Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
✝ Birna Stein-grímsdóttir
fæddist 31. júlí
1954 í Reykjavík.
Hún lést af slysför-
um 3. febrúar 2013.
Foreldrar Birnu
eru Steingrímur B.
Björnsson, f. 5. maí
1928, og Ásta Sig-
urdís Valdimars-
dóttir, f. 25. maí
1933. Systkini
Birnu eru Ingibjörg Sigríður
Steingrímsdóttir, f. 11. nóv-
ember 1949, Benedikta Sigríður
Steingrímsdóttir, f. 11. mars
1953, Guðrún Auður Björns-
dóttir, f. 24. ágúst 1959, Jón
Hörður Ragnarsson, f. 4. maí
1949, og dóttir þeirra er Drífa
Harðardóttir, f. 28. júní 1977.
Dætur Drífu eru Salma María, f.
18. apríl 2007, og Sara Amelía, f.
25. júlí 2009.
Birna útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands í októ-
ber 1975. Birna starfaði við
Landspítalann, Sjúkrahús Akra-
ness, Herlev-sjúkrahúsið í Dan-
mörku, Hrafnistu og á Landa-
koti. Lengst af starfaði hún þó
við St. Jósefsspítalann í Hafn-
arfirði, lyflækningadeild eða frá
september 1991 þar til spít-
alanum var lokað í lok nóv-
ember 2011. Þar af var hún
deildarstjóri frá ágúst 1998.
Birna var mjög virk fjall-
göngukona og hafði unnið til þó
nokkurra viðurkenninga í
tengslum við það.
Jarðarförin fer fram frá
Digraneskirkju 13. febrúar 2013
kl. 15.
Hrafn Björnsson, f.
25. október 1962,
Björn Steingríms-
son, f. 6. nóvember
1962, Ingibjörg Lí-
ney Steingríms-
dóttir, f. 27. mars
1968.
Eiginmaður
Birnu er Þórarinn
Hannesson, f. 26.
ágúst 1953. Dætur
þeirra eru a) Vala
Þórarinsdóttir, f. 11. júní 1981,
börn hennar eru Andri Freyr, f.
5. janúar 2004, og Sunneva, f.
17. apríl 2010, b) Heiða Þór-
arinsdóttir, f. 26. júní 1989.
Fyrri eiginmaður Birnu var
Við kveðjum þig að sinni og
munum þig hvert á sinn hátt.
Munum fallegu augun þín sem
voru svo full af lífi, elsku og um-
hyggju, brosið þitt bjarta sem
yljaði inn að hjartarótum, litla
faðminn þinn sem var svo stór og
gjöfull að allir vildu koma þar við
og kraftinn sem bjó í þínum litla
líkama. Þú áttir svo mikið að gefa
og gafst. Hljópst svo um fjöll og
firnindi til að sinna sjálfri þér,
upplifa fegurðina og hreinleika
fjalla og einhvern veginn féllstu
inn í það umhverfi, enda tónn af
sama meiði, þú og hinn íslenski
fjallasalur. Hreinn og tær.
Við kveðjum þig með erindum
úr ljóði Snorra frá Geitafelli.
Það hvarflaði í hug minn lítið ljóð,
ég les það við hvíluna þína.
Því þú varst hetja svo hlý og góð
það háleita vildir þú sýna.
Þú trúðir á lífið, land og þjóð
á ljós sem í myrkrinu skína.
Ég á ekki þekkingu orð eða róm
þín afrek og hugprýði að sýna.
Ég hlusta á kvöldsins klukknahljóm
með kinnroða og skuldina mína.
Ég tíni í huganum brosandi blóm
og breiði á hvíluna þína.
Hafðu þökk.
Mamma, Ingibjörg,
Benedikta, Guðrún Auður
og Jón Hrafn.
Birna mágkona mín var ein-
stök manneskja. Prýdd flestum
kostum sem skartað verður. Hún
var hlý, skilningsgóð, þolgóð,
heiðvirð og brosti svo nálægðin
fylltist birtu. Það er um Birnu
líkt og sagt er um afburðafólk að
guðirnir taka snemma til sín þá
sem þeir elska mest. Og við sem
kynntumst Birnu, og þekktum,
elskuðum hana. Hún bjó bróður
mínum og börnum þeirra heimili
sem var í senn fagurt og þangað
var gott að koma.
Birna var hjúkrunarfræðing-
ur, helguð starfi sínu og hlúði af
alúð að þeim sem veikir voru og
nutu umönnunar hennar. Hún
var einkar vel að sér og var í
senn hjúkrandi og læknandi.
Jafnan umtöluð sem best meðal
góðra. Og þannig var með flest
það sem Birna tók sér fyrir hend-
ur. Hún skilaði góðu verki og all-
ir treystu henni.
Birna var einnig dugleg úti-
vistarmanneskja, dáði fallega El-
liðaárdalinn sem þau bjuggu við.
Þau Þórarinn áttu svo sannar-
lega margt sameiginlegt. Heilsu-
samlegt líf, útivist, heilsufagleg
mál og ekki minnst elsku hvort til
annars. Hún var bróður mínum
vinur og skjól í erfiðu starfi hans.
Þau ólu fallega upp dætur sínar
og hafa skilið eftir handa okkur
frændgarð, börn og barnabörn
sem verða okkur frændfólkinu
ávallt nánust og kærust.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skyldu okkar. Skarð sem ekki
verður fyllt, aðeins grætt, og þá
helst með því að fóstra í huga
okkar góðu stundirnar sem Birna
gaf okkur og þá frábæru fyrir-
mynd sem hún var. Í því liggur
vonin.
Það er sagt að englar séu ein-
ungis góðir og geti aldrei gert
illt. Séu ávallt góðir. Birna var
engill.
Við sendum Þórarni, dætrun-
um og barnabörnunum hlýjasta
hug okkar, vefjum Birnu bænum
okkar. Segjum eins og Andri
ömmudrengur Birnu skildi eftir
handa ömmu sinni: „Amma, ég
elska þig eins mikið og hjartað
þolir.“
Megi minningin um Birnu
Steingrímsdóttur verða ljós á
vegi framtíðarinnar, okkur fjöl-
skyldunni sem og öllum er Birna
sýndi þá ástúð sem henni var svo
eðlislæg.
Jón Gunnar.
Á sunnudaginn, í blindbyl á
Holtavörðuheiði, fékk ég símtal
þar sem mér var sagt að konan
sem fallið hafði í Esjunni hefði
verið Bía frænka mín og hún
væri látin. Þetta voru orð sem
hugur minn náði engan veginn
utan um, en svo kom sorgin.
Minningarnar eru margar og
er ég svo þakklát fyrir þær allar.
Það fyrsta sem ég hugsaði var
auðvitað hvað hún hefur alltaf
verið góð við mig, kom í allar
mínar útskriftir og skírnir allra
minna barna. Við áttum rosalega
gott samtal þegar ég heimsótti
hana fyrir jólin, en þá var hún að
reyna að baka hina fullkomnu
formköku samkvæmt einhverri
uppskrift úr blaði. Þetta var ekki
hennar fyrsta tilraun eftir þess-
ari uppskrift, þar sem kakan var
ýmist hrá að innan eða sykurinn
sem var ofan á brann. En eins og
sannri húsmóður sæmir þá gaf
hún mér þessa dýrindis köku,
sem hvorki var hrá né brunnin,
með ískaldri mjólk. Fyrir jólin
síðustu bað Bía mig að sauma
handa sér peysu og hef ég sjald-
an verið jafn hrærð og montin, að
ef hún í alvörunni vildi eitthvað
sem ég bjó til þá hlyti það pott-
þétt að vera gæði. Jólaboð stór-
fjölskyldunnar var í síðasta sinn
sem við komum öll saman. Það
var yndisleg stund þar sem talað
var hátt og mikið. Þær systur
voru í sínu besta formi og sást
þar greinilega hvaðan ég og
börnin mín höfum okkar frábæru
eiginleika.
Enn næ ég því ekki að Bía
frænka mín sé farin og ég muni
aldrei sjá hana aftur, ekki muni
ég aftur mæta í aðventukaffi til
hennar né hún í veislu hjá mér.
Mikið rosalega mun ég sakna
hennar og minningin um yndis-
fagra og góða konu lifir í hjarta
mínu.
Lífsins leiðin snöggt tók endi
Leiðangurinn farinn frá
Hamingju hugsanir þér ég sendi
Hugur minn er þér hjá
Mikið þakklæti er mér efst í huga
Mikill var þinn lífsins kraftur
Andann skal þó ekki að buga
Því á endanum við hittumst aftur
(G.D.S.)
Ég bið Guð að umvefja þig
mjúkum örmum sínum um leið
og ég þakka þér samfylgdina á
lífsleiðinni.
Elsku Þórarinn, Drífa, Vala og
Heiða, ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
Guð styrkja ykkur á sorgar-
brautinni.
Ingunn Elfa.
Kveðja frá Everest-hópi
Útivistar
Góður göngufélagi og vinur er
fallinn frá í hörmulegu slysi. Eft-
ir stöndum við, félagar hennar,
hnípin og spyrjum af hverju
þetta þurfti að gerast.
Birna Steingrímsdóttir var fé-
lagi í Everest-hópi Útivistar.
Henni dugði ekki einn gönguhóp-
ur heldur var hún einnig félagi í
öðrum gönguhópum, auk þess
sem hún fór í gönguferðir á eigin
vegum. Hún naut þess að takast
á við fjöllin og sigra þau. Hún var
í fantagóðu formi og gaf korn-
ungu fólki ekkert eftir þegar lagt
var á brattann. Auk þess var hún
frábær félagi, afskaplega ljúf og
elskuleg í allri umgengni, glöð og
skemmtileg.
Þessi hógværa og netta kona
skilur eftir sig stórt skarð hjá
Everest-hópnum. Hún kom í
nánast allar göngur hópsins, það
þurfti eitthvað mjög sérstakt til
að Birna mætti ekki í göngu.
Hennar verður sárt saknað.
Göngufélagarnir í Everest-
hópnum þakka Birnu af alhug
fyrir góða og ánægjulega sam-
fylgd. Fjölskyldu hennar sendum
við okkar hlýjustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd félaga í Everest-
hópi Útivistar,
Kristíana Baldursdóttir.
Elsku besta vinkona.
Það dimmdi og kólnaði í hjarta
mér þegar ég fékk fréttina um að
þú værir dáin, elsku Birna mín.
Þvílíkur sársauki og sorg sem
gagntók mig. Ég kynntist þér
þegar ég byrjaði að vinna á St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði haust-
ið 1995. Fyrstu þrjá dagana var
ég eins og skuggi þinn. Fylgdi
þér eftir í einu og öllu og þú sett-
ir mig vel inn í starfið sem við
unnum báðar. Kenndir mér á
tæki og tól, rétt handtök og að
hlusta á og virða sjúklingana.
Allt þetta hef ég haft að leiðar-
ljósi í starfi mínu og það nýtist
mér enn í dag . Ég var svo lán-
söm að við smullum saman og
urðum vinkonur nánast frá
fyrstu kynnum. Ég hreifst af
hversu dugleg þú varst og út-
sjónarsöm. Skipulögð og fagleg
fram í fingurgóma. Sama hvað
kom upp, þá leystir þú úr vanda-
málum róleg og yfirveguð. Síðar
þegar þú varðst deildarstjóri
varstu réttlát, skilningsrík og
laðaðir það besta fram í fari allra.
Árin liðu og vinátta okkar óx og
dafnaði. Við hittumst oft fyrir ut-
an vinnutímann og ræddum alla
heima og geima. Við ræddum um
fjölskyldurnar okkar, börn og
auðvitað barnabörnin þegar þau
fæddust eitt af öðru. Vorum báð-
ar svo stoltar mömmur og ömm-
ur, gátum endalaust montað okk-
ur af okkar fólki og sagt sögur af
því.
Við áttum sameiginlegt áhuga-
mál sem var fjallgöngur og
gönguferðir um fallega landið
okkar. Við áttum saman margar
yndislegar stundir á fjöllum. Það
skipti ekki máli hvort það var sól
eða rigning. Við klæddum okkur
bara eftir veðri og héldum á vit
ævintýranna. Mikill stærðar-
munum var á okkur og þegar það
hvessti bauðst ég í gamni til að
binda þig við mig því ég fyki
hvergi. Þú hlóst bara og glettnin
skein úr fallegu augunum þínum.
Oftar en ekki gleymdum við okk-
ur í lítilli laut eða sátum á stein-
um í fjallshlíðum og tíminn flaug
áfram. Þú bentir á allan fjalla-
hringinn og þuldir upp nöfn
fjallanna sem ég átti eftir að
ganga með þér, en auðvitað varst
þú búin að klífa þau öll áður. Síð-
asta sumar bættist Stebbi minn í
tveggja manna hópinn okkar.
Þetta var ógleymanlegt fjalla-
sumar og við fórum í ófáar fjall-
göngurnar með þér, Birna mín.
Þú smitaðir manninn minn með
ákafa þínum og áhuga og hann
geystist upp og niður fjallshlíð-
arnar á meðan þú sagðir okkur
frá staðháttum og atburðum sem
þar höfðu gerst. Þú snertir líf svo
margra, elsku Birna mín, og
breytingin að missa þig verður
svo sár og erfið. En minningin er
ljúf.
Elsku Þórarinn, Heiða, Vala,
Drífa og fjölskyldur, megi góður
Guð styrkja ykkur og styðja í
þessari miklu sorg.
Þín.
Erla.
Takk Bía mín fyrir að vera
vinkona mín.
Vinátta okkar byrjaði í skól-
anum við Eiríksgötuna. Á vist-
inni tengdust vinaböndin þéttar
vegna námsins og nýrrar lífs-
reynslu. Oft sátum við saman í
skólanum. Á lausum stundum
saumaðir þú út en ég tók í heklu-
nálina. Og margt var saumað á
þeim árum. Þú bauðst mér norð-
ur til Húsavíkur því þér fannst
ótækt að ég hefði engin plön fyrir
páskahelgina. Oft var skottast í
Akurgerði í heimsókn. Ég heim-
sótti þig svo á Akranes. Við átt-
um góða daga í Köben ’78 þegar
þú sýndir mér Herlev. Og við fór-
um í dýragarðinn og á Bakken í
stóra rússíbanann. Og þá var
Drífa í kerrunni, lítið spons. Við
vorum svo herbergisfélagar í Ed-
inborg og á Geysi þegar hollið
okkar var að ferðast og ganga í
tilefni útskriftarafmæla okkar.
Samtölin okkar voru hnitmið-
aðar spurningar og mjög hrein-
skilin svör sem við geymdum
hvor hjá annarri. Sátum þá þétt
saman og horfðumst fast í augu
og vorum fljótar að afgreiða mál-
in. Alltaf var eins og við hefðum
hist í gær. Gleði, jákvæðni, ein-
lægni og hreinskilni var alltaf í
öllum okkar samskiptum.
Kná, smá, trú, trygg, orðvör,
með blik í augum og risastór
manneskja var hún Bía mín.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Tóta, dætra, ættingja
og vina Bíu.
Sjáumst í Sumarlandinu.
Erla Ragna Ágústsdóttir.
Það var haustið 1972 að 60
ungmenni settust á skólabekk í
Hjúkrunarskóla Íslands. Stærsti
hópur sem hafði verið tekið inn í
skólann í einu. Öll þessi ung-
menni voru full eftirvæntingar
og tilbúin að læra til ævistarfs-
ins. Birna var ein af okkur. Í þá
daga bjuggu flestir á heimavist í
skólanum og urðu góð kynni og
mikill vinskapur á milli nema
sem haldist hefur alla tíð. Í
Hjúkrunarskóla Íslands voru
ekki bekkir heldur „holl“ og þau
einkennd með bókstöfum og var
einfaldlega farið eftir stafrófinu.
Við vorum í L-holli Hjúkrunar-
skóla Íslands.
Eftir útskrift tvístruðust allir
hver í sína átt og Birna vann m.a.
á Landspítalanum, Akranesi, í
Danmörku, á Landakoti og
lengst af sem deildarstjóri á St.
Jósepsspítala í Hafnarfirði. Hún
var kröftug í starfi og stóð m.a.
kornung fyrir leshring á Akra-
nesi og vildi með því bæta þekk-
ingu starfsmanna og auka hæfni
þeirra í starfi.
L-hollið hittist sjaldan fyrstu
árin eftir útskrift en í tilefni af 25
ára útskriftarafmæli urðu
straumhvörf í samskiptum okk-
ar. Þá var ákveðið að halda til
Edinborgar í helgarferð í tilefni
afmælisins. Við áttum samt erfitt
með að sjá okkur á Princess
Street í marga daga svo við fund-
um á netinu ferðaskrifstofu sem
fór með okkur í gönguferð í einn
dag. Sá dagur mun aldrei gleym-
ast því illskuveður var í borginni,
þakplötur fuku af húsum og tré
rifnuðu upp með rótum. Ekki
hafði það áhrif á okkur og geng-
um við ótrauðar á Ben Lawers.
Skosku leiðsögumennirnir höfðu
aldrei séð kvennahóp svona vel
útbúinn til göngu og duglegan. Á
toppinn fórum við og Birna var
þar fremst í flokki enda höfðum
við hinar ekki roð við henni.
Eftir þessa ferð hefur hópur-
inn farið árlega í gönguferðir,
bæði innanlands og utan. Ferð-
irnar hafa verið okkur mjög mik-
ilvægar og einnig fyrir maka
okkar sem hafa náð að kynnast
vel. Vináttuböndin hafa styrkst
með hverri ferð sem við höfum
farið.
Síðasta ferð okkar var á Snæ-
fellsnesið. Þar kusum við Birnu í
nefnd til að skipuleggja næstu
ferð og var nefndin búin að
skipuleggja ferðina að mestu og
verður erfitt fyrir okkur að fara í
þá ferð án hennar.
Birna var létt á sér eins og
fjallageit. Hún var með afbrigð-
um hógvær og sýndi það sig ein-
mitt best í göngunum þegar hún
tók forystuna. Þá miklaðist hún
ekki af því hversu góður fjalla-
maður hún var. Hún þurfti ekki
að sýnast, hún var bara hún sjálf,
glaðvær, traust, skynsöm, góður
félagi og tilbúin að hjálpa, og nut-
um við skólasystur hennar oft
góðra ráða.
Yndisleg skólasystir og frá-
bær ferðafélagi er fallin frá. Það
er stórt skarð í hópnum sem eng-
inn fyllir. Við minnumst Birnu
sem frábærs hjúkrunarfræðings
sem vann af einurð og heiðar-
leika að því að bæta líðan skjól-
stæðinganna og hafði metnað
fyrir hjúkrun. Á sama hátt hlúði
hún að vinskapnum við hollsyst-
urnar. Hennar verður sárt sakn-
að.
Við vottum Þórarni, Drífu,
Völu, Heiðu og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja
þau.
F.h. hjúkrunarfræðinga úr L-
holli.
Sigríður, Ólafía, Björk, Ingi-
björg og Jóhanna.
Ég tel mig lánsama að hafa
fengið að kynnast Birnu þótt
veikindi mín hafi þurft til. Um-
hyggjan, kærleikurinn og nær-
gætnin sem hún sýndi mér í veik-
indum mínum er mér ómetanleg.
Það var fyrir hana og samstarfs-
fólk hennar á St. Jósefsspítala
sem gerðu spítalann svo sérstak-
an og langar spítalainnlagnir
bærilegar.
Þegar hún labbaði fram hjá
stofunni minni vissi ég hver þar
var á ferð, stuttu skrefin og rösk-
legt göngulagið einkenndu
vinnusemi hennar og dugnað.
Birna gaf mér meira en hún
þurfti og tók krók á leið sína til
að allt gengi sem best alls staðar.
Umönnun hennar einkenndist af
fagmennsku og góðvild hvort
sem var í mánaðarlegri lyfjagjöf
eða í innlögnum sem stundum
vöruðu svo mánuðum skipti. Á
fimmtán árum mynduðust góð
tengsl þótt þau væri á milli sjúk-
lings og þess sem hann annaðist.
Hún nuddaði tærnar mínar, sat
hjá mér þegar ég fékk martraðir,
strauk enni mitt með þvottapoka
og bleytti kverkar mína með
blautum svampi. Hún hjálpaði
mér að annast dóttur mína þótt
það væri ekki nema brot úr degi
því henni þótti leitt að vita af
móður og ungbarni aðskildum
vikum saman. Hún spurði reglu-
glega hvernig börnin mín hefðu
það og sagði mér stolt frá barna-
börnum sínum.
Birna gaf mér von þegar illa
gekk og bros þegar vel gekk.
Hún studdi erfiðar ákvarðanir,
fræddi mig og annaðist. Hún
veitti mér öryggi með nærveru
sinni og fróðleik. Myndir og
minningar geymi ég og varðveiti.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
Birnu, börnum hennar og barna-
börnum, vinum hennar og vinnu-
félögum og öllu hennar sam-
ferðafólki. Megi Guð veita þeim
öllum styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Ósk Matthíasdóttir.
Það var mikið áfall að heyra að
góð vinkona og samstarfsmaður
til margra ára, Birna Steingríms-
dóttir hjúkrunarfræðingur, hefði
farist í fjallgönguferð sunnudag-
inn 3. febrúar sl. Hvers konar
útivist og fjallgöngur voru henn-
ar áhugamál sem hún stundaði af
miklum krafti með vinum og
göngufélögum. Hún var sann-
kölluð fjallageit.
Lífið er hverfult og á svip-
stundu var henni kippt í burtu og
er það okkur öllum sem til henn-
ar þekktum mikið reiðarslag.
Birna hóf störf á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði árið 1992.
Birna
Steingrímsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Langt af fjöllum hríslast lækirnir
og laða þig margir til fylgdar.
En vegurinn er einn, vegurinn
velur þig,
hvert spor þitt er stigið.
Og frá upphafi allra vega
fór enginn þá leið nema þú.
(Snorri Hjartarson)
Hörður, Guðrún, Una og
Ragnar frá Akranesi.
✝
Ástkær stjúpfaðir okkar, bróðir, vinur, afi og
langafi,
HANNES HAFLIÐASON,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Kleppsvegi 126,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
14. febrúar kl. 13.00.
Kolbrún Benjamínsdóttir,
Margrét Benjamínsdóttir,
Sigurður Tryggvason,
Hafdís Hafliðadóttir,
Ingibjörg Hafliðadóttir,
Aðalheiður Hafliðadóttir,
Ragnar Hafliðason,
Friðlaugur Friðjónsson,
afa- og langafabörn og fjölskyldur.