Morgunblaðið - 26.02.2013, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.2013, Page 16
BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Þónokkrar breytingatillögur eru lagðar fram í minnisblaði frá nefnda- sviði Alþingis um viðbrögð við drög- um að áliti Feneyjanefndarinnar á stjórnarskrárfrumvarpinu. Í minnis- blaðinu er fjallað um atriði úr bráða- birgðaáliti nefndarinnar er snúa að stofnanaskipan, tilhögun beins lýð- ræðis, dómsvaldi, utanríkismálum og forgangi laga. Á meðal þeirra ábendinga Fen- eyjanefndarinnar sem nefndasviðið bregst við er ábending um að endur- skoða þurfi 1. mgr. 50. gr. frum- varpsins en þar er kveðið á um hags- munaskráningu og hæfi þingmanna. Að mati nefndarinnar þarf bæði að endurskoða og skýra ákvæðið en nefndin bendir á að ákvæðið sé mjög óvenjulegt og að það geti boðið heim endalausum ágreiningi áður en mikilvæg lagafrumvörp eru tekin til umræðu á þinginu. Í minnisblaðinu segir að til að koma til móts við þessa ábendingu sé nauðsynlegt að skil- greina þau sjónarmið sem liggja eigi til grundvallar almennum reglum um sérstakt hæfi alþingismanna svo hægt sé að útfæra regluna með al- mennum lögum. Þar segir einnig að nauðsynlegt sé að kveða á um hver sjái um að skera úr um það ef upp koma álitamál um hæfi þingmanns. Þá segir í viðbótarábendingu frá nefndarritara að eðlilegt væri að gefa vísbendingu um það í greinar- gerð frumvarpsins hvort þingmaður sem skv. reglunum sé vanhæfur geti tekið inn varamann eða hvort flokk- ur hans geti tekið inn varamann svo að valdajafnvægi á Alþingi haldist óbreytt þannig að ákvarðanir þess endurspegli vilja þjóðarinnar. Áhyggjur af þröskuldabanni Feneyjanefndin bendir á að svo virðist sem 39. gr. frumvarpsins banni hvers konar þröskuld fyrir þingmennsku og hefur hún áhyggjur af því. Telur hún að þó svo að þessi aðferð virðist lýðræðisleg þá auki hún hættuna á veiku og sundurleitu þingi þar sem þingmenn séu kosnir til að verja sérstaka hagsmuni. Í minnisblaðinu er bent á að taka þurfi ákvörðun um hvort vilji sé til að hafa svona þröskuld og þá einnig hvort setja eigi hann inn í sjálft ákvæðið eða heimila löggjafanum að gera það. Þá bregst nefndasviðið jafnframt við ábendingu nefndarinnar um að tillögur um kosningakerfi séu mjög flóknar og með ýmiss konar óvissu- atriðum sem erfitt sé að reiða hendur á. „Unnt er að bregðast við athuga- semdum Feneyjanefndarinnar með því að leggja til breytingar á kerfinu til samræmis við aðrar ábendingar hennar og leita til sérfræðinga til að meta kerfið og leggja til hugsanleg- ar breytingar á því til að tryggja stöðugleika, skýr- leika, jafnvægi og festu,“ segir í tillögu um við- brögð við ábendingunni. Breytingatillög- ur bætast enn við frumvarpið - Nefndasvið gerir ýmsar breytinga- tillögur við stjórnarskrárfrumvarpið Morgunblaðið/Ómar Nefndasvið Alþingis Ýmsar breytingatillögur eru settar fram í minnisblaði nefndasviðs Alþingis um viðbrögð við drögum að áliti Feneyjanefndarinnar. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Eftir óvenjuhlýjan febrúarmánuð hefur gróður á höfuðborgarsvæð- inu víða tekið við sér og glöggir íbúar borgarinnar hafa margir tek- ið eftir brumi á greinum runna í borginni. Síðastliðnar vikur hefur hitastigið yfirleitt verið yfir frost- marki og mætti því jafnvel ætla að vorið væri á næsta leiti. Þetta sýndarvor er þó senn á enda því spáð er kaldara veðri þegar líður á vikuna. Aðspurður segist Þórólfur Jóns- son, garðyrkjustjóri Reykjavík- urborgar, ekki eiga von á því að skemmdir verði á gróðri vegna þessara skörpu skila í veðurfarinu. „Það er ekki búinn að vera nógu mikill hiti nógu lengi til þess að það sé einhver hætta á ferðum,“ bætir hann við. Hitamet í Reykjavík Þórólfur segir að hér á landi séu gróðurtegundir frá suðrænum slóðum sem eru viðkvæmari fyrir aðstæðum hér á landi og geta hita- breytingarnar sem framundan eru verið erfiðar fyrir þessar tegundir. Hann segir þetta aðallega vera er- lenda runna en tré láti síður á sér bera í veðurfari sem þessu. „Þó að runnarnir láti á sér bera í hitanum þola þeir alveg að það komi kuldi aftur,“ segir Þórólfur. „Birkið læt- ur aftur á móti aldrei plata sig, það byrjar alltaf á sama tíma í maí,“ bætir hann við. Þórólfur bendir þó á að ef þessar aðstæður kæmu upp síðar í vetur, til dæmis í mars, gæti gróðurinn átt erfiðara með að jafna sig. Þessa dagana vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar að grisjun og klippingu trjáa ásamt viðgerðum á verkfærum og bekkjum en að sögn Þórólfs eru þetta helstu verkin í garðyrkjunni á þessum árstíma. Sigurður Þór Guðjónsson veður- sagnfræðingur heldur úti bloggsíð- unni Nimbus á Moggablogginu. Hann segir að aðfaranótt mánu- dags hafi fallið hitamet í Reykjavík en þá fór hitinn í 10,2 stig og er það mesti hiti sem hefur mælst þar í febrúar síðan mælingar hófust hér á landi. Fyrra metið var 10,1 stig og var það mælt 8. febrúar ár- ið 1935 og 16. febrúar árið 1942. Meðalhiti mánaðarins er nú kom- inn upp í 3,4 stig í Reykjavík og gæti hann orðið sá þriðji hlýjasti síðan mælingar hófust. Fleiri hita- met hafa fallið á landinu í febrúar en landsdægurmet féll á Seyðis- firði í gær, hinn 25. febrúar, þegar hitinn náði 15,3 stigum. Fyrra met þessa dags var 15 gráður. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini V. Jónssyni, veðurfræð- ingi á Veðurstofu Íslands, er þessi hlýindakafli senn á enda en spáð er kólnandi veðri í dag og á miðviku- daginn gerir frost um norðan- og austanvert landið. Á föstudaginn kemur hlýnar aftur en á sunnudag- inn verður norðanátt og mikið frost víða um land. Gróður tekur við sér í Reykjavík - Gróður farinn að bruma á höfuðborgarsvæðinu - Hitamet féll í Reykjavík aðfaranótt mánudags - Hörkufrost framundan - Garðyrkjustjóri segir að gróðurinn eigi að ráða við þessi skörpu skil Veðurblíða Gróður hef- ur tekið við sér á höfuð- borgarsvæð- inu eftir óvenjuhlýj- an febr- úarmánuð. Morgunblaðið/Golli „Við erum búin að fara yfir það allt saman. Við fórum yfir það allt og erum búin að ræða það allt saman og erum að gera til- lögur í framhaldi af því,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, aðspurð hvort meiri- hluti nefndarinnar sé búinn að ræða sín á milli þær breytinga- tillögur við stjórnarskrár- frumvarpið sem þrír lögfræð- ingar settu fram í síðustu viku. Aðspurð hvenær hún eigi von á að málið verði afgreitt út úr nefndinni segir Valgerður að því miður sé ljóst að málið komist ekki á dagskrá þingsins í þessari viku, hinsvegar sé stefnt að því að koma málinu á dagskrá í næstu viku. „Er ekki fólk alltaf búið að segja að það eigi að vanda sig? Það er akkúrat það sem við erum að gera,“ segir Valgerður. Á dagskrá í næstu viku BÚIN AÐ RÆÐA TILLÖGUR Valgerður Bjarnadóttir Betri næring - betra líf á Akureyri Í samstarfi við Símenntun HA Námskeiðið Betri næring, betra líf með Kolbrúnu grasalækni verður haldið á Akureyri þann 7. mars n.k. kl. 18:15. Á þessu hnitmiðaða námskeiði fer Kolbrún yfir það hvernig öðlast má betra líf með því að bæta bakteríuflóruna í meltingarveginum með réttri næringu og jurtum. Mikil lífsgæði felast í því að viðhalda heilbrigðri bakteríuflóru ímeltingarvegi ogKolbrún leiðbeinir umhvernigmánáogviðhaldaþvíástandi í líkamanum. Laugavegi 2 • 101 Reykjavík • sími 552 1103 www.jurtaapotek.is • jurtaapotek@jurtaapotek.is Námskeiðið er byggt á bókinni Betri næring, betra líf sem kom út árið 2011. Skráning fer fram á vef Símenntunar HA, www.unak.is/simenntun Föstudaginn 8. mars verður Kolbrún grasalæknir stödd hjá endursöluaðilum Jurtaapóteksins á Akureyri. Þið getið hitt Kolbrúnu í Heilsuhúsinu, Glerártorgi kl. 17:30-18:00 og í Akureyrarapóteki, Kaupangi kl. 14:00-16:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.