Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Jóhanna Sigurðardóttir, leið-togi Samfylkingarinnar, held-
ur því fram í grein í Frétta-
blaðinu að ríkisstjórnarflokkarnir
hafi „fetað leiðina til gagnsærra
og opnara þjóð-
félags“. Þetta kann
að hljóma vel en
þegar á reynir
taka stjórnarliðar
jafnan afstöðu með
pukri og lokuðu
þjóðfélagi.
Nýjasta dæmið er frá því ámánudag þegar stjórnar-
liðar fengu í hendur álit Feneyja-
nefndarinnar á frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá. Ríkisstjórnin
leggur mikla áherslu á að af-
greiða frumvarpið sem fyrst en
nú bar svo við að ekkert lá á að
birta álitið. Og ekki nóg með að
stjórnarliðar á þingi færu sér
hægt í að afhenda álitið, heldur
afhentu þeir það með kröfu um
að haldinn yrði trúnaður um hvað
í því stæði.
Í Fréttablaðinu mátti í gær sjáhver tilgangurinn var með
pukrinu. Þar birtist frétt undir
fyrirsögninni „Engin sprengja í
Feneyjaskýrslu“ þar sem sagði að
samkvæmt „upplýsingum Frétta-
blaðsins“ væri „engin stór-
sprengja í umsögn hinna erlendu
sérfræðinga en heldur engin
toppeinkunn gefin“.
Eins og greint var frá í Morg-unblaðinu sama dag var
ekki aðeins ein „stórsprengja“ í
álitinu heldur margar. En Frétta-
blaðið lét sér nægja að birta
spuna ríkisstjórnarinnar og til-
gangurinn með pukrinu var ein-
mitt að reyna að stýra frétta-
flutningnum og umræðunni.
Þetta er hið opna og gagnsæjaþjóðfélag ríkisstjórnarinnar
og fulltrúa hennar í hnotskurn.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Pukrið, spuninn og
„stórsprengjan“
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík -1 heiðskírt
Akureyri -1 skýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað
Vestmannaeyjar 3 léttskýjað
Nuuk -7 skýjað
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló -5 snjókoma
Kaupmannahöfn -2 snjókoma
Stokkhólmur -1 snjókoma
Helsinki -2 frostrigning
Lúxemborg -2 skýjað
Brussel -1 skýjað
Dublin 3 súld
Glasgow 3 skýjað
London 2 skýjað
París 2 skýjað
Amsterdam 0 léttskýjað
Hamborg 0 skýjað
Berlín 1 skýjað
Vín 0 alskýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 15 skýjað
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 13 skýjað
Winnipeg -8 skýjað
Montreal 2 alskýjað
New York 5 alskýjað
Chicago -3 alskýjað
Orlando 22 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:29 17:56
ÍSAFJÖRÐUR 9:45 17:50
SIGLUFJÖRÐUR 9:28 17:32
DJÚPIVOGUR 9:01 17:23
Árið 2013 hefur verið afar hlýtt það
sem af er. „Nú eru liðnar réttar sex
vikur frá áramótum og sýndarvorið
heldur áfram. Já, auðvitað er það
ekkert vor – en meðalhiti það sem
af er ári hefur samt verið á svipuðu
róli og gerist í þriðju viku apríl-
mánaðar, rétt fyrir sumardaginn
fyrsta,“ segir Trausti Jónsson veð-
urfræðingur í daglegugum pistli
sínum á Moggablogginu.
„Næstu daga verða varla hlýindi
en ekki heldur kuldar og spár
lengra fram í tímann eru ekki
kuldalegar. Standi veðurlag af
þessu tagi nógu lengi verður það
merkilegt,“ segir Trausti.
Upplýsingar liggja fyrir um
morgunhita í Stykkishólmi allt aft-
ur til 1846. Meðalhiti kl. níu fyrstu
42 daga ársins í ár er 1,9 stig. Að-
eins fjórum sinnum hefur árið byrj-
að betur, árin 1987, 1929, 1972 og
1964. Hæstur var meðalhitinn árið
1987, eða 2,5 gráður. Í Reykjavík
og Akureyri liggja upplýsingar um
daglegan hita ekki alveg á lausu
nema aftur til 1949, segir Trausti.
Á því tímabili hafa fyrstu 42 dag-
arnir aðeins fjórum sinnum orðið
hlýrri en nú. Á Akureyri átta sinn-
um á sama tímabili.
Þrátt fyrir góða byrjun á febrúar
er hann ekki kominn nærri topp-
sæti. Meðalhiti í hlýjasta febrúar í
Reykjavík er 5 stig árið 1932. „Sýn-
ist helst að hiti afgang mánaðarins
þyrfti að haldast í einum sjö stigum
til að nútímanum takist að toppa
það. Slíku er alla vega ekki spáð
þessa dagana,“ segir Trausti.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hlýindi Regnhlífar hafa verið al-
gengar í borginni undanfarið.
Hiti á svip-
uðu róli
og í apríl
Aðalfundur Marel hf. 2013
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 6. mars nk., kl. 16:00.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins.
• Breyting á samþykktum félagsins með hliðsjón af 1. mgr. 63. gr. laga um
hlutafélög nr. 2/1995 um kynjahlutföll stjórnarmanna.
• Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.
• Önnur mál, löglega borin fram.
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það
skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.
Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til
umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn.
Frekari upplýsingar um tímafresti þá sem gilda í tengslum við rétt hluthafa til að fá mál
sett á dagskrá hluthafafundar, leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, o.fl. er að
finna á heimasíðu félagsins, www.marel.com/agm. Þar er jafnframt að finna allar frekari
upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. ársskýrslu félagsins, drög að dagskrá
fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2012, upplýsingar um
heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 12. febrúar 2013, umboðsform auk
upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn.
Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða aðgengilegar hluthöfum sjö dögum
fyrir fundinn á framangreindri síðu á vef félagsins sem og á skrifstofu félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.
Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15.30.
Stjórn Marel hf.
marel.com