Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HILMAR KRISTJÁN BJÖRGVINSSON
lögmaður og fv. forstjóri
Innheimtustofnunar sveitarfélaga,
Fögrubrekku 27,
Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 23. febrúar.
Rannveig Haraldsdóttir,
Haraldur Arason, Helen Hreiðarsdóttir,
Björn Stefán Hilmarsson, Laufey Fjóla Hermannsdóttir,
Valdimar Héðinn Hilmarsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
ODDFRÍÐUR LILJA HARÐARDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Hörðalandi 16,
lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt
16. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. mars
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karitas hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustu.
Þórður Guðmannsson,
Hörður J. Oddfríðarson, Guðrún Björk Birgisdóttir,
Arnar Oddfríðarson, Berglind Rós Davíðsdóttir,
barnabörn og bræður hinnar látnu.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR REYKDAL KARLSSON,
Grænuhlíð 3,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 24. febrúar á Land-
spítalanum í Fossvogi.
Sigríður Ólafsdóttir, Jón Þór Gunnarsson,
Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Skúli Gunnarsson,
Ólafur Karl Ólafsson, Lena Friis Vestargaard,
Anna María Ólafsdóttir, Heimir Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar ástkæra móðir og amma,
VIKTORÍA HANNESDÓTTIR,
lést heima í faðmi barna sinna laugardaginn
16. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Blóm og minningargreinar vinsamlegast
afþakkaðar en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á minningarkort Heimahlynningar
LSH.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11-B og Heimahlynningar LSH
fyrir góða umönnun.
Ólafur Geir Guttormsson,
Hera Brá Gunnarsdóttir
og barnabörn
✝
Elskuleg frænka okkar,
ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR
kennari
frá Gautlöndum,
lést mánudaginn 18. febrúar.
Kveðjuathöfn verður haldin í Neskirkju
fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi
kl. 13.00.
Jarðað verður frá Skútustaðakirkju, Mývatnssveit, föstudaginn
1. mars kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á menningar- og
friðarsamtök.
Systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
EGILL GR. THORARENSEN,
Bólstaðarhlíð 50,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
mánudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju fimmtudaginn 28. febrúar
kl. 11.00.
Ásdís Matthíasdóttir,
Grímur Thorarensen, Lilja Andrésdóttir,
Egill Thorarensen,
Darri Már Grímsson,
Kristín Thorarensen, Örn Vigfússon,
Guðríður Thorarensen, Þórður Ásgeirsson,
Guðlaugur Thorarensen, Gloría Thorarensen,
Daníel Thorarensen,
Sigurður Thorarensen, Áslaug Guðmundsdóttir.
✝
Við sendum okkar bestu þakkir fyrir samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR.
Sérstakar þakkir og kveðjur sendum við
starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar
fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót í hans garð.
Björg Ólafsdóttir,
Snorri Sigurjónsson, Anna Birna Ragnarsdóttir,
Hrefna Sigurjónsdóttir, Sigurður Snorrason,
Kristján Sigurjónsson, Áslaug Óttarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til vina og vandamanna fyrir
auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU BJARNADÓTTUR
frá Stað í Steingrímsfirði,
til heimilis að Hólagötu 25,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á D-álmu Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýju í hennar
garð, einnig sendum við innilegar þakkir til 13-G og
blóðskilunardeildar Landspítalans.
Margeir B. Steinþórsson,
Magnús Steingrímsson, Marta Sigvaldadóttir,
Bjarni Steingrímsson, Irena Maria Motyl,
Kristín Steingrímsdóttir, Árni Magnús Björnsson,
Loftur Hilmar Steingrímsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON
frá Djúpavogi
áður til heimilis að Hjallabrekku 15,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk
föstudaginn 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 4. mars,
kl. 13.00.
Guðný Erna Sigurjónsdóttir,
Ragnheiður S. Hjartardóttir, Þorgeir Helgason,
Sigurjón Hjartarson, Kristín Sigurðardóttir,
Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, Þórður Þórkelsson,
Bylgja Hjartardóttir, Hans J. Gunnarsson,
Kristín Hjartardóttir, Sigbjörn Þór Óskarsson,
Guðmundur Hjartarson, Júlíana Hansdóttir Aspelund,
Bjarni Þór Hjartarson, Aðalheiður Una Narfadóttir,
Hjörtur Arnar Hjartarson, Lenka Zimmermannová,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Kjartan Ingi-marsson fædd-
ist í Reykjavík 2.
janúar 1919. Hann
lést 12. febrúar síð-
astliðinn á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Sólveig Jó-
hanna Jónsdóttir,
d. 1982, og Ingimar
Ísak Kjartansson,
d. 1973. Kjartan
var einn af tíu systkinum. Eft-
irlifandi systkini hans eru Guð-
finna, Þórunn, Kristín, Garðar
og Erla.
Eiginkona Kjartans var
Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, f.
9.7. 1921 í Reykjavík, d. 23.7.
1981. Þau eignuðust fimm börn:
1) Þóru, f. 8.5. 1944, maki Guð-
mundur Karlsson, d. 30.6. 2010,
og eignuðust þau fjögur börn. 2)
Ingimar, f. 11.5. 1948. 3) Jón
Kristján, f. 23.3. 1953, d. 10.11.
stritað við rófurækt í nokkur ár.
Fljótlega létu þeir byggja yfir
annan vörubíl farþegahús, sem í
komust 20 farþegar. Þeir fengu
síðan fyrstu rútuna sína afhenta
16. júní 1944 frá Agli Vilhjálms-
syni hf. Þeir bræður fluttu fólk
á Alþingishátíðina á Þingvöllum
1944, í rútunni. Þar með var
hafinn rekstur þeirra bræðra á
fólksflutningafyrirtækinu Kjart-
an og Ingimar. Lengi vel voru
þeir með sérleyfi að Ljósafossi
og Miðfelli í Þingvallasveit og
sáu um allan akstur að virkj-
ununum á Sogni. Þeir sáu gjarn-
an um skólaakstur og ófáar
voru ferðirnar sem þeir bræður
fóru með skátaflokka og skíða-
iðkendur. Bræðurnir störfuðu
saman til ársins 1965.
Í kjölfarið stofnaði Kjartan
fyrirtækin Hópferðabíla Kjart-
ans Ingimarssonar og Bílaleig-
una Aka. Bílaleiguna rak hann
og vann þar til vorsins 2008, þá
orðinn 89 ára gamall. Hann var
þá búinn að vera í bílaútgerð í
71 ár.
Útför Kjartans fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 26. febr-
úar 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
2002. 4) Kristin
Árna, f. 3.3. 1955,
d. 19.9. 2009, maki
Guðrún Ágústs-
dóttir og eignuðust
þau tvö börn. 5)
Björgu Vigfúsínu, f.
15.12. 1964, og á
hún einn son.
Kjartan bjó alla
tíð í Reykjavík.
Hann ólst upp í
Laugarásnum en
flutti með konu sinni á Kirkju-
teig. Þau bjuggu fyrst á númer
11, síðan byggði Kjartan húsið
númer 23 með bróður sínum
Ingimar, en árið 1977 flutti fjöl-
skyldan að Kirkjuteigi 9. Kjart-
an dvaldist tæplega tvö ár á
Hrafnistu í Laugarásnum.
Kjartan var mikill athafna-
maður og vinnusamur. Hann hóf
bílaútgerð með bróður sínum,
Ingimar, og keyptu þeir saman
vörubíl árið 1937 eftir að hafa
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt
þennan heim. Þú hefur átt ynd-
isleg ár hér og ég fékk að njóta
þeirra með þér.
Það eru svo margar minn-
ingar sem ég á um þig. Öll
sumrin sem við fengum að njóta
saman, vorum saman að taka til
í garðinum eða þegar ég fékk
að koma með þér í vinnuna.
Sem barn þótti mér alltaf
jafn gaman að fara með þér upp
í Gufunes því þá fékk ég að fara
út á næturnar og við stálumst
til að leyfa mér að stýra bílnum
á planinu, þetta var mjög mikið
sport fyrir mig.
Og ég tala nú ekki um hvað
það var alltaf gott að koma og
fá súpu og brauð hjá þér á
sunnudögum.
Ég mun varðveita allar fal-
legu minningar okkar í hjarta
mínu.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín sonardóttir,
Sigurbjörg Unnur
Árnadóttir.
Hópurinn okkar krakkanna í
Laugarási við Laugarásveg (nú
númer 46) er alltaf að minnka,
við vorum 10, en nú eru fimm
látin. Stórt skarð er höggvið við
það að elskulegur bróðir, Kjart-
an Ingimarsson, er fallinn frá.
Hann var stuðlabergið í hópn-
um sem kom sér áfram í lífinu
af dugnaði. Ingimar bróðir og
Kjartan komu sér upp fyrirtæki
sem var þekkt á Íslandi fyrir
áreiðanleg viðskipti og kraft,
frumkvöðlar í fólksflutningum.
Þar sem ég var litla systir þá
var gott að eiga stóra bróður
eins og Kjartan sem fór með
okkur öll í bíltúra út á land. Það
var yndislegt að fara í þessar
ferðir og stoppa í laut þar sem
allt af öllu var í boði fyrir
svanga kroppa, heitt kakó og
allskyns meðlæti sem Unnur
kona Kjartans útbjó ásamt
mömmu og fleirum.
Kjartan og Unnur bjuggu á
Kirkjuteig þar sem bræðurnir
höfðu byggt sér sannkallaða
höll, ég var í skólanum hinum
megin við götuna þannig að ég
hljóp til þeirra í frímínútum og
eftir skóla, fékk alltaf góðar
móttökur með hlýju og ein-
hverju kjarngóðu í mallakút.
Eftir því sem árin liðu og ég
stálpaðist skildi ég betur hvurs-
lags brautryðjandastarf Kjartan
var að vinna. Hann reisti stórt
verkstæði heima í Laugarási
þar sem allur bílaflotinn mætti í
viðhald og viðgerðir og ekki var
dregið af sér við vinnuna.
Mér þótti gaman að hitta bíl-
stjórana sem unnu hjá bræðr-
unum, oft komu þeir inn í kaffi
til mömmu og pabba í eldhúsið
og þá var hlegið og spjallað þar
sem Kjartan var hrókur alls
fagnaðar. Hann var mikill
mömmustrákur sem kunni að
meta ráðdeild, að fara vel með
eins og mamma kenndi okkur
krökkunum sem var eini val-
kosturinn í stórum barnahóp.
Það verður aldrei þakkað það
sem Kjartan lagði til, allar
veislurnar á Kirkjuteignum,
fermingar og afmæli, ekkert
skorið við nögl. Sérstaklega er
mér minnisstæð brúðkaups-
veislan okkar Halla, sem Kjart-
an og Ingi héldu okkur af mikl-
um rausnarskap, tímamót í
lífinu sem aldrei gleymast. Ég
kveð þig, elsku bróðir, með
söknuði og þökk fyrir kærleik-
ann sem ég naut frá þér. Þóra,
Lilla og Ingimar, ykkur sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sem og öðrum aðstand-
endum og vinum.
Litla systir, 75 ára,
Erla Ingimarsdóttir.
Einn af mínum bestu vinum
til 44 ára er fallinn frá. Honum
kynntist ég gegnum Hrafnkel
frænda minn, sem hafði um
nokkurt skeið dyttað að bíla-
flota Kjartans. Í fyrstu vann ég
eitthvað smálegt fyrir hann
meðan fjölskylda Kjartans bjó á
Kirkjuteigi 23. En okkar vin-
átta hófst þegar fjölskyldan
keypti prestsbústaðinn á
Kirkjuteigi 9. Þar hjálpuðumst
við að, ásamt mörgum fleiri, við
að endurbyggja húsið alveg upp
á nýtt. Á þessum árum var mik-
il sveifla á mínum manni í orðs-
ins fyllstu merkingu. Nýtt íbúð-
arhús, nýtt verkstæði á
Vagnhöfða 25, rútum fjölgað og
margir smærri bílar keyptir.
Ég sé Kjartan fyrir mér koma
þjótandi með eitthvað sem vant-
aði til framkvæmdanna, bíllinn
varla stoppaður og hann á
hlaupum. Dokað við í smástund
og drukkið kaffi með Unni,
Kristjáni og mér, segir nokkrar
sögur. Unnur lítur á klukkuna
og segir: „10 mínútur í Eimskip
eða Gufunes, 20 mínútur í Blá-
fjöll.“ Þau voru svo samhent og
krafturinn svo mikill. Svipaða
minningu eiga allir sem kynnt-
ust þessum heiðurshjónum.
Kjartan var á fullu frá klukkan
fimm á morgnana til miðnættis
og virtist sjaldan þreyttur.
Á hans löngu ævi hefur
margt skeð, bæði í sorg og
gleði. Mikið reyndi á Kjartan og
hans fjölskyldu þegar Unnur dó
langt um aldur fram. Kristján
sonur þeirra lést árið 2002.
Árna son sinn missti hann 2009,
hann var giftur Guðrúnu
Ágústsdóttur. Árið 2010 missti
hann tengdason sinn, mann
Þóru.
Á kveðjustund er mér þakk-
læti efst í huga fyrir að hafa
kynnst Kjartani og hans góðu
fjölskyldu. Þóra, Ingimar, Lilla
og Ingimar Ísak og aðrir að-
standendur, megi minningin um
Kjartan lifa.
Kristinn Guðmundsson.
Kjartan
Ingimarsson