Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Feneyjanefndin gerir fjölda athuga-
semda við stjórnarskrárfrumvarpið í
drögum að áliti sem stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis fékk í
hendur síðdegis í fyrradag. Athuga-
semdirnar eru víðtækar og varða
alla níu kafla frumvarpsins.
Feneyjanefndin var stofnuð árið
1990 af aðildarríkjum Evrópuráðsins
og hafði í upphafi það hlutverk að
veita ríkjum sem brotist höfðu und-
an oki kommúnismans ráðgjöf við
gerð stjórnarskrár.
Nefndin hefur eins og nafnið
bendir til aðsetur í Feneyjum og
fundar fjórum sinnum ár hvert.
Nefndarmennirnir sem unnu álitið
koma allir frá Evrópu en þeir eru
Jacqueline de Guillenchmidt, Frakk-
landi, Jan Helgesen, Noregi, Wolf-
gang Hoffmann-Riem, Þýskalandi,
Jean-Claude Scholsem, Belgíu, og
Jørgen Steen Sørensen, Danmörku.
En fjöldi ríkja á fulltrúa í nefndinni.
Skorti þýðingu
Tekið er fram í inngangi álitsins
að nefndarmenn hafi fengið þýðingu
á frumvarpinu á ensku, auk þess sem
hluti af greinargerðinni sem fylgir
frumvarpinu hafi borist þeim í
enskri þýðingu. Þá hafi nefndin
fengið upplýsingar frá ýmsum
embættismönnum og öðrum heim-
ildarmönnum. Jafnframt hafi hún
fengið í hendur upplýsingar frá sér-
fræðingahóp sem yfirfór tillögur
stjórnlagaráðs í haust.
Nefndarmenn taka einnig fram að
gera beri þann fyrirvara við álitið að
því sé ekki ætlað að vera djúpstæð
greining á frumvarpinu. Tíminn sem
nefndinni hafi verið skammtaður
hafi enda verið alltof naumur. Skort-
ur á efni um frumvarpið á ensku hafi
einnig átt sinn þátt í því.
Með hliðsjón af tímaramma
stjórnarskrármálsins á Íslandi hafi
nefndin ákveðið að afhenda íslensk-
um stjórnvöldum drögin áður en hún
kemur næst saman til fundar dagana
8. til 9. mars næstkomandi.
Álitið er í 189 liðum og vekur at-
hygli að í 13. lið segir að eftir efna-
hagshrunið hafi kviknað sú hug-
mynd á Íslandi að leggja drög að
nýrri stjórnarskrá. En það gengur
lengra en frumvarp Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra í nóvem-
ber 2009 um ráðgefandi stjórnlaga-
þing sem hefði það hlutverk að
endurskoða stjórnarskrána.
Stiklað er á stóru í athugasemdum
Feneyjanefndarinnar í grafinu hér
fyrir ofan en að auki má geta nokk-
urra athugasemda í niðurlagi álits-
ins. Ber þar fyrst að nefna þá at-
hugasemd nefndarinnar í lið 129 að
svo virðist sem hugmyndir um
þjóðaratkvæðagreiðslur og virkari
þátttöku almennings í lýðræðisferl-
inu séu sóttar til Sviss, lands sem
hafi „sérkennilegt“ stjórnskipulag
þar sem helstu stjórnmálaflokkar
séu saman í varanlegri samsteypu-
stjórn. Í slíku fyrirkomulagi sé
stjórnarandstaðan veik og því geti
verið álitið nauðsynlegt að tryggja
beinni áhrif almennings í þjóðarat-
kvæðagreiðslum en víðast þekkist.
Öðru máli gegni um hefðbundnari
stjórnkerfi, lík því sem sé við lýði á
Íslandi, þar sem ríkisstjórnin og
stjórnarandstaðan skiptist á að fara
með völdin, enda geti beint inngrip
almennings, þ.e. í gegnum þjóðar-
atkvæði, haft veruleg áhrif á stjórn-
málin sem og pólitískan stöðugleika.
Hætta á pólitískum skipunum
Nefndin gagnrýnir einnig í lið 138
að í 96. grein frumvarpsins skuli
kveðið á um að ráðherrar skuli skipa
dómara. Er það talið skapa svigrúm
til pólitískra stöðuveitinga. Betur
fari á að forsetinn skipi dómara sam-
kvæmt tillögu óháðra sérfræðinga.
Skal í þessu efni tekið fram að í
frumvarpinu er kveðið á um að bera
þurfi skipan ráðherra undir forseta.
Nefndin tekur svo fram í lið 179 að
hætta sé á að ekki skapist næg sam-
staða um frumvarpið til að það verði
staðfest á næsta þingi.
Þá segir í lið 182 að orðalag sé
óljóst í fjölda greina nýja stjórnar-
skrárfrumvarpsins sem geti, þrátt
fyrir skýringar í greinargerð, leitt til
erfiðleika við framkvæmd og túlkun
laga. Jafnframt telur nefndin í lið
183 að stofnanakerfið sem frumvarp-
ið leiði af sér sé fremur flókið og að
skortur á samkvæmni einkenni það.
Það eigi jafnt við um völdin sem
þingið, ríkisstjórnin og forsetinn
muni hafa sem og jafnvægið milli
þeirra og öll samskipti. Loks er lagt
til í lið 188 að farið verði yfir þær
leiðir sem séu færar til að breyta
stjórnarskrá og næstu ríkisstjórn
eftirlátið að halda endurskoðuninni
áfram. Þá gefist sá tími sem þurfi til
að fara yfir þær athugasemdir og
spurningar sem fjölmargir hags-
munaaðilar hafi lagt fram, þar með
talin Feneyjanefndin, þannig að
hægt sé að betrumbæta frumvarpið.
Víða fundið að frumvarpi
Feneyjanefndin gerir fjölda athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið Segist ekki hafa fengið
nægan tíma til að vinna ítarlega greiningu Telur ráðlegt að næsta ríkisstjórn haldi málinu áfram
Morgunblaðið/Golli
Í nefndinni Jan Helgesen, vinstri, og Thomas Markert, ritari nefndarinnar, á blaðamannafundi á Íslandi 17. janúar.
Álit Feneyjanefndarinnar á stjórnarskrárfrumvarpi
Feneyjanefndin hefur lagt fram 31 blaðsíðu skýrslu í 189 liðum um stjórnarskrárfrumvarpið. Er hér gripið niður í nokkra þeirra.
Liður 30: Fundið er að því að ákvæði
um ýmis réttindi í II. kafla frumvarpsins,
Mannréttindi og náttúra, séu óskýr
og að ekki sé gerð aðgreining á milli
hefðbundinna mannréttindaákvæða og
ávæða sem varða félagsleg réttindi og
réttindi sem kveða á um skyldur ríkis-
ins gagnvart einstaklingum, svo sem
í gegnummennta- og heilbrigðiskerfið.
Liður 32: Nefndin telur réttindinmjög
almennt orðuð, þar séu fremur lýsingar
ámarkmiðum en skýrar leiðsagnir.
Liður 41: Nefndin leggur til aðmann-
réttindakaflinn verði endurskoðaður
með athugasemir hennar í huga. Ýmis
nýbreytni í frumvarpinu frá núverandi
stjórnarskrá sé tilgreind í ákvæðum
sem séu ekki nógu skýr. Það geti valdið
ágreiningi um túlkun og um leið valdið
almenningi vonbrigðum.
Liður 46: Vikið er að réttinum til lífs
í frumvarpinu með þeim orðum að það
sé skilningur nefndarinnar að hann
hefjist við fæðingu. Tekið er fram
að engar skýringar séu í frumvarpinu
um þetta atriði að því er varðar hið
umdeilda mál fóstureyðingar. Hins
vegar er vikið að afstöðu Mannréttinda-
dómstóls Evrópu til þess hvernig beri
að túlka slík ákvæði.
Liður 47: Gerðar eru athugasemdir við
11. grein frumvarpsins þar sem segir að
ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit
á manni, leit í húsakynnum hans eða að
munum, nema samkvæmt dómsúr-
skurði eða sérstakri lagaheimild. Telur
nefndin þetta ákvæði ekki nógu skýrt,
meðal annars m.t.t. til lögregluleitar.
Liður 49: Nefndin telur að 12. grein
frumvarpsins um rétt barna gangi of
langt en þar segir að það sem barni er
fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang
þegar teknar eru ákvarðanir í málum
sem það varðar. Er það mat nefndar-
innar að þetta geti gengið of langt í
sérhæfðum og flóknum málum. Eru
íslensk stjórnvöld hvött til þess að íhuga
þetta vandlega.
Liður 53: Í umsögn nefndarinnar um 15.
grein frumvarpsins um upplýsingarétt
er það harmað að ný stjórnarskrá skuli
einkum vera gerð í ljósi ófaranna sem
leiddu til efnahagshrunsins. Heppilegra
sé að ákvæði um upplýsingarétt geti átt
við lengra inn í framtíðina. Segir m.a.
Í 15. greininni að upplýsingar og gögn
í fórum stjórnvalda skuli vera tiltæk án
undandráttar.
Liður 54: Ákvæði 16. greinarinnar um
að tryggja skuli frelsi fjölmiðlameð
lögum er óskýrt, að mati nefndarinnar.
Liður 55: Ákvæði 18. greinarinnar um
trúfrelsi þykir til bóta.
Liður 59: Feneyjanefndin telur
athyglisvert að lagt sé til að dómþing
skuli háð í heyranda hljóði. Hún
bendir hins vegar á afstöðu Mannrétt-
indadómstóls Evrópu, nánar tiltekið
ákvæði um að takmarka megi aðgang
fjölmiðla og almennings að réttar-
höldum,m.a. í ljósi almannahagsmuna
og hagsmuna barna og unglinga.
Telur nefndin því rétt að endurskoða
orðalag ákvæðisins þannig að ljóst
sé að þessar undantekningar geti átt
við. Tekið skal fram að í frumvarpinu
er tekið fram að dómari geti ákveðið
að dómþing skuli ekki háð í heyranda
hljóði með vísan til allsherjarreglu,
öryggis ríkisins eða hagsmuna
málsaðila og vitna.
Liður 64: Nefndin telur að verulega
rýmkaðar heimildir til að kalla eftir
þjóðaratkvæðagreiðslummuni veikja
Alþingi.
Liður 68: Stofnun Lögréttu er fagnað
en henni er ætlað að fara yfir frumvörp
m.t.t. þess hvort þau standist stjórnar-
skrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013