Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni,
sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c-
og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans.
Floradix er jurtablanda sem
hjálpar til við að auka járnmagnið
í blóðinu, án aukefna.
Ertu slöpp?
Getur verið að þig vanti járn?
Lokadagar útsölu
60-70% afsláttur
Engjateigur 5•
Sími 581 2141•
www.hjahrafnhildi.is•
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurokkará
facebook
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Útsala
Allt að 70% afsláttur
Mörkinni 6 - sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-16
www.topphusid.is
NÆG BÍLASTÆÐI
FLOTTAR KÁPUR,
LITLAR STÆRÐIR
KR. 14.900
Framleiðendum og útflytjendum á fiski til Spánar,
Ítalíu og Portúgal býðst að taka þátt í sameiginlegu
markaðsstarfi. Ríkisstjórnin leggur verkefninu til fjármagn
gegn jafnháu mótframlagi greinarinnar. Íslandsstofa
og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) eru aðilar að
verkefninu en þjónustuaðilar og aðrir hagsmunaaðilar
geta einnig gerst aðilar.
Kynning á verkefninu verður í Borgartúni 35 í Reykjavík,
fimmtudaginn 14. feb. kl. 11. Markmið og framkvæmd
verkefnisins sem og þátttaka fyrirtækja verður kynnt á
fundinum. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu.
Nánari upplýsingar um fundinn á www.islandsstofa.is
og hjá Guðnýju Káradóttir í síma 511 4000,
gudny@islandsstofa.is.
Skráning með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is.
Fulltrúar áhugahóps um ferðafrelsi afhentu forseta Al-
þingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, yfir 14 þúsund
undirskriftir í gær. Með framtakinu vill hópurinn mót-
mæla nýju frumvarpi til náttúrulaga og skorað er á
þingmenn að samþykkja frumvarpið ekki óbreytt.
Áhugahópurinn hefur mótmælt hinum ýmsu ákvæðum
í lögunum, m.a. á þeim forsendum að lögin hefti för al-
mennings um íslenska náttúru.
Enn er hægt að mótmæla fyrihugðum lagabreyt-
ingum á vefsíðunni ferdafrelsi.is. Logi Már Einarsson,
meðlimur í áhugahópi um ferðafrelsi, segir að hófleg
bjartsýni sé innan hópsins þó auðvitað standi vonir til
að þingmenn bregðist við þeim mikla fjölda undir-
skrifta sem liggi fyrir. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna
séu meðvitaðir um óánægjuna og nú sé bara að vona
það besta.
Morgunblaðið/Ómar
14 þúsund mótmæla lagabreytingum
„Það er bara svart framundan. Þetta
er að verða svo skelfilegt ástand að
maður veit ekki alveg í hvorn fótinn
maður á að stíga,“ segir Ásgerður J.
Flosadóttir um ástandið í samfélag-
inu en hún er formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands.
Í dag hefjast reglulegar matarút-
hlutanir Fjölskylduhjálpar aftur.
Opið er í húsnæði samtakanna í
Eskihlíð 2-4 frá 14-16.30 í dag. Þá
verða einnig þrír hárgreiðslumeist-
arar á svæðinu og boðið verður upp á
hársnyrtingu án endurgjalds.
Á morgun verður Fjölskylduhjálp
með matarúthlutun í Reykjanesbæ á
milli kl. 16 og 18 í Grófinni 10C. Þess
má geta að í Reykjanesbæ er hár-
greiðslustofa sem býður upp á hár-
snyrtingu án endurgjalds gegn
beiðni frá Fjölskylduhjálp.
Hjálpa þeim sem verst standa
„Við opnum fyrir almenna matar-
úthlutun í dag, til þeirra hópa sem
verst standa. Reyndar höfum við
verið með matarúthlutanir undan-
farið upp á hvern
einasta virka dag
en höfum farið
hljóðlega þar sem
við höfum aðal-
lega verið að að-
stoða fólk í gegn-
um stofnanir og
samtök,“ segir
Ásgerður.
Frá og með
deginum í dag
verður Fjölskylduhjálp með matar-
úthlutanir annan og fjórða miðviku-
dag í mánuði í Reykjavík auk þess að
vera með úthlutanir í Reykjanesbæ
annan og fjórða fimmtudag í mánuði.
Ásgerður segir að ef vel ætti að vera
þyrfti að úthluta átta sinnum í mán-
uði á hvorum stað. Hinsvegar hafi
samtökin ekki bolmagn til frekari út-
hlutana að sinni. Hún hvetur al-
menning og fyrirtæki til að styrkja
starf samtakanna hvort sem það er í
formi peninga-, matar- eða fatagjafa,
margt smátt geri eitt stórt.
heimirs@mbl.is
Þyrftu að úthluta
mat mun oftar
Fjölskylduhjálp segir ástandið skelfilegt
Ásgerður Jóna
Flosadóttir