Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Góður félagi, þjálfari og fyrr-
verandi knattspyrnumaður
Steinar Ingimundarson er fall-
inn frá langt um aldur fram.
Steinar tengdist knattspyrnunni
allt sitt líf, fyrst sem hæfileika-
ríkur leikmaður og síðan sem
útsjónarsamur þjálfari.
Steinar hóf feril sinn ungur
að árum í Leikni Reykjavík en
gekk snemma til liðs við KR og
var einn af lykilleikmönnum í
hinum sigursæla ’69-árgangi fé-
lagsins. Hæfileiki Steinars til að
skora mörk naut sín vel í þeim
hópi og með félögum sínum í
KR vann hann mörg mót í yngri
flokkum enda var liðið nánast
ósigrandi. Á þeim tíma lék
Steinar m.a. níu drengjalands-
leiki fyrir Íslands hönd.
Steinar lék í meistaraflokki í
efstu deild með KR, Leiftri og
Víði, en einnig lék hann með
Þrótti R. og Fjölni. Steinar
þjálfaði lið Fjölnis í meistara-
flokki með góðum árangri 2002-
2004. Hann tók við liðinu í 3.
deild, fór með það upp um deild-
ir og stjórnaði því í 1. deild
2004. Steinar tók síðan við þjálf-
un Víðis, fór með liðið upp úr 3.
deild 2007 og stjórnaði liðinu í 2.
deild 2008 og 2009. Steinar
þjálfaði síðan kvennalið Kefla-
víkur í meistaraflokki 2010 og
fram eftir ári 2011 þar til hann
varð að hætta sökum veikinda.
Steinari kynntist ég í leik og
starfi og ég minnist samskipta
sem voru skemmtileg og hrein-
skilin. Hann hélt alltaf tryggð
við knattspyrnuna sem gaf hon-
um svo margt í áranna rás.
Knattspyrnuhreyfingin sendir
fjölskyldu, ættingjum og vinum
Steinars samúðarkveðjur.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ.
Góður drengur er fallinn frá.
Steinar var vinur okkar hjóna,
kynni okkar hófust þegar hann
tók að sér þjálfun hjá Fjölni og
Ívar okkar var liðsmaður þar.
Flótlega kom í ljós að eiginleik-
ar hans sem þjálfara voru mikl-
ir, hann hafði brennandi áhuga
Steinar Örn
Ingimundarson
✝ Steinar ÖrnIngimundar-
son fæddist í
Reykjavík 27.
janúar 1969. Hann
lést hinn 17.
febrúar á líknar-
deildinni í Kópa-
vogi.
Steinar var
jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
25. febrúar 2013.
á þessum ungu
mönnum, sýndi
þeim ástúð og um-
hyggju og var vinur
þeirra og fyrir-
mynd. Við vorum
svo heppin að fá að
fara með liðinu sem
fararstjórar til
Portúgal í æfinga-
ferð, þar urðum við
vitni að mannkost-
um Steinars og vin-
skapurinn hélst áfram. Hann
kom oft til okkar á verkstæðið,
síðast í sumar kom hann til okk-
ar á nýju hjóli sem hann hafði
fest kaup á sem var með raf-
magns-hjálparmótor, hann ætl-
aði að byggja sig upp eftir veik-
indin. En meinið tók sig upp og
við ekkert fékkst ráðið. Lítið
fékk stöðvað þennan duglega
dreng ef hann ætlaði sér eitt-
hvað og vitum við að hann hefur
hjálpað mörgum ungum drengj-
um og stúlkum á braut
íþróttanna. Viljum við þakka
góðan vinskap og Jónu og börn-
um sendum við okkar dýpstu
samúð.
Sigurbjörg og Björn.
Í dag er til grafar borinn
Steinar Ingimundarson, sem
lést 17. febrúar síðastliðinn, að-
eins 44 ára gamall. Stundum
skilur maður ekki gang lífsins,
hver er tilgangurinn með því að
taka burt ungt fólk sem ætti að
eiga bjarta framtíð, en því er
ekki alltaf þannig farið? Steinar
átti við erfið veikindi að stríða
síðastliðin tvö ár, hann var mik-
ill keppnismaður og ætlaði að
sigrast á þessum veikindum, því
miður tókst það ekki.
Ég kynntist Steinari þegar
hann kom til Ólafsfjarðar að
keppa fyrir Leiftur árið 1987, en
bróðir hans Óskar var þá þjálf-
ari hjá Leiftri og á þessum ár-
um má segja að Leiftursævin-
týrið hafi byrjað. Við fórum
beint upp í úrvalsdeild það árið í
fyrsta skipti í sögu félagsins og
Steinar var markahæsti leik-
maður Leifturs og skoraði mark
í hreinum úrslitaleik er við unn-
um Þrótt Reykjavík um hvaða
lið færi upp í úrvalsdeild. Stein-
ar spilaði með Leiftri í úrvals-
deildinni 1988 og var lang-
markahæsti leikmaður liðsins en
hann skoraði sex mörk sem var
helmingur skoraðra marka liðs-
ins það árið. Steinar var mikill
keppnismaður og naut sín á
vellinum og kunni að njóta
stundarinnar þegar vel gekk
inni á vellinum.
Steinar spilaði aftur með
Leiftri 1998 í úrvalsdeildinni og
skoraði þá eitt mark.
Þrátt fyrir að Steinar byggi
fyrir sunnan þá fylgdist hann
vel með hvað væri að gerast fyr-
ir norðan, hann var mikill Leift-
ursmaður og var tilbúinn að
fórna sér fyrir félagið og lagði
ýmislegt á sig til þess, enda var
Steinar mjög góðviljaður dreng-
ur og tilbúinn að hjálpa öðrum
sem ég veit að hann gerði mikið
af. Nú er komið að leiðarlokum,
Steinar minn, ekki fleiri mörk
skoruð að sinni, hafðu þökk fyr-
ir framlag þitt fyrir Leiftur og
góð kynni. Hugur minn er hjá
eiginkonu, börnum og fjölskyldu
sem sjá á eftir góðum dreng
sem átti eftir að gera svo margt.
Megi góður Guð veita ykkur
styrk í sorginni.
Þorsteinn Þorvaldsson.
Genginn er góður drengur,
Steinar Örn Ingimundarson.
Það má segja að kynni mín af
Steinari hafi hafist við fyrirhug-
uð félagaskipti hans yfir í Val
árið 1991, sem aldrei varð af og
átti ég líklega einhvern þátt í
þeirri ákvörðun hans að skipta
ekki úr KR, en við báðir vorum
miklir KR-ingar áður en við
urðum miklir Fjölnismenn.
Steinar var mjög góður
knattspyrnumaður og ég sem
gamall KR-ingur man alltaf eft-
ir sigurmarki Steinars í 3-2-sigri
KR á Fram í Frostaskjóli sum-
arið 1992. Mikið var gott að
hafa Steinar í sínu liði.
Steinar náði frábærum ár-
angri í þjálfun hjá Fjölni. Hann
gerði 3. flokk karla að Reykja-
víkur- og Íslandsmeisturum árið
2001. Árið eftir tók hann við
þjálfun meistaraflokks karla og
tók þá úr 3. deild í 1. deild á
þremur árum. Hreint út sagt
ótrúlegur árangur sem seint
verður leikinn eftir.
Steinar var mjög framtaks-
samur og oft á tíðum tók hann
ákvarðanir langt á undan stjórn
knattspyrnudeildar Fjölnis enda
hafði hann skýra framtíðarsýn
til að ná árangri. Ákvarðanir
sem erfitt var annað en að fall-
ast á eftir að Steinar hafði út-
skýrt þær. Alltaf bar hann hag
Fjölnis fyrir brjósti sem kom
fram í ótrúlegri eljusemi og
ástríðu í störfum hans fyrir fé-
lagið.
Mér þótti afskaplega vænt
um Steinar og þótt við værum
oft á tíðum ekki sammála um
leiðir að sama markmiði, þá var
það svo að kynni mín af Steinari
voru mér einkar kær og ávallt
fór vel á með okkur.
Steinar var heiðarlegur, ein-
lægur og góður drengur.
Ég vil senda fjölskyldu Stein-
ars mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ég bið Guð að styðja þau og
hjálpa þeim í sorg sinni.
Snorri Snorrason,
fv. formaður Knatt-
spyrnudeildar Fjölnis.
Kær félagi okkar og sam-
starfsmaður Steinar Örn Ingi-
mundarson er látinn – langt um
aldur fram. Steinar var fram-
kvæmdastjóri InnX innréttinga
ehf. frá árinu 2009 og sinnti því
starfi af mikilli festu, kjarki og
áræðni. Hann var kröftugur
leiðtogi, öflugur samherji og síð-
ast en ekki síst – tryggur og
góður vinur. Aðdáunarverðir
styrkleikar hans kom skýrt í
ljós í hetjulegri baráttu hans við
illvígan andstæðing sem hafði
þó betur að lokum. Steinars
verður sárt saknað.
Jónu og börnunum færum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur – mikill er þeirra miss-
ir.
Minning Steinars lifir.
Fyrir hönd starfsfólks InnX
innréttinga,
Marten Ingi Lövdahl.
Elsku Steinar.
Við systkinin erum mjög lán-
söm að hafa haft þig í lífi okkar.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman.
Nú ert þú fallinn frá í blóma
lífsins og langar okkur að heiðra
minningu þína. Áður en við
byrjuðum að skrifa þessi orð
rifjuðum við saman upp minn-
ingarnar sem við eigum um þig.
Eftir stutta stund áttuðum við
okkur á því að við vorum farin
að brosa og hlæja. Það er það
sem þú færðir okkur, algjöra
gleði. Það var ekki hægt að
hitta þig án þess að brandarar
og gamansögur flæddu yfir
mann. Það var alltaf gaman að
vera í kringum þig, þú varst
hrókur alls fagnaðar með þinn
einstaka húmor og öll þín frá-
bæru uppátæki, sem við getum
endalaust hlegið að.
Þú varst svo miklu meira en
bara brandarakall, þér þótti
virkilega vænt um allt þitt fólk
og alltaf tilbúinn til þess að
hjálpa þeim sem þurftu á því
halda. Hjarta þitt var fallegt. Þú
varst fallegur maður bæði að
innan sem og utan og yfir þér
ríkti ávallt ákveðinn glæsileiki.
En það er stutt á milli hláturs
og gráts, nú þegar við áttum
okkur á því að þú sért farinn þá
streyma tárin niður vangana.
Við munum sakna þín sárt.
Í dag eru margir sem eiga
um sárt að binda því þú gerðir
líf okkar ríkara, en minningin
þín lifir og munum við geyma
hana í brjósti okkar.
Elsku Jóna, Þór, Hrund og
Björk.
Við sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hugur okkar er hjá ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Karen Ósk, Birna Rós
og Ingimundur Níels.
Fallinn er frá góður félagi og
vinur Steinar Örn Ingimundar-
son.
Mig langar með örfáum orð-
um að minnast hans og þess
tíma sem leiðir okkar lágu sam-
an.
Ég kynntist Steinari fyrst í
gegnum unglingastarfið hjá
Fjölni þar sem við meðal annars
fórum saman með sonum okkar
í keppnisferðir ásamt ýmsum
uppákomum sem töluvert var af
í starfi yngri flokkanna. Þetta
voru skemmtilegar samveru-
stundir og ekki var hægt að láta
sér leiðast.
Síðar starfaði ég með Steinari
þegar hann þjálfaði meistara-
flokk Fjölnis. Þetta var ótrúlega
skemmtilegur tími og endalaus
uppspretta minninga sem ylja
okkur félögunum sem störfuðu
með honum að knattspyrnumál-
um Fjölnis á þessum tíma.
Þetta var eins og alltaf endalaus
barátta um fjármagn til æfinga
og keppnisferða og útgjalda sem
tengjast rekstri meistaraflokks
sem vildi vera á meðal þeirra
bestu. Það duldist engum sem
kynntist Steinari að í honum bjó
ótrúlegur drifkraftur og áræði
og aldrei kom maður að tómum
kofunum hjá honum þegar hug-
myndir um fjáröflunarverkefni
voru annars vegar. Hann taldi
heldur aldrei eftir sér að taka
sjálfur þátt í fjáröflunarverkefn-
unum með leikmönnum og sjálf-
boðaliðum sem bjástruðu við að
reka metnaðarfullt starf.
Steinar var mikill keppnis-
maður og engin verkefni voru
óyfirstíganleg að hans mati.
Ekki voru félagarnir alltaf sam-
mála um alla hluti en eitt var
víst að Steinar fór aldrei í felur
með álit sitt á málum og verk-
efnum og samskipti voru ætíð
hreinskiptin. Málin voru rædd
og komist var að niðurstöðu sem
allir voru sáttir við.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast manni eins og
Steinari og minning hans lifir í
huga þeirra sem kynntust hon-
um.
Ég votta fjölskyldu Steinars
samúð mína á þessum erfiðu
tímum.
Kristinn Daníelsson,
fv. formaður Knatt-
spyrnudeildar Fjölnis.
Það var árið 1982 þegar við
KR-ingarnir mættum Leikni úr
Breiðholti í úrslitaleik Reykja-
víkurmótsins á gamla Melavell-
inum. Þarna mættust tvö af
sterkustu liðum landsins. Liðin
voru ótrúlega jöfn að getu og
þurfti þrjá úrslitaleiki til að
knýja fram úrslit. Burðarmenn í
liði Leiknis voru fjórir strákar.
Rúni Kristins, Guðni Grétars,
Stebbi Guðmunds og Steini
Ingimundar. Þjálfara okkar KR-
inga, Atla Helgasyni, tókst á
einhver óskiljanlegan hátt að
telja fjórmenningana á að ganga
til liðs við okkur KR-inga. Ég
man vel eftir því þegar þessir
fjórir strákar úr Breiðholtinu
komu á sína fyrstu æfingu vest-
ur í bæ eftir langa strætóferð úr
Breiðholtinu, aðeins þrettán ára
að aldri. Þegar þessir tveir hóp-
ar sameinuðust í klefanum
kviknað ótrúlegt andrúmsloft
sem erfitt er að lýsa með orð-
um. Metnaður, keppnisskap,
traust og síðast en ekki síst
sterkur vinskapur myndaðist frá
fyrsta degi. Steini Ingimundar
og strákarnir úr Breiðholtinu
spiluðu þar stórt hlutverk enda
voru þeir lykilmenn í ’69-ár-
gangi KR sem er einn sigursæl-
asti árgangur í sögu Íslands.
Steini Ingimundar sá um að
skora mörkin og það var unun
að spila með honum. Steini var
ótrúlega hæfileikaríkur og skor-
aði mörk í öllum regnbogans lit-
um. Steini fór alltof snemma úr
KR en hann hélt áfram að skora
mörk á öðrum vígstöðvum. Við
strákarnir í ’69-árgangi KR
ásamt strákum fæddum ’70
höldum enn hópinn og vinskap-
urinn hefur styrkst með hverju
árinu. Við höfum farið í fjöl-
margar utanlandsferðir saman
og alltaf er andinn engum líkur.
Hin árlega KR-skemmtun, sem
merkt er sérstaklega í dagatalið
með margra vikna fyrirvara, var
alltaf einstök þegar Steini
mætti. Prakkarastrikin og sög-
urnar komu á færibandi frá
Steina og hann tók algjörlega
völdin. Það komust ekki margir
að enda sátum við hinir með
tárin í augunum og grenjuðum
af hlátri. Steina verður sárt
saknað en við munum halda
áfram að rifja upp sögurnar af
Steina þegar við hittumst. Ég
var svo heppin að vinna lengi
nálægt Steina. Það var alltaf
gaman að koma í kaffi til hans í
bílaumboðið og alltaf keyrði
maður brosandi í burtu og einu
sinni á nýjum bíl, sem Steini
hafði selt mér inni á kaffistofu.
Þótt Steini væri ekki með annan
fótinn úti í KR eins og margir af
okkur strákunum þá hugsaði
hann alltaf mikið til okkar.
Hann var fyrstur til að hringja
og óska okkur til hamingju þeg-
ar vel gekk en ekki síst var
hann fljótur að hafa samband
þegar áföll bönkuðu upp á.
Þessu kynntist ég að eigin raun
og er ævinlega þakklátur fyrir
það. Hann veit það. Þessi hug-
ulsemi lýsir góðum dreng sem
var traustur vinur sama á
hverju gekk. Hans verður sárt
saknað en minningin lifir með
brosi.
Jóna, börn og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Hilmar Björnsson.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk-
ar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Takk fyrir okkur elsku hjart-
ans Steinar.
Þínir vinir,
Guðbjörg og Andri Þór.
Kveðja frá KR
Góður drengur er fallinn frá
langt um aldur fram. Steinari
kynntist ég á sínum tíma er
hann kom í KR. Hann var í hin-
um sigursæla 1969 árgangi og
þrátt fyrir að vera nokkrum ár-
um eldri fylgdist maður með af
aðdáðun. Við unnum einnig
nokkrum sinnum saman í flug-
eldasölu KR, höfðum aðsetur í
JL-húsinu, það var skemmtileg-
ur tími. Leiðir okkar lágu aftur
saman er Steinar hringdi í mig
á lokadegi félagaskiptagluggans
um mitt sumar, einhvern tíma á
síðustu öld. Hafði ég þá búsetu
í Hollandi en var senn á heim-
leið. Steinar var þá aðalmað-
urinn hjá Fjölni og þrátt fyrir
tilraunir mínar til að telja hon-
um trú um að formið mitt væri
afleitt lét ég til leiðast. „Það
verður gott að hafa þig til taks
á bekknum, erum með lítinn
hóp,“ sagði Steinar. Ég lenti á
skerinu og fór beinustu leið út á
Reykjavíkurflugvöll til móts við
nýju liðsfélagana án þess að
hafa mætt á æfingu. Byrjunar-
liðssæti strax í fyrsta leik, var
sprunginn eftir tæpar fimm
mínútur og gat miklu minna en
ekkert. Slæmt tap „okkar“ gegn
Völsungum á Húsavík stað-
reynd, sannarlega engin happa-
sending þessi Kiddi. Tilkynnti
Steinari stuttu síðar að ég gæti
ekki leikið næsta leik, væri að
gifta mig deginum áður og lík-
legast yrði frúin ekki sátt við að
taka upp gjafirnar ein á sunnu-
dagsmorgninum. Mér fannst
Steinar taka þessu mætavel og
skilja mína afstöðu. Hann
hringdi hinsvegar er leikar
stóðu sem hæst upp úr mið-
nætti á laugardagskvöldinu og
sagði „Kiddi: Fjölnir og Graf-
arvogurinn þarfnast þín á
morgun.“ Hvað gat maður sagt?
Fór því um hádegisbilið og var
eðli málsins samkvæmt betur
fagnað af Steinari og strákun-
um heldur en þeirri nýgiftu.
Inni í klefa afhenti Steinar mér
risastóran blómvönd og hélt síð-
an magnaða ræðu rétt fyrir
leik. Hann minnti mig á Al Pac-
ino í „Any given Sunday“ er
hann lagði línurnar og „við“
unnum Sindramenn í miklum
markaleik. Ef mig misminnir
ekki skoraði Steinar eitt og
lagði upp öll fjögur mörk mín í
leiknum. Honum þótti vænt um
Fjölni, það fór ekki framhjá
neinum.
Því miður skiptast á skin og
skúrir á lífsleiðinni. Veikindum
Steinars fylgdist ég með úr
fjarlægð en fékk hinsvegar
reglulegar fréttir af æðru-
leysinu og þeim mikla baráttu-
vilja sem hann sýndi þessum
válega gesti sem nú hefur tekið
hann frá okkur í önnur verk-
efni. Fjölskyldu, aðstandendum
og vinum færum við KR-ingar
okkar dýpstu samúðarkveðjur
og þökkum af hlýhug hans
framlag til knattspyrnunnar í
KR. Blessuð sé minning Stein-
ars Ingimundarsonar.
F.h. knattspyrnudeildar KR,
Kristinn Kjærnested
formaður.
Fyrir nokkrum árum kom
Steinar með Jónu konunni sinni
til fundar við heimhóp sem við
höfðum tilheyrt í nokkur ár.
Þau urðu hluti af þessum hópi
og þrátt fyrir veikindi og reglu-
lega fjarveru höfðum við eign-
ast góðan vin og áhugasaman
einstakling í málefnum sem
sneru að lífinu og trúnni. Stein-
ar var opinn, spurull og hafði
skoðanir á mörgu. Trúin varð
honum mikilvægur vegvísir í
gegnum lífið, sem hafði tekið
þessa óvæntu og erfiðu beygju
við veikindin. Saman gátum við
talað um tengsl okkar hvert við
annað, og tengslin við Guð sem
við lærðum að treysta sem leið-
toga lífsins, í blíðu og stríðu.
Við gerðum ýmislegt annað
en að hittast í heimahúsum eða
kirkjunni. Hann reyndist dug-
legur og útsjónarsamur þátttak-
andi í karnivali fyrir börn, sem
við settum öðru hvoru á lagg-
irnar og lögðum líf og sál í að
gera sem skemmtilegast. Ég
veit ekki hvor hópurinn
skemmti sér betur, við eða
börnin. Ég veit að Steinar hafði
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800