Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
13
-0
38
7
Drífandi vinnufélagi
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Þú færð Mercedes-Benz Citan fyrir aðeins 830 kr. á dag*
Mercedes-Benz Citan er kröftugur vinnubíll með allt að 800 kg burðargetu. Hann er
líka sérlega sparneytinn, eyðir aðeins frá 4,6 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu
í Öskju og kynntu þér þennan spennandi valkost fyrir vinnandi fólk.
* Citan 109 KA, kaupverð 2.844.622kr (án VSK). Afborgun á mánuði
24.867 kr. m.v. 50% innborgun og bílasamning ERGO í 84 mánuði.
9,70% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,98%.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarsamtök launþega og vinnu-
veitenda, bæði á almennum vinnu-
markaði og hjá hinu opinbera, eru
sammála um að leita þurfi leiða til að
bæta vinnubrögðin við gerð kjara-
samninga. Töluverð umræða er þeg-
ar hafin um leiðir til að bæta undir-
búningsvinnuna fyrir gerð samninga
og hvað megi læra um vinnulagið hjá
nágrannaþjóðum.
Fulltrúar ASÍ, SA, heildarsam-
taka opinberra starfsmanna og við-
semjenda þeirra, bæði af hálfu ríkis
og sveitarfélaga, auk ríkissáttasemj-
ara, fara í hópferð í seinustu viku
febrúarmánaðar til Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Til-
gangurinn er að kynna sér hvernig
staðið er að undirbúningi og tilhögun
kjarasamninga í þessum löndum.
Kröfðust bættra vinnubragða
Upphaf umræðunnar má rekja til
krafna sem komu fram af hálfu
BSRB um að bæta þyrfti vinnu-
brögðin, þannig að tryggt væri að
nýr kjarasamningur tæki við þegar
eldri samningur losnar. Félög opin-
berra starfsmanna hafa oft þurft að
bíða átekta á meðan gengið er frá
samningum á almenna vinnumark-
aðinum og línurnar þar lagðar, sem
hefur leitt til þess að dregist hefur,
jafnvel mánuðum saman, að ganga
frá samningum við þau.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, segir að árið 2011 hafi sam-
tökin fengið yfirlýsingu forsætis- og
fjármálaráðherra þar sem lofað var
bættum vinnubrögðum í kjarasamn-
ingagerð. Velferðarráðherra fól
Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemj-
ara þetta verkefni og í nóvember sl.
stóð hann fyrir tveimur ráðstefnum
með fulltrúum stærstu samtaka og
stéttarfélaga á vinnumarkaði um
umbætur á samningaferlinu.
Fulltrúar frá Noregi, Danmörku og
Svíþjóð komu á ráðstefnurnar og
lýstu vinnubrögðum við kjarasamn-
ingsgerð í þessum löndum.
„Við getum að sjálfsögðu lært heil-
mikið af þeim,“ segir Elín Björg
spurð af hverju horft sé til kjaramála
á Norðurlöndum.
,,Það er mikill hugur og stemning
hjá bæði launagreiðendum og
fulltrúum launafólks að kafa ofan í
hvernig við getum bætt vinnubrögð-
in, þannig að vinnan verði markviss-
ari, sem leiðir vonandi til betri kjara
fyrir okkar félagsmenn,“ segir hún.
Afla gagna um svigrúmið
Þegar gengið var frá framleng-
ingu kjarasamninga í janúar var
samið sérstakt ákvæði um bætt
vinnubrögð við samningagerð þar
sem segir m.a. að stefna þurfi að því
að sameiginleg sýn allra aðila vinnu-
markaðarins á svigrúmi atvinnulífs-
ins og samfélagsins til aukins kostn-
aðar og bættra lífskjara næstu árin
liggi fyrir í byrjun sumars og verði
mótandi í nýrri lotu kjarasamninga
næsta haust.
„Tilgangurinn með þessu er sá að
leita í smiðju hjá hinum Norður-
landaþjóðunum til þess að skoða
hvernig menn undirbúa kjarasamn-
inga, hvernig leitað er upplýsinga
um stöðu mála s.s. í efnahagsmálum
og hvernig forsendurnar eru lagð-
ar,“ segir Magnús M. Norðdahl,
deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ.
Hann nefnir sem dæmi að í Dan-
mörku séu nokkuð fastar hefðir fyrir
því að menn afli sér upplýsinga um
hvaða rými er til samninga um kaup
og kjör áður en sest er að samninga-
borðinu. Metnar séu horfur í efna-
hagsmálum, hvað reikna megi með
miklum tekjum af útflutningi o.s.frv.
og hvað sé þá til skiptanna í kjara-
samningum. Áhersla sé lögð á að við
upphaf samninga hafi menn undir-
búið sig með þeim hætti að allir séu á
sömu slóðum hvað þetta varðar.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA, segir að ferð-
in til Norðurlandanna verði fyrst og
fremst til upplýsingasöfnunar og í
framhaldi af henni verði unnin sam-
antekt um hvernig staðið er að þess-
um málum annars staðar á Norður-
löndum.
Spurður um áhugaverðar fyrir-
myndir sem sækja megi til Norður-
landa nefnir Hannes sem dæmi að í
umfjöllun Svía á ráðstefnunni í haust
hafi komið fram áhugaverðar upp-
lýsingar. Um 10-15 ára skeið bjuggu
Svíar við mikla verðbólgu samhliða
miklum launahækkunum en kaup-
máttur launa jókst ekki. Svo skiptu
Svíar um gír og við tók tímabil lítilla
launabreytinga og lágrar verðbólgu
en kaupmátturinn jókst mikið. Kom-
ið var á efnahagslegum stöðugleika
sem skapar forsendur fyrir lága
vexti, fjárfestingar og vöxt atvinnu.
Læra af Norðurlandabúum
Fulltrúar allra stærstu samtaka launafólks og vinnuveitenda á vinnumarkaði fara í vikuheimsókn til
fjögurra norrænna ríkja til að kynna sér hvernig bæta má vinnubrögðin við gerð kjarasamninga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstaða Kjaraviðræður hafa iðulega verið tímafrekar. Flestir eru nú á
einu máli um að gera bragarbót á vinnulagi við undirbúning samninga.
Ríkissáttasemjari segir einkum
tvennt sem gera þurfi bragarbót
á við kjarasamningsgerð í ný-
legri ársskýrslu. Sú skoðun sé al-
menn að núverandi ákvæði laga
um gerð og tilgang viðræðu-
áætlana til undirbúnings kjara-
samninga hafi ekki reynst eins
og til var stofnað. Þetta varði
m.a. framsetningu krafna og til-
boða, gildistíma samninga og
tímann sem til samninga-
gerðarinnar er ætlaður, fundar-
höld og fleira.
Hannes G. Sigurðsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri SA,
segir viðræðuáætlanir tæki sem
ekki hefur gagnast. „Almennt
séð er það vandamál hvað þetta
er langt og vinnufrekt ferli að
koma hér á endurnýjun kjara-
samninga,“ segir hann.
Sáttasemjari segir einnig í
umfjöllun sinni að það sjónarmið
njóti stuðnings að faglegur
grunnur fyrir samningagerð
verði að nokkru marki lagður
sameiginlega, m.a. hagfræðilegt
mat á efnahagsþróun s.s. þróun
launa, verðlags og kaupmáttar,
mat á stöðu atvinnugreina o.fl.
Tæki sem
ekki gagnast
VIÐRÆÐUÁÆTLANIR