Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Við Jón sendum Birni, Þor- steini og Önnu Lilju og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Erna M. Sveinbjarnardóttir. Jákvæð, glöð, traust, mikil út- geislun, fallegur karakter og vel tilhöfð, já, Sigga átti marga kosti og alltaf sá hún það já- kvæða við lífið. Það var svo gaman og gott að vera með henni því að hún hafði svo ein- staka nærveru. Við Sigga höfum verið mjög góðar vinkonur um langan tíma og þó að mörg ár séu á milli okkar í aldri áttum við svo margt sameiginlegt. Í gegnum okkar vinskap hef ég lært svo margt af Siggu. Sorgin er mikil og það er erfitt að missa góðan vin en við verðum að muna að þótt lífið geti verið stutt þá lifa minningarnar að ei- lífu. Brynja. Sigríður var forréttindi. Ég var svo heppin að við vorum vin- konur. Það var best. Sama hvort við hittumst oft eða sjaldan, allt- af var jafnfrábært að ræða lífið og tilveruna frá öllum hliðum við þessa ótrúlegu heilsteyptu og góðu konu. Hún var kona sem var besta mamman, amm- an, vinkonan og allt sem kona er. Það var hún! Kletturinn Sigríður hefur kvatt okkur alltof snemma. Ynd- islega fjölskylda, ykkar harmur er mestur. Ég bið almættið að gefa ykkur styrk á erfiðum tím- um. Megi allir góðir hjálpa til. Við sjáumst Sigga mín, sætasta sólin sjálf. Þín vinkona alltaf, Hrafnhildur. Elsku vinkona. Lokið er nú síðasta stranga hlutverkinu sem lífið bauð þér að takast á við. Löng barátta þín við sjúk- leika hefur tekið enda. Sann- arlega hafði sjúkdómurinn betur að lokum en þrátt fyrir það hef- ur þú ávallt verið svo hughraust. Gefið okkur hinum af þínu bar- áttuþreki, æðruleysi og þeim styrk og jafnvægi sem ein- kenndi þig. Áreiðanlega varst þú oftar í hlutverki græðarans en sjúklingsins þrátt fyrir allt. Þú ert í mínum huga sig- urvegarinn. Svo æxlaðist til fyrir margt löngu að lítil stúlka, dóttir þín Anna Lilja, fór að heimsækja mitt heimili. Góð vinátta þróað- ist með dætrum okkar, önnur leitaði stórrar systur og hin lít- illar. Í kjölfarið þróaðist síðan vinátta við þig og þína fjöl- skyldu sem ég er lánsöm að hafa fengið að njóta. Að eignast svo góða vináttu er dýrmætt og ekki sjálfgefið. Sannarlega skiptust á skin og skúrir í þínu lífi eins og okkar flestra. Mikið áfall var þér og fjölskyldu þinni missir sonar sem var rétt að segja í blóma síns unga lífs. Alveg frá barns- aldri hefur þú búið að uppeldi sem án efa styrkti undirstöður þess óbifanlega æðruleysis og styrks sem þú hafðir til að bera á erfiðum stundum og varst allt- af tilbúin að veita öðrum af ör- læti. Í lífi og starfi hefur alltaf lað- ast að þér fjöldi fólks. Fólk leit- aði þín til að njóta þeirrar orku sem fólgin er í því hve þér var eðlilegt að gefa af þér á jákvæð- an og uppbyggjandi máta. – Gefa af þér af því sem ég get ekki kallað betra nafni en lífs- orku og lífsgleði. Þakka þér allar stundirnar okkar. Stundir gleði og stundir alvöru – alltaf gæðastundir. Samræður okkar þar sem allt mögulegt og ómögulegt var krufið til mergjar. Ekki má gleyma stelpuferðunum okkar þar sem við áttum einstaklega góðar og skemmtilegar sam- verustundir við að skoða lönd og lýð, lífið og tilveruna. Þó að við höfum rætt þetta nú afstaðna stríð þitt og endalokin af ein- lægni, veit ég nú að sannarlega trúði ég því innst inni og vonaði að kraftaverk myndi lækna þig. Elskulega vinkona, far vel. – Þakka þér dýrmæta samfylgd að sinni. Innilegar samúðarkveðjur mínar til eiginmanns, barna, barnabarna og allra annarra ættingja þinna og vina. Í skugga sorgarinnar lýsir ljós minninga um mikla og góða manneskju. Jensína. Ég vil minnast góðrar vin- konu minnar til margra ára. Okkar kynni styrktust mikið í gegnum starf okkar, snyrtifræð- ina, því þar áttum við sameig- inleg áhugamál. Það spillti ekki fyrir okkar vináttu að við vorum báðar að vestan, þú frá Ísafirði ég frá Bolungarvík og þar að auki vorum við frænkur. Sigga var gleðigjafi, fór ekki í mann- greinarálit, alltaf smart, huggu- leg, jákvæð og flott. Kvenþjóð- inni til fyrirmyndar. Maður vissi hver var á ferð þegar glaðværa fallega röddin hennar heyrðist, vestfirski framburðurinn sem henni var í blóð borinn og breyttist aldrei. Hún var mikil fagkona, vandvirk og gerði hlut- ina vel. Faggrein okkar snyrti- fræðinga var henni hjartkær, hún var talsmaður samvinnu og samstöðu innan Félags ís- lenskra snyrtifæðinga, og veit ég að hennar er sárt saknað. Ég er stolt af okkar góða sambandi og vináttu. Ég vil, Sigga mín, þakka þér fyrir samverustundirnar. Hvíl í friði. Elsku Bjössi og fjölskylda, ég bið guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Katrín Þorkelsdóttir snyrtifræðingur. ✝ María Benderfæddist á Djúpavogi 27. júlí 1930. Hún lést 19 . febrúar 2013 á 83. aldursári. For- eldrar hennar voru Guðleif Gunnars- dóttir Bender, fædd 17. júní 1899, dáin 17. desember 1974 og Carl Christian Bender, fæddur 26. apríl 1880, dáinn 22. janúar 1960. Systkini, al- bræður: Cecil Hinrik, f. 1923, d. 1990, og Gunnþór, f. 1926. Hálfbræður: Carl Christian, f. 1904, d.1986, Róbert Milan, f. 1909, d. 1940, Sófus Ingvar, f. 1910, d. 1981, Axel Volkimarus, f. 1911, d. 1929, Óskar Björg- vin, f. 1913, d. 1943, Kristján Steinunn, f. 2012. Gunnar Dór, f. 1980, sambýliskona hans er Elfa Björk, f. 1978, börn þeirra eru Kjartan Karl, f. 2005 og Svandís María, f. 2012. Karen Peta, f. 1982, 2. Leifur Rós- inbergsson, f. 4. maí 1953. Eig- inkona hans, dáin, var Árelía Þórdís Andrésdóttir, f. 4. des- ember 1956, dáin 8. ágúst 2010, sambýliskona hans er Kristín Pálsdóttir. Börn Leifs og Dísu eru Leifur Þór, f. 1975, maki Sigrún, f. 1978, börn þeirra eru Eyrún Alda, f. 2001, Kolbrún Ósk, f. 2003 og Bergrós María, f. 2009. Róbert, f. 1978, maki Kristín, barn hans er Þórdís María, f. 2007. Anna María, f. 1979, aki Róbert Ragnar, f. 1979, börn þeirra eru Guðrún Emma, f. 2009 og Benedikt, f. 2012, Karl Kristján, f. 1983, sambýliskona hans er Angeline Theresa, f. 1976. 3. Kristín Rósinbergsdóttir, f. 21. apríl 1955, hennar börn eru Theo- dór, f. 1974, Heiða, f. 1977, hennar börn eru Kristín Lilja, f. 2003 og Sunneva Rós, f. 2009. Kristín Jóna, f. 1984, maki Guðjón Ólafur, f. 1979, þeirra börn eru Eygló Hulda, f. 2005, og Andri Hrafn, f. 2008, Berglind, f. 1991, sambýlis- maður Hlynur Þór. 4. Guðrún Rósinbergsdóttir, f. 10. desem- ber 1959, maki Páll Hólm, f. 1954, þeirra börn eru Elín, f. 1983, maki Marteinn Svan- björnsson, f. 1982, þeirra barn er Axel Leví, f. 2009. Rúnar Páll, f. 1986, Ómar f. 1991. 5. Hrefna Rósinbergsdóttir, f. 25. apríl 1964, sambýlismaður hennar er Guðjón Elí Sturlu- son, f. 1959. Börn: Elísa, f. 2004 og Fríður, f. 1984, maki hennar er Ríkarður Ríkarðsson, þeirra barn er Gabríel Blær, f. 2012. Útför Maríu fer fram í Nes- kirkju í dag, 26. febrúar 2013, klukkan 13. Sófus, f. 1915, d. 1975, Ingólfur Hugó, f. 1917, d. 1996. Eiginmaður Maríu er Rós- inberg Gíslason, f. 28. apríl 1923. Börn :1. Karl Rós- inbergsson, f. 16. apríl 1952, d. 29 mars 2004. Eftirlif- andi eiginkona hans er Steinunn Steinþórs- dóttir, f. 1952. Börn þeirra eru: María Rós, f. 1973, eiginmaður hennar er Hreinn Mikael , börn hennar eru Karl Aron, f. 1982 og Ástrós Anna, f. 1998; Stein- þór Carl, f. 1976, eiginkona hans er Bergljót Kvaran, f. 1983, börn þeirra eru Hrafn- hildur Lóa, f. 2007 og Lilja Ástkær móðir mín, María Bender, er dáin. Lengst af bjó hún í Vesturbænum í Reykja- vík og þar leið henni best. Hún helgaði líf sitt manni sínum og börnum. Mín fyrsta minning úr æsku er þegar Hrefna syst- ir fæddist, þar sem mamma lá í rúminu með litla barnið, ég fékk líka að sitja við rúmið hennar, mér til mikillar gleði. Það var ekki mikið um kossa og knús, en við fundum alltaf fyrir umhyggjunni frá henni. Hún hafði mjög gaman af allri handavinnu, að sauma út og prjóna. Einnig saumaði mamma öll föt á okkur systk- inin. Hún kenndi mér að prjóna og þaðan hef ég bakt- eríuna. Árið 2004 lést elsti bróðir okkar, Kalli, það var mikil sorg sem erfitt var fyrir mömmu að vinna úr og hún jafnaði sig aldrei á því. Síð- ustu æviár mömmu voru erfið vegna veikinda en hún gat ver- ið heima hjá pabba á Nesveg- inum lengst af. Fyrir það er ég þakklát. Ég kveð þig mamma mín, með tárin í augunum, en ég veit að nú líður þér betur. Guðrún. Ég á svo mikið af góðum minningum um hana ömmu. Fyrsta minningin um hana er þegar hún er að sækja mig í leikskólann, þá hef ég verið svona þriggja ára. Það má segja að hún hafi verið mamma mín númer tvö, ég var svo mikið hjá henni og afa. Amma var svona ekta amma. Hún kunni að elda ynd- islega góðan mat og baka ljúf- fengar kökur, það var alltaf svo hreint og fínt hjá henni og hún var mikið að sauma og prjóna. Hún var ofboðslega góð við mig og dekstraði mig alltaf mikið. Þegar ég kom heim úr skólanum beið mín alltaf heitur matur í hádeginu og þegar ég gisti hjá henni um helgar fórum við alltaf saman út í sjoppu og ég fékk að kaupa bland í poka og gos. Fyrir jólin var eins og það væri verksmiðja á Nesvegin- um þar sem amma stóð sveitt inn í eldhúsi og kepptist við að baka smákökur og tertur fyrir jólaboðið sem var haldið á jóladag. Svo var tertunum staflað upp á eldhússkápana og þær geymdar þar þangað til jóladagur rann upp. Þá biðu allir spenntir eftir því að fá að gæða sér á kökunum hennar ömmu, bestu kökur í heimi – sérstaklega súkkulaðikakan með góða kreminu. Ég man hvað mér fannst skemmtilegt þegar amma byrjaði að hlæja og fékk stundum hláturskast. Þá var erfitt að hætta að hlæja sjálfur því hláturinn hennar var svo smitandi. Elsku amma mín. Ég sakna þín sárt. Það er erfitt að kveðja en ég er svo þakklát fyrir að hafa þó fengið að hafa þig hjá mér svona lengi. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þín Fríður. Það er komið að kveðju- stund, elsku amma mín, ég veit að þú ert komin á góðan stað og ert umvafin góðu fólki. Það eru margar minningar sem renna í gegnum hugann og margar gleðistundir sem hægt er að kalla fram og ylja sér við. Þær sem standa upp úr er þegar ég var lítil stelpa að koma til ömmu og afa á Nesveginn. Risastóri garður- inn, farið í leiki í trjánum, heitt kakó og ristað brauð í morgunmatinn og endalaus hlýja. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin og mun ég ávallt varðveita allar góðu minningarnar um þig. Hvíldu í friði elsku amma mín, þín verður saknað. Elín Hólm. María Bender ✝ GuðmundurHallgrímsson fæddist 9. ágúst 1939 á Akureyri. Hann lést 11. febr- úar 2013 á líkn- ardeildinni í Kópavogi. Útför Guð- mundar var gerð frá Hallgríms- kirkju 18. febrúar 2013. Elsku Muggur Við munum ætíð minnast þín fyrir alla þína manngæsku, hlátur, gjafmildi, blíðu og styrk. Þú varst alltaf klettur sem við gátum leitað til og þegar við þurftum hjálp þá varst þú aldrei langt undan. Elsku Anna, ég get ekki einu sinni reynt að skilja þá sorg sem þú býrð við núna en það sást langar leiðir hvað þið átt- uð gott og sterkt hjónaband enda var alltaf dásamlegt að heimsækja ykkur, finna hlýjuna og manngæskuna sem skein af ykkur. Við gleymum því aldrei að koma til ykkar í mat og við fengum að njóta hlýleika ykkar og auðvitað dásamlegs matar. Við fengum líka að njóta sam- veru við börn ykkar, Veru, Daða, Huga og Ölmu, en þau eru öll einstakar manneskjur og fólk sem við vonumst til að fá að njóta mun meiri sam- skipta við í framtíðinni. Muggur og Anna og þið haf- ið skipt sköpum í uppeldi okk- ar og hafið ætíð verið okkur fyrirmynd og erum við ykkur Guðmundur Hallgrímsson eilíflega þakklát. Við systkinin gleymum þér aldrei, Muggur, og þú verður ætíð í hjarta okkar. Elsku Anna, Vera, Daði, Hugi og Alma, við sam- hryggjumst ykkur innilega, við verðum alltaf til staðar fyrir ykkur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ykkar, Sigrún, Fríða og Dagur Ammendrup, makar og börn. Sit með bókina sem Jón Við- ar Gunnlaugsson gaf út 1980 og heitir Fjörulalli. Þessi ein- falda bók með hnyttnum sög- um af landamæralausum dreng, kemur upp í hugann þegar litið er til baka og rifjuð upp atriði úr KFUM starfi í Garðabænum á áttunda ára- tugnum. Við æskufélagarnir, eins landamæralausir og sögu- hetjan, munum ávallt búa með það veganesti sem áréttað var af Guðmundi. Hluti þess nestis var að Guðmundur las upp próförk Jóns af ofangreindri sögu á vikulegum KFUM fund- um. Við hlógum en í minning- unni hló Guðmundur mest, enda átti hann í vandræðum með að lesa um prakkarastrik á Eyrinni. Þegar litið er til baka og hlutir bornir saman í dag og þá, er engan veginn sjálfsagt að taka að sér stóran hóp drengja og lesa þeim lexí- una. Það er óeigingjarnt starf og hugurinn að baki slíku starfi lýsir þeim einstaklingi best sem tekur það að sér. Enn þann dag í dag býr maður að þessum tíma og þeim heilræð- um sem Guðmundur benti okk- ur vinunum á. Við félagarnir viljum með þessum fátæklegu orðum kveðja föður æskufélaga okkar og vottum fjölskyldunni samúð á erfiðri stundu. Sindri, Skapti og Bertel. Kveðja frá Evrópusamtökunum Fallinn er frá góður félagi okkar, Guðmundur Hallgríms- son lyfjafræðingur. Hann tók sæti í stjórn Evrópusamtak- anna árið 2007 og sat þar allt til dauðadags. Guðmundur var mikill Evrópusinni og var aldr- ei banginn að ræða þau mál hvar sem er og hvenær sem er. Það féll ekki alltaf í góðan jarðveg en Guðmundi var þetta mikið hjartans mál enda var hann sannfærður um að aðild Íslands að ESB yrði íslenskri þjóð til hagsbóta. Guðmundur vakti fyrst at- hygli okkar í Evrópusamtök- unum þegar hann hélt uppi öfl- ugri umræðu um Evrópumál á landsfundum Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar við í stjórninni fór- um þess á leit við hann að taka sæti í stjórn Evrópusamtak- anna þá tók hann ljúfmannlega í þá bón. Það var gott að vera með Guðmundi í stjórn. Hann var fjölfróður maður og var ávallt reiðubúinn að taka að sér verkefni fyrir samtökin. Gott var að eiga Guðmund að þegar erlendir fjölmiðlamenn, fulltrúar erlendra ríkja, for- ystumenn í erlendum stjórn- málasamtökum og erlend sendiráð föluðust eftir fundi með Evrópusamtökunum til að heyra sjónarmið okkar í Evr- ópuumræðunni. Skemmtilegast var þó að fara með Guðmundi á fundi með ungu fólki þar sem evr- ópumálin voru rædd. Eftir- minnilegar eru tvær ferðir til hans gamla heimabæjar Akur- eyrar þar sem við héldum opna fundi um þetta málefni. Greini- legt var að Guðmundur hafði mikinn metnað fyrir hönd ungs fólks á Norðurlandi og taldi að hagsmunum þess yrði best borgið með aðild að Evrópu- sambandinu. Það var Guðmundi mikið ánægjuefni þegar Alþingi sam- þykkti árið 2009 að Íslendingar skyldu hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann var hins vegar ekki nógu ánægður með það hve viðræð- urnar hafa dregist á langinn. En við vitum að Guðmundur fylgist með þessu hinum megin og leggur sitt lóð á vogarskál- arnir til að þetta ferli fái far- sælan endi. Evrópusamtökin senda Önnu konu Guðmundar og börnum þeirra samúðar- kveðjur. Það voru forréttindi að fá að vinna með manni eins og Guðmundi. Andrés Pétursson. Í hugann koma Heilræða- vísur Hallgríms Péturssonar þegar Guðmundar Hallgríms- sonar er minnst því að fáa þekki ég sem áttu auðveldara með að fylgja þeim ráðum sem þar eru gefin. Við urðum sambekkingar þegar ég settist í 4. bekk stærðfræðideildar MA haustið 1957 og fékk fljótlega að vita að hann gegndi nafninu Mugg- ur sem móðir hans sótti til hins þjóðkunna listamanns sem hún dáði öðrum fremur. Kynni okkar hófust ekki að ráði fyrr en veturinn eftir þeg- ar við vorum farnir að vinna saman að ýmsum sameiginleg- um áhugamálum utan skóla og innan. Báðir höfðum við mikinn áhuga á tónlist og unnum m.a. saman að tónlistarkynningum í skólanum. Um þær mundir var stofnaður Djassklúbbur Akur- eyrar og einnig deild úr kvik- myndaklúbbnum Filmíu sem stóð fyrir sýningum á listræn- um kvikmyndum. Ekki man ég hvort Muggur sat þar í stjórn en hann vann þeim mun öt- ullegar að þessum hugðarefn- um sínum án þess að láta á sér bera. Hann var jafnan ráða- góður þegar leysa þurfti vanda og fann oft leiðir sem ekki kostuðu mikið fé en sparaði ekki eigið afl og fyrirhöfn ef svo bar undir. Enda þótt leiðir skildi eftir stúdentspróf hélst kunnings- skapurinn og vináttan óx með hverju árinu sem leið. Við hitt- umst oft á tónleikum og eft- irminnilegt er þegar hann sat með okkur hjónum í bíl til Ak- ureyrar til þess að fagna 50 ára stúdentsafmæli vorið 2010. Þá var um margt að spjalla og mikið órætt þegar komið var á leiðarenda. Nú er hann kominn á þann leiðarenda sem okkur öllum er skapaður. Við Maggý biðjum Önnu Guðrúnu og fjölskyld- unni allri blessunar guðs, biðj- um hann að styrkja þau í sorg- inni og kveðjum þennan góða dreng með þakklæti og söknuði Helgi Hafliðason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.