Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 takmarkaðra refsiaðgerða í sam- starfi við önnur ríki, hugsanlega með því að takmarka frekar aðgang Norður-Kóreumanna að fjármagni, en forðist að reita þá til reiði með harkalegum aðgerðum. „Kínverjar munu auðvitað ekki viðurkenna [tak- mörkuðu refsiaðgerðirnar] vegna þess að þeir vilja ekki auðmýkja Norður-Kóreumenn,“ hefur AFP eftir Wang Dong. Vilja knýja fram viðræður Fréttaskýrandi The New York Times segir að kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna sé prófsteinn á stefnu nýs leiðtoga kínverska komm- únistaflokksins, Xi Jingping, í utan- ríkismálum. Viðbrögð hans við kjarn- orkutilrauninni geti gefið vísbendingar um hvernig leiðtogi Xi verði og hvernig hann sjái tengslin við Bandaríkin fyrir sér. Toshimi Shigemura, japanskur sérfræðingur í málefnum Norður- Kóreu, telur að markmið Norður- Kóreustjórnar með kjarnorkutil- rauninni sé að knýja fram viðræður að nýju milli Kóreuríkjanna tveggja, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Japans. „Hún tók mikla áhættu en ég tel ekki að þeim takist þetta,“ hefur breska blaðið The Telepgraph eftir Shigemura. Prófsteinn á nýjan leið- toga Kína  Talið ólíklegt að Kínverjar grípi til harkalegra aðgerða gegn Norður-Kóreu Óttast að hljóta sömu örlög og Gaddafi » Fall einræðisstjórnar Muammars Gaddafis í Líbíu er talið hafa styrkt Norður-Kóreu- stjórn í þeirri trú að hún þurfi að þróa kjarnavopn til að af- stýra því að reynt verði að steypa henni af stóli. » Gaddafi hafði samþykkt að hætta að reyna að verða sér úti um gereyðingarvopn. Þegar honum var steypt af stóli sagði N-Kóreustjórn fall hans sýna hvað yrði um ríkisstjórnir sem afsöluðu sér kjarnavopnum. FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kína er álitið eina landið sem gæti knúið einræðisstjórnina í Norður- Kóreu til að láta af tilraunum sínum til að þróa kjarnavopn sem hægt væri að beita í árásum með lang- drægum eldflaugum. Ólíklegt þykir þó að stjórnin í Kína grípi til harðra refsiaðgerða gegn Norður-Kóreu- mönnum eftir að þeir sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni í þriðja skipti í fyrrinótt. Kínverjar óttast að harðar refsi- gerðir gegn stjórn Norður-Kóreu leiði til glundroða í landinu og verði til þess að hundruð þúsunda eða jafn- vel milljónir flóttamanna streymi þaðan yfir landamærin til Kína. Kín- verjar hafa einnig áhyggjur af því að fall Norður-Kóreustjórnar geti orðið til þess að Kóreuríkin tvö sameinist fyrir atbeina Bandaríkjanna sem styrki stöðu sína á Kóreuskaga með bandarískri herstöð við landamærin að Kína. Án aðstoðar Kína myndi Norður-Kóreustjórn falla. Utanríkisráðuneytið í Kína mót- mælti kjarnorkutilrauninni í gær, sagði að kínversk stjórnvöld væru andvíg henni og Norður-Kóreumenn hefðu sprengt kjarnorkusprengjuna „þrátt fyrir almenna andstöðu al- þjóðasamfélagsins“. Ráðuneytið sagði hins vegar ekkert um hvort til greina kæmi að refsa Norður-Kóreu- stjórn fyrir brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Ég tel að Kínverjar séu bálreiðir yfir þessari tilraun,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir Stephanie Kleine- Ahlbrandt, sérfræðingi hugveitunn- ar International Crisis Group í mál- efnum Norðaustur-Asíu. Hún telur þó ólíklegt að Kínverjar refsi Norður-Kóreustjórn harkalega þar sem þeim sé fyrst og fremst umhug- að um að tryggja stöðugleika á Kóreuskaga. Wang Dong, sérfræðingur í mál- efnum Norðaustur-Asíu í Peking-há- skóla, tekur í sama streng. Hann tel- ur líklegt að Kínverjar grípi til Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman til skyndifundar í gær til að ræða kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna eftir að leið- togar fjölmargra ríkja höfðu for- dæmt hana. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að kjarnorkusprengingin væri „skýrt og alvarlegt brot“ á ályktunum ör- yggisráðsins og ögrun sem stefndi friði á Kóreuskaga í hættu. Norður-Kóreumenn sögðu að kjarnorkusprengjan, sem sprengd var í fyrrinótt, hefði verið smærri en helmingi öflugri en önnur kjarn- orkusprengja sem þeir sprengdu árið 2009. Hefði sprengjan verið smærri virðast þeir hafa færst nær því markmiði sínu að búa til kjarna- odd sem væri nógu lítill til að hægt væri að beita honum í árás með langdrægri eldflaug, að sögn vopnasérfræðinga. Eldflauga- og kjarnorkuáætlun N-Kóreu Byggt á gervihnatta- myndum sem voru rannsakaðar í janúar Desember 1985 Norður-Kóreumenn undirrita samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) Febrúar 1993 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) krafðist þess að fá að rannsaka staði sem grunur lék á að tengdust kjarnorkutilraunum Júní 1994 N-Kórea segir sig úr IAEA Ágúst 1998 Þriggja þrepa eldflaug af gerðinni Taepodong 1 skotið yfir Japan Desember 2002 Lokað fyrir eftirlitskerfi IAEA, eftirlits- mönnum stofnunarinnar vísað úr landi Janúar 2003 Segir upp samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna Febrúar 2005 N-Kóreustjórn tilkynnir að landið eigi kjarnavopn Júlí 2006 Langdrægum eldflaugum skotið á loft í tilraunaskyni, m.a. Taepodong 2-flaug sem lenti í Japanshafi 9. október 2006 Kjarnorkusprengja sprengd neðanjarðar í fyrsta skipti Apríl 2009 Þriggja þrepa Unha 2-flaug skotið á loft, en tilraunin virðist hafa misheppnast 25. maí 2009 Önnur kjarnorkusprengja sprengd neðanjarðar Nóvember 2010 Erlendum sérfræðingum leyft að skoða byggingu þar sem úran er auðgað Apríl 2012 Misheppnuð tilraun til að skjóta Unha 3-flaug Desember 2012 Unha 3-flaug skotið á loft, gervihnetti komið á braut um jörðu Janúar 2013 N-Kóreustjórn tilkynnir að kjarnorku- tilraun sé fyrirhuguð og haldið verði áfram að skjóta eldflaugum Þriðja kjarnorkutilraun Norður-Kóreu N-Kóreumenn buðu þjóðum heims birginn í gær með því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni KÍNA Yongbyon- kjarnorkumiðstöðin PJONGJANG Sohae Eldflauga- skotpallur Punggye-ri (Tilraunin fór fram hér) 75 km SEOUL SUÐUR- KÓREA Stjórnbyrgi Byggingar sem tengjast tilrauninni Tilraunastaðurinn Tilraunagöng Breitt var yfir innganginn í janúar til að reyna að leyna undirbúningi tilraunarinnar Hvernig varð sprengingarinnar vart? GERVIHNETTIR Greindu rafsegulbylgjur, ljósleiftur, kjarnorkugeislun EFTIRLITSFLUGVÉLAR Bandarísk WC 135-vél getur greint geislavirk efni eftir kjarnorku- sprengingu MERKI UM GEISLAVIRKAR KJARNATEGUNDIR Efni í loftinu rannsökuð 2006: Xenon-samsæta með massatöluna 133 greindist í Kanada 2009: engin slík merki fundust STYRKUR JARÐSKJÁLFTA Sprengjan í gær : 5,1 stig 2006 : 4,1 2009 : 4,5 HLJÓÐBYLGJUR Lágtíðnibylgjur greindust eftir sprenginguna árið 2009 en ekki árið 2006 Kim Il-Sung 1948 - 1994 Kim Jong-Il 1994 - 2011 Kim Jong-Un 2011 - Sprengjan sprakk neðanjarðar og sprengikrafturinn var áætlaður um 6-7 kílótonn. Sprengikraftur sprengjunnar sem varpað var á Hiroshima var 15 kílótonn 12. febrúar 2013 Þriðja kjarnorkusprengjan sprengd neðanjarðar Japanar ætla að senda flugvélar til að taka loftsýni Skrefi nær kjarnaoddi í eldflaug? Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem hönnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.