Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR BÖRN!
Mannréttindi í stjórnarskrá verða
til umfjöllunar á 6. fundi háskól-
anna um fyrirhugaðar breytingar
á stjórnarskrá. Fundurinn er
haldinn í dag kl. 12-14 í Háskóla
Íslands. Sérstakur gestur er Ei-
vind Smith, prófessor við laga-
deild Oslóarháskóla. Aðrir frum-
mælendur eru Björg Thoraren-
sen, prófessor við lagadeild Há-
skóla Íslands, og Oddný Mjöll
Arnardóttir, prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands. Fund-
arstjóri er Róbert Spanó, prófess-
or og forseti lagadeildar Háskóla
Íslands.
Á fundinum verður m.a. horft
til endurskoðunar á mannrétt-
indaákvæðum norsku stjórnar-
skrárinnar og borið saman við
aðferðir við breytingar á íslensku
stjórnarskránni.
Fundaröð Háskólarnir hafa að undanförnu
staðið fyrir fundum um stjórnarskrána.
Fjalla um mannrétt-
indi í stjórnarskrá
Á borgarafundi
Dögunar og fleiri
samtaka í Iðnó á
mánudagskvöld
var samþykkt
ályktun þar sem
segir m.a. að
hagsmunir fjár-
málafyrirtækja
og peningavalds
eigi að víkja fyrir
almannaþörfum
og hagsmunir almennings, umhverf-
is og fyrirtækja, sem framleiði raun-
veruleg verðmæti, njóti forgangs.
Þá var áréttuð krafa kjósenda um
alvörulýðræði og þess krafist að
mannréttindi verði virt í raun með
því að verðtrygging verði afnumin
samkvæmt tímasettri áætlun.
Hagsmunir peninga-
valds víki
Frá borgarafund-
inum í Iðnó.
Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtæk-
isins CCP, fjallar um sögu þess og
hraðan vöxt í fyrirlestri í stofu 132 í
Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands, í dag klukkan 12.
CCP var stofnað árið 1997 og er
þekktast fyrir fjölspilunarnet-
leikinn EVE Online sem hóf göngu
sína árið 2003.
Fyrirtækið stefnir á útgáfu skot-
leiksins DUST 514 fyrir PlayStat-
ion 3 leikjavélar og er einnig með
leikinn World of Darkness í þróun.
Fjallað um sögu CCP
STUTT
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Ísland hefur helst úr lestinni á
mörgum sviðum frá 2006 þegar efna-
hagsleg lífskjör eru borin saman við
Danmörku, Noreg og Svíþjóð.“ Þetta
er ein af meginniðurstöðum nýrrar
skýrslu ASÍ þar sem borin eru sam-
an lífskjör á Norðurlöndunum 2006-
2012.
Samanburðurinn er á mörgum
sviðum Íslandi mjög í óhag. Íslend-
ingar vinna að jafnaði lengri vinnu-
viku til að halda uppi lífskjörum sam-
bærilegum við það sem gerist annars
staðar á Norðurlöndum og munurinn
er því meiri ef tekið er tillit til vinnu-
tíma.
Breytingar á skattkerfinu hér og
auknar tilfærslur hafa orðið til þess
að hlífa þeim tekjulægstu í saman-
burði við hinar Norðurlandaþjóð-
irnar en aftur á móti hefur staða
hjóna og sambýlisfólks með börn
versnað miðað við samanburð-
arlöndin frá 2006.
Fram kemur í skýrslunni sem
kynnt var í gær að verulegur sam-
dráttur fjárfestingar hér á landi er
áhyggjuefni en fjárfesting hefur ekki
náð sér á strik eftir hrun og er enn
langt undir sögulegu meðaltali. Þá er
mikil skuldsetning hins opinbera
sögð vera ein stærsta ógnin við lífs-
kjör Íslendinga og mikill samdráttur
samneyslunnar hefur komið hart nið-
ur á heilbrigðis- og menntakerfinu.
Vinna mikið til að halda uppi
sambærilegum lífsstaðli
Sambærileg rannsókn var gerð ár-
ið 2006 en í þessum nýja samanburði
hallar verulega á Ísland að því er
fram kemur í lokakafla skýrslunnar.
„Dregið hefur úr landsframleiðslu
yfir tímabilið 2006-2012 og er staða
Íslendinga og Dana verri í þjóðhags-
legu samhengi en hinna ríkjanna.
Sérstaklega er staða Íslendinga slök
þegar litið er til langrar vinnuviku og
ljóst að Íslendingar þurfa að vinna
mikið til að halda uppi sambæri-
legum lífsstaðli.“
Gerður er m.a. launasamanburður
milli landanna eftir skatta þar sem
tekið er tillit til tilfærslna hins op-
inbera á borð við barnabætur og
húsaleigubætur og skoðað hvaða
áhrif skattkerfisbreytingar hér á síð-
ustu árum hafa haft á ákveðna hópa.
Þegar vinnutími er skoðaður í
tengslum við landsframleiðslu leiða
niðurstöðurnar í ljós „að Íslendingar
þurfi að vinna meira en aðrir Norð-
urlandabúar til að afla álíka efna-
hagslegra lífskjara, minni ávinning
af hverri vinnustund og hafi þar af
leiðandi lakari lífskjör þar sem frí-
tími er styttri“.
Heilbrigðisútgjöld lækka
Þá kemur fram í skýrslunni að sé
litið til útgjalda til heilbrigðismála
sem hlutfall af heildarútgjöldum sjá-
ist áhrif niðurskurðarins þar sem út-
gjöld hafa snarlækkað hér á landi á
meðan flestar hinar Norðurlanda-
þjóðirnar hafa haldið sínu striki.
Samanburður á skattþrepum milli
landanna leiðir í ljós að tekjuskattur
á lág- og millitekjufólk er hæstur á
Íslandi. Tekjuskattur er hins vegar
hæstur í Svíþjóð fyrir tekjur hærri
en hálfa milljón á mánuði og hæsta
skattþrepið er einnig að finna í Sví-
þjóð, þar sem heildarskattur á hæstu
tekjur er 57% á meðan lægsta há-
tekjuskattþrepið er að finna á Ís-
landi eða 46,24%. Samanburður á
skattþrepum gefur hins vegar tak-
markaða mynd af raunverulegri
skattbyrði að því er fram kemur í
skýrslunni. Gerður er ítarlegur sam-
anburður á skattbyrði mismunandi
hópa miðað við tekjutengingar, bæt-
ur o.fl.
Í niðurstöðunum segir að breyt-
ingar á skattkerfinu og auknar til-
færslur hafi orðið til þess að hlífa
þeim tekjulægstu hér á landi. „Tek-
ist hefur með tilfærslum að bæta
stöðu ákveðinna hópa, sbr. ein-
stæðra foreldra, í flestum tekjuhóp-
um í samanburði við hinar Norð-
urlandaþjóðirnar. Aftur á móti hefur
staða hjóna og sambýlisfólks með
börn versnað miðað við samanburð-
arlöndin frá 2006,“ segir í skýrsl-
unni.
Þar kemur einnig fram að staða
einstæðra foreldra batnar töluvert
gagnvart nágrannalöndunum þegar
tekið er tillit til bóta en sömu sögu er
ekki að segja ef staða hjóna í sömu
tekjuhópum er skoðuð sökum tekju-
skerðinga og fyrirkomulags bóta á
Íslandi.
„Þessi hraða tekjuskerðing, og
tvöfalda kerfi einstæðra og sam-
býlisfólks, verður til þess að bóta-
kerfið nær ekki að bæta hlutfallslega
stöðu hjóna gagnvart öðrum Norð-
urlandaþjóðum og verður þvert á
móti til þess að staða hjóna versnar
gagnvart samanburðarhópum eftir
því sem laun hækka,“ segir þar enn-
fremur.
Sýnt er fram á að tekjuskerðing
bóta hefur þau áhrif að staða hjóna
með tvö börn versnar hlutfallslega
gagnvart hinum Norðurlandaþjóð-
unum þegar ráðstöfunartekjur eru
bornar saman og tekið hefur verið
tillit til tilfærslna. „Af þeim sökum
verður munurinn mestur milli Ís-
lands og Noregs, þar sem hjón í
tekjuhærri viðmiðunarhópum hafa
allt að 53% meiri ráðstöfunartekjur
en hjón á Íslandi, og minnstur milli
Svíþjóðar og Íslands eða 32%.“
Ísland hefur helst úr lestinni
Dökk mynd af lífskjörum á Íslandi í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir í nýrri skýrslu ASÍ
Þótt tekist hafi að hlífa þeim tekjulægstu hefur staða hjóna og sambýlisfólks með börn versnað
Hlutfallslegur munur ráðstöfunartekna samanburðarhópa
Ísland (100 til samanburðar) Svíþjóð Danmörk Noregur
Heimild: Eurostat og ASÍ
160%
140%
120%
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Ós
ér
hæ
ft
sta
rfs
fól
k:
Ein
sta
kli
ng
ar
Ós
ér
hæ
ft
sta
rfs
fól
k:
Ein
stæ
ðir
Þjó
nu
sta
, u
mö
nn
un
og
sa
la:
Ein
sta
kli
ng
ar
Þjó
nu
sta
, u
mö
nn
un
og
sa
la:
Ein
stæ
ðir
Sé
rfr
æð
ist
ör
f:
Ein
sta
kli
ng
ar
Sé
rfr
æð
ist
ör
f:
Ein
stæ
ðir
Hj
ón
í ó
sé
rh
æf
ðu
m
stö
rfu
m
me
ð t
vö
bö
rn
Hj
ón
í þ
jón
us
tu
og
sé
rh
æf
ðu
iðn
. s
tar
fi m
eð
tvö
bö
rn
Hj
ón
í s
ér
fræ
ði
og
stj
ór
ne
nd
a-
sta
rfi
me
ð t
vö
bö
rn
11
9 1
35 1
41
11
6 1
29 13
3
12
6
13
0 14
3
11
9 12
6 13
5
13
3 14
2 1
59
12
9 13
8
15
7
12
9 13
6 14
8
12
9
12
8 1
45
13
2 13
8 1
53
Í samanburði ASÍ á skattbyrði
milli Norðurlandanna kemur
fram að skattbyrði á lægstu
tekjur er umtalsvert léttari á Ís-
landi en annars staðar á Norð-
urlöndum. Skattbyrði hátekna er
hins vegar minni hér en annars
staðar á Norðurlöndunum.
„Af Norðurlandaþjóðunum er
Ísland eina landið þar sem launa-
menn hækka um skattþrep undir
meðaltekjum. Það í bland við
tekjutengingar tilfærslna hins
opinbera dregur úr hvata til auk-
ins vinnuframlags hjá hinum
tekjulægri,“ segir í úttektinni.
Skattþrep eru mismunandi
eftir löndunum en á Íslandi fær-
ist launafólk upp úr lægsta
skattþrepi við 50-70% af meðal-
tekjum. Þetta leiðir meðal ann-
ars til hraðrar aukningar á skatt-
byrði undir meðaltekjum en á
tekjubilinu 475-675 þúsund er
skattbyrði meiri á Íslandi en í
Svíþjóð og Noregi og frá 325-
475 þúsund er hún svipuð og
gerist í Noregi. Vegna lengri
vinnuviku eru Íslendingar lengur
að afla sér meðaltekna.
Skattur dreg-
ur úr hvata
MISMUNANDI SKATTBYRÐI
Morgunblaðið/Golli
Vinnutími er líkari því sem tíðkast í
Austur-Evrópu en Norðurlöndunum.