Morgunblaðið - 26.02.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Við systkinin munum varla
eftir æsku okkar öðruvísi en
Sigga sé þar inni í myndinni og
að fylgjast með okkur. Hún var
„hin mamman“ hans Jóns Páls
og bjó í sama húsi fyrstu árin.
Og hún bókstaflega tók á móti
Álfheiði þó að ljósmóðirin hafi
fylgst grannt með; mamma seg-
ir berum orðum að það hafi ver-
ið stórskemmtileg fæðing. Þeg-
ar við áttum heima á Patró
vorum við mikið hjá Siggu og
Bjössa og eftir að við fluttum
suður áttum við alltaf vísan
samastað hjá þeim í vesturferð-
um. Ekki kom til greina að gista
annars staðar.
Það er hægt að dást að Siggu
fyrir svo margt. Hún studdi ein-
staklega vel við börnin sín í einu
og öllu, barnabörnin og frænd-
systkinin sömuleiðis en svo átti
hún alltaf tíma og athygli fyrir
okkur tvö og ósköpin ein af öðru
fólki. Við munum alltaf muna
eftir Siggu með aðdáun í huga,
segja börnunum okkar frá henni
og hún verður alltaf ein af okkar
fyrirmyndum.
Með þakklæti og kveðju til
Bjössa, Þorsteins, Önnu Lilju og
allra hinna.
Álfheiður og Jón Páll.
Febrúarsól er að ganga til
viðar. Vogurinn tekur á sig
bleikan, gulan og dumbrauðan
lit. Himinninn glóandi gull. Feg-
urðin blasir við í allri sinni dýrð.
Við horfum hugfangin, hljóð á
sólina síga í sæ og kvöldhúmið
leggjast yfir.
En innan við gluggann er
barist fyrir lífi. Þar kvöldar allt
of snemma og sólargeislar Sig-
ríðar Sigfúsdóttur, svo verm-
andi, kærleiksríkir og umvefj-
andi hefðu átt að skína svo
miklu lengur.
Sorg og söknuður læðast að
hjartanu. Sorg vegna þess sem
orðið er og enginn mannlegur
máttur fær við ráðið og sökn-
uður vegna vinar sem er að
hverfa á braut og á ekki aft-
urkvæmt.
Aldrei hef ég eignast eins
góðan vin á svo stuttum tíma og
þegar ég kynntist Sigríði Sig-
fúsdóttur.
Boðið var til kvöldverðar þar
sem sonur okkar vildi kynna
okkur fyrir foreldrum unnustu
sinnar. Við höfðum ekki áður
hist og grínuðumst með að boðið
gæti orðið þvingað og vand-
ræðalegt. Dyrabjallan hringir
og þar standa þau í kvöldsólinni
Sigga og Bjössi – stórglæsilegt
par. Og skemmst er frá því að
segja að kvöldið flaug við spjall
og spaug og sumarnóttin var
runnin inn í nýjan dag þegar við
kvöddumst. Það var eins og við
hefðum alltaf þekkst. Í þessari
fyrstu heimsókn var lagður
grunnur að traustum og afar
verðmætum vináttuböndum þar
sem börnin okkar og síðar
barnabörnin voru í brennidepli,
endalaus uppspretta hamingju
og gleði.
Ferðalög innan lands og utan,
stórviðburðir, hátíðir – alltaf öll
saman að njóta.
Sigríður elskaði fjölskyldu
sína takmarkalaust og lagði
mikla rækt við frændgarðinn
Sigríður Helga
Sigfúsdóttir
✝ Sigríður HelgaSigfúsdóttir
fæddist á Ísafirði
17. maí 1946. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi aðfara-
nótt mánudagsins
18. febrúar 2013.
Útför Sigríðar
Helgu fór fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 25.
febrúar 2013.
allan. Hún var vin-
ur vina sinna í þess
orðs fyllstu merk-
ingu. Umhyggju-
söm, úrræðagóð og
hvetjandi, ævinlega
boðin og búin að
leggja lið og örlát á
tímann sinn ef aðrir
þurftu á aðstoð
hennar að halda.
Hún hafði áhuga
á lífinu og líðandi
stund. Hafði sterkar skoðanir og
var ekkert að pakka því sér-
staklega inn ef henni mislíkaði.
Snyrtifræðin var hennar
starfsgrein og þar var kona á
réttri hillu. Það var í eðli hennar
að hlúa að, fegra og bæta. Þær
eru ófáar konurnar sem nutu
þeirrar listar hennar. Þar var
Sigríður Sigfúsdóttir á heima-
velli – snyrtifræðingurinn kunni
sitt fag.
Fáar manneskjur hef ég hitt
á lífsleiðinni sem kunnu betur
að gera gott úr aðstæðum þann-
ig að allt sem virtist erfitt og
óyfirstíganlegt varð að áskorun
til að takast á við eða tilefni til
að sætta sig við orðinn hlut.
Þessi hæfileiki Sigríðar endur-
speglaðist ekki hvað síst í bar-
áttu hennar við veikindin þegar
ágjöfin varð óvægin og ljóst
hvert stefndi.
Elsku vinkona mín, ég kveð
þig með þakklæti, söknuði og
trega. Ég mun af fremsta megni
hlúa að gullmolunum þínum sem
þú þráðir svo mjög að fá að
fylgja lengur á lífsgöngunni. Ég
mun segja þeim sögur af ynd-
islegu ömmunni sem hafði svo
margt að gefa þeim. Ég mun
benda þeim á skærustu stjörn-
una á himinfestingunni og segja
þeim að þar sért þú með faðm-
inn þinn hlýja og brosið þitt
bjarta og vakir ævinlega yfir
þeim.
Sigríður Johnsen.
Hún var einstök upplifunin
fyrir tólf ára stúlku vestur á
Patreksfirði að vera viðstödd
kirkjubrúðkaup í fyrsta sinn á
ævinni þar sem Bjössi móður-
bróðir minn var að kvænast
sinni heittelskuðu. Mér er það
einstaklega minnisstætt við und-
irleik orgelsins þegar drottning-
in gekk inn kirkjugólfið há, tign-
arleg, einstaklega falleg í fallega
hvíta brúðarkjólnum sínum með
slör og allt tilheyrandi. Hún bar
sig eins og sannri hefðadömu
sæmdi. Skyndilega fannst manni
litla kirkjan vestur á Patreks-
firði breytast í heimsfræga dóm-
kirkju og fyrir dyrum stóð kon-
unglegt brúðkaup í útlöndum
svona eins og þau sem maður
las um í Family journalen eða
Hjemmet. Allar götu síðan hef-
ur þessi ímynd fylgt henni
Siggu, falleg, tignarleg og mikill
fagurkeri sem hefur látið sig
varða og tekið mikinn þátt í lífs-
hlaupi samferðamanna sinna.
Hún hefur átt því láni að fagna
að vera einstaklega vinamörg
sem fylgir gjarnan einstakling-
um sem gefa mikið af sér. Vina-
hópurinn skannar breitt aldurs-
bil og ólíkar manngerðir. Það
var oft skemmtilegt og uppá-
tækjasamt samlífið fyrir vestan
þar sem allskyns hugdettur
urðu að veruleika og lét Sigga
ekki sitt eftir liggja hvað það
varðaði. Söngur, gleði, dans og
fjör. Lífið hefur líka tekið sinn
toll þar sem sonarmissir skildi
eftir sig stórt skarð í fjölskyld-
una. Þar fór móðir sem sýndi
ótrúlegt æðruleysi sem svo
sannarlega létti okkur hinum
áfallið. Eins hefur ótakmarkað
æðruleysi einkennt hennar
þrautagöngu þau ár sem hún
hefur barist við sinn sjúkdóm.
Þó að á milli okkar væru tíu ár
og ég vel innan við fermingu
þegar okkar kynnu hófust var
hún alltaf jafningi minn að mér
fannst. Maður fór fljótt að heim-
sækja hana og ræða um sínar
langanir og væntingar og alltaf
gat hún gefið sér tíma til skrafs
og ráðagerða. Þó svo að þeim
stundum hafi fækkað eftir að ég
hleypti heimdraganum þá skipti
það ekki máli því þegar við hitt-
umst næst var alltaf auðvelt að
taka upp þráðinn þar sem hún
fylgdist alltaf með. Eftir að ég
hóf hjúkrunarfræðinám sýndi
hún því sérstaklegan áhuga og
sagði mér oft frá því að þangað
hefði hugur hennar stefnt. Það
má með sanni segja að þangað
náði hennar starfssvið ekki síð-
ur en margra annarra sem
vinna við þetta starf. Vinir
hennar Siggu nutu ríkulega
færni hennar og meðfæddra
hæfileika sem slíkt starf krefst
ef á að rækja það vel. Það voru
til að mynda ófáar ferðir hennar
á sjúkrahúsið fyrir vestan eða
heimsóknir til lasburða vina um
allt þorpið til að létta undir með
snyrtingum, nuddi og uppörv-
andi framkomu og sefandi um-
ræðum. Það var mikilvægt inn-
legg í heilbrigðisþjónustu
samborgaranna sem seint verð-
ur þakkað.
Elsku Bjössi minn, mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
þín og fjölskyldu þinnar, til
systkina og allra þeirra sem nú
eiga um sárt að binda. Það hafa
verið forréttindi að hafa tengst
Siggu fjölskyldu- og vináttu-
böndum og ég er stolt af frænd-
systkinum mínum þeim Þor-
steini og Önnu Lilju, þau bera
foreldrum sínum vitni um sam-
hent og heiðarlegt uppeldi.
Hanna Ingibjörg
Birgisdóttir.
Ég heyrði fyrst minnst á
Siggu á tímum „Piparsveina-
félagsins“ á Patró. Það fór ekki
framhjá okkur að einn meðlim-
anna var farinn að mæna stöð-
ugt í norðurátt, til Ísafjarðar
þar sem Sigga ólst upp. Eitt
leiddi af öðru og innan skamms
flutti hún að norðan til Bjössa
vestur á Patró. Þau hófu búskap
í Króknum í sama húsi og við
Halli, um það leyti sem við báð-
ar eignumst okkar fyrstu börn.
Við áttum því mikla samleið og
það var líka auðvelt að tengjast
Siggu. Upp frá þessu fléttaðist
líf okkar saman öll fullorðins-
árin.
Vinátta okkar Siggu hefur
verið einstök alla tíð síðan.
Fyrstu árin með strákana okkar
var dásamleg samvera, ungum
foreldrum ógleymanlegt ævin-
týri. Vináttan og samgangurinn
hélst áfram þó að við flyttum í
sitt hvorn bæjarendann. Við
hittumst oft, aðstoðuðum hvor
aðra með allt og ekki neitt og
börnin okkar gistu mikið hvert
hjá öðru. Fljótlega vorum við
einnig komnar saman í slysa-
varnafélagið, kvenfélagið, ýmis
ráð og nefndir og hvaðeina sem
við gátum skipt okkur af. Þegar
litið er til baka þá var þetta
skemmtilegur tími sem hægt er
að vera þakklátur fyrir. Eftir að
ég flutti suður breyttist sam-
veran en alltaf gáfum við okkur
nokkra daga á ári til að vera
saman, fyrir utan öll símtölin.
Og þegar börnin mín fóru í
heimsókn vestur áttu þau vísan
stað hjá Siggu og Bjössa, hve-
nær sem var.
Sigga starfaði alltaf sem
snyrtifræðingur en þegar hún
vann fór einnig mikill tími í sál-
gæsluna og vinskapinn við þá
sem sóttu til hennar. Hún gaf
mikið af sjálfri sér og stóð vel
við bakið á sínu fólki. Alltaf þeg-
ar ég þurfti á að halda var hún
til staðar fyrir mig, hvort sem
þegar sorgin knúði að dyrum
eða illa stóð á að öðru leyti. Ég
er henni óendalega þakklát fyrir
það. Við höfum alltaf „passað“
hvor aðra og því ég er ég jafn
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera með henni í baráttunni síð-
astliðna mánuði. Og þessa mán-
uði var hún jafn aðdáunarverð
sem fyrr, bar sig vel og stund-
um miklu betur en efni stóðu til.
Jafnvel þegar hún úlnliðsbrotn-
aði fékk hún fólk til að dást að
fallegu grifflunum fremur en að
ræða það sem undir var. Fáir
gerðu sér grein fyrir hversu
veik hún var síðasta árið því
hún hélt uppi húmornum á bið-
stofunum, studdi konur í sömu
sporum og hvatti þær t.d. til að
nota hárkollur, það væri miklu
penna en þessir höfuðklútar.
Áfram átti hún tíma fyrir aðra,
jafnvel fyrir læknanemana á
lokametrunum. Og líka fyrir
mig – takk fyrir allt.
Elsku Bjössi, Þorsteinn,
Anna Lilja og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína innilegustu
samúð.
Aldís.
Miklum eiginleikum varst þú
gædd elsku vinkona, jákvæð,
glaðvær og réttsýn á lífið sjálft.
Þú varst mín fyrirmynd. Ég
kynntist þér 1974 og áttum við
mikla og góða samleið, okkur
leið svo vel nálægt hvor annarri.
Þegar þið bjugguð á Patreks-
firði brölluðum við ýmislegt
saman og gaman er að rifja það
upp. Þegar okkur þótti þörf á að
taka hreingerningu á heimilum
okkar skelltum við okkur saman
í hana, því það var miklu
skemmtilegra þannig. Skelltum
músík á fóninn og sveifluðumst
með þveglana í hólf og gólf, það
var eins gott að enginn yrði fyr-
ir okkur því sveiflan var mikil
og heimilisfólkið átti fótum fjör
að launa. Einnig tókum við
reglulega heilu morgnana í það
að baka saman úr miklu magni
af hveiti í einu, það var ekkert
smá, þetta var eins og í bakaríi.
Við fengum alltaf rosalegt hlát-
urskast þegar við horfðum á af-
raksturinn, hveitikökur, kleinur
og kanelsnúðar sneisafylltu els-
húsborðið og voru eins og
stærsta fjall. Allt rann þetta
ljúflega ofan í okkur og okkar
fjölskyldur. Ég man þegar við
og fjölskyldur okkar fórum
sama á Siglufjörð um verslunar-
mannahelgi og það hellirigndi á
okkur. Þér fannst það nú lítið
mál, okkar menn fóru bara út í
búð og keyptu helling af bygg-
ingarplasti sem var strekkt á
milli tjaldanna okkar og fengum
við þarna stærðar þurrt partí-
pláss og mikið var sungið þar og
trallað. Alltaf varst þú tilbúin að
aðstoða fólk og ég flutti alltaf til
þín með fjölskylduna þegar ég
var rekin út úr mínu húsi vegna
snjóflóðahættu hér á árum áður
þegar við sáum snjó og gerðum
við eitthvað skemmtilegt úr
þeirri samveru. Þú hafðir mjög
góða nærveru og sást alltaf
björtu hliðarnar á öllum sköp-
uðum hlutum. Í sumar áttum við
skemmtilega samveru um sjó-
mannadagshelgina á Patreks-
firði að ógleymdu frábæru ætt-
armóti sem var haldið í
Tálknafirði á æskuslóðum fjöl-
skyldu eiginmanna okkar. Þið
Bjössi voruð þar að sjálfsögðu
ásamt fjölskyldu ykkar, hlátur,
söngur og gleði réðu þar ríkjum.
Við skemmtum okkur líka vel í
brúðkaupi dóttur minnar sl.
sumar og áttum líka góðar
stundir nú í vetur. Það er margs
að minnast og minningarnar
tekur enginn frá manni. Þú
gafst mikið af þér og fólk lað-
aðist að þér vegna þess að þú
varst svo vel gerð og heilsteypt
manneskja. Mikið á ég eftir að
sakna þín elsku vinkona og
hláturskastanna sem við fengum
reglulega. Þú lifðir mjög heil-
brigðu lífi og hvattir aðra til
þess að hugsa vel um heilsuna
og mér finnst mjög óréttlátt að
þú hafir fengið þennan illvíga
sjúkdóm sem krabbameinið er.
Þú varst alltaf ákveðin í því að
vinna þá baráttu og varst alveg
ótúlega sterk og æðrulaus í
þeim slag. Það má segja að þú
hafir notað tímann sem þú
fékkst mjög vel en fráfall þitt
var ekki tímabært. Þú ert
örugglega farin að skipuleggja
og stússa í mörgum verkefnum
þar sem þú ert núna, það er al-
veg á hreinu!
Elsku Bjössi, Þorsteinn,
Anna Lilja og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Sólrún Ólafsdóttir.
Sigríður vinkona mín hefur
nú yfirgefið þennan stað og til-
veran hefur skipt um lit, falleg
sál er horfin til englanna og
englarnir hafa fengið góðan liðs-
mann. Sigríður var stórglæsileg
kona, tignarleg og bar sig alltaf
vel. Hún lifði í núinu og nýtti
tækifærin sem gáfust vel.
Líf hennar hafði áhrif til
góðs, kona sem bar umhyggju
fyrir öðrum og sýndi kærleik í
verki, enda hafði hún fengið að
kynnast sorginni sem fylgdi
sonarmissinum og síðan allri
baráttunni sem fylgdi hennar
eigin veikindum í mörg ár. Sig-
ríður kunni listina að hlusta og
gefa af sér og var einstaklega
gjafmild. Það var alltaf gaman
að koma í „Hallargarðinn“ til
hennar og njóta samverunnar
með léttu spjalli og hlátri.
Sigríður hlakkaði til vorsins,
þá yrði allt bjartara og betra.
Fjölskyldan var henni afar
mikils virði og voru þau hennar
stoð alla tíð. Blessuð sé minning
hennar.
Ég votta Birni og fjölskyldu
innilega samúð.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afar góð
ég alltaf mun þín sakna.
(GVG)
Valgerður.
Sigríður Sigfúsdóttir var
fædd og upp alin á Ísafirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Sig-
fús G. Valdimarsson og Guð-
björg Þorsteinsdóttir. Þau
bjuggu í næsta nágrenni við Al-
þýðuhúsið þar sem ég ólst upp.
Sigfús var verkamaður hjá Ísa-
fjarðarbæ en veitti jafnframt
forstöðu Hvítasunnusöfnuðinum.
Sigfús var óþreytandi við að
boða kristna trú og heimsótti að
ég held því sem næst hvert eitt
og einasta skip, sem kom til Ísa-
fjarðarhafnar og dreifði ritum
safnaðarins
Sigríður var nokkrum árum
yngri en ég. Á barns- og ung-
lingsárum er fárra ára aldurs-
munur mikil gjá milli barna og
unglinga svo ég kynntist ekki
Sigríði mikið á Ísafjarðarárun-
um en man þó eftir henni. Bróð-
ir hennar, Hermann, var mér
nær í aldri.
Þegar leiðir okkar Sigríðar
lágu saman var hún orðin hús-
móðir á Patreksfirði og ég kom-
inn í framboð fyrir Alþýðuflokk-
inn. Sá flokkur stóð sterkum
rótum á Patreksfirði. Ömmu-
bræður mínir voru þar í forystu
framan af 20. öldinni. Um mið-
bik þeirrar aldar hófst annað
blómaskeið kratanna þegar til
Patreksfjarðar fluttist Ágúst H.
Pétursson sem á örfáum árum
gerði Alþýðuflokkinn að meiri-
hlutaafli í hreppnum og var síð-
an lengi ýmist oddviti eða sveit-
arstjóri í Patrekshreppi. Hann
var þar enn í forystu þegar ég
kom til leiks árið 1974 en fólk af
yngri kynslóð var að taka við.
Fremstir í þeim flokki voru
Björn Gíslason, eiginmaður Sig-
ríðar, Gunnar Pétursson og
Guðfinnur Pálsson. Með þeim
var hópur hæfileikaríkra karla
og kvenna sem er í minni mínu
einhver samhentasti hópur vel
gerðs fólks, sem ég hef átt þess
kost að starfa með. Þeir Björn,
Gunnar og Guðfinnur sátu svo
allir í sveitarstjórn – Björn lengi
oddviti. Hann var jafnframt
kjörinn varaþingmaður minn og
sat um skeið á Alþingi á árunum
1988, 1990 og 1991.
Heimili þeirra Björns og Sig-
ríðar var því eitt af þeim heim-
ilum vestur á fjörðum þar sem
ég var tíður gestur. Þau hjón
voru bæði hörkudugleg; Björn
umsvifamikill byggingameistari
og Sigríður rak snyrtistofu, en
hún var snyrtifræðingur. Þau
voru höfðingjar heim að sækja.
Áttum við félagarnir á Patreks-
firði margar ánægjulegar sam-
verustundir á heimili þeirra
hjóna sem og á heimili þeirra
Ágústar og Ingveldar, sem var
mitt annað heimili á Vestfjörð-
um auk heimilis foreldra minna.
Leiðir þeirra hjónanna
Björns og Sigríðar lágu eins og
margra annarra brott af æsku-
slóðum og til höfuðborgarsvæð-
isins. Þar hélt Sigríður áfram
störfum sem snyrtifræðingur og
meistari í þeirri grein. Fáar
urðu samverustundir mínar við
þau hjón eftir flutninginn. Horf-
in að öðrum verkum en fyrrum
– þau og ég.
Sigríður var glæsileg kona,
hávaxin, ljóshærð og bar sig vel.
Hún var glaðlynd og hjálpsöm
og mikill vinur vina sinna. Höfð-
ingleg á að líta. Ég kveð þessa
gömlu samstarfskonu og vin-
konu með þakklæti og söknuði.
Því miður á ég þess ekki kost að
vera við útför hennar en sendi
vini mínum, Birni, og börnum
þeirra hjóna og barnabörnum
einlægar samúðarkveðjur.
Sighvatur Björgvinsson.
Lífið er fljótt,
líkt er það elding, sem glampar um
nótt,
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(Matthías Jochumsson)
Það er rétt eins og andar-
taksstund sé liðin síðan við
Sigga Sigfúsar vorum nágrann-
ar og vinir á blómaskeiði ævi
okkar vestur á Patreksfirði. Það
voru góðir tímar og skemmti-
legir, tekist var á við mörg
verkefni í dagsins önn. Hús-
byggingar, félagsstörf, barna-
uppeldi og vinna var það sem
lífið snerist um. Það var mikill
uppgangur í byggðarlaginu en
segja má að staðurinn hafi
löngum verið mikið menningar-
þorp. Unga fólkið var djarft,
drífandi og atorkusamt og fullt
af góðum hugmyndum. Ég
minnist skemmtilegs fé-
lagsstarfs sem við tókum þátt í
bæði í Málfreyjudeildinni sem
var stofnuð á þessum árum,
Norræna félaginu og fleirum.
Saman vorum við gestgjafar á
vinabæjarmótum og fórum á
slík mót til Noregs og Dan-
merkur. Þau hjón voru
skemmtilegir ferðafélagar og
hópurinn góður sem þá lagði
land undir fót. Það er svo bjart
yfir þessum tímum í minning-
unni, eiginlega eilíft sumar.
Það var alltaf gott að koma á
snyrtistofuna til Siggu í róleg-
heitin og spjallið bæði fyrir
vestan og hér syðra. Stundum
var haft á orði að það væri á við
að fara til sálfræðings, svo gef-
andi, hrein og bein var hún. Eft-
ir að við báðar fluttumst suður
hittumst við annað slagið og
alltaf var jafnnotalegt að koma
til Siggu og ræða málin. Á
seinni árum hefur það orðið
sjaldnar en af tilviljun hittum
við þau hjón á leið austur í sum-
arbústað ekki fyrir löngu. Það
var gott að hitta þau eins og
alltaf og var Sigga jákvæð og
bjartsýn.
En lífið er þannig að stundum
dregur ský fyrir sólu. Þau fóru
ekki varhluta af sorginni en
stóðu keik eftir. Og árum saman
hefur Sigga barist við erfiðan
sjúkdóm en alltaf sýndi hún
ótrúlegt æðruleysi og von í veik-
indum sínum. Það er huggun
harmi gegn fyrir fjölskyldu og
vini að nú er hún laus við þján-
ingar þessa heims og er komin
þangað sem eilíft sumar ríkir.