Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 40

Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi plata er alfarið unnin af vina- hópnum mínum, en ég er órúlega heppinn að eiga svona marga fína fé- laga,“ segir Hreimur Örn um fyrstu sólóplötu sína Eftir langa bið sem hann sendi frá sér síðla síðasta árs. Vísar hann þar m.a. til vina sinna í hljómsveitinni Made in Sveitin sem að stórum hluta er mönnuð tónlist- arfólki úr Landi og sonum fyrir mannabreyt- ingar hljóm- sveitarinnar árið 1997 sem og strákanna úr Vinum Sjonna, þeirra Vignis Snæs Vigfússonar, Benedikts Brynleifssonar og Pálma Sigurhjartasonar. „Stoð mín og stytta í öllu upptökuferlinu var Addi 800 sem ásamt Árna Þór Guðjóns- syni hefur haldið utan um allt vinnsluferli plötunnar,“ segir Hreimur. Á plötunni eru tíu frumsamin lög eftir Hreim sem jafnframt á texta við helming laganna. Elstu lögin samdi Hreimur árið 1999 og það yngsta frá 2008, en upptökur hófust 2006. Spurður hvernig honum hafi tekist að mynda þá heild sem á plöt- unni birtist þegar lögin eru samin og tekin upp á svo löngu tímabili segir Hreimur að galdurinn felist í upp- tökuferlinu. „Þannig var upptöku- ferlið svipað á öllum stigum málsins. Við völdum að halda í þann hráleika sem fæst með því að telja í lögin og taka þau upp í einni töku, alveg eins og gert var í gamla daga. Af því við höfum tæknina með okkur í liði gát- um við leikið okkur aðeins með upp- tökurnar eftir á, bætt við og lagað. Sköpunarferlið var mjög afslapp- að þar sem við unnum í lögunum þar til allir voru orðnir sáttir. Helsta markmið mitt var að þetta yrði ein- falt og einlægt, enda vildi ég ekki reyna að búa til eitthvað sem ég ekki er,“ segir Hreimur, en lögin voru m.a. tekin upp í Puk-stúdíóinu í Dan- mörku og í sumarbústað undir Eyja- fjöllum. „Þessi hráleiki gerir það líka að verkum að ég get slegið upp tón- leikum með litlum sem engum fyrir- vara, sem er mjög gaman. Ég get því farið hvert sem er, hvenær sem er með aðeins tvo til þrjá vini mína og haldið tónleika,“ segir Hreimur. Alls ekki alvarlegur gaur Aðspurður segist hann hafa fylgt plötunni eftir seinni hluta síðasta árs með útgáfutónleikum í Austurbæ og smærri tónleikum víðs vegar um landið. „Ég á hins vegar eftir að fylgja henni enn meira eftir, enda lít ég ekki á plötuna sem skyndi- fjárfestingu heldur hafði ég að leið- arljósi við gerð hennar að hún myndi standast tímans tönn,“ segir Hreim- ur. Hann mun ásamt hljómsveitinni Made in Sveitin spila á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi um páskana. „Við spilum dagskrá sem nefnist Bestu lög Hreims þar sem leikin verða lögin af nýju plötunni í bland við lög sem Land og synir gerðu fræg á sínum tíma og öll þjóðhátíð- arlögin mín,“ segir Hreimur. Aðspurður segist Hreimur eiga mjög auðvelt með að semja lög og melódíur. „Ég sendi hins vegar ekki hvað sem er frá mér, því ég vil að lögin séu flott og endist. Árið 2001 hitti ég dægurlagahöfundinn Des- mond Child á fundi í Bandaríkjunum og hann brýndi fyrir mér að ég skyldi ávallt hafa það í huga þegar ég væri að semja að tónlistin þyrfti að endast,“ segir Hreimur og bætir við að hann líti á sjálfan sig meira sem skemmtikraft en bara tónlistar- mann. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að halda uppi stemningu hvort heldur er í partíi eða á tón- leikum. Það er erfitt fyrir mig sem listamann að ætla að gera voða al- varlega plötu, því ég er alls ekki al- varlegur gaur. Ég er ekki að fara að semja um stríðshrjáðar þjóðir eða fátækt vegna þess að ég er ekki al- veg svona djúpur,“ segir Hreimur. Talandi um skemmtikraft þá hef- ur flutningur þinn á þekktum dæg- urlagatextum með þýskum hreim vakið athygli bæði á FM, Bylgjunni og Spurningabombunni á Stöð 2. Hvernig kom þetta til? „Ég byrjaði á þessu í tengslum við Poppquiz sem ég stóð fyrir á Dönsku kránni. Ég kann ekkert í þýsku, en tek reiðan Þjóðverja úr Indiana Jon- es-mynd mér til fyrirmyndar. Þegar maður les söngtexta á borð við „Mamma Mia“ með ABBA upp á ensku með þýskum framburði á fólk oft erfitt með að átta sig á upprun- anum, sem er skemmtilegt,“ segir Hreimur og tekur fram að hann sé iðulega beðinn að koma og sjá um poppquiz í ýmsum fyrirtækjum og þá fái þýski hreimurinn alltaf að fljóta með. Ekki er hægt að sleppa Hreimi án þess að forvitnast um hvort aðdá- endur þurfi að bíða jafnlengi eftir næstu plötu og þeirri fyrstu. Því svarar Hreimur neitandi. „Ég geri fastlega ráð fyrir að senda frá mér næstu plötu innan tveggja til þriggja ára, enda á ég tugi laga sem ég get valið úr. Mig langar til að taka Jónas Sig. mér til fyrirmyndar og geri ráð fyrir meiri tilraunamennsku á næstu plötu. Þannig verður næsta plata örugglega örlítið hressari en sú fyrsta,“ segir Hreimur. Endist „Ég sendi ekki hvað sem er frá mér, því ég vil að lögin séu flott og endist,“ segir Hreimur og tekur þar Desmond Child sér til fyrirmyndar.  Eftir langa bið er fyrsta sólóplata Hreims Arnar „Einfalt og einlægt“ H.S.K - MBL ZERO DARK TIRTY Sýndkl.6-9 THE LAST STAND Sýndkl. 5:45-8-10:15 VESALINGARNIR Sýndkl.9 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 16 16 EIN BESTA HASARMYND ÁRSINS! “Magnþrungin og eftirminnileg” T.V. - Bíóvefurinn Frábær spennumynd byggð á leitinni af Osama Bin Laden. 5 óskarstilnefningar 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex BESTI LEIKAR ÁRSINS - BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS - BESTA MYND ÁRSINS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - H.S.S., MBL ” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN ” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ KON-TIKI KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 LINCOLN KL. 5.50 - 9 14 DJANGO KL. 10 16 VESALINGARNIR KL. 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10 -EMPIRE ZERO DARK THIRTY KL. 9 16 LINCOLN KL. 6 14 DJANGO KL. 6 16 THE LAST STAND KL. 9 16 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ZERO DARK THIRTY KL. 4.30 - 8 LÚXUS KL. 8 16 DJANGO KL. 8 - 10.20 LÚXUS KL. 4.30 16 LINCOLN KL. 5 14 LAST STAND KL. 8 - 10.40 16 VESALINGARNIR KL. 4.30 12 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.20 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.