Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Spássitúr Þessi tvö voru vel búin þegar þau viðruðu sig á dögunum. Styrmir Kári Í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í tengslum við gerð rammaáætlunar hefur komið fram gagnrýni á áætlanir Landsvirkj- unar varðandi fyrir- hugaðar þrjár virkj- anir í neðanverðri Þjórsá. Þar er um að ræða Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urr- iðafossvirkjun og hefur gagnrýnin einkum beinst að mögulegum áhrif- um þessara virkjana á laxfiska. Í umræðunni er gjarnan ranglega fjallað um þessar virkjanir sem eina framkvæmd og þarf það ekki að koma á óvart því að í áætlunum Landsvirkjunar frá 2007 var miðað við að framkvæmdatími þessara virkjana skaraðist þannig að þegar framkvæmdir væru komnar vel á veg við Hvammsvirkjun myndu framkvæmdir við Holtavirkjun hefj- ast og síðan hæfust framkvæmdir við Urriðafossvirkjun skömmu síðar. Í rammaáætlun er lagt sjálfstætt mat á hvern þessara þriggja kosta sem er eðlilegt því að áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismun- andi hætti. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkj- unar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga við Búðafoss árið 1991. Talið er að 10- 15% af laxastofninum í ánni nýti sér nú búsvæðin ofan við Búðafoss, það er á áhrifasvæðum Hvammsvirkj- unar og Holtavirkjunar, og ef ein- ungis Hvammsvirkjun er talin er þessi tala 5-10% af heildarstofn- inum. Uppbyggileg gagnrýni almenn- ings og frjálsra félagasamtaka á fyr- irhugaðar fram- kvæmdir fyrirtækja á borð við Landsvirkjun veitir mikilvægt aðhald og leiðir gjarnan til betri mannvirkja þegar upp er staðið. Til að bregðast við áhyggjum og ábendingum varð- andi afkomu laxfiska í neðanverðri Þjórsá hefur Landsvirkjun lýst sig reiðubúna til að byggja sambærilega seiðafleytu við Hvammsvirkjun og miðað hefur ver- ið við að byggð verði við Urriðafoss- virkjun, og enn fremur afla reynslu af henni áður en ráðist yrði í bygg- ingu Urriðafossvirkjunar (sbr. um- sögn Landsvirkjunar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða dagsett 23. október 2012). Slík seiðafleyta mun fleyta yfirborðsvatni framhjá vélum virkjana og gera seiðum þannig kleift að ganga til sjávar án þess að fara í gegnum vélar. Upp- bygging virkjananna í neðanverði Þjórsá yrði því mun varfærnari en áður hefur verið miðað við. Í grein Orra Vigfússonar um virkjanir í neðanverðri Þjórsá sem birtist í Morgunblaðinu hinn 24. jan- úar síðastliðinn segir „að rennsl- isbreytingar, búsvæðaröskun og seiðadauði myndu leiða til 80-90% affalla miðað við að ekki væri virkj- að“. Í þessari fullyrðingu er ekki tekið tillit til þeirra tillagna sem Landsvirkjun hefur kynnt og horft framhjá þeim möguleika að hægt er að fara varlega, byrja á efstu virkj- uninni, Hvammsvirkjun sem í dag getur haft áhrif á 5-10% laxastofns- ins, og meta reynsluna af henni áður en lengra yrði haldið. Mikilvægi þessarar varfærnu uppbyggingar er undirstrikað í grein Sigurðar Guð- jónssonar forstjóra Veiðimálastofn- unar sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars 2012 en þar segir: „Lands- virkjun hyggst fyrst reisa efstu virkjunina í Þjórsá, Hvamms- virkjun, og síðan halda niður ána og síðast yrði Urriðafossvirkjun reist. Það gefur því ágæta möguleika á að prófa lausnir til að koma fiski lifandi upp og niður fyrir virkjun í Hvammsvirkjun og láta þær sanna gildi sitt. Að því fengnu ætti áhættan að vera minni þegar kemur að bygg- ingu Urriðafossvirkjunar. Ef illa tækist til með Hvammsvirkjun er hægt að bíða með frekari virkjanir í Þjórsá uns viðunandi árangur næst í Hvammsvirkjun.“ Í ljósi þess hve mikilvægt er að vel takist til varðandi virkjanir í neð- anverðri Þjórsá ef af byggingu þeirra verður fagnar Landsvirkjun allri málefnalegri umræðu um þetta mál. Með samþykkt rammaáætlunar voru þessar virkjanir settar í bið- flokk og mun Landsvirkjun leggja sig fram um að afla þeirra viðbót- arupplýsinga sem óskað verður eft- ir. Landsvirkjun hvetur alla hags- munaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og birt- ar eru meðal annars á vefsíðu Landsvirkjunar. Eftir Hörð Arnarson » Landsvirkjun hefurlýst sig reiðubúna til að byggja seiðafleytu við Hvammsvirkjun og afla reynslu af henni áð- ur en Urriðafossvirkjun yrði byggð. Hörður Arnarson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Brugðist við áhyggjum af áhrifum virkjana á fiskistofna Sálartetrið hefur ekki sérstaklega gott af því að lesa Pen- ingamál – ársfjórð- ungsrit Seðlabanka Íslands um íslenskt efnahagslíf. Í hvert skipti sem ritið er opnað blasir við dökk mynd af stöðunni og myndin verður dekkri með hverju nýju tölu- blaði. Í ársbyrjun 2011 voru sérfræð- ingar Seðlabankans sæmilega bjartsýnir á horfurnar í íslensku efnahagslífi. Útlitið var talið bæri- legt fyrir árið 2013 og reiknað með að hagvöxtur yrði 3,4%. Síðan liðu 12 mánuðir og það rann upp fyrir seðlabankamönnum að horfurnar væru ekki eins glæsilegar og þeir vonuðust eftir. Reiknimeistararnir lögðu því fram nýja spá um hag- vöxt: 2,5% á yfirstandandi ári. Enn og aftur hafa sérfræðingar breytt spá sinni. Í Peningamálum, sem komu út fyrr í þessum mánuði, er reiknað með að hagvöxtur þessa árs verði aðeins 2,1%. Til að bæta gráu ofan á svart liggur fyrir að í nóvember síðastliðnum ofmat Seðlabankinn vöxt efnahagslífsins á nýliðnu ári. Í stað 2,5% hagvaxtar mun efna- hagurinn ekki hafa vaxið nema um 2,2% árið 2012. Fjárfesting dregst saman Ekki birtir yfir sálinni þegar rýnt er betur í tölur Seðlabankans. Fjárfesting mun dragast saman á yfirstandandi ári um 1% og þar skiptir mestu 11,4% samdráttur í fjárfest- ingu atvinnuveganna. Fyrir tveimur árum voru seðlabankamenn fullir bjartsýni og töldu að fjárfesting myndi aukast um 14,2%. Íslendingar eru því langt frá því að búa í haginn fyrir framtíðina. Gangi spá Seðla- bankans eftir verður fjárfesting í hlutfalli við verga landsframleiðslu aðeins 14,3%. Þetta þýðir að 100-110 milljarða króna vantar í fjárfest- ingu hér á landi á þessu ári miðað við meðaltal og það sem aðilar vinnumarkaðarins töldu ásamt rík- isstjórn að væri eðlilegt. Á síðustu þremur árum hefur fjárfesting verið yfir 300 milljörðum króna minni í heild en eðlilegt getur tal- ist. Með öðrum orðum: Það vantar a.m.k. 300 milljarða inn í íslenskt efnahagslíf. Þetta er svipuð fjár- hæð og reiknað verðmæti Lands- virkjunar. 100 milljarða tekjutap Glötuð fjárfesting er ekki annað en glatað tækifæri. Störf verða ekki til, launatekjur hækka ekki, og ríkissjóður verður af stórkost- legum tekjum. Möguleikar á að standa undir öflugu heilbrigð- iskerfi verða minni með hverju árinu og menntakerfið líður skort. Eldri borgarar horfa ekki lengur til þess að eiga áhyggjulaust ævi- kvöld. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur hefur tryggt að árlegar tekjur ríkissjóðs í náinni framtíð verða um 100 milljörðum króna lægri en þær hefðu orðið ef fylgt hefði verið skynsamlegri stefnu í efnahagsmálum. Með ofsköttun, sí- breytilegum skattalögum, höftum og flóknari leikreglum viðskipta- lífsins hefur ríkisstjórnin komið málum þannig fyrir að hagkerfið er minna og veikara en það gæti verið. Áætlað tekjutap ríkisins jafn- gildir um 1,2 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þannig er vinstri ríkisstjórn að rýra velferð alls almennings á komandi árum. Svo geta talsmenn stjórnarflokkanna, innan þings og utan, hreykt sér af því að komið hafi verið á auknum jöfnuði með hærri sköttum. Sá jöfnuður felst þó aðeins í verri lífskjörum allra. Er nema furða að ákveðið hafi ver- ið á landsfundi Samfylkingarinnar að breyta nafni flokksins með því að hnýta fyrir aftan Samfylk- inguna jafnaðarmannaflokkur Ís- lands!? Sósíalismi andskotans Í aðdraganda kosninga standa Samfylkingin og Vinstri grænir andspænis köldum veruleika í efnahagsmálum. Ríkisstjórninni hefur mistekist að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Stjórnarflokkunum hefur mistekist að rétta við hag heimila og fyr- irtækja. Heilbrigðiskerfið er að komast í þrot. Tækifærin til upp- byggingar hafa ekki verið nýtt. Og hvernig má annað vera? Þeg- ar valdhafar fylgja sósíalisma and- skotans í tilraunum til að þjóðnýta skuldir einkafyrirtækja, leggja kapp á að kippa stoðum undan mikilvægustu atvinnugrein lands- ins og setja allan metnað í að koll- varpa stjórnarskrá lýðveldisins er hvorki tími né áhugi til annarra verka, nema rétt fyrir kosningar þegar riðið er um héruð til að út- deila fjármunum. Blikur á lofti Eftir fjögurra ára stjórnarsetu vinstriflokkanna eru Íslendingar illa undir það búnir að glíma við hugsanleg áföll. Og það eru ýmsar blikur á lofti. Í febrúarhefti Pen- ingamála er réttilega bent á að mikil óvissa ríkir í alþjóðlegum efnahagsmálum. Ástand á helstu mörkuðum fyrir útflutningsvörur Íslendinga hefur versnað og við- skiptakjör eru lakari en áður. Í stað þess að búa í haginn með því að örva fjárfestingu hefur ríkis- stjórnin látið reka á reiðanum og unnið gegn efnahagslegum fram- kvæmdum. Íslendingar hafa ekki efni á öðr- um fjórum árum undir forystu vinstrimanna. Jafnvel innan veggja Seðlabankans er ljósið að renna upp fyrir mönnum og verða þeir þó lítt sakaðir um að sýna rík- isstjórn óvild. Peningamál Seðla- bankans er dapurleg lesning og nöturlegur dómur yfir ríkisstjórn sem kennir sig við norræna vel- ferð. Eftir Óla Björn Kárason »Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hef- ur tryggt að árlegar tekjur ríkissjóðs í náinni framtíð verða um 100 milljörðum króna lægri en þær hefðu orðið. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Dapurleg lesning og nöturlegur dómur Stöðugt svartsýnni spár fyrir 2013 %breyting á vergri landsframleiðslu Spá 2011 Spá 2012 Spá 2013 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 3,4% 2,5% 2,1% Heimild: Peningamál, febrúarhefti hvert ár Spá um fjárfestingu 2013 versna %breyting frá fyrra ári Spá 2011 Spá 2012 Spá 2013 16 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 14,2% 6,5% -1% Heimild: Peningamál, febrúarhefti hvert ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.