Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 35

Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 35
og tækninefnd þingsins 1995-99 og var fulltrúi Íslands í fastanefnd Þingmannasamtaka norður- heimskautssvæðanna 1999-2002. Á árunum 2004-2009 var Tómas sendiherra Íslands í Frakklandi, á Ítalíu, á Spáni, í Portúgal, í Túnis, í Andorra, í Marokkó og í Alsír. Hann var jafnframt fastafulltrúi Ís- lands hjá OECD og hjá UNESCO. Tómas Ingi hefur verið að skrifa athyglisverðar greinar í Morgun- blaðið um Evrópusambandið, stöðu þess og þróun, með hliðsjón af um- fjöllun í Frakklandi og víðar í Suð- ur-Evrópu. Fjölskylda Tómas Ingi kvæntist 20.6. 1981 Nínu Þórðardóttur, f. 10.12. 1946. Hún er dóttir Þórðar Gunnars- sonar, f. 8.7. 1918, d. 21.11. 1996, fyrrv. framkvæmdastjóra og um- boðsmanns Brunabótafélags Ís- lands á Akureyri, og Guðrúnar Ís- berg hágreiðslumeistara, f. 28.9. 1922, d. 16.1.2005. Fyrri kona Tómasar Inga er Hjördís Daníelsdóttir, f. 26.8. 1945. Dætur Tómasar Inga og Hjör- dísar eru Margrét, f. 22.3. 1964, skrifstofumaður á Akureyri, en dætur hennar og Richards White eru Karen Rebekka, f. 2.1. 1990, og Sara Kristín, f. 28.5. 1992; Helga trúarbragðafræðingur, f. 5.10. 1965, gift Hrólfi Brynjarssyni barna- lækni en börn þeirra eru Sigrún Rósa, f. 26.4. 1998, og Tómas Ingi, f. 2.5. 2000. Dætur Nínu eru Sunna Sigurð- ardóttir, f. 15.9. 1972, deildarstjóri, gift Birgi Erni Birgissyni fram- kvæmdastjóra en dætur þeirra eru Íris Þóra, f. 16.6. 2002 og Eva Júlía f. 13.4. 2005; Vala Þóra Sigurðar- dóttir, f. 27.2. 1977, grafískur hönn- uður, sambýlismaður Heimir Tryggvason verkfræðingur en börn þeirra eru Dröfn, f. 25.5. 1999, og Úlfar f. 3.2. 2007. Hálfsystkini Tómasar Inga, sam- feðra: Finn, f. 1952; Ada, f. 1953, nú látin; Nína, f. 1958. Foreldrar Tómasar Inga voru Yngvar Henry Olrich, f. 12.9. 1908 d. í maí 2008, framkvæmdastjóri í Ósló, og Margrét Steingrímsdóttir, f. 27.3. 1912, d. 8.7. 1995, klæð- skerameistari og verslunarmaður á Akureyri. Skógarhöggsmaður Tómas Ingi ryður skóg fyrir nýbyggingu á jörð sinni, Festarkletti, árið 2009. Úr frændgarði Tómasar Inga Olrich Tómas Ingi Olrich Yngvar Henry Olrich framkvæmdastj. í Osló, af norskumættum Tómasína Ingib. Tómasdóttir húsfr. áVíðivöllum Margrét Steingrímsd. klæðskera- meistari og verslunarm. á Akureyri Steingrímur Þorsteinsson kennari og organ- isti áVíðivöllum Gunnlaugur Tómasson, bóksali á Ísafirði Jónas Tómasson, tónskáld á Ísafirði Ingvar Jónasson fiðluleikari Tómas Jónasson læknir synir hans: Haukur Tómas- son tónskáld, Jónas Tómasson tónskáld og Jóhannes Tómasson blaðafulltrúi Þórhildur Sveinbjörg Steingrímsdóttir íþróttakennari á Akureyri Stefán Hermannsson fyrrv. borgar- verkfræðingur í Rvík, faðir Jóns Halls, útvarps- manns og skálds Birgir endurskoðandi í Rvík, faðir Steingríms, framkvæmdastj. Höldurs á Akureyri Steinunn Árnadóttir húsfr. á Hallgilsstöðum Karl Kristjánsson b. á Belgsá Stefán Karlsson fyrrv. forstöðum. Stofnunar Árna Magnússonar Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstj. Fréttablaðsins Þorsteinn Árnason b. í Lundi í Fnjóskadal Steinunn Jónsdóttir húsfr. á Dæli Árni Halldórsson b. á Dæli Margrét Jónsdóttir húsfr. í Lundi Jón Kristjánsson b. á Vatnsleysu Jórunn Arngrímsd. húsfr. á Vatnsleysu Tómas Jónasson fræðim. á Hróarsstöðum Jónas Bjarnason b. á Sellandi Sigríður Jónsdóttir húsfr. Björg Emelía Þorsteinsdóttir húsfr. á Hróarsstöðum Þorsteinn Torfason b. á Hlíðarenda í Köldukinn Kristjana Jónsdóttir húsfr. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi Örlygur Sigurðsson listmálarifæddist í Reykjavík hinn13.2. 1920 en ólst upp á Akureyri. Foreldrar hans voru Sig- urður Guðmundsson, mag. art., kennari við KÍ og MR, síðar skóla- meistari MA, og k.h., Halldóra Ólafs- dóttir húsfreyja. Föðurforeldrar Örlygs voru Guð- mundur Erlendsson, hreppstjóri á Æsustöðum og í Mjóadal, og k.h., Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir. Foreldrar Halldóru voru Ólafur Finnsson, pr. í Kálfholti, og k.h., Þórunn Ólafsdóttir frá Mýrarhúsum. Systkini Örlygs: Ólafur, yfirlækn- ir á Akureyri; Þórunn Tunnard, hús- freyja í Bretlandi; Arnljótur, lést í frumbernsku; Guðmundur Ingvi, lögfræðingur í Reykjavík, og Stein- grímur listmálari. Örlygur lauk stúdentsprófi frá MA 1940, var við listnám í Banda- ríkjunum við University of Minne- sota og Minneapolis School of Art 1941-42, við Choinard School of Art í Los Angeles 1942-44 og við Art Students League í New York 1944- 45, auk þess sem hann dvaldi í París 1948-49. Örlygur hélt fjölda málverkasýn- inga um dagana en viðfangsefni hans voru gjarnan þau hughrif sem á hann sóttu hverju sinni, oft tjáð með kímni og gamansemi. Hann var mjög eftir- sóttur portrettmálari en þar naut sín teiknigáfa hans. Örlygur var mikilvirkur greina- höfundur, skrifaði margar afmælis- og minningargreinar þar sem mann- lýsingar hans í máli og myndum voru oft magnaðar. Hann ritaði, mynd- skreytti og gaf út fimm bækur: Próf- ílar og pamfílar (1962), Þættir og drættir (1966), Bolsíur frá bernsku- tíð (1971), Nefskinna (1973) og Rauð- vín og reisan mín (1977). Örlygur var fríður sínum, hressi- legur í framkomu, glaðbeittur og orðheppinn. Eiginkona Örlygs var Unnur Ei- ríksdóttir. Börn Örlygs og Unnar eru Sig- urður listmálari; Malín, fatahönn- uður og kaupkona í Reykjavík. Örlygur lést 24.10. 2002. Merkir Íslendingar Örlygur Sigurðsson 100 ára Jónína Geirlaug Ólafsdóttir 90 ára Ólafur Guðmundsson 85 ára Anni María E. Hermannsdóttir Einar Hannesson Halldóra Halldórsdóttir 80 ára Baldur Ágústsson Jóhanna Ingólfsdóttir Lydia Rósa Sigurlaugsdóttir Sigurþór Sigurðsson 75 ára Elín Halldórsdóttir Hjördís Þorsteinsdóttir Sigurður Bjarnarson Una Þórdís Elíasdóttir Þorsteinn Sigfússon 70 ára Bergþóra Skúladóttir Ingvar Helgi Árnason Jón Gunnarsson Kristbjörg Hallsdóttir Lára Clausen Sigurður Ölversson 60 ára Ása Gísladóttir Eliza Cimoszko Halldóra Elsa Þórisdóttir Ingibjörg Þórhallsdóttir Jóhanna H. Halldórsdóttir María Jóna Einarsdóttir Sigurður H. Guðbjörnsson Valdimar Jón Halldórsson 50 ára Boguslaw Cybulski Guðrún Einarsdóttir Gunnar Ársælsson Halla Steingrímsdóttir Jóhann Garðar Ólafsson Jón Kristinn Haraldsson Sara Olsen 40 ára Eyjólfur Þór Jónasson Gréta Gísladóttir Gústaf Pálmar Sveinsson Hólmgrímur Pétur Bjarnason Hrannar Gíslason Hörður Björn Sigurjónsson Kristján Þór Cantila Amabao Salvar Ólafur Sveinsson Sverrir Bergþór Sverrisson Tjörvi Berndsen Þorbjörg Jóhannsdóttir 30 ára Erla María Kristmundsdóttir Freyr Theódórsson Hjalti Þór Heiðarsson Júlía Þrastardóttir Kristín Lena Þorvaldsdóttir Wojciech Jósef Szablowski Til hamingju með daginn 30 ára Hafsteinn lauk prófi í fjölmiðlafræði frá HÍ, situr í stjórn MSÍ og AÍH, er Gaflari, aksturs- íþróttam. og starfar hjá Krýsuvíkursamtökunum. Maki: Vera Dögg Hösk- uldsdóttir, f. 1988, graf- ískur miðlari. Dóttir: Hafrós Myrra, f. 2009. Foreldrar: Brynjar E. Sæ- mundss., f. 1957, skipstj., og Hulda B. Magnúsd., f. 1958, skrifstofustjóri. Hafsteinn Eyland 40 ára Guðmundur ólst upp í Reykjavík, lauk Microsoft MCM-prófi og er kerfissérfræðingur hjá Opnum kerfum. Maki: Ingibjörg Bernhöft, f. 1974, dáleiðslutæknir. Dóttir: Sunna Mjöll, f. 1994. Foreldrar: Páll Guð- mundsson, f. 1927, skip- stjóri í Kópavogi, og Helga Guðrún Bergmanía Pét- ursdóttir, f. 1930, d. 1997, húsfreyja. Guðmundur Pétur Pálsson 40 ára Stefán er rafvirki, viðskiptafræðingur og lögfræðingur frá HR og er framkvæmdastj. rekstrar- sviðs Háskólans á Bifröst. Maki: Geirlaug Jóhanns- dóttir, f. 1976, forstöðum. símenntunar á Bifröst. Börn: Íris Líf, f. 2001; Ax- el, f. 2003, og Sveinbjörn Andri, 2007. Foreldrar: Sveinbjörn Sigurðsson tæknifræð- ingur og Véný Lúðvíks- dóttir kennari. Stefán Sveinbjörnsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.