fyrir allt annað en að hanga heima,
þegar sá guli gefur sig. Hann hélt í
róður í bítið á mánudagsmorguninn
á bát sínum Þorsteini GK 15, sem
er 50 tonna eikarbátur, smíðaður í
Svíþjóð 1946, en Önundur eignaðist
hann árið 1972.
Tíðindamaður brá sér niður á
löndunarbryggju, þegar Þorsteinn
lagðist að síðdegis þennan merka
dag, og varð vitni að því þegar
stjórnendur GPG Fiskverkunar á
Raufarhöfn færðu afmælisbarninu
tertu í tilefni dagsins.
„Varstu að fá hann?“ spurði tíð-
indamaður að lokinni tertuathöfn.
„Þetta eru rúm fjögur tonn í dag,
en frá mánaðamótum erum við bú-
in að fá um 50. Stór og góður fisk-
ur,“ svaraði afmælisbarnið og
fylgdist með lönduninni út um kýr-
augað.
„Það er ekkert verið að sitja
heima á svona tímamótum?“ hélt
tíðindamaður áfram. „Það er engin
ástæða til þess, á meðan maður fær
að róa og heilsan leyfir. Ég er ekk-
ert að hætta,“ svaraði afmælis-
barnið alvarlegt á svip.
„Og konan með stórafmæli á
miðvikudaginn. Verðurðu heima
þá?“ En eiginkona hans Una Elías-
dóttir verður 75 ára þann dag.
„Ja, þú segir nokkuð. Verður hún
75 ára á miðvikudaginn?“ Glettnin
skein úr augum hans, þegar hann
leit yfir þilfarið og fylgdist með
lönduninni, þar sem barnabarn
hans, Eva María Hilmarsdóttir,
stjórnaði löndun. „Ætli maður rói
ekki, ef gefur,“ svaraði þessi aldna
kempa, sem hoppar ennþá á milli
skips og bryggju eins og unglingur.
Hangir ekki heima
þegar sá guli gefur sig
Önundur Kristjánsson á Raufarhöfn reri til fiskjar á 80
ára afmælisdegi sínum Eiginkonan á stórafmæli í dag
Morgunblaðið/Erlingur B. Thoroddsen
Í brúnni Önundur Kristjánsson skipstjóri í bát sínum Þorsteini GK.
Löndun Barnabarn Önundar, Eva María Hilmarsdóttir, stjórnaði löndun.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Erlendum föngum sem afplána
óskilorðsbundna refsingu á Íslandi
hefur fjölgað geysihratt síðustu árin
eða um 260% frá 2007, eins og fram
kom í blaðinu í gær. Þeir eru nú 91.
Flestir eru þeir frá Póllandi en einn-
ig eru nokkrir frá Litháen og Níger-
íu, aðeins einn var sendur til heima-
landsins. Páll Winkel fangelsis
málastjóri segir að fjölgunin stafi
líklega fyrst og fremst af því að lög-
reglan standi sig vel. En erfitt sé að
senda þá fanga til heimalandsins
sem ekki vilji fara.
„Í flestum tilvikum vilja þeir ekki
fara til heimalandsins vegna þess að
aðbúnaður í fangelsum sumra land-
anna er ákaflega slæmur og brýtur á
margan hátt mannréttindareglur,“
segir Páll. „Þegar þeir vilja ekki fara
tekur við mjög þungt ferli milli ráðu-
neyta landanna til að koma þeim til
afplánunar í sínu heimalandi. Hins
vegar hafa Íslendingar verið miklu
duglegri að brjóta af sér í útlöndum
en margir gera sér grein fyrir. Á
ákveðnu tímabili sendum við 10 úr
landi en tókum við 24 Íslendingum.“
Fangelsismálastjórn hefur nú til
umráða um 150 rými í stofnunum
sínum, þar af eru tvær, Kvíabryggja
og Sogn, svonefnd opin fangelsi. Alls
bíða 456 manns á biðlista eftir af-
plánun og eru þeir með alls 595
dóma á bakinu. Páll segist vongóður
um að nú verði nýtt fangelsi á
Hólmsheiði loks að veruleika. Einn-
ig sé verið að þróa önnur fullnustu-
úrræði eins og samfélagsþjónustu
og nokkrir sæta rafrænu eftirliti
með ökklaböndum. Jafngildir fjöldi
þeirra 5-7 fangaplássum, að sögn
Páls. Hann segir þetta kerfi hafa
gengið vel og það þurfi að þróa frek-
ar. Eitt sinn var Kvíabryggja eink-
um fangelsi fyrir þá sem fengu dóma
fyrir tiltölulega saklaus brot eins og
meðlagsskuldir. Er það enn svo?
„Nei, við höfum svo lengi þurft að
forgangsraða inn í fangelsin. Flestir
sem þar eru nú eru dæmdir fyrir
mjög alvarleg brot, manndráp, fíkni-
efnabrot, kynferðisbrot og stór
auðgunarbrot en líka síbrotamenn.“
Yfir 450 á biðlista eftir
afplánun í fangelsum
Rafrænt eftirlit með ökklaböndum ber góðan árangur
Ýmis úrræði
» Fangar geta stundum fengið
að afplána allt að níu mánaða
óskilorðsbundinn dóm með
samfélagsþjónustu.
» Fanginn má ekki vera með
önnur mál í gangi í réttar-
kerfinu og verður að sjálfsögðu
að teljast hæfur til að gegna
umræddu starfi.
» Einnig geta fangar afplánað
með búsetu hjá Vernd.
Morgunblaðið/Ómar
Þrengsli Litla-Hraun er fyrir löngu
orðið of lítið fangelsi.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tollgæslan hefur að undanförnu
stöðvað smyglara með mikið af am-
fetamíni, kókaíni og e-töflum í fórum
sínum. Karl
Steinar Valsson,
yfirmaður fíkni-
efnadeildar
lögreglunnar á
höfuðborgar-
svæðinu, segir af-
ar erfitt að meta
hvort sala og
neysla á áður-
nefndum fíkni-
efnum og svo-
nefndu lækna-
dópi hafi aukist í landinu.
„Hvað varðar ræktun á kannabis
er staðan mjög svipuð og verið hef-
ur, amfetamín er ráðandi í þessum
sterku efnum og það hafa verið
gerðir upptækir stórir skammtar af
því, mest þó erlendis síðustu mán-
uðina,“ segir Karl Steinar. „En svo
eru mál enn þá í rannsókn. Á síðasta
ári var tekið mikið magn erlendis
sem að einhverju leyti var á leiðinni
til Íslands. En það er mjög erfitt að
tjá sig um það núna vegna þess að
það eru svo mörg mál í rannsókn og
ekki búið að leiða þau til lykta.“
Hann segir að alltaf sé erfitt að
átta sig á því hvort magnið í umferð
hafi aukist eða toll- og lögreglu-
yfirvöldum hafi einfaldlega tekist að
klófesta hlutfallslega meira af efn-
unum en áður. Hægt og bítandi hafi
samstarfið við erlend yfirvöld aukist
síðustu árin, einkum eftir að Íslend-
ingar komu sér upp skrifstofu hjá
Europol 2007. Frá þeim tíma séu
stærstu málin ekki einangruð við Ís-
land, innlendu brotahóparnir tengist
með einhverjum hætti við erlenda
brotahópa. Það kalli á flóknari rann-
sóknir og oft lengri tíma.
Danska lögreglan lýsti í fyrra
mikilli ánægju með vinnu íslenskra
lögreglumanna í sambandi við stórt
kókaínmál þar í landi. Karl Steinar
er minntur á ummæli lögreglu-
manna hér fyrir nokkrum árum sem
álitu að yfirvöldum tækist að jafnaði
að klófesta 5-10% af öllum fíkniefn-
um sem seld væru. Hefur þetta hlut-
fall breyst?
„Það veit í rauninni enginn,“ svar-
ar hann. „Þetta eru algerar getgát-
ur. Við höfum oft sagt að við teljum
að hlutfallið sé hærra hér á Íslandi
en hvort það er svo veit ég ekki, ég á
erfitt með að beinlínis rökstyðja
þetta. En það eru ákveðin atriði sem
vinna með okkur. Við höfum alla-
vega verið hlutfallslega að leysa
mörg stór og umfangsmikil mál sem
hafa haft alþjóðlega skírskotun og
vakið talsverða athygli.“
Nú sé svo komið að framleiðsla á
kannabis sé nær eingöngu innlend,
nær engu smyglað. Áður hafi menn
oft verið með mikla ræktun á sama
stað, mörg hundruð plöntur. En nú
sé orðið algengara að þeir stundi
framleiðsluna í minna húsnæði, jafn-
vel í íbúðarhverfum eða tjöldum og
segi efnin aðeins vera til eigin nota.
Fíkniefnamál
krefjast alþjóð-
legs samstarfs
Óljóst hvort umfangið hefur aukist
Markaðsrannsóknir
» Ein aðferðin til að meta
stærð markaðarins og hvort
magn ólöglegra fíkniefna auk-
ist eða minnki er að kanna
verðmyndun.
» Ef verð á markaðnum hækk-
ar er líklegt að magnið hafi
minnkað, ef það lækkar er
framboðið meira. Markaðs-
lögmálin virka einnig á ólögleg-
um mörkuðum.
Karl Steinar
Valsson
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið gefur út
ÍMARK sérblað
fimmtudaginn 28. febrúar
og er tileinkað íslenska
markaðsdeginum sem
ÍMARK stendur fyrir,
hann verður haldinn
hátíðlegur
1. mars n.k.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn
22. febrúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn