Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 40

Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Fyrir hrun gortuðum við Ís-lendingar óspart af þvíhvað við værum eiginlegaalgerlega framúrskarandi þrátt fyrir smæðina. Sú hugmynd gufaði snarlega upp 2008 og hefur ekki bært á sér síðan. Ég verð þó að viðurkenna að það örlaði aðeins á henni hjá mér þegar ég horfði á stóra svið Borgarleikhússins iðandi af syngjandi, dansandi og spilandi fólki á frumsýningu Mary Poppins. Þegar ég svo velti fyrir mér hvernig mætti lýsa verkinu fann ég ekkert betra en orðin: Alger þrusa. Ekki sérlega háfleygt en nær að mínu mati samt að miðla tilfinningunni því ég man varla eftir annarri eins veislu fyrir augu og eyru á íslensku leiksviði. Flestir muna eftir kvikmyndinni Mary Poppins sem var með fal- legum söngvum og fantasíum en einnig óttalega væmin. Söngleik- urinn á margt skylt við myndina og boðskapurinn, með sinni nokkuð fornlegu mynd af stöðu kynjanna, er svipaður: Að varðveita einlægn- ina, hlýjuna, hlúa að fjölskyldunni og lifa þau ævintýri sem hversdags- lífið er sífellt að bjóða okkur. Fram- setning söngleiksins er hins vegar einhvern veginn heilsteyptari og glæsilegri en myndin eins og hún hefur varðveist í endurminningunni. Hér tekst því að miðla efni mynd- arinnar eins og maður man hana og bæta einhverju stórfenglegra við. Sviðsmyndin er margbrotin og glæsileg. Með myndböndum erum við sett inn í hverfið í London og götuna Kirsutrjárunn sem Banks fjölskyldan býr við. Við fáum síðan að sjá inn í stofu þeirra, upp á loft til barnanna og Mary Poppins og svo einnig niður í kjallara þar sem eldabuska og þjónn þeirra hjóna vinna. Síðan á atburðarásin eftir að leiða okkur í garð með fjölda af myndastyttum og á húsþök með sót- urum. Eins og flestum er kunnugt segir sagan frá lífi Banks-hjónanna, barna þeirra og þjónustufólks. Herra Banks er bankamaður, afar haminn og stirðlyndur og mikið í mun að tilheyra heldri borgurum. Frú Banks er heldur gufuleg og hef- ur hætt störfum sem leikari til að sinna börnunum tveimur, strák og stelpu sem eru snarvitlaus og þurfa nýja og nýja barnfóstru. Þá eru þjónustufólkið, eldabuska og þjónn, svona fremur af verri endanum. Mikil breyting verður á lífi Banks fjölskyldunnar og annarra íbúa við Kirsutrjárunn þegar inn í líf þeirra kemur hin hálf yfirnáttúrulega barnfóstra Mary Poppins og með henni hinn fjölhæfi Bert sem málar myndir auk þess að vera sótari. Mary nær strax fullkomnum tökum á börnunum og þau upplifa ýmis ævintýri með henni og Bert um leið og fjölskyldan gengur í gengum mikla eldraun. Aðalhlutverkin, Mary Poppins og Bert, eru leikin, sungin og dönsuð af þeim Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Guðjóni Davíð Karlssyni. Manni finnst eins og Jóhanna Vigdís sé fædd til að taka að sér þetta hlut- verk og hún er á hárréttum aldri fyrir það. Hún syngur hér, leikur og dansar með glæsibrag. Guðjón Dav- íð fer einnig mjög vel með hlutverk Berts, dansar vel og þó að ég vissi að hann gæti sungið finnst mér koma á óvart hversu vel hann gerir það. Af öðrum leikurum má nefna Sigurð Þór Óskarsson sem fór al- gerlega á kostum sem hinn vit- granni og seinheppni þjónn Róbert- son Æ, en líkamstilburðir hans voru snilldarlegir. Sigrún Edda Björns- dóttir var líka frábær sem eldabusk- an Brilla. Halldór Gylfason var finn sem hinn áhyggjufulli en hamdi fjöl- skyldufaðir nema hvað hann mætti stundum skerpa örlítið á framsögn- inni. Hallgrímur Ólafsson var einnig skemmtilegur garðvörður. Börnin stóðu sig vel og ekki verður komist hjá því að nefna sérstaklega Gretti Valsson sem hin unga Mikael Banks. Það er eiginlega eftirtekt- arvert hvað börn í íslenskum leik- sýningum leika orðið almennt vel. Dansarar úr íslenska dansflokknum sýndu stórkostleg tilþrif, söngvarar sýningarinnar voru afbragðsgóðir og hljómsveitin spilaði af mikilli hind. Mary Poppins er söngleikur fyrir alla fjölskylduna og ég mæli ein- dregið með að öll fjölskyldan fari saman á sýningu. Það er algert dauðyfli sem ekki kann að meta hugmyndauðgina, fyndnina, sönginn leikinn og dansinn. Þá tel ég að sýn- ing af þessu tagi sé mjög mikilvæg fyrir íslensk leikhús. Börn sem upp- lifa aðra eins veislu í leikhúsi hljóta að vilja leita þangað aftur. Að lokum vil ég þó koma með nokkur gagnrýnisorð um leik- skrána. Þar hafa stælarnir borið menn ofurliði þannig að hún er ill- læsileg á köflum en það er eina dæmið um að umbúðirnar yfirgnæfi efnið í tengslum við þessa sýningu. Alger þrusa! Ljósmynd/Grímur Bjarnason Borgarleikhúsið Mary Poppins bbbbm Söngleikur byggður á sögum P.L. Tra- vers og kvikmynd frá Walt Disney. Handrit: Julian Fellowes, frumgerð tónlistar og texta: Richard M. Sherm- an og Robert B. Sherman, ný lög og textar: George Stiles og Anthony Drewe. Meðhöfundur: Cameron Mackintosh. Upphaflega sett upp af Cameron Mackintosh og Thomas Schumacher. Íslenskun á lausu máli og bundnu: Gísli Rúnar Jónsson, leikmynd Petr Hloušek, aðstoðarleikstjóri: Hlynur Páll Pálsson, búningar: María Ólafsdóttir, lýsing: Þórður Orri Pétursson, hljóð: Thorbjørn Knudsen, hljómsveitarstjórn: Agnar Már Magnússon, leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir, danshöfundur: Lee Proud. Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfa- son, Esther Thalía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Álf- rún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Theodór Júlíusson, Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir, Orri Huginn Ágústsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Áslaug Lárusdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Grettir Valsson, Patrekur Thor Herbertsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Frumsýning á stóra sviði Borgarleik- hússins 22. febrúar. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKHÚS Leikhúsveisla „Manni finnst eins og Jóhanna Vigdís sé fædd til að taka að sér þetta hlutverk og hún er á hárréttum aldri fyrir það. Hún syngur hér, leikur og dansar með glæsibrag,“ segir rýnir um frammistöðu leikkonunnar. 100/100 R.Ebert 100/100 Entertainment Weekly Denzel Washington Frá Óskarsverðlauna- leikstjóranum sem færði okkur Forrest Gump og Cast Away – Robert Zemeckis 2 óskarstilnefningar -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð þriðjudagur er tilboðsdagur Flight Sýndkl.6-9 ZERo DaRk tiRty Sýndkl.6-9 vEsalingaRniR Sýndkl.6-9 laugaRásbíó sýningartímar “Magnþrungin og eftirminnileg” t.v. - bíóvefurinn h.s.s -Mbl Frábær spennumynd byggð á leitinni af Osama Bin Laden. m.a. Besta leikkona í aukahlutverki 12 12 16 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is óskarsverðlaun M.a. Besti leikari ársins daniel day-lewis SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%gLeRAugu SeLd SéR 5% BORgARBÍÓ nÁnAR Á Miði.iS nÁnAR Á Miði.iS þRiðjudAgStiLBOðin giLdA eKKi Í BORgARBÍÓ -eMpiRe tHiS iS 40 KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 die HARd 5 KL. 8 - 10 16 HveLLuR KL. 5.40 L tHiS iS 40 KL. 5 - 8 - 10.45 12 die HARd 5 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 die HARd LÚXuS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 djAngO KL. 8 16 HvÍti KÓALABjöRninn KL. 3.30 L LASt StAnd KL. 8 - 10.20 16 HÁKARLABeitA 2 KL. 3.40 L tHe HOBBit 3d KL. 4.30 12 Life Of pi 3d KL. 5.20 10 “Mögnuð Mynd Í ALLA StAði” -v.j.v., SvARtHöfði Byggð Á SönnuM AtBuRðuM Yippie-Ki-Y ay! jAgten (tHe Hunt) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 tHiS iS 40 KL. 6 - 9 12 die HARd 5 KL. 10.30 16 KOn-tiKi KL. 5.30 - 8 12 LincOLn KL. 9 14 veSALingARniR KL. 5.50 12 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.