Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 11

Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 11
UN Women/Martine Perret Reisn Inga Dóra segir konur sem búa við erfiðar aðstæður oft bera sig með reisn líkt og þessi móðir í Sahara. illa farinn. Það hefur verið mikið tal- að um það í Suður-Afríku hvers vegna viðbrögðin þar séu ekki þau sömu og í Indlandi þó að þetta hafi orðið fjölmiðlamál. Skýringin er auð- vitað sú að nauðganir eru orðnar hluti af daglegu lífi í Suður-Afríku en þar eru rúmlega 10 nauðganir á klukkustund. Þá er þetta orðið sam- þykkt og konur þar eru í stöðugri hættu á að verða nauðgað. Nú er aft- ur á móti almennt svo mikil vakning að gloppur í lögum eiga eftir að verða lagaðar eins og til dæmis í Marokkó þar sem nauðgari getur komist hjá ákæru giftist hann fórnarlambinu. Í ársbyrjun fyrirfór 16 ára stúlka sér í Marokkó með því að taka inn rottueitur. Þetta gerði hún af því að henni hafði verið nauðgað af manni sem hún var síðan neydd til að giftast til að komast hjá fjölskylduskömm. Þessi stúlka er náttúrlega ein af mörgum en saga hennar ratar í fjölmiðla af því að nú er aukinn þrýstingur á breytingar.“ Almenningur verður að láta sig málin varða Inga Dóra segir hlutverk UN Women á Íslandi vera að brúa bilið á milli kvenna og er talað um systra- lag. „Það er svo oft sem maður heyr- ir einstök dæmi og finnst þau svo hræðileg og hugsar með sér þetta er svo vonlaust, þetta er svo langt í burtu, þetta kemur mér ekki við. En það er þekkt setning eftir Tómas Guðmundsson að hjörtun slá eins í Súdan og Grímsnesinu. Við eigum ekki að loka augunum fyrir þessu og segja að þetta komi okkur ekki við. Við höfum bara séð það á Íslandi hvað er hægt að ná miklum árangri á stuttum tíma þegar almenningur lætur sig málin varða.“ Inga Dóra hefur verið mikið á faraldsfæti og meðal annars búið í Guatemala, Bandaríkjunum, Spáni, Malaví og Gana. „Það sem ég upp- lifði svo sterkt er að aðstæður kvenna eru mjög ólíkar eftir löndum en staða kvenna er alltaf síðri en karlmanna. Það sem mér hefur samt fundist merkilegt er að þeim mun erfiðari sem aðstæðurnar eru, með þeim mun meiri reisn bera konur sig. Konur eru ekki aumingjar og konur eru ekki fórnarlömb. Konur berjast hetjulega til að bæta að- stæður sínar, barna sinna og að- stæður samfélagsins í heild.“ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Hvað er tekjuáætlun? Lífeyrir og aðrar bætur almanna- trygginga eru tekjutengdar. Til að líf- eyrisþegar fái þær greiðslur sem þeim ber þurfa fullnægjandi upplýs- ingar um tekjur þeirra að liggja fyrir. Tekjuáætlun er því forsenda greiðslna frá Tryggingastofnun. Hver ber ábyrgð á að tekjuáætlunin sé rétt? Lífeyrisþegar eða fjárhaldsmenn þeirra hafa besta yfirsýn yfir árstekj- ur og því er nauðsynlegt að þeir fari yfir tekjuáætlanir. Í byrjun árs er öll- um lífeyrisþegum send tillaga Trygg- ingastofnunar að tekjuáætlun næsta árs sem þeir þurfa að fara yfir og leiðrétta ef við á, en lífeyrisþegar bera sjálfir alla ábyrgð á að tekju- áætlun þeirra sé rétt. Þess ber að geta að hægt er að gera nýja tekju- áætlun hvenær sem er innan ársins. Lífeyrisþegum er skylt samkvæmt lögum að láta stofnunina vita af tekjubreytingum hjá sér. Á hverju byggist tillaga Trygg- ingastofnunar að tekjuáætlun? Tryggingastofnun byggir tillögu að tekjuáætlun á staðgreiðsluskrá 2012 og skattframtali vegna 2011 varðandi fjármagnstekjur. Í staðgreiðsluskrá eru upplýsingar um tekjur sem eru hækkaðir samkvæmt tillögum stjórn- valda. Fjármagnstekjurnar eru hins vegar óbreyttar úr framtali vegna ársins 2011. Tekjuáætlunum fyrir líf- eyrisþega sem voru að hefja greiðslur á árinu 2012 eru látnar gilda, einnig gilda tekjuáætlanir hjá þeim sem breyttu þeim eftir sept- ember 2012. Hvaða þjónustuleiðir eru í boði?  Mínar síður eru aðgengilegar á tr.is. Við innskráningu þarf kennitölu og veflykil ríkisskattstjóra eða raf- ræn skilríki á debetkortum frá bönk- unum.  Á vef Tryggingastofnunar tr.is eru ítarlegar upplýsingar um hvaðeina sem snertir almannatryggingar.  Hægt er að senda tölvupóst á net- fangið tr@tr.is  Sími Tryggingastofnunar er: 560 4400 – Símaþjónusta: 560 4460 – Grænt númer: 800 6044  Umboðsmenn Tryggingastofnunar um land allt. Þinn réttur Morgunblaðið/Arnaldur Réttindi Tekjuáætlun er forsenda greiðslna frá Tryggingastofnun og því mikil- vægt að hún sér rétt unnin. Hvers vegna tekjuáætlun? Yfirlýsing frá UN Women. Við neitum að búa í heimi þar sem … … nauðgunarmenning er normið. … konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti. … ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd. … konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega. … konur eru myrtar séu þær taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyld- unnar. … konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot. Áhugasamir geta gerst styrktaraðilar með því að smella á styrktarhnapp- inn á unwomen.is. Upprætum ofbeldi gegn konum UNWOMEN.IS E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 4,2 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 M ið a ð vi ð b la n d a SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð SHIFT_ NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.