Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 22
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnugöngur vetrarins eruum ýmislegt frábrugðnarþví sem venjulegt mátelja í fræðunum. Nefna má að um helmingur hrygningar- stofnsins reyndist vera norður af Hornbanka og Kögurgrunni í leið- angri í síðustu viku. Annað sem vekur eftirtekt er að tæpur helm- ingur loðnunnar var pattaraleg fjögurra ára loðna, sem hefur ekki orðið kynþroska þriggja ára eins og er meginreglan. Í framhaldi af leiðangri Haf- rannsóknastofnunar undir stjórn Sveins Sveinbjörnssonar fiskifræð- ings og félaga hans á rannsókna- skipinu Árna Friðrikssyni var loðnukvótinn aukinn á mánudag og er heimilt að veiða alls 570 þúsund tonn á vertíðinni. Á síðasta fisk- veiðiári voru veidd 747 þúsund tonn af loðnu og var það veruleg aukning frá árunum á undan. Á níunda og tí- unda áratugnum og kringum alda- mót var loðnuaflinn stundum um og yfir milljón lestir og sló öll met árin 1996 og 1997 þegar hann var um og yfir 1,5 milljónum lesta. Vegna óvissu um stærð loðnu- stofnsins var ekki gefinn út upp- hafskvóti í fyrrasumar. Það var hins vegar gert eftir mælingar í október- mánuði og þá miðað við 300 þúsund tonn með fyrirvara um frekari mæl- ingar í janúar. Trúði ekki mælingunum Í leiðangri fyrri hluta janúar mældist fremsta gangan tiltölulega veik þar sem hún var mæld norður af Langanesi að Vestfjörðum og mældist hrygningarstofninn aðeins um 320 þúsund tonn. „Það var langt undir væntingum miðað við mæl- ingar um haustið og í raun trúði ég aldrei á þessar mælingar,“ segir Sveinn. „Takmarkanir voru á þess- um rannsóknum því loðnan sem var norður af Vestfjörðum, Kögur- grunni og á utanverðu Grænlands- sundi lá að ís og við komumst ekki almennilega að henni allri fyrri hlutann í janúar.“ Farið var af stað aftur til mæl- inga síðari hluta janúar og loðnan hafði þá þokast suður á bóginn og var út af miðjum Austfjörðum. Hún var samt um viku seinna á ferðinni en venjulegast er og þó svo að tals- Mælt og rannsakað í allan vetur » Hafrannsóknastofnun lagði í lok október til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni yrði 300 þúsund tonn. Veiðar byrjuðu í lok nóvember. » Í október var greint frá því að veiðistofn yrði að nýju mældur í jan- úar/febrúar til samanburðar og tillögur um afla yrðu endurskoðaðar. » Ráðherra ákvað 5. febrúar að heimila veiðar á 150 þúsund tonnum af loðnu í viðbót. Byggt var á bráðabirgðaniðurstöðum fiskifræðinga. » Á mánudag var 120 þús. tonnum bætt við áður útgefnar heimildir. » Leyfilegur afli á vertíðinni er því 570 þús. tonn. Skv. samningum við Norðmenn, Grænlendinga og Færeyinga fá þeir hlutdeild í aflanum. » Um 470 þúsund tonn gætu komið í hlut Íslendinga á vertíðinni. vert hefði bæst við var þó enn til- tölulega lítið af loðnu þar og lóðn- ingar dreifðar. „Fyrir öllu Norðurlandi varð vart við loðnu en það var ekki fyrr en við komum á svæði norður af Hornbanka og Kögurgrunni að við komum í góðar lóðningar og helm- ingur af hrygningarstofninum reyndist vera á þessum slóðum um miðja síðustu viku. Þetta er mjög óvenjulegt, en hefur vissulega kom- ið fyrir áður, t.d. 2001 en þá var stærsti hluti veiðistofnsins á Vest- fjarðamiðum um þetta leyti og gekk síðar suður í Breiðafjörð, Faxaflóa og suður fyrir Reykjanes til hrygn- ingar,“ segir Sveinn. Aðspurður segist hann telja líklegt að um vestangöngu verði að ræða í vetur og að einhver hluti stofnsins að minnsta kosti gangi suður með Vestfjörðum. Loðnan sem var fyrir norðan Vestfirði fyrir um tíu dögum nái einfaldlega ekki að ganga austur um til hrygningar við vestanvert landið. Breyttar fæðisgöngur Loðnan drepst að mestu að lokinni hrygningu og aðeins mjög lágt hlutfall hennar nær að hrygna tvisvar sinnum á lífsleiðinni. Lang- stærsti hluti loðnu hrygnir þriggja ára og það vakti því athygli að 44% skyldu vera af fjögurra ára loðnu í veiðistofninum að þessu sinni. Slíkt er þó ekki einsdæmi. Á síðustu árum, eftir að hita- stig sjávar hækkaði, hafa fæðis- göngur loðnunnar á sumrin færst vestar og nær Grænlandi. Minni breytingar hafa hins vegar orðið á hrygningargöngum þó svo að ýmis tilbrigði hafi mátt finna á þessari vertíð. Loðnumælingar 65° 66° 67° 68° 26° 24° 22° 20° 18° 16° 14° 12° 10° Heimild: Hafrannsóknarstofnun Dreifing loðnu í mælingaleiðangrinum og leiðarlínur skipsins. Stærð hringja gefur hlutfallslegan þéttleika loðnunnar. Tilbrigði við venju- bundnar loðnugöngur 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kim-feðgarnirhafa lengi alið þann draum í brjósti að Norður- Kórea verði kjarn- orkuveldi með getu til að ógna ekki að- eins nágrönnum sínum heldur einnig erkióvininum Banda- ríkjunum. Þrisvar á síðustu ár- um hafa þeir sprengt kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni, þá síðustu í gær. Þeir hafa líka gert tilraunir með langdrægar eldflaugar og tókst í desember í fyrra að koma einni slíkri út í geim. Sérfræðingar telja flaug- arnar ekki nákvæmar og sprengjurnar ekki öflugar auk þess sem Norður-Kóreumenn búi ekki yfir getu til að gera úr þessu tvennu hættulegt vopn. Sem stendur kann þetta að vera rétt, en óneitanlega virð- ast þeir smám saman færast nær markmiðinu og ekki er hægt að útiloka að unga Kim takist það sem föður hans ent- ist ekki aldur til. Ógnin sem heim- inum stafar af stjórn Kim Jong Un er þess vegna raunveruleg og full ástæða fyrir þjóðir heims að bregðast hart við áframhaldandi framkvæmd kjarnorkuáætlunar Norður- Kóreu. Vandinn er þó sá að Kim-feðgarnir hafa alla tíð lát- ið sér fátt um finnast þó að aðr- ar þjóðir hóti þvingunum og kæra sig kollótta þó að almenn- ingur í landinu líði skort og jafnvel hungur vegna stjórnar- stefnunnar. Þrátt fyrir þetta kann að vera að Kim mundi endurskoða stefnuna ef hann fyndi að þau ríki sem hann treystir helst á að eiga góð samskipti við, Kína og Rússland, tækju kjarnorku- tilraununum þunglega. Í því sambandi duga þó örugglega ekki diplómatískar yfirlýsingar eða hótanir sem aðeins er fylgt lauslega eftir skamma stund. Stjórnvöld í Norður- Kóreu þokast smám saman nær óhugn- anlegu markmiðinu } Kim og kjarnorkan NágrannarÍslands ísuðri, Skotar, eru mjög uppteknir af spurn- ingunni um sjálf- stæði landshlutans um þessar mundir. Sá flokkur sem hefur ákafast barist fyrir sjálfstæðu Skotlandi hefur eflst mjög á síðustu árum. Ýmis skref hafa verið samþykkt í breska þinginu í átt til aukins sjálfstæðis, en það hefur ekki dugað til að deyfa baráttuand- ann í sjálfstæðissinnum. Stóru flokkarnir tveir á Bret- landseyjum leggjast báðir gegn kröfunni um sjálfstæði norður- hluta eyjarinnar, en segjast þó báðir viðurkenna sjálfsákvörð- unarrétt Skota og mundu sætta sig við niðurstöðu þeirra. En sé aðeins horft til þrengstu flokks- hagsmuna Íhalds- og Verka- mannaflokks eru þeir harla ólík- ir. Íhaldsflokkurinn hefur nánast þurrkast út í Skotlandi þar sem fylgið skiptist að mestu á milli flokks sjálfstæðis- og þjóðernissinna annars vegar og Verkamannaflokksins hins veg- ar. Þykir mörgum Englend- ingum nú orðið lítið til þess koma að sjálfstæði skoska hlut- ans sé sífellt eflt á meðan Skot- ar fái áfram að senda fjölda þingmanna til neðri málstof- unnar og fjalla þar, jafnréttháir öðrum þingmönnum, um marg- vísleg lög og ákvarðanir sem að- eins taka til enska hlutans, en ekki að neinu leyti eða aðeins að litlu til skoska hlut- ans. En þrátt fyrir það mikla og vax- andi fylgi, sem skoskir sjálfstæð- issinnar hafa hlotið í kosningum, benda kannanir um þessar mundir til þess að sjálfstæðiskrafan muni falla í þjóðaratkvæði Skota. Og virðist munurinn vera að aukast. En þrátt fyrir það fer fram marg- víslegur undirbúningur, svo Skotar geti brugðist rétt við, ef niðurstaðan yrði óvænt önnur en sú sem nú virðist líklegust. Ein spurningin sem rædd hefur verið er sú, hvort þá væri rétt að Skotar tækju upp evru, eins og flokkur sjálfstæðissinna hefur helst viljað, þeir haldi pundinu á sameiginlegu gjald- miðlasvæði með sínum gömlu bræðrum og Englandsbanka í hlutverki seðlabanka beggja eins og nú er eða taki upp eigin mynt. Vinnuhópur vísdómsmanna, sem m.a. er skipaður mönnum á borð við þá Joseph Stiglitz og Jim Mirelles, sem fengið hafa hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans, oft kennd við No- bel, telur að öðlist Skotland sjálfstæði eigi það samt að hafa pundið sem sína mynt vegna þess að landið sé nægjanlega aðlagað öðrum hlutum Bret- lands til þess að ekki sé þörf á öðrum gjaldmiðli. Þessi niður- staða og ekki síst höfuðrök- semdin fyrir henni er eftirtekt- arverð. Fróðlegt er að fylgj- ast með umræðum um sjálfstæðismál Skota} Ein mynt dugar aðeins keimlíkum þjóðum Þ að bar við fyrir stuttu að kona sem staðið hefur í stjórnmálastarfi í áratugi og gegnt ábyrgðarstöðum lýsti því yfir að hún hygðist draga sig í hlé, hætta afskiptum af stjórnmálum. Stjórnmálaferill hennar hefur verið skrautlegur og samhliða því sem hún hefur farið með mikil völd þá hefur líka verið hart að henni sótt úr ýmsum áttum, pólitískir andstæðingar farið um hana hörðum orðum, sakað um ýmsa glæpi og samherjar sumir gagnrýnt hana líka. Þrátt fyrir það báru flest- ir lof á hana þegar hún lýsti því að ferlinum væri lokið, lofuðu hana fyrir starf sitt í al- mannaþágu, elju og þolgæði. Hillary Rodham Clinton lét af embætti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna 1. febrúar og daginn eftir kvaddi Jóhanna Sigurðar- dóttir félaga sína á setningarfundi landsfundar Samfylk- ingarinnar, en hún lét af formennsku í Samfylkingunni á fundinum. Það vakti athygli mína að Jóhanna var ekki kvödd með sömu virktum og Hillary Clinton og merki- legt reyndar að lesa eftirmæli um störf hennar að stjórn- málum í ríflega 33 ár – af því sem lesa má víða á vefsíðum og í blöðum er því líkast sem hún sé einn mesti þrjótur sem Ísland hefur alið, sannkölluð fordæða. Margir þeir sem nú veitast að Jóhönnu Sigurðardóttur gera það af pólitískum dónaskap. Undir liggur þó oftar en ekki andúð á konum í valdastólum sem má aftur rekja til þeirra ranghugmynda sem okkur miðaldra körlum voru innrættar frá blautu barnsbeini. Þeir sem draga það í efa geta dundað sér við það að telja konur í þeim ritum fyrri tíma þar sem birt er skrá yfir merka Íslendinga eins og svo var kallað, eða brautryðjendur. Nefni sem dæmi bækur og bókaflokka sem bera heitið Merkir Íslendingar, þar sem fátt er um konur ef þær sjást þá á annað borð. Hvað heldur þú, lesandi góður, að það séu margar konur tald- ar merkir Íslendingar? Líklegt þykir mér að margir muni furða sig á hausatalningunni, en vandast málið þegar svara er leitað; þeir sem hafna þeirri skýr- ingu að um sé að kenna vantrú á konur og/eða andúð vilja þá væntanlega meina það að þær séu bara lakari og lélegri en karlar, eða hvað? Valið í þessar bækur er birtingarmynd við- horfa allt frá kristnitöku fram á okkar daga og þeir sem skrifuðu bækurnar, miðaldra karlmenn, gerðu sér hugsanlega ekki grein fyrir því að þeir væru að ganga framhjá helmingi þjóðarinnar. Ég nefni hér við- horf miðaldra karla, en andúð á konum spyr ekki um ald- ur og ekki um kynferði heldur eins og sannast hefur á þeim svívirðingum sem dunið hafa á Jóhönnu Sigurðar- dóttur á undanförnum vikum og munu eflaust dynja næstu vikur. Þess sér og víðar stað að hlutverk kvenna er iðulega talið ómerkilegra og veigaminna en það sem karlar hafast að. Ert þú til í að taka þátt í að breyta því, kæri lesandi? Þó að þú sért kannski miðaldra karl- maður? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Viðhorf miðaldra karla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.