Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 ✝ Guðjón Helga-son fæddist í Vík í Mýrdal 21. september 1942. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 5. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Helgi Helga- son, f. 30. júní 1911, d. 26. október 1985 og Jóhanna Hall- dórsdóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 15. febrúar 1969. Systkini Guð- jóns eru: Halldór Hörður, f. 19. janúar 1930, Helgi Grétar, f. 31. janúar 1935, d. 19. september 1990, Valgeir Ólafur f. 13.jan- úar 1937, d. 27. janúar 2012, Bára, f. 17. september 1938, Sævar, f. 12. júlí 1941, d. 28. des- ember 2008, Jón Bjarni, f. 18. febrúar 1949. Guðjón kvæntist 31. desember 1971 Sveinborgu unglingsárunum tók Guðjón þátt í því að endurvekja skátafé- lagið Víkverja í Njarðvík en hann starfaði á vegum þess í nokkur ár. Þá gekk hann í Ung- mennafélagið tólf ára að aldri og keppti í knattspyrnu í öllum flokkum. Hann keppti með meistaraflokki í körfubolta og síðar með lávarðadeild félags- ins. Guðjón keppti í körfubolta með íþróttafélagi Keflavík- urflugvallar og var formaður þess félags síðustu árin eða þar til félagið sameinaðist UMFN. Á fullorðinsaldri hefur Guðjón stundað ýmsar íþróttir eins og t.d. skíði og keilu. Þá hefur hann starfað mikið fyrir Al- þýðuflokksfélagið í Njarðvík, sat í kjördæmisráði, í bæj- arstjórn og byggingarnefnd eitt kjörtímabil og var formaður Al- þýðuflokksfélags Njarðvíkur í áraraðir. Útför Guðjóns verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 13. febrúar 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. Daníelsdóttur, f. 2. desember 1943. Barn Guðjóns og Sveinborgar er Sunneva Guðjóns- dóttir, f. 5. ágúst 1983. Guðjón fædd- ist í Vík í Mýrdal og ólst þar upp til ell- efu ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan til Ytri-Njarðvíkur þar sem hann hefur búið síðan. Guðjón lærði skipa- smíði í Skipasmíðastöð Njarð- víkur og vann þar í átta ár. Þá lærði hann húsasmíði hjá Tré- smíðaverkstæði Héðins og Hreins í Njarðvík og hefur síðan unnið við húsasmíðar hjá ýms- um fyrirtækjum. Lengst af starfaði hann þó hjá Íslenskum aðalverktökum. Guðjón var alla tíð mikill áhugamaður um heil- brigt líferni og íþróttaiðkun. Á Elsku pabbi minn. Ég veit ekki hvernig heimurinn getur verið svona grimmur og ósann- gjarn að taka þig frá okkur mömmu, þú svona heilsuhraust- ur og ekki tilbúinn að kveðja. Það var nú bara í desember síð- astliðnum að við fengum þær hræðilegu fréttir að þú hefðir greinst með erfiðan sjúkdóm, krabbamein. Ég sem hélt að fjöl- skyldan væri búin að ganga í gegnum nógu mikla erfiðleika síðastliðið ár, en maður veit víst aldrei hver er næstur. Eins og sorgin er nístandi þessa dagana yfir því að þú sért farinn og lífið hefur á einhvern hátt stoppað í bili, þá er mikil huggun í að hugsa um lífsferil þinn og það góða líf sem þú hef- ur gefið mér. Í gegnum mín upp- vaxtarár var pabbi ávallt skjólið sem hægt var að leita til og var hann reiðubúinn til hjálpar. Pabbi stundaði ávallt störf sín af mikilli samviskusemi og heiðar- leika og leysti öll mál sem upp komu með jákvæðni og stað- festu. Hann pabbi var dáður og virtur, hann var lýsandi dæmi um einstakan mann sem lagði allt á sig. Metnaður í starfi, heið- arleiki, samviskusemi, atorku- semi, nákvæmni og úrræðagóður eru allt orð sem lýsa pabba mín- um. Það var því sárara en orð fá lýst að horfa á eftir þér inn í ei- lífðina. Við mamma erum þó þakklátar fyrir að þú fékkst hvíldina, eftir stutta baráttu, tveir mánuðir eru ekki langur tími í lífsbaráttu. Í þessari baráttu varst þú hetja sem lést ekkert stoppa þig, æðruleysið sem þú sýndir og hinn óþreytandi lífsvilji var aðdáunarverður. Elsku pabbi minn, ég verð þér ævinlega þakklát fyrir allar mjúku strokurnar sem fóru um vanga mína og ég á aldrei eftir að gleyma kossunum sem ég fékk á dánarbeð þínum, þeir voru veittir af veikum mætti en mikilli elsku. Þeir voru það síð- asta sem þú gast gert á þinni fal- legu ævi. Við mamma munum halda okkar lífi áfram og geyma allar þær góðu minningar sem við eigum um þig á góðum stað í hjörtum okkar. Ég elska þig um alla eilífið elsku besti pabbi minn. Þín dóttir, Sunneva. „Gutti er nákvæmlega eins í útliti, hefur ekkert breyst. Hér er hann bara í smækkaðri mynd,“ sagði maðurinn minn skellihlæjandi, þegar hann skoð- aði myndskeið frá árinu 1954 af gamla, ævintýralega leikvellin- um í Ytri-Njarðvík, en þar var Guðjón Helgason auðþekkjan- legur í hópi margra annarra barna. Við sýndum Gutta mynd- skeiðið í janúar sem leið þegar hann lá á sjúkrahúsi og var hann okkur sammála. Sérstaklega veittum við því athygli hvernig hann bar sig að þegar hann stökk yfir hestinn. Í lendingunni rétti hann grafalvarlegur og tignarlegur úr sér með hendur niður með síðum eins og fremstu fimleikakappar gera. En svona var Gutti alltaf. Hann anaði aldrei að neinu. Hann lærði rétt handtök og vandaði sig. Þetta átti við um allt sem hann tók sér fyrir hendur, sama hvort um var að ræða skíðaíþróttina, körfuboltann, dansinn, keilu, gítarspil, smíð- arnar eða samskipti við annað fólk. Gutti var mikill lífskúnstner. Hann var sjálfum sér nógur og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hann var sífellt að bæta við sig og læra eitthvað nýtt og ég get ekki ímyndað mér að honum hafi nokkurn tíma leiðst. Flest leitum við að einhvers konar jafnvægi í lífinu og sumum reynist það erf- itt, en mig grunar að Gutti hafi fengið slíkt jafnvægi í vöggugjöf. Ég kynntist Gutta fyrst þegar hann og Sveina systir mín voru í tilhugalífinu. Hún var nítján ára, en hann tvítugur. Hann gekk heiman frá sér, stoppaði í sjopp- unni á leiðinni heim til okkar og keypti rauðan konfektpoka handa Sveinu sinni. Mér, litlu systur Sveinu, þótti strax afar vænt um Gutta og konfektpok- ann. Allar götur síðan hafa hann og Sveina verið fastur og traustur punktur í lífi fjölskyldunnar. Á meðan við systkini Sveinu bjugg- um erlendis, þá bjuggu Sveina og Gutti heima, í húsinu sem Gutti byggði. Mamma gat alltaf reitt sig á þau og einnig við hin. Um tíma bjó ég hjá þeim og margir aðrir úr fjölskyldunni hafa dvalið hjá þeim og Sunnevu dóttur þeirra í lengri eða skemmri tíma. Það hafa verið forréttindi fyr- ir mig og fjölskyldu mína að dvelja með Sveinu, Gutta og Sunnevu í sumarbústöðunum í Vík í Mýrdal og í Skorradalnum. Gutta þótti svo vænt um Víkina, enda fæddur þar. Þessari væntumþykju miðlaði hann til okkar sem einnig tókum ástfóstri við staðinn. Í minning- unni sem ég ætla að halda fast í göngum við úlpuklædd í úðarign- ingu nálægt Reynisdröngum. Gutti er með kíkinn um hálsinn, tilbúinn að skoða fuglana sem sveima þar um. Hann segir okk- ur frá uppvaxtarárunum í Vík og brimið leikur undir orðin hans. Takk fyrir samfylgdina, Gutti minn. Hulda Karen Daníelsdóttir. Það er með söknuð í hjarta sem ég kveð frænda minn og góðan vin, en á sama tíma horfi ég til baka með hlýhug og ein- skæru þakklæti. Þakklæti fyrir allar þær stundir er við áttum saman. Á uppeldisárum fórum við systkinin oft með Guðjóni og Sveinu í Bláfjöll á skíði, einnig áttum við margar góðar stundir í „Víkinni“. Síðasta ferð sem ég fór með Guðjóni og Jóni var far- in síðasta sumar í Búðardalsá, áttum við frændurnir þar frá- bæra stund. Alltaf var hægt að leita ráða hjá Guðjóni og þegar við systkinin byggðum bústaðinn okkar teiknaði Guðjón hann fyrir okkur með sinni útsjónarsemi og gaf okkur góð ráð. Þegar Guðjón hætti störfum hjá ÍAV fékk ég hann til starfa hjá ÁÁ verktök- um, þar leyndi sér ekki fag- mennska hans og útsjónarsemi. Persónuleiki Guðjóns og viðhorf hans til lífsins var til eftir- breytni. Sem dæmi var okkar síðasta samverustund á sjúkra- húsinu á þann veg að hann var ákveðinn í því að ná sér og fara á skíði sem fyrst. Þá var pólitík hans hjartans mál og mikið rætt um flokksþing Samfylkingarinnar sem stóð þá yfir. Guðjón frændi var mér mik- il fyrirmynd og heiður og for- réttindi að hafa hann í lífi mínu, sorgin og söknuðinn er sár. Elsku Sveina og Sunneva, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og minning lifir um yndislegan mann. Áslaugur Stefán Einarsson. Elsku Guðjón frændi. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu minn- ingarnar sem ég á um þig. Alltaf svo hraustur, hress og kátur. Á ættarmótum í Víkinni varst þú alltaf tilbúinn með gítarinn og fékkst alla til að syngja með þér langt fram á nótt. Það var alltaf svo gaman að fá að koma með ömmu Báru til þín og Sveinu. Ég fékk að tína ber í garðinum með ykkur og fylgjast með ykkur Sveinu gera úr þeim rifsberjasultu. Þegar ég varð eldri og var í fjáröflun fyrir körfuna eða skól- ann nýtti ég tækifærið til að koma og spjalla við ykkur. Þú hafðir mikinn áhuga á ferðunum sem ég var að fara í og að sjálf- sögðu styrktuð þið mig. Þetta er bara brot af þeim minningum sem ég á og mun varðveita um þig. Elsku Sveina og Sunneva, missir ykkar er mikill. En minn- ingarnar sem þið eigið eru dýr- mætar og munu fylgja ykkur um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku frændi. Hjördís Hafsteinsdóttir. Gutti og Sveina, Guðjón Helgason og Sveinborg Daníels- dóttir móðursystir mín, voru stór hluti af mínum uppvexti. Þau voru eins og aðrir foreldrar okkar systkina. Þau voru lengi barnlaus en höfðu mikið að gefa og margir nutu góðs af. Það eru ófáir sem hafa búið hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. 1983 urðu þau þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast hana Sunnevu sína. Mér fannst húsið þeirra alltaf svo nýtískulegt og smart. Eins og algengt var á árum áður byggði Gutti húsið sitt sjálfur, smíðaði meira að segja eldhús- innréttinguna. Guðjón var fag- urkeri sem hafði smekk fyrir vönduðu handverki og fallegri hönnun. Hann var rólegur, yfirvegaður og hafði þægilega nærveru. Hann var virkur í pólitísku starfi en samt man ég aldrei eftir að hafa heyrt hann rífast um pólitík eða hækka róminn. Þegar hann varð fimmtugur var haldin stór og skemmtileg veisla. Við vorum nokkrar konur heima hjá þeim að gera matinn tilbúinn og allar sendum við Gutta fram og til baka. Hann haggaðist ekki í öllum látunum en af og til fór hann inn í her- bergi, spilaði á gítarinn sinn eitt augnablik, kom svo aftur út og lét okkur snúa sér. Hann var íþróttamaður og hélt sér í góðu formi. Árum sam- an sýndi hann þann sjálfsaga að fara eftir vinnu inn í herbergi og gera æfingar eftir Atlaskerfinu. Síðustu árin var hann keppnis- maður í keilu, mér skilst að hann hafi lesið bók um keilu á sjúkra- húsinu. Undanfarin ár hafði hann ver- ið að taka allt húsið í gegn að innan og utan. Mikið held ég hann hafi verið feginn því að þurfa ekki að horfa á ókláruð verk þegar hann lá kraftlítill heima. Síðast þegar ég hitti hann, rúmri viku áður en hann dó, hugsaði ég hvernig er hægt að vera svona flottur og smart orð- inn svona veikur? Elsku Sveina og Sunneva, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Dagný Guðmundsdóttir. Hlýja, hógværð, glettið bros og gítarleikur er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til Gutta. Þegar við fengum þær fregnir að barátta hans við veikindin væri á enda var erfitt að trúa því. Minningarnar um samveru- stundir okkar með Gutta eru ansi margar og leiðinlegt hvað þær urðu færri með árunum. Það má segja að Gutti og Sveina eigi nú svolítið í okkur hjónum. Það var einmitt á heimili þeirra sem við fórum að skjóta okkur saman fyrir alvöru. Þegar ég og Sunneva urðum vinkonur var ég tíður gestur á Hlíðarveginum og oftar en ekki haldinn gleðskapur áður en farið var út að skemmta sér. Ég dáðist oft að þolinmæði þeirra hjóna að hafa þetta unga fólk inni á heimili sínu að ekki sé talað um lætin sem okkur fylgdu. Þessar stundir urðu samt sem áður með þeim dýrmætustu sem við eigum og Gutti og Sveina stór partur af þeim því þau tóku stundum þátt í gleðinni og oftar en ekki tók Gutti fram gítarinn. Honum fannst það nú ekki leiðinlegt og ekki var verra að hafa félaga við gítarspilið. Okkur eru líka minnisstæð ætt- armótin í Víkinni og þá var sama upp á teningnum, spilað á gítar og Gutti svo ánægður að fá fé- lagsskap í undirspilið frá okkur hjónum sem skiptumst á að spila honum við hlið undir söng gest- anna. Svo ekki sé minnst á Euro- vision-partíið fræga sem við minnumst á hverju ári með mikl- um hlátrasköllum og munum gera áfram um ókomna tíð. Síðasta samverustund okkar með Gutta var í brúðkaupinu okkar 8. september sl. Aldrei hefði okkur órað fyrir því þegar við tvistuðum á dansgólfinu með honum í veislunni að að svo stuttum tíma liðnum hefði hann kvatt þennan heim. Gutti var einstaklega dugleg- ur, iðinn og alltaf boðinn og bú- inn þegar til hans var leitað. Missir fjölskyldunnar er mikill en mestur er hann hjá þeim Sveinu og Sunnevu. Frábærar minningar um einstakan mann munu lifa með okkur öllum. Elsku Sveina og Sunneva, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi algóður Guð veita ykkur styrk og bless- un á þessum erfiðu tímum. Þótt ævitíminn eyðist og ört verði þáttaskil vér eigum margs að minnast og margs að hlakka til. Og sérhver með oss eldist sem unnum vér hér á jörð og á vorn hug og hjarta vora heill og þakkargjörð. (Þ. Ibsen.) Gígja og Atli Geir. Félagi okkar Guðjón Helga- son er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Guðjón sat í rit- nefnd UMFN sem starfað hefur í rúmt ár og er að vinna að af- mælisriti UMFN sem gefið verð- ur út á 70 ára afmæli félagsins hinn 10. apríl 2014. Guðjón starfaði af heilum hug í nefndinni og greinilegt var að hann lagði sig allan fram í verk- efninu og kom alltaf með nýjar hugmyndir á fundi nefndarinnar. Hann var ótrúlega áhugasamur og duglegur að finna til hug- myndir í blaðið frá upphafstím- um ungmennafélagsins. Það var gaman að vinna með Guðjóni og frásagnir hans af ýmsum við- burðum í gegnum sögu félagsins voru einstakar og reyndar stór- merkilegar. Guðjón var mikill ungmenna- félagsmaður og ekki var komið að tómum kofunum þegar hann fór yfir starfsemi hreyfingarinn- ar á nánast öllum sviðum. Hann hafði sérstaklega gaman af því að rifja upp gamla viðburði og var ótrúlega minnugur þegar farið var yfir gamla kappleiki og viðburði ýmiskonar í starfsemi ungmennafélagsins. Við félagarnir í ritnefnd UMFN munum sárlega sakna fallins félaga okkar, skarð hans verður vandfyllt. Hvílík harmafregn hjartansstrengur hvín. Dynur dauðaregn, daprast augu mín. Lokast birtubrá, og brosin hlý og skær. Er vinur fellur frá, færist myrkur nær. (Páll Janus Þórðarson) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Sendum fjölskyldu Guðjóns og vinum innilegar samúðar- kveðjur. F.h. ritnefndar UMFN, Viðar Kristjánsson. Elsku frændi, hvernig gat þetta bara gerst, þú ert farinn, svo skyndilega, og kemur ekki aftur. Þú sem varst alltaf svo hress. Það er í mér mikill söknuður, en ég veit að það hefur verið tek- ið vel á móti þér hinumegin, örugglega með snúðunum henn- ar mömmu sem hefur tekið á móti þér ásamt pabba, Sævari og Grétari bræðrum þínum, for- eldrum þínum og ekki síst Jó- hönnu systur og Magga Dan mági þínum. Það verða fagnaðar fundir hjá þeim en að sama skapi verður þín sárt saknað meðal okkar sem eftir eru. Skorradalurinn og Vík í Mýr- dal voru þér kærir staðir. Hver á núna að spila á gítarinn á ætt- armótunum í Víkinni? Víkin var þér sérlega kær. Sem dæmi um það átti einu sinna að breyta til og vera með ættarmót annars staðar en í Víkinni, þar sem mörgum þótti heldur langt að fara þangað. Þú sagðir þvert nei og sagðir að þú myndir þá bara mæta einn í Víkina. Þú varst mikill íþróttamaður, ávallt jákvæður, jarðbundinn og með ótakmarkað jafnaðargeð. Þú varst eins og klettur þegar við systkinin misstum mömmu, Jóhönnu og pabba og varst alltaf til staðar fyrir okkur. Ómældar þakkir frá okkur í fjölskyldunni fyrir það. Að leiðarlokum, elsku frændi, er það fyrst og fremst þakklæti sem kemur upp í hugann, þakk- læti fyrir það viðmót og hlýju sem þú sýndir mér og fölskyldu minni meðan á samfylgd okkar stóð. Elsku Sveina og Sunneva, ykkar missir er mikill. Við fjöl- skyldan vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum ykkur Guðs blessunar. Minningin um okkar kæra vin lifir. Kveðja Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir. Guðjón Helgason ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir og afi, HELGI MARINÓ FRIÐFINNSSON, Snægili 18, áður til heimilis að Grundargerði 8, Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Guðrún Jónsdóttir, Ragnheiður Helgadóttir, Ari Þór Jónsson, Sigurður Helgason, Aðalheiður Bragadóttir, Agnes Sverrisdóttir, Lars Potrykus, Hafdís Gylfadóttir, Eva María, Una, Birkir Þór og Gígja. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN INGIMARSSON, bifreiðastjóri, til heimilis að Kirkjuteigi 9, Reykjavík, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 12. febrúar. Þóra Kjartansdóttir, Ingimar Kjartansson, Björg Vigfúsína Kjartansdóttir (Lilla), tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.