Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 FRAMÚRSKARANDI Þú veist það strax og þú sérð hann. Það er eitthvað sérstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin togar í þig um leið. Útlitið hvíslar að þér einhverju um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Leyfðu honum að heilla þig. Komdu og reynsluaktu Evoque. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 10 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. NÝR RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.590.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil - Eyðsla 6,5 l/100 km.* Tæplega 61% landsmanna er já- kvætt gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi. Þetta er nokkur aukning frá síð- ustu könnun, er tæp 56% aðspurðra sögðust jákvæð gagnvart áliðnaði á Íslandi. Liðlega 21% landsmanna er hlutlaust í afstöðu sinni og um 18% aðspurðra segjast neikvæð gagn- vart iðnaðinum. Íbúar Austurlands eru jákvæð- astir gagnvart áliðnaði hér á landi en 74% aðspurðra þar sögðust já- kvæð gagnvart greininni sam- anborið við 60% íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Á Suðurnesjum sagðist 71% aðspurðra jákvætt gagnvart áliðnaði, samkvæmt fréttatilkynningu. Karlar eru jákvæðari en konur og að sama skapi er áberandi mun- ur á afstöðu eftir stjórnmálaflokk- um. Um 88% þeirra sem styðja Sjálf- stæðisflokkinn segjast jákvæð gagnvart áliðnaði og 85% stuðn- ingsmanna Framsóknarflokks eru sama sinnis. Nærri 50% kjósenda Samfylkingar segjast jákvæð gagn- vart áliðnaði en um 25% segjast aft- ur á móti vera neikvæð. Kjósendur Vinstri-grænna eru neikvæðastir gagnvart iðnaðinum, en 21% að- spurðra úr hópi stuðningsmanna flokksins segist vera jákvætt en 55% neikvæð. Könnunin var netkönnun, gerð dagana 23. janúar til 1. febrúar. Úr- tak var 1.450 manns á landinu öllu, valið af handahófi úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 60,1%. Skoðanakönnunin í heild sinni verður kynnt á ársfundi Sam- taka álframleiðenda, sem haldinn verður 27. febrúar. Morgunblaðið/ÞÖK Jákvæðir Rúm 60% svarenda könnunarinnar sögðust jákvæð gagnvart ís- lenskum áliðnaði, sem er fjölgun jákvæðra um næstum fimm af hundraði. Meirihluti jákvæður í garð áliðnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.