Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
● Útboð Lánamála ríkisins á ríkis-
bréfaflokknum RIKB31 síðastliðinn
föstudag tókst með ágætum að mati
Greiningar Íslandsbanka. Mikil þátt-
taka var í útboðinu, en alls bárust 23
gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 7,3
milljarðar króna að nafnverði. Ákváðu
Lánamál að taka 14 tilboðum fyrir
5,8 milljarða að nafnverði á 6,72%
ávöxtunarkröfu. Í takti við væntingar
bötnuðu kjör töluvert frá útboðinu í
janúar eða sem nemur um 18 punkt-
um.
Flokkurinn er nú 38,4 milljarðar
króna að stærð, en gæti raunar
stækkað um 580 milljónir króna til
viðbótar ef aðalmiðlarar nýta sér rétt
til að kaupa 10% af nafnverði seldra
bréfa í útboðinu.
Vel heppnað útboð rík-
isvíxla og góð þátttaka
Breska útgáfufyrirtækið Pearson,
eigandi viðskiptablaðsins Financial
Times, átti ekki auðvelda daga á síð-
asta ári en hagnaður fyrirtækisins
dróst saman um 66% á milli ára.
Hinn mikli samdráttur er einkum
rakinn til vaxtar rafrænnar útgáfu á
kostnað prentaðra miðla og bóka.
Hagnaður Pearson nam 326 millj-
ónum punda á síðasta ári samanbor-
ið við 957 milljónir punda árið 2011.
Varar útgáfan við því að næstu tólf
mánuðir eigi eftir að verða erfiðir í
rekstrinum og boðar mikla endur-
skipulagningu í rekstrinum.
Hlutabréf í breska útgáfufélaginu
Pearson féllu um 4% í London í gær-
morgun, þegar tilkynnt hafði verið
um samdráttinn.
Aðstæður erfiðar
Nýr forstjóri Pearson, John Fall-
on, segir að aðstæður séu erfiðar og
miklar breytingar í gangi við upp-
bygginguna. Það þýði að hefðbundin
útgáfa fyrirtækisins sé undir miklum
þrýstingi.
Hins vegar sé mikil eftirspurn eft-
ir fræðsluefni og rafræn útgáfa
Pearson gangi vel. Í tilkynningu
Pearson kemur fram að unnið verði
að endurskipulagningu til þess að
styrkja stöðu fyrirtækisins, meðal
annars í rafrænni útgáfu kennslu-
efnis.
Sameinast keppinautnum
Fallon tók nýverið við starfi for-
stjóra af Marjorie Scardino, sem ný-
verið lét af starfi forstjóra eftir að
hafa gegnt því í sextán ár. Var hún
fyrst kvenna til að stýra fyrirtæki
sem er í FTSE 100 vísitölunni í Bret-
landi.
Undir lok síðasta árs var tilkynnt
að bókaútgáfa Pearson, Penguin,
myndi sameinast keppninautnum,
Random House. Er þetta gert til
þess að draga úr kostnaði við útgáfu
en hefðbundin bókaútgáfa á í harðri
samkeppni við útgáfu rafbóka. Áætl-
ar fyrirtækið að um 100 milljónir
punda muni sparast á ári, með sam-
einingunni við Random House.
Pearson og móðurfélag Random,
þýska útgáfufélagið Bertelsmann,
ætla að stofna sameignarfélagið
Penguin Random House og er stefnt
að því að ljúka samrunanum síðar á
árinu.
Pearson tilkynnti í gær að 150
milljónum punda yrði varið í endur-
skipulagningu rekstrar í ár, meðal
annars við að slíta Penguin frá móð-
urfélaginu.
Fram kom í tilkynningunni að þeir
fjármunir sam sparast við samein-
ingu forlaganna verðir nýttir til þess
að efla hvers konar rafræna útgáfu
fyrirtækisins.
Fyrr í febrúarmánuði kom fram
að bandarísk samkeppnisyfirvöld
hafa heimilað samruna Penguin og
Random House. Við samrunann
verður 53% hlutur félagsins í eigu
Bertelsmann, móðurfélags Random
House og 47% hlutur verður í eigu
Pearson.
Reiknað er með því að samruna
fyrirtækjanna ljúki á síðari hluta
þessa árs.
Fimmtíu gráir skuggar gáfu vel
Random House hefur á undan-
förnum misserum stórhagnast á út-
gáfu rafbóka eins og „Fifty Shades
of Grey“ (Fimmtíu gráir skuggar)
eftir EL James og binda fyrirtækin
vonir við að áframhaldandi vöxtur á
eftirspurn eftir rafbókum, bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu, muni
auðvelda þeim reksturinn á næstu
árum. Sala Amazon á rafrænum bók-
um í Bretlandi á fyrrihluta árisins
2012 var um 13% af tekjum fyrirtæk-
isins, samkvæmt upplýsingum sam-
taka bókaútgefenda í Bretlandi (e.
The Publishers Association).
Hefðbundin útgáfa
á í vök að verjast
AFP
FT 150 milljónum punda verður varið í endurskipulagningu FT.
- Hagnaður Pearson dróst saman um 66% á liðnu ári
● Stofnað hefur verið nýtt íslenskt
hátæknifyrirtæki á sviði tölvuöryggis
sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun
og fræðslu, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá Syndis. Markmið fyr-
irtækisins er að efla íslenskt upplýs-
ingaöryggi.
Syndis mun einnig framkvæma ör-
yggisúttektir á fyrirtækjum og stofn-
unum, með því að herma eftir árásum
raunverulegra hakkara.
Höfuðstöðvar Syndis verða í Há-
skólanum í Reykjavík, en einnig verður
fyrirtækið með skrifstofur í Kaup-
mannahöfn og New York.
Á sviði tölvuöryggis
● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 15. febrúar til og
með 21. febrúar 2013 var 90. Þar af
voru 59 samningar um eignir í fjölbýli,
24 samningar um sérbýli og 7 samn-
ingar um annars konar eignir en íbúðar-
húsnæði.
Heildarveltan var 2.966 milljónir
króna og meðalupphæð á samning 33
milljónir króna. Þetta er umtalsvert
minni velta en í vikunni á undan en þá
var veltan á höfuðborgarsvæðinu 4.136
milljónir en þá var 118 samningum þing-
lýst.
Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðskrá
Íslands.
Minni velta fasteigna
`iiKr
HDKircvHP@c
lc`iiKr
¿cHl lKÂc
c`KHl lKÂc
H(cHl lKÂc
H<rHHcÎ xKclr
oPcHlD oc
HK
<K
fÔivcvrÌ<rÔHlrPD<`v £K¿cv
f
Ul%Ye H%%
uj\\^jj ½·Í "^:%^ ½ÉÇ»
t
~
¬ HU%"%k
Û]%k]
ȾµÓȾ
È®ÊÓ®°
Ⱦ¼Ó¾¾
¾¾ÓºÊÈ
¾¾Ó¼°¸
ȮӲº°
ȼµÓÈ
ÈÓ¼º¼È
È®ÈÓ¼¾
ȵ²ÓȺ
ȾµÓº¾
È®ÈÓºº
Ⱦ¼Ó¸°
¾¾Óºµ²
¾¾Óº¸È
ȮӰʵ
ȼµÓº°
ÈÓ¼º²
È®ÈÓ°®
ȵ²ÓµÈ
¾¾²Ó¾¸¸¾
ȾµÓ²¾
È®ÈÓ®
Ⱦ¼Ó®º
¾¾Ó¸¼¼
¾¾Ó¸È²
ȮӰµº
ȼµÓ°µ
ÈÓ¼¸Ê®
È®¾Óºµ
ȵ°Óʰ
STUTTAR FRÉTTIR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Skráning ogmorgunverður
Ráðstefna sett
GraemeNewell – Emotional marketing
Hlé
Kaspar Basse – Joe & the Juice
Capacent rannsókn
Hádegishlé – léttur hádegisverður
Simonetta Carbonaro - People’s longing
for authenticity. More than just a new
marketing trend.
TomAllason – Shutl: Delivering web orders in
90minutes will change buyers behaviour.
Hlé
Peter Dee – JohnnieWalker: KeepWalking
Ráðstefnulok.
08.30
09.00
09.10
10.10
10.30
11.15
11.30
12.45
13.45
14.30
15.00
16.00
Dagskrá ÍMARK dagsins
ÍMARKDagurinn
1.mars 2013
Harpa
Skráning á imark.is
#imark
Hinfimmfræknu
Fimm frábærir fyrirlesarar á ÍMARK deginum íHörpu
föstudaginn 1. mars.
Fróðleg og skemmtileg erindi sem enginnmarkaðsmaður
vill missa af.
Ráðstefnustjóri er Ingólfur ÖrnGuðmundsson,
framkvæmdastjóri markaðssviðsMarel.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/